Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 26
26
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988.
Sérstæð sakamál
Flestir litu á það sem ástarævintýri ársins þegar
" Joseph Robb, námsmaðurinn hægláti, trúlofaðist
fallegustu stúlkunni í háskólanum, Sheilu McKee.
Svo kom þar að Sheila varð þreytt á hjónabandinu
og fór að starfa hjá auglýsingafyrirtæki. Það varð
upphafið á mikilli breytingu í lífi þeirra hjóna.
Trinity College
er í Dyflinni á irlandi. Þar var
viö nám í viðskiptafræðum fyrir um
tveimur áratugum Joseph Robb.
Hann var hlédrægur og sumir btu
svo á að hann væri ekki vel gefinn
þótt annað kæmi síðar í ljós. Það átti
því enginn von á því að hann ætti
eftir að ganga í augun á Sheilu
McKee, sem alhr töldu fahegustu
stúlkuna í skólanum og jafnframt vel
gefna því henni gekk vel í frönsku,
sálfræði og hagfræði. Reyndar fór
svo að hún útskrifaðist með hærri
einkunn en Joseph.
Hjónaband og frami
Ástarævintýrið endaöi með því
að Sheila varð ólétt og varð að velja
milh móðurhlutverksins og þess að
fá sér starf. Joseph og hún gengu því
í hjónaband og fjórum árum síðar
eignuðust þau annað bam.
Robbshjónunum fannst þeim ekki
vegna vel í heimalandinu, írlandi,
og því ákváðu þau aö flytjast vestur
um haf. Nokkru eftir að þau komu
þangað fékk Joseph starf hjá Pepsi
Cola fyrirtækinu. Hafi hann verið
talinn Utt vel gefmn í skóla og ekki
sérstaklega duglegur rak hann nú
af sér slyðruorðið svo um munaði,
því fjórum ámm síðar var hann kom-
inn í stjóm fyrirtækisins.
Nýtt starf
stóð Joseph svo til boða nokkmm
árum síðar er tóbaksfyrirtækið
Reynolds bauð honum sölustjóra-
starf og tók hann boðinu. Þremur
ámm síöar var hann orðinn varafor-
seti fyrirtækisins og nokkru síðar
fékk hann enn betra tilboö er honum
bauðst starf forseta stærsta stór-
verslanahrings í Kanada. Flutti hann
sig þá enn til. Segja mátti því að end-
urtekið hefði sig sagan um fátæka
drenginn sem náði sér á strik í lífinu
með dugnaði, elju og skynsemi, því
Joseph Robb var sonur írsks land-
búnaðarverkamanns.
Sheilu leiðist
Þótt manni hennar vegnaði vel
leið Sheilu ekki vel. Henni leiddist,
fannst hún vera fangi á heimihnu og
gekk með hugmyndir um aö fá sér
starf og verða sjálfstæð. Hún gekk
þess ekki duUn að hún var lagleg og
fannst að hæfileikar sínir fengju ekki
að njóta sín. Það mátti því segja að
eitt og annað benti til þess að ein-
hverra breytinga mætti vænta á
högum Robbshjónanna.
Sækir um starf
Sheila fór því að Uta í kingum sig
og leita að starfi sem hún gæti sætt
sig við. Þar kom að hún sendi um-
sókn um starf til Burson-MarsteUer-
auglýsingafyrirtækisins í New York
og fékk það. Yfirmaður deildarinnar,
sem hún fór til starfa í, var talinn
undrabam í auglýsingaheiminum og
af honum fór það orð að hann gæti
selt sand í Saharaeyðimörkinni ef
hann ætlaði sér það. Yfirmaðurinn
Shella Robb.
Michael Horton. Dómarlnn, slr Jan James Miskin.
hét Michael Horton. Hann var mynd-
arlegur og algerlega samviskulaus,
að sumra sögn.
Náið samband
Ekki leið á löngu þar tU samband
þeirra Michaels og SheUu var orðið
nánara en starfið krafðist. Þau fóru
aö fara saman í „viðskiptaferöir" og
þá gjarnan til ýmissa stórborga
vestra. Horton var með kunnustu
mönnum í sinni grein og það leið því
ekki á löngu þar til fjöldi fólks í við-
skiptalífinu vissi aö hann og SheUa
stóðu í ástarsambandi. Horton var
kvæntur og vissi kona hans, Marga-
ret, ekkert um framhjáhald hans og
var að því leyti eins komið á með
henni og Joseph Robb. Þau héldu
bæði að makar þeirra hefðu mjög
mikiö að gera og þyrftu víða að fara.
Horton flyst til London
Árið 1985 ákvað stjóm fyrirtækis-
ins, sem Michael Horton vann hjá,
að senda hann til starfa í London.
Þetta oUi vissum vandræðum fyrir
hann og SheUu því nú skUdi Atlants-
hafið þau aö. Hófust þá gagnkvæmar
heimsóknir þeirra. Þá var samband
þeirra komið í slík hámæU að flestir
gengu út frá því sem vísu að Joseph
Robb vissi um það. Þaö gerði hann
þó ekki.
Sheila fer frá New York
í desember 1986 sagði SheUa upp
starfi sínu hjá Burson-MarsteUer tU
þess að taká við starfi forseta stærsta
fjárfestingafyrirtækis í Kanada. Þótti
flestum nú ljóst að hún væri að kom-
ast í hóp kunnasta fólks í viðskiptalífi
vestan hafs. Nýi starfinn hafði þann
kost í for með sér fyrir SheUu og
Michael aö léttara var nú fyrir þau
að hittast. Flestir vom fundir þeirra
í London þar sem Michael hafði á
leigu Utla íbúð án þess að mikið bæri
á. Bæði létu þau eins og þau vissu
ekki að þau sátu í rauninni á púður-
tunnu.
Sheila biður um skilnað
Vorið 1987 tilkynnti SheUa manni
sínum loks að hún vUdi fá skUnað frá
honum. Joseph Robh varð mjög sleg-
inn er hún bað um hann og hélt í
fyrstu að kona hans hefði ofreynt sig
í starfi og væri með hugaróra. Hann
vissi þá ekkert um elskhugann og
hefði sennUega seint getið sér tíl um
aö „ganUi heimihsvinurinn“, Micha-
el Horton, væri búinn að leika hann
Ula ánun saman. SheUa nefndi hann
heldur ekki og gaf aðrar skýringar á
ósk sinni.
Taska á glámbekk
Um hríð tók Joseph enga afstöðu
Joseph Robb.
tíl beiöni konu sinnar, enda vonaði
hann að henni snerist hugur. Svo
gerðist þaö dag einn er hún var ný-
komin úr einni af ferðum sínum til
London að hún skUdi handtösku sína
af ógætni eftir opna í anddyrinu og
stóðu nokkur einkabréf út úr henni.
Joseph sá þau og gat ekki stUlt sig
um að líta á þau. Hann hafði ekki
lesið lengi þegar blóðið nær fraus í
æðum hans.
Heit ástarbréf
Bréfin höfðu að mestu að geyma
heitar ástaijátningar frá Michael
Horton en jafnframt lýsingar sem
geröu Joseph fullijóst hvert samband
Michaels og SheUu var.
Er Joseph hafði hugsað sig um um
stund ákvað hann að fara til London
og ræða við Michael. Pantaði hann
far með flugvél en þegar SheUa
komst að því að hann væri á fórum
þangað hringdi hún tíl Michaels.
Sagði hún honum að maður hennar
væri á leið á fund hans en bætti því
viö aö ekki myndi mikið að óttast því
Joseph væri gæflyndur maður. Varð
það ástæöan til þess að Michael féllst
á að ræða við Joseph er hann hringdi
til hans eftir komuna tU London.
Fundur þeirra var haldinn í Churc-
hUlgistihúsinu í Mayfair en þar hafði
Robb tekið íbúð á leigu.
Joseph fór þess á leit við Michael
að hann sliti sambandinu við Sheilu,
þótt ekki væri nema vegna barnanna
sem þau hjón ættu. Michael glotti
bara og sagöi að engu yrði breytt.
Hann og SheUa væru eins og sköpuð
hvort fyrir annað og væri best fyrir
Joseph að sætta sig við orðinn hlut.
„Og nú ætla ég að biðja þig um að
hafa mig afsakaðan," sagöi hann,
„því ég þarf að fara á hádegisfund."
Joseph missir stjóm á sér
Þegar Michael Horton gekk tU
dyra náðu sterkar tilfinningar tökum
á Joseph Robb. Hann varð skyndi-
lega afar reiður, greip ginflösku, sem
stóð á borðinu, og braut hana á höfði
Michaels sem riöaöi við og stundi af
sársauka. Hann hélt þó áfram að
dyrunum. Þá stökk Joseph á hann
og tók nú fram lítinn vasahníf sem
hann bar á sér. Stakk hann Michael
hvað eftir annað með honum. Komu
sumar stungurnar í andlit Michaels
en ein stungan lenti í hálsinum og
tók sundur hálsslagæðina. Var þá
ijóst að Michael héldi ekki lífi.
Hringir á lögregluna
Um leið og Michael Horton féU í
gólfið gekk Joseph að símanum og
hringdi á lögregluna. Kom lögreglan
að honum þar sem hann sat í hnipri
er hún kom inn í íbúðina.
„Það var ég sem drap hann,“ sagði
Joseph náfölur.
Joseph Robb kom fyrir Old BaUy
sakamálaréttinn í London í janúar
síðasthðnum. Þar kvaðst hann ekki
sekur um manndráp að yfirlögðu
ráði því það hefði verið framkoma
Michaels Hortons sem hefði valdið
því að hann hefði misst stjóm á sér
og ráðist á hann.
Vægur dómur
Er dómarinn, sir Jan James
Miskin, og kviðdómendur höfðu
hlýtt á aUa málavexti komust þeir
að þeirri niöurstöðu að sakboming-
urinn hefði orðið að þola Ula með-
ferð. Varð niðurstaða þeirra því sú
að ekki væri hægt að dæma Joseph
fyrir manndráp af ásettu ráði heldur
yrði að líta svo á að honum hefði
verið ögrað og hann komist í mikinn
hugaræsing.
Dómarinn fjaUaði um þetta áUt í
einstökum atriðum og sagði það
skoðun sína að Joseph Robb hefði
misst stjórn á sér er hann hefði veriö
húinh að gera misheppnaða tUraun
til þess aö bjarga hjónabandi sínu,
halda saman fjölskyldunni og reynd-
ar líka að bjarga konu sinni, SheUu,
sem hann hefði talið afvegaleidda.
Joseph Robb fékk þriggja ára dóm,
en þaö var vægasta refsing sem hann
gat fengiö. Hann mun taka við starfi
sínu á ný er hann fær frelsi.
SheUa Robb hefur sótt um skilnað
og býr hjá vinum sínum. Hún er
eignalaus og gengur tíl sálfræöings.