Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Side 23
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. 23 Kvikmyndir Norman Jewison Leikstjórinn Norman Jewison. Nýlegavarfrum- sýnd hérlendis myndinMoon- struck sem Kanadamaður- inn Norman Jewison leikstýr- ir. Moonstruck vartilnefndtil óskarsverðlauna og m.a. fékk Cher óskarinn fyrirleiksinní lessari mynd. En ívererþessiNor- man Jewison? Hér er Jewison að störfum við MOONSTRUCK. ótt lítið haíi farið fyrir Nor- man Jewison hefur hann verið einstaklega afkasta- mikill leikstjóri. Það vita líklega fæstir að hann var maðurinn á bak við hina stórkostlegu gamanmynd, THE RUSSIANS ARE COMING, THE RUSSIANS ARE COMING, sem sýnd var við fádæma góða aðsókn á sínum tíma í Tónabíói. Hver gleymir heldur myndinni IN THE HEAT OF THE NIGHT, sem hefur séð hana, og frá- bærri samvinnu Jewison og Sidney Poiter sem fór með annaö aðalhlut- verkið? Einnig má nefna kvikmynda- útgáfuna af FIDDLER ON THE ROOF og svo mætti lengi télja. Allt eru þetta myndir sem Norman hefur leikstýrt og einnig í sumum tilvikum framleitt. Hann virðist einnig hafa gaman af gerð kvik- mynda sem byggja á eða fjalla um tónlist. Fyrir utan FIÐLARANN Á ÞAKINU gerði hann á sínum tíma JESUS CHRIST SUPERSTAR. Naut bæöi myndin, hljómplatan og söng- leikurinn eindæma vinsælda um allanheim. Bakgrunnur Margir hafa líkt myndum Nor- man Jewison við hrynjandi í tónlist. Þetta er ekki svo út bláinn ef litið er á bakgrunn hans. Á sínum tíma vann Norman við gerö skemmtiþátta fyrir sjónvarp sem byggðust mikið á tón- list. „í fyrstu vann éghjá BBC sem handritahöfundur og leikari," var nýlega haft eftir Jewison í blaðavið- tali. „Síðan sneri ég aftur til Kanada og fór að vinna hjá CBC'við gerð gaman- og tónlistarþátta. Síðan lá leiðin til New York þar sem ég vann við THE ANDY WILLIAMS SHOW. Einnig gerði ég THE HIT PARADE og í gegnum vinnuna kynntist ég tón- hstarfólki og skemmtikröftum eins og Judy Garland, Harry Belafonte og Danny Kaye. Ég skellti mér nú ekki út í kvik- myndaleikstjórn fyrr en 1963 og var frumraun mín mynd með Tony Curt- is sem bar heitið 40 POUNDS OF TROUBLE. Tony Curtis rak þá sitt eigið fyrirtæki með aðstöðu hjá Uni- versal kvikmyndaverinu og það var einmitt hann sem gaf mér fyrsta tækifærið til að setjast í leikstjóra- stólinn.“ Boltinn rúllar Eins og tíðkaðist á þessum tíma neyddist Norman Jewison til að und- irrita samning við Unversal kvik- myndaverið. Þar með var hann orðinn bundinn einum aðila. Univer- sal lét hann fá hveija gamanmyndina á fætur annnarri til að leikstýra og það var ekki fyrr en 1965, þegar Jewi- son gerði THE CINCINNATIKID með Steve McQueen í aðalhlutverki, að hann komst undan þessum samn- ingi. Hann ákvað að færa sig um set og fór til MGM kvikmyndaversins. En þá fóru líka hjólin að snúast og síðast en ekki síst gat Norman Jewi- son nú gert þær myndir sem hann langaði sjálfan að leikstýra. Þótt Jewison sé Kanadabúi hefur hann ekki enn gert kvikmynd í heimalandi sínu. „Þetta er nú sann- ast sagna hálfsorglegt,“ voru athuga- semdir hans við þessari spumingu. „Ég er að vinna að einu handriti þessa dagana sem fjallar um inn- fædda kanadíska indíána í Alberta. Vinnuheitið er DANCE ME OUTSIDE. Ég vildi upphaflega gera mynd eftir bókinni hans Robertson Davies, sem heitir FIFTH BUSI- NESS, vegna þess að ég tel hann einn besta núlifandi rithöfund á enska tungu sem völ er á. Því miður var búiö að selja kvikmyndaréttinn aö bókinni. Þaö var bandarískur fram- leiðandi sem tryggði sér réttinn.“ Fleiraframundan En Jewison er með fleira í poka- hominu. Hann ætlar að halda áfram að styðja við bakið á höfundinum aö MOÖNSTRUCK sem er John Patrick Shanley. „Næsta mynd hans ber heitið THE JANUARY MAN og er eins konar gamanmynd með háðsku ívafi. Hún gerist í New York og fjall- ar um morðingja sem gengur laus í borginni. Hann skrifaði handritið meöan við vorum að kvikmynda MOONSTRUCK og lét mig síðan fá það. Vegna fyrri skuldbindinga get ég ekki leikstýrt THE JANUARY MAN en írski leikstjórinn Patrick O’Connor sló til. Leikendurnir em ekki heldur af verri endanum, þau Kevin Kline, Susan Sarandon, Harv- ey Keitel og Roger Steiger.” Það sem liggur hins vegar fyrir núna er mynd fyrir Warner Brothers sem heitir IN COUNTRY. Hvað segir Jewison um myndina. „Þegar ég yflrgaf Bandaríkin árið 1970 og flutti til Bretlands var ég búinn að fá mig fullsaddan af bandarísku þjóöfélagi. Stóran þátt í þessu áttu stjómmálin og ég var búinn að gera of margar vandamálamyndir. Eitt af því sem ég hét sjálfum mér var að gera aldrei mynd um Víetnam. Coppola var bú- inn aö gera það, Kubrick var búinn að gera það, Oliver Stone var búinn að gera það og John Irvin var búinn að gera það ásamt að minnsta kosti 20 öðrum leikstjórum. Aíleiðingar Síðan fór ég velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að gera mynd um afleið- ingar og áhrif Víetnamstríðsins. Þetta leiddi til þess aö handritahöf- undurinn Frank Pierson skrifaði handrit sem fjallar um unga stúlku sem finnur föður sinn sem hún hafði aldrei þekkt. Myndin fjallar um þetta efni gegnum dagbækur og bréf. Þetta er í lagi í mínum augum svo framar- lega sem ég þarf ekki aö endursýna hörmungar stríðsins þarna suður frá.“ MOONSTRUCK virðist ganga vel og var mikilvægur kafli í lífi Norman Jewison. Hann hafði ekki leikstýrt kvikmynd í tæp tvö ár þegar hann gerði AGNES OF GOD árið 1985 og svo hina magnþrungnu mynd, A SOLDIERS STORY árið þar á undan. Eins og vanalega hefur Jewison úr- vals fólk með sér og gildir það jafnt um tæknimenn og leikara. Hann ákvað að gefa Cher kost á aðalhlut- verkinu og hún hefur ábyggilega ekki séð eftir að taka því boöi því nú er hún óskarnum'ríkari fyrir leik sinn. Cher „Cher var eiginlega sú leikkona sem mér datt fyrst í hug fyrir þetta hlutverk. Hún er frábær leikkona og hefur sérstakt yfirbragð sem gerir það að verkum aö hún fellur mjög vel inn í hlutverk persóna sem end- urspegla hina dæmigerðu hvers- dagslegu konu. Ef til vill er ástæðan sú hve tilgerðarlaus og blátt áfram húner." Einn af leikurum í myndinni er hinn 82 ára gamli Feodor Chaliapin sem leikur afa sem er orðinn dálítið viðutan. „Þvílíkurpersónuleiki," hefur verið haft eftir Norman Jewi- son. „Þótt hann sé orðinn þetta gamall talar hann fimm tungumál og býr í Róm. Ég sá hann í myndinni THE NAME OF THE ROSE og hreifst mjög af leik hans. Ég hringdi því í Sean Connery til að spyijast nánar um Chaliapin. Ég vildi sérstaklega fá að vita hvort hann talaði og skildi ensku.. Svarið frá Connery var á þessa leið. „Norman, hann heyrir ekkert og hann sér ekkert orðið leng- ur en fyrir utan þetta er maðurinn snillingur." Hann er sonur óperu- söngvara og hefur sjálfur hitt Puccini og Tchaikovsky og getur einnig rætt við þig um Stanislavsky. Hann kann óteljandi sögur og er hafsjór af fróð- leik um liöna atburði. Chaliapin varð steinhissa þegar hann komst aö því að MOON- STRUCK var gamanmynd. Ég held að hann hafi haldið að myndin væri byggð á leikriti eftir Chekov eða Gol- doni. En ef til vill varð myndin fyndnari en handritið gefur til kynna samkvæmt oröanna hljóðan. Eins og Connery var búinn að vara mig við heyrir Chaliapin illa en það kom ekki að sök. Hann læröi allt handritið utan að svo þegar hann var aö leika var nóg fyrir hann að fylgj- ast með hvenær samleikarar hans hættu að tala þá vissi hann að röðin var komin að sér.“ Það er ekki að efa að MOON- STRUCK mun veröa vinsæl hérlend- is. En fyrir þá sem vilja meira er ekkert annað að gera en aö bíöa eftir næstu mynd frá Norman Jewison. Baldur Hjaltason Helstu heimildir: Films and Filming Film Comment

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.