Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Qupperneq 32
MIÐVIKUDAGUR 4. MAl 1988. Ný vináttubönd myndast Þad ríkir góður félagsandi hér, seg- Ir Lára Vilhelmsdóttir, forstöðukona Félagsstarfs aldraðra i Lönguhlið 3. DV-mynd GVA. „Það eru margar konur sem koma hingað á hverjum degi, en þær eru yfirleitt duglegri að koma en karl- arnir,“ segir Lára Vilhelmsdóttir, forstöðukona Félagsstarfs aldraðra í Lönguhlíð 3. Borgin ber allan kostnað af félags- starfi aldraðra í Lönguhlíðinni og býður auk þess upp á félagsstarf fyr- ir borgara 67 ára og eldri í Norður- brún 1, Furugerði, Frostaskjóli, Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, VR-húsinu Hvassaleiti 56-58 og Selja- hlíð við Hjallasel og í haust var opnuð ný félagsmiðstöð í Bólstaðar- Sú afþreying og þjónusta sem boðið er upp á á þessum stöðum er afar fjölbreytt, má þar nefna handavinnu, leirmunagerð, smeltvinnu, tau- þrykk, leöurvinnu, enskunámskeið og bókband. Auk þess eiga aldraðir kost á að fara í leikfimi, hárgreiðslu, fótsnyrtingu og fleira í félagsmið- stöðvunum. Einnig er boðiö upp á sundnámskeið. öldruðum sent fréttabréf „Öllu því fólki sem komið er yfir 67 ára aldur er sent fréttabréf um málefni aldraðra og kynnt hvað sé í boði á hveijuin, staö. En auk þess að bjóða upp á afþrey- ingu, líkamsrækt og snyrtingu selj- um við mat og kaffi hér alla virka daga,“ segir Lára. „Fólkiö verður að koma sér hingað á eigin spýtur, en þeir sem eru fatlaðir fá hjálp frá ör- yrKjabandalaginu við að komast á milli. Það er mikið gert af handavinnu hér, svo og af trévinnu. Vor og haust höldum viö svo markað þar sem aldr- aðir geta selt þá muni sem þeir hafa unnið. En mikið af þeim hlutum sem fólkið býr til hérna notar það raunar til gjafa.“ Góður andi „Það ríkir mjög góður félagsandi hér. Almennt held ég að aldraðir séu mjög ánægðir með þá þjónustu sem boðið er upp á. Hér kynnist fólk hvert öðru og ný vináttubönd myndast. Margt af þessu fólki er mjög einmana og því þykir því gott að eiga kost á að geta tekið þátt í félagsstarfi. Hér getur fólk keypt efni til hvers kyns handavinnu mjög ódýrt. Og það má einmg nefna að af verði hárklipp- ingar og fótsnyrtingar borgar fólk aðeins rúman helming þess sem það kostar að fá slíkt gert á stofum út í bæ,“ sagði Lára að lokum. -J.Mar LífsstQI Félagsstarf aldraðra: Auk þess aö bjóöa upp á dans hefur félagið boðið upp á kennslu i tungumálum, handavinnu og framsögu. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni: Þar skemmta allir sér orðin hálffullorðin. Það hefur því nógan tíma til að taka þátt í félags- starfi," segir Pétur H. Ólafsson hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.er DV tók hann tali á spilakvöldi í Goðheimum og bað hann að segja frá því helsta sem félagiö býður upp á. Félögum fjölgar stöðugt „Félagið, sem er hvoru tveggja í senn skemmtifélag og hagsmunafé- lag, var stofnað 15. mars 1986. Stofnfélagar voru 784 en í dag eru félagsmenn 6.500. Félagið rekur umfangsmikla fé- lagsstarfsemi í Goðheimum, Sigt- úni 3. Þar eru söngæfingar, spilamennska, dans og fleira. Auk þess sem félagið gefur út frétta- um upp í húsaleiguna með því að láta fólk borga fyrir þá skemmtun sem hér er boöið upp á. Á þriðju- dögum kostar 50 krónur að taka þátt í spilamennskunni. Á fimmtu- dögum kostar það 100 krónur og á sunnudögum kostar 200 krónur, enda leikur hljómsveit þá fyrir dansi. Svo greiða félagsmenn fé- lagsgjöld, sem eru 1200 krónur á ári. En auk þessa höfum við fengið styrki frá sveitarfélögunum. Ferðalög og Færeyjaferð Auk spila og danskvölda höfum við staðið fyrir ferðalögum um landið. Til dæmis fórum við í geysi- fjölmenna ferð um Suðurlandsund- irlendið í fyrra en alls tóku 1338 manns þátt í henni. Svo fórum við „Hér er létt og kátt fólk og ekkert sem heitir að láta sér leiðast. Það fólk sem hingað sækir er orðið laust undan þeim kvöðum sem hafa hvílt á því. Börnin fyrir löngu orð- in fullorðið fólk og bamabömin bréf. Og býður upp á ferðalög á á sumrin. Félagsgjald og leiga Við leigjum Goðheimana á 50 þúsund krónur á mánuði. Viö höf- Sprengisandsleið í Gæsavötn sem var mjög skemmtileg ferð. í hana fóru 94 manneskjur á aldrinum 65-91 árs. Það gekk raunar svolítið illa að fá einhveija ferðaskrifstofu til að ur á dansleik á Sauðárkróki. Þetta veröur mjög ódýr ferð, hún kostar ekki nema 36 þúsund fyrir mann- inn. Og sitthvað fleira verður á dagskránni hjá okkur auk þessa í sumar. Þurfum að eignast eigið húsnæði Eitt okkar brýnasta mál núna er að eignast eigið húsnæði. Það er mjög erfitt að reka umfangsmikla félagsstarfsemi' og vera á hrak- hólum méð húsnæði. Við erum að hefja söfnun í þennan félagsheim- ilssjóð. Og ég get nefnt að fyrir skömmu var borin upp þessi tillaga á fundi í stjóm félagsins og sam- þykkt: Böm og barnabörn: Leggið hönd á plóginn eftir efnum og ástæðum og stuðlið að því að félag eldri borgara á Reykjavíkursvæð- inu komi sér upp félagsmiðstöð. Um leið styrkið þið félagslíf ykkar á elliárunum. Við erum að fara af stað með þessa söfnun og getur fólk lagt fram framlög á gíróreikning félgsins. Sendum þingmönnum bréf í fyrra sendum við öllum ráðu- neytum og þingmönnum bréf þar sem við fómm fram á eftirfarandi: Að ellilaun og örorkulaun miðist við og verði aldrei lægri en lág- markslaun samkvæmt Kjarasamn- ingi Verkamannasambands íslands. I sumar ætlum við að skella okkur til Færeyja, segir Pétur. Að bundið veröi í lög að fasteig- nagjald faUi niður af íbúð ellilauna- þega eða öryrkja, búi hann í íbúðinni sjálfur. Að tekjutrygging ellilauna, eins og hún er í núverandi mynd, skerð- ist ekki enda þótt viðkomandi njóti launa á vinnumarkaði eða úr líf- eyrissjóði allt að lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningi Verka- mannasambands íslands. Að gerðar verði þær breytingar á lögum um tekjuskatt að þeir sem komnir eru á ellilaunaaldur og kjósa eftir sem áður að hafa að- stöðu til þess að vinna á almennum vinnumarkaði, njóti sérstakra skattfríðinda. Enn höfum við ekki fengið svar við þessari málaleitan. Margt fleira höfum við gert á hagsmunasviðinu. Við höfum til að mynda útvegað eldri borgurum 5-10% afslátt í fjöldamörgum versl- unum. Enda hlýtur að teljast mjög hagkvæmt að gefa okkar fólki shk- an afslátt þar sem þetta fólk staðgreiðir það sem það er að kaupa en borgar ekki með kredit- kortum," sagði Pétur að lokum. -J.Mar Tíðarandi taka þátt í því ævintýri með okkur. Þeir héldu víst að það væri ófram- kvæmanlegt að fara með svo gamalt fólk í slíka ferð. En það hafðist og við lögðum í hann á þremur íjallabílum og ferðin gekk í alla staði mjög vel. í sumar erum við svo að hugsa um að skella okkur til Færeyja í samvinnu við Ferðafélagið og BSÍ. Raunar ætti maður kannski frek- ar að segja að við ætlum hringinn með viðkomu í Færeyjum. Því við ætlum að fara á rútum austur á Seyðisfjörð og fara með Norrænu út. í Færeyjum æltum við svo að dvelja í 5 daga og þegar við komum til baka ætlum viö aö fara norður- leiðina. Jafnvel erum við að hugsa um að fá eldri borgara á norður- og norðvesturlandi til að hitta okk- Góð þátttaka er yfirleitt á spilakvöldum félagsins. Venjulega er spilað á 18-24 borðum. I verðlaun er svo yfirleitt eitthvað matarkyns sem fyrir- tæki Jóns Júlíussonar í Nóatúni 17 gefur. DV-myndir Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.