Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988.
5
Nafn: Theodór Júfiusson
Aldur: 38
Staða: leikari
Theodór Julíusson fer með að-
alhlutverkið, Tevje, í leikritinu
Fiðlarinn á þakinu sem Leikfélag
Akureyrar hóf að sýna síðastlið-
inn fóstudag. Theodór er einn af
reyndustu leikurum Leikfélags
Akureyrar en hann hefur verlð
fastráðinn leikari hjá félaginu i
10 ár. Auk þess er hann formaður
Leikfélags Akureyrar.
Að mestu sjálfmenntaður
„Ég kem úr áhugaleikhúsi og
er að mestu sjálfmenntaður leik-
ari. Ég fitlaöi við þetta í áhuga-
mennsku þangað til ég var ráöinn
til Leikfélags Akureyrar fyrir tíu
árum. í fyrravetur fór ég svo í
leiklistarnám til London í skóla
sem heitir The Drama Studio.
Skólinn er ætlaður sem fram-
haldsnám fy rir leikara en ég fékk
inngöngu vegna langrar starfs-
reynslu og vegna þess að ég er í
Félagi íslensfra leikara,“ segir
Theodór.
Ævintýralegt i London
„Það var alveg ævintýralegt að
dvelja í London. Ég hafði því mið-
ur ekki ráð á að hafa íjölskylduna
hjá mér en það hefði vissulega
verið gaman. Ég leigði ibúð með
fjórum skólafélögum og voru
þetta auðvitað viðbrigði fyrir
mann kominn á þennan aldur.
Ég er vanur íjölskyldulífi og hafði
varla verið lengur að heiman en
í hálfan mánuð. Ég stefni að því
að verða betri leikari og held að
ég hafi lært þónokkuð. Ég sá
heilmikið af ieiksýningum og
finn að ég vinn öðruvísi eftir að
ég kom heim ogþroskaðist heilm-
ikið sjálfur."
Theodór er fæddur Siglfirðing-
ur og bjó á Siglufirði fram undir
tvítugt. Hann er menntaður bak-
ari og hefur rekið bakarí bæöi á
Siglufirði og ísafirði, auk þess
sem hann dvaldist í Osló um tíma.
Eiginkona hans heitir Guörún
Stefánsdóttir og starfar hún einn-
ig hjá Leikfélagi Akureyrar. Þau
hjónin eiga íjórar dætur: Hrafn-
hildi sem er 19 ára, Ástu Júlíu
sem er 16 ára, Söru sem er 13 ára
og yngst er Vigdís sem er 8 ára.
Auk þess eiga þau dótturson sem
er nafni Theodórs og er guttinn
einn af fjölskyldunni.
Mftt eina sanna félag er KS
„Vinnan er eitt af áhugamálum
mínum því hjá mér snýst allt
meira og minna um leikhús. Ég
fer þó á skíði og hef gert það síð-
an ég var barn. Svo er ég íþrótta-
fan og hef gaman af knattspymu.
Ég spilaöi fótbolta fram undir
tvítugt en geri ekkert að því i
dag. En mér fmnst voðalega gam-
an að fara á völlinn. Mitt eina
sanna félag er Knattspyrnufélag
Siglufjarðar en á Akureyri er ég
Þórsari. Það er lán í óláni að KS
og Þór hafa aldrei verið í sömu
deild svo ég get haldið með báð-
um liðum,“ segir Theodór.
-JBj
Fréttir
Óvissa um afdrif bjórfrumvarpsins í efri deild:
Stuðningsmönnum
að snúast hugur?
Fullkomin óvissa ríkir nú um af-
drif bjórfrumvarpsins í efri deild.
Hingað til hefur meirihluti deildar-
innar verið talinn fylgjandi frum-
varpinu en það er talið hafa breyst á
síðustu dögum. Sagði einn stuðn-
ingsmanna frumvarpsins aö á
undanförnum dögum hefði verið
rekinn gegndarlaus áróður og
„lobbíismi" sem ætti fáa sína líka.
Linnulausum áróðri heíði rignt yfir
þá sem væru taldir á báðum áttum.
Því hefðu sumir þeirra sem ekki
hefðu haft því ákveðnari skoðanir í
málinu látið snúa sér gegn frum-
varpinu.
Enn hefur ekki komið minni-
hlutaálit frá Guðrúnu Agnarsdóttur
úr allsherjarnefnd efri deildar en
hún hefur boðað það í dag. Guðrún
lýsti yfir andstöðu sinni við frum-
varpið og einnig Skúli Alexanders-
son sem sat fundi nefndarinnar sem
áheyrnarfulltrúi.
Ekki er enn ljóst hvort breytingar-
tillögur við frumvarpið koma frá
þingmönnum í efri deild en vitað er
að þar hefur verið rætt um að vekja
upp þjóðaratkvæðistillöguna. Nú, ef
meirihluti er ekki fyrir frumvarpinu
hvort eð er þá skipta breytingartil-
lögur litlu en á það hefur verið bent
að þingmönnum þyki mörgum hverj-
um minna mál að samþykkja breyt-
ingartillögu en frumvarpið sjálft.
Þá hefur einn bjórandstæðingur
sagt að þeir sem séu á móti bjór verði
að treysta á að tvær grímur renni á
þingmenn þegar sá dagur kemur að
þeir standi frammi fyrir því að sam-
þykkja bjórinn og senda hann út í
þjóðfélagið. Þá verði þægileg undan-
komuleið að flýja á náðir þjóðarat-
kvæðistillögu.
Einnig er Ij óst að ekki er mikill tími
til stefnu til að ræða bjórinn. Dagur-
inn í dag fer í að ræöa virðisauka-
skattinn og því óvíst hvort 2. umræða
fer fram fyrr en á föstudag. Þó að
þing verði á laugardaginn eru ekki
nema þrír dagar til stefnu að klára
máliö úr þriðju umræðu.
Stuðningsmenn frumvarpsins í efri
deild hafa hingað til verið taldir vera:
Halldór Ásgrímsson, Valgerður
Sverrisdóttir, Salome Þorkelsdóttir,
Júlíus Sólnes, Guðmundur Ágústs-
son, Jóhann Einvarðsson, Halldór
Blöndal, Guðmundur H. Garðarsson,
Stefán Guðmundsson, Eiður Guðna-
son, Eyjólfur K. Jónsson og Karvel
Pálmason.
Til andstæðinga teljast hins vegar:
Jón Helgason, Karl Steinar Guðna-
son, Guðrún Agnarsdóttir, Skúli
Alexandersson, Margrét Frímans-
dóttir, Svavar Gestsson, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson. Afstaða þeirra
Egils Jónssonar og Danfríðar Skarp-
héðinsdóttur hefur ekki legið ljós
fyrir fram til þessa en þó hafa þau
bæði gefið í skyn að þau gætu sam-
þykkt bjór með vissum skilyrðum.
Þessi flokkaskipting gæti hins vegar
hafa riðlast á síðustu dögum vegna
þeirra ástæðna sem nefndar voru í
upphafi.
-SMJ
Nýtt ráðuneyti um umhverfismál
- sett á stofn um næstu áramót
Nýtt ráðuneyti, umhverfismála-
ráðuneyti, verður sett á stofn í
upphafi næsta árs. í samtali við for-
sætisráðherra í gær kom fram að
hann hefur lagt fyrir ríkisstjórnina
tillögu þar að lútandi og hefur hún
verið samþykkt. Þingflokkarnir eru
nú með tillöguna til umfjöllunar. Að
sögn forsætisráðherra er stefnt að
því að frumvarpið verði að lögum
um næstu áramót en það verður ekki
lagt fram fyrr en næsta haust.
Þetta nýja ráðuneyti tengist sam-
gönguráðuneytinu sem eftir það
heitir samgöngu- og umhverfisráðu-
neytið. Mun það sjá um samræmingu
umhverfismála og fara með náttúru-
vernd, landvernd, friðun dýra og
verndun sjávar. Þar með verða um-
hverfismál undir einu ráðuneyti en
hafa hingað til tilheyrt átta ráðuneyt-
um.
-SMJ
Forsætisráðhetra:
Plútóníum-
flutningar ræddir
við Reagan
Forsætisráðherra, Þorsteinn Páls-
son, sagði við utandagskrárumræðu
á Alþingi að hann ætlaði að ræða
væntanlega plútóníumflutninga
Bandaríkjamanna og Japana um ís-
lenska lofthelgi á fundi sínum með
bandarískum ráðamönnum um
miðjan mánuðinn. Sagði Þorsteinn
að þeim yrði gerð grein fyrir okkar
afstöðu en íslensk lög bönnuðu yfir-
flug af þessu tagi.
Til umræðunnar var boðað að
beiðni Hjörleifs Guttormssonar
vegna fyrirhugaðrá flutninga á
geislavirku plútóníum frá Frakk-
landi til Japans yfir Norður-Atlants-
haf. Sagði Hjörleifur að nauðsynlegt
væri fyrir íslendinga að taka þetta
mál upp eftir stjórnmálalegum leið-
um en hér væri um að ræða mjög
óvenjulega flutninga. Sagði Hjörleif-
ur að ef eitthvað færi úrskeiðis þá
gæti slys við þessa flutninga haft
ótrúlegar afleiöingar fyrir okkur ís-
lendinga.
Krístín Einarsdóttir benti á að hér
væri um mjög hættuleg efni að ræða
- hættulegri en úraníum. Kjartan
Jóhannsson sagðist vera undrandi á
því að þessir flutningar færu fram í
lofti. Þá lýstu þeir Albert Guðmunds-
son, Stefán Valgeirsson og Páll
Pétursson yfir áhyggjum sínum í
þessu máli og kváðu hér tímabæra
fyrirspurn á ferð. -SMJ
SÝNING
METTLER VOGIR
Fimmtud. 5. og föstud. 6. þ.m. verður sýning á Mettler vogum að Langagerði 7 frá
kl. 10-19, sýndar verða m.a. nýju Multirange iðnaðarvogirnar ásamt vogakerfum.
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI:
KRISTIIUSSON HF.,
Langagerði 7,108 Reykjavík. Sími 30486.