Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. Sælkerinn Ótrúlegur verðmunur á kryddi Mikill verðmunur er á kryddi. Krydd selt í lausri vigt er mun ódýrara en krydd í glerglösum og sennilega er það einnig betra. Að undaníömu hafa íjölmiðlar bent á mismunandi verö á sömu vömtegundinni. Þessar ábendingar em mjög gagnlegar. Þá hafa verð- kannanir Verðlagsstofnunar vakið verðskuldaða athygb. Það er Ijóst að ef fólk er vel á verði þegar verslað er getur venjuleg fjöl- skylda sparað tugi þúsunda króna. Laun flestra fara jú að stómm hluta í matarkaup. Vitaskuld er það eðli- legt að einhver verðmunur sé á milh verslana og vörutegunda. Til þess geta legið fjölmargar ástæður. Þegar verðmunurinn fer að skipta hundr- uðum prósenta fer málið vægast sagt að verða skuggalegt, þó ekki sé meira sagt. Líklegast yrði maturinn bragð- daufur ef við ættum ekki kost á að kaupa gott krydd. Þó svo að venjuleg fjölskylda eyði ekki háum upphæðum í kryddkaup skiptir verðið verulegu máli. Nýlega rakst Sælkerasíðan á ótrúlegan verð- mun á kryddi. Heilsuhúsið í Kringl- unni er með á boðstólum krydd í lausasölu, þ.e.a.s. viðskiptavinurinn getur ráðið hvað hann vill kaupa mikið. Þetta krydd er í mjög háum gæðaflokki og er selt í litlum pokum. Ef málið er athugað kemur í ljós að neytendur borga töluvert háa upp- hæð fyrir glerglösin, að auki er kryddið í glerglösunum stundum búið að standa langan tíma í hillum verslananna og því orðið bragðlítið. Nú skulum við skoða verðmuninn, meðalverð úr nokkrum verslunum á kryddi í glösum og kryddi í lausri vigt: Rósmarin, 25 g í glerglasi, kostar 45 kr. Rósmarin, 30 g, kostar 33 kr. í Heilsuhúsinu. Heill svartur pipar í glerglasi, 42 g, kostar 97,50 kr. Svartur pipar, 42 g, kostar í Heflsuhúsinu 55 kr. Karrí í glerglasi, 40 g, kostar 63,50 kr. Karrí, 40 g, kostar í Heilsuhúsinu 45 kr. Piparrótarduft, 45 g í glerglasi, kostar 142,50 kr. Piparrótaduft, 50 g, kostar í Heilsuhúsinu 45 kr. Og svo kemur rúsínan í pylsuendan- um. Sesamfræ er sem kunnugt er notað í bakstur og í indverska og kínverska matargerð. Erlendis er þessi vara yflrleitt mjög ódýr ef miðað er við verð á kryddi en svo er ekki hér ef sesamfræ er keypt í glerglasi í stór- markaði. Sesamfræ í glerglasi, 42 g, kostar 80 kr. Sesamfræ í Heilsuhúsinu, 500 g, kostar 110 kr. Ekki treystir Sælkerasíðan sér að reikna út hvað verðmismunurinn er mikill í prósentum en eitt er víst að hann er verulegur. Það skal endur- tekið sem áður hefur komið hér fram að kryddið í glerglösunum er ekki betra, ef eitthvað er þá er það mun verra. Að baka úr gulrótum Líklegast eru íslendingar ekki van- ir að nota gulrætur til baksturs. Ávextir ýmiss konar eru sem kunn- ugt er notaðir í kökur. En staðreynd- in er sú að það má baka aldeilis ljómandi kökur úr gulrótum, en sem kunnugt er eru þær bæði hollar og ódýrar. Einfaldast er aö blanda sam- an rifnum gulrótum og marsipani. Það sem þarf er einfaldlega: 200 g marsipan 1 dl fínt rifnar gulrætur 12 möndiur Ofninn á að vera 175 gráða heitur. Rífið marsipanið niður og blandið því saman við guirótahakkið. Búið til 12 litlar kökur (notið skeið). Setjið 1 möndlu á hverja Köku. Kökurnar eru svo bakaðar í 15 mínútur í ofninum. Einfaldara getur þetta ekki nú verið. Þessar kökur eru ljómandi með kaff- inu eða á eftir matnum. Þá kemur hér uppskrift að gulróta- köku sem er mjög góð og má bjóða í hvaða veislu sem er. 4 egg 4 dl sykur 6 dl rifnar gulrætur 2Zi dl brætt smjör 4 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. matarsódi 2 tsk. vanillusykur kanill til að strá yfir kökuna Þeytið egg og sykur. Ofninn er sett- ur á 175 gráða hita. Hrærið gulrætur og smjör saman við þeyttu eggin. Blandið saman hveiti, lyfidufti, mat- arsóda og vanillusykri. Blandið þessu saman við eggja- Tilvalið er að nota gulrætur til baksturs, þær eru bæði ódýrar, hollar og góðar. hræruna. Hellið deiginu í smurt form eða skúffu sem þarf að vera í það minnsta 6 sm á hæð. Stráið kanil yfir og bakið kökuna í 20 mín. Nú er kakan látin kólna og á meðan er lagað krem en í það þarf: 120 g rjómaost 60 g smjör 2'A dl flórsykur kókosmjöl Hrærið saman rjómaosti, smjöri og flórsykri. Þessu kremi er svo smurt á kökuna. Sáldrið svo kókosmjöli yfir kökuna. Og þar með er hún tilbú- in. Góður og ódýr síldarréttur frá Sölustofnun lagmetis. Gott lagmeti Það verður nú að segjast eins og er að hið svokallaða lagmeti getur vart kallast nein sælkerafæða enda er það víst að mestu selt til austan- tjaldslandanna. Sælkerasíðan rakst nýlega á ljómandi síldarrétt sem flokkast undir hið svokallaða lag- meti. Þessi vara kallast Herring steaks in tomato sauce. Það sem hér er um að ræða er þverskorin síld í tómatsósu. Sósan er bragðgóð og síldin sérlega vel matreidd. Þá eru umbúðimar vel merktar og allar upplýsingar greinargóðar, t.d. kem- ur fram að í dósinni eru 115 g af síld og 85 g af sósu. Dósin kostar 54 kr. og verður það að teljast ódýrt. Tilval- ið væri að hafa íslenskan texta á umbúðunum og auglýsa þessa vöru sem er, eins og áður hefur komið fram, bæði ódýr og góð. Hér er um tilvalinn hádegisrétt aö ræða. Yfirleitt drekka konur lítið viskí, þaö hefur hingað til veriö vinsælla á raeðal karla, Kannanir sýna að þær konur, sem drekka viskí, drekka helst blandaö viskí en ekki maltviskí. Þessu vilja viskífrainleiöendiu’ breyta. Fyr- irtækiö Justerini og Brooks setti fyrir nokkru á markað viskí frá Speyside (sem er skammt frá Loch Ness). Þetta viskí er frá samnefndu bragghúsi, Knock- : ando. Þetta er maltviskí og er nú ■ hægt aö fá árgerð 1975. Þetta viskí er sérlega milt og „mjúkt“ á bragöiö. Þetta er sem sagt viskí fyrir þá sem ekki eru beint vanir þessum göfuga drykk eins og Skotar kalla viskíiö. Vitaskuld er 13 ára gamalt viskí mjög ljúft og Knockando er nokkuð sérstakt. |' Þaö er ólíkt flestum maltviskíteg- ; undumáþannháttaðþaðermun mildara en þó heldur það öllum bragðehikennum góðs maltvisk- ís. í Bandaríkjunum hefur í nokk- ur ár verið töluverð umræöa um ■ líðan svína og kjúklinga og ann- arra dýra. Þessi dýr era alin í nokkurs konar verksmiðjum og t.d. kjúklingar í búrum þar sem þeir geta varla hreyft sig. Talið er að dýrunum líði mjög illa og sumir fullyröa að svona búskap- arhættir séu ekkert annað en ; misþyrming á dýrum. Dýranum era gefin ýmiss konar lyf tíl að halda þeim lifandi. Það má geta þess að nú fyrir helgi voru fréttir um það að í Noregi væru eldislax- inum gefin 48 tonn af lyfjum á i ári. í beinu framhaldi af þessari i .umræðu spytja menn hvort þessi dýr geti verið góð til manneldis og eru margir á því að svo sé ekki. Niðurstaðan er sem sagt sú að ef afurðimar eiga að vera góð- ar þá veröur dýranum aö líöa veL Fljótt á litíð virðist þetta vera rökrétt atliugun. Lars Knutsson, bóndi á BiUes- : holmáSkánií Svíþjóö, erþessar- : ar skoðunar. Hann rekur svínabú og er hann meö 2500 grísl Lars Knutsson keypti fyrir nokkru töluvert magn af marglitum plastboltum handa grísunum sín- um til að leika sér að. Hann segir að grísunum þyki gaman að leika sér að boltunum, þeir meira aö segja getí rúllaö þeim hver til annars eins og þeir séu í bolta- leik. Grísirnir eru vanir að róta með nefinu, það er I eðli þeirra og með því að leika sér aö boltun- um fái þeir útrás fyrir þessa þörf. Það athyglisveröa er þó að grís- unum líður mun betur en áður, þeir eru sjaldnar veikir og þyngj- ast mjög eðlilega og eru hreint út sagt í betra skapi. Lars Knuts- son er einnig með stereotæki í svínahúsinu hjá sér. Hann segir ; að grísirnir séu mjög músík- alskir, Þeir séu mest fyrir létta tónlist en mjög lítiö fyrir þá klass- ísku. Kaxmski er þetta eitthvaö sem íslenskir bændur ættu að huga að, eða hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.