Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 35
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. 43 pv __________________________________Handknattleikur unglinga Norðurlandamót u-18 ára landsliðs pilta: Sví ar Norðurlandameistarar íslendingar í fjórða sæti Á fimmtudag í síðustu viku hélt landslið skipað leikmönnum 18 ára og yngri til Noregs, til þess að taka þátt í Norðurlandsmóti u-18 lands- liða. Auk íslendinga tóku þátt lið frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. • íslenska liðið mætti fyrst liða. Haldið var til Kongsberg sem er lítill bær rétt fyrir utan Oslo. Allir leikirn- ir fóru fram í Kongsberghallen. Ekki var íslenska Uðið alls kostar ánægt með aðbúnaðinn sem þvi var boðið upp á því að mjög lágt var til lofts og voru rúmin um það bil 160 cm að lengd. íslenska Uðið var því flutt á hótel sem var mjög gott í alla staði. • Mótið hófst ekki fyrr en á laug- ardegi og var tíminn fram að mótinu notaður til æfinga. Æfði íslenska lið- ið tvisvar á dag undir stjórn Magnúsar Teitssonar þjálfara. Mótið var síðan sett á laugardagsmorgni en þá stilltu öll Uðin sér upp á gólfi hallarinnar og voru kynnt. • Fyrsti leikur mótsins var síðan á milb íslendinga og Svía. ísland -Svíþjóð, 17-30 (12-12) Nokkur taugaspenna var í byrjun leiksins, Svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komust í 2-0. En þá fiskaði Finnur Jónsson víti en Sigurður Bjarnason lét verja frá sér. Einar Sigurðsson skoraði síðan fyrsta mark íslenska liðsins þegar 6 mín. voru liðnar af leiknum. Liðin skipt- ust síðan á um að skora en Svíar leiddu allan hálfleikinn og komust mest þrjú mörk yfir, 9-12. íslenska Uðið tók mikinn fjörkipp síðustu mínútur hálfleiksins og skoraði þrjú síðustu mörkin og náöu að jafna leik- inn. Staðan í hálfleik var þvi, 12-12. Síðari hálfleikur var hrein hörmung hjá íslenska Uðinu. AUa baráttu og einbeitingu vantaði. Svíar skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraða- upphlaupum og breyttu stöðunni fljótlega í, 13-19. íslenska liðið gafst allt of fljótt upp og reyndu lítið til þess að breyta gangi máU. Svíar unnu því stórsigur, 30-17. ísland - Noregur, 27-25 (15-18) • Annar leikur íslenska liðsins var á móti heimamönnum. Mikill hraði var í leiknum og mikið skorað af mörkum en varnarleikurinn að sama skapi lélegur. Norðmenn skor- uðu fyrsta markið en íslendingar jöfnuðu. Liöin skiptust á um að skora en Norðmenn voru þó ávallt með frumkvæðið og leiddu aUan hálfleik- inn með 1-2 mörkum. Norðmenn skoruðu síðan tvö síðustu mörk hálf- leiksins og voru yfir þrjú mörk í hálfleik, 18-15. í seinni hálfleik sýndi íslenska liðið virkilega hvað í því býr. Liðið barðist vel í vörn og ein- beitingin í lagi, í sókninni. Fljótlega í seinni hálfleik jöfnuðu íslendingar og komust síðan yfir, 21-20. En Norð- Eitt af mörkum íslands í uppsiglingu, á móti Norðmönnum. menn voru ékki af baki dottnir og náðu að komast yfir á nýjan leik, 22-21. Jafnt var síðan á flestum tölum og var staðan jöfn, 24-24. En með stórko'stlegum lokaspretti náði ís- lenska liðið að tryggja sér sigur með því að skora þrjú síðustu mörkin í leiknum sem endaði 27-24. Bestu menn íslenska liðsins í leikn- um voru Siguröur Bjarnason, sem skoraði 7 mörk, Róbert Haraldsson, sem skoraöi 6 mörk, og Hallgrímur Jónasson markvörður sem varði alls 13 skot í leiknum. ísland - Danmörk, 24-36 (12-18) • Þegar hér var komið sögu voru öll hðin jöfn með tvö stig og ein umferð eftir. íslendingar áttu aðeins töl- Gunnar Andrésson kominn i gegn á móti Dönum. íslenska landsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri. af leiknum fékk enn einn íslendingur rautt spjald fyrir grófan leik. En allt í einu tekur annar dómarinn á rás þvert yflr völlinn í áttina að vara- mannabekknum íslenska og sveiflar rauöa spjaldinu í fimmta sinn á loft í leiknum, enginn í húsinu sá hvað viðkomandi leikmaður gerði af sér en halda mætti að brotiö hefði verið vegna rangs þjóðemis. Þessum leik v lauk síöan með sigri Dana, 36-24. íslendiiigar voru samtals út af í 24 mínútur en Danir í 6 mínútur. Þessi stórsigur tryggði Dönum annað sæt- ið í mótinu. Langbesti leikmaður íslenska Uðs- ins var Axel Stefánsson sem varði alls 21 skot í leiknum. Þá var Sigurö- ur Bjarnason einnig góður. • Síðasti leikur mótsins var síðan á milh Svía og Norðmanna og þurftu Svíar að vinna með 7 mörkum til þess að tryggja sér sigur á mótinu. Þetta tókst þeim og gott betur því þeir unnu leikinn með 9 marka mun, 35-24. Svíar eru því Norðurlandameistar- ar. Það er þó skoöun UngUngasíð- unnar að Danir sem fengu jafnmörg stig og Svíar séu með besta Uðið. • Leikmenn íslenska Uðsins eiga margt eftir ólært. Varnarleikur Uðs- ins er mjög slakur og verður að gera bót á því fyrir næsta mót. Þá er sókn- arleikur Uðsins mjög sveiflukenndur og einkennir agaleysi oft leik Uðsins, skotiö úr frekar lélegum færum og boltinn fær ekki að ganga nógu vel. íslenska Uðið hafnaði í neðsta sæti á mótinu. Það er ef til vill einhver af- sökun fyrir Uðið aö leikmennimir eru flestir á yngra ári og spUa því alUr áfram á næsta ári og hafa því möguleika á aö hefna ófaranna. • Umsjón Norðmanna var ágæt ef frá er taUnn aðbúnaðurinn sem Uð- unum var ætlaður í byijun. Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson Svíar með sigurlaunin. fræðflegar líkur á því aö vinna mótið því þeir voru með mjög lélega marka- tölu én með sigri á Dönum heföu íslendingar í það minnsta tryggt sér annað sætið á mótinu sem hefði ver- ið stórgóöur árangur. íslendingar byijuðu þennan leik á því að taka tvo danska leikmenn úr umferð til þess að freista þess aö koma Dönum á óvart. Ekki tókst það sem skyldi því Danir komust fljótlega í 4-1. Munurinn jókst síðan jafnt og þétt og komust Danir í 12-5. Þessi markamunur hélst síðan tU loka fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 18-12, Dönum í vU. í síðari hálfleik skoraði Sigurður Bjarnason sex fyrstu mörk íslands en fékk síðan að sjá rauða spjaldið hjá afspyrnuléleg- um dómurum leiksins. Þeir gáfu Sigurði rautt spjald fyrir þriöju brottvísum en Sigurður var aðeins búinn að fara einu sinni af veUi. ís- lendingar héldu þessum sex marka mun þar tíl níu mínútur voru eftir' af leiknum en þá mættu þeir svart- klæddu enn einu sinni veifandi rauðum spjöldum og nú var það Axel Stefánsson sem fékk rauöa spjaldið fyrir það að lenda í samstuði við einn danskan leikmann þegar hann var að reyna að veija boltann. Einum íslensku leikmannanna mis- Ukaði þessi dómur og fékk að fylgja félaga sínum í sturtu. íslendingamir voru þvi aðeins þrír eftir inni á og þá var ekki að sökum að spyija, Dan- ir skoruðu hvert markið á fætur öðru. En þegar ein mínúta var eftir Glæsileg tilþrif á báða bóga. „Vörnin er höfuðverkur" - segir Magnús Teitsson þjálfari „Það er alveg ljóst að það er margt sem við þurfum að bæta. Vaínarleik- urinn er mikfll höfuöverkur hjá Uðinu og einbeitigarleysið er mikið. Sem dæmi vfll ég nefna leikinn á móti Svíum. Þaö er jafnt í hálfleik en síðan töpum við seinni hálfleikn- um með 18 mörkum gegn 5. Þetta er auðvitaö fyrir neöan allar heUur. En þessir strákar eru flestir á yngra ári og spila því aftur á næsti ári. Þá verð- ur að vera búið að laga hlutina og þá kemur ekkert annað en sigur til greina. Það verður farið til ítaUu í sumar og æft fram að þeirri ferð þannig að hópurinn á eftir að vera mikið saman fram að næsta Noröur- landamóti. Ég var nokkuð sáttur við leikinn á móti Norðmönnum, þeir eru meö ungt Uö eins og við. En þeir verða örugglega erfiðir á næsta ári.“ Magnús Teitsson, þjálfari U-18 ára landsliðsins. Úrslit ísland - Svíþjóö 17-30 Danmörk - Noregur 22-25 Sviþjóö - Danmörk 17-22 Norcgur - ísland 25-27 Ísland - Danmörk 24-36 Noregur - SviþjóÖ 26-35 1. Sviþjóö 2. Danmörk 3. Noregur 4. ísland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.