Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. Hinhliðin • Theodór Júlíusson leikur Tevje í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Fiölaranum á þakinu. Theodór segir að honum finnisl leiðinlegast að horfa á leiksýningu sem honum finnist léleg. „Langar mest til að hitta hana Meryl Streep ' - segir Theodór Júlíusson, leikari á Akureyri Leikfélag Akureyrar hefur verið að sýna verkið fræga, „Fiðlar- inn á þakinu“ undan- farnar vikur við frá- bærar undirtektir. Theodór Júhusson, leikari á Akureyri, fer með aðalhlutverkið og leikur Tevje af mikilli snilld. Frammistaða hans hefur verið lofuð og enn er ekki séð fyrir endann á mjög góðri aðsókn að Fiðlaranum. Theodór hóf störf hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tíu árum og var við sinn fyrsta samlest- ur á afmælisdegi sín- um. Óshtið hefur The- ódór starfað hjá LA ut- an eitt ár er hann dvaldi við nám í Lon- don. „Það er voðalega gaman þegar maður finnur að fólk skemmt- ir sér vel í leikhúsi. Undirtektir hafa verið mjög góðar og ég reikna með að við sýn- um fram yfir 17. júní,“ sagði Theodór í samtali við DV en hann sýnir lesendum á sér hina hliðina að þessu sinni. Fara svör hans hér á eftir: Fullt nafn: Theodór Júlíusson. Fæðingardagur og ár: 21. ágúst 1949. Maki: Guðrún Stefánsdóttir. Börn: Hrafnhildur, Ásta Júlia, Sara og Vigdís. Síðan er ég að passa dótt- ursoninn Theodór og er hann einn af heimilsfólkinu. Bifreið: Honda Civic, árgerð 1983, og Saab 99, árgerð 1977, sem ég held mikið upp á. Starf: Leikari. Laun: Um 60 þúsund á mánuði. Áhugamál: Fyrst og fremst starfið og íþróttir. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottói? Tvær, en ég hef lítið spilað síðan í haust. Hvað frnnst þér skemmtilegast að gera? Einna skemmtilegast finnst mér að fara í ferðalag meö fjöl- skyldunni og helst að gista í tjaldi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Aö horfa á leiksýningu sem mér finnst léleg. Hvað er það neyðarlegasta sem fyr- ir þig hefur komið? Það er líklega þegar ég hef kallað einhvern vit- lausu nafni á leiksviðinu. Uppáhaldsmatur: Sunnudags- lambahryggur eins og hann hefur verið í gegnum árin. Uppáhaldsdrykkur: Góður bjór er einn af uppáhaldsdrykkjunum. Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur fremstur í dag? Arnór Guðjohnsen og Kristján Arason. Uppáhaldstímarit: Enskt leikara- tímarit sem heitir Pleasant players. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan konuna þína: Linda Pét- ursdóttir, nýkrýnd fegurðardrottn- ing íslands. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Þessa stundina er ég andvígur henni. i hvaða sæti hafnar íslenska lands- liðið í handknattleik í Seoul? Ég er bjartsýnn og er að vona að það hafni í 2. eða 3. sæti. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Meryl Streep. Hún gæti örugglega gefið mér mörg góð ráð. Uppáhaldsleikari: Þráinn Karlsson og Sunna Borg. Uppáhaldssöngvari: Kristján Jó- hannsson. Uppáhaldsstjómmálamaöur: Þeir em nú ekki gæfulegir núna. Þessa stundina er enginn í sérstöku uppáhaldi. Hlynntur eða andvígur bjórnum: Hlynrttur honum en er svolítið kvíðinn. Þetta gæti orðið erfitt. Hlynntur eða andvígur vem varn- arliðsins hér á landi: Andvígur. Hver útvarpsstöðvanna fmnst þér best? Ríkisútvarpið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ævar Kjartansson. Hvort finnst þér betra, Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég á ekki myndlykil þannig að samanburður er ekki til staðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Leik- húsið. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ég er fæddur á Siglufirði og er því KS- ingur en eftir að ég fluttist til Akur- eyrar fyrir tíu árum þurfti ég að gera upp á milh KA og Þórs og er Þórsari. Eitthvað sérstakt sem þú stefnir að á þessu ári: Já ég ætla mér að reyna að halda út reykingabindindið, en ég hætti að reykja á reyklausa dag- inn. Hvað ætlar þú að gera í sumarleyf- inu? Fara í þrjár vikur meö fjöl- skyldunni til Kanada og heimsækja bróður minn. , -SK 29 ÚTBOÐ Efnisvinnsla í Barðastrand- arsýslu 1988 v/vm \m Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- |f greint verk. Efnismagn: Tilhögun A 18.000 m3 og verklok 20. sept. 1988. Tilhögun B 28:000 m3 og verklok 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. júní 1988. Vegamálastjóri NEW LOOK Þingholtsstræti 1, 101 Rvík sími 91-24666 Snyrtivöruverslun/heildverslun_ LITIR VERÐ NAGLALAKK 76 175,- VARALITIR 76 150,- MASKARAR 24 200,- EYELINER 12 225,- GLOSS 24 150,- AUGNBLÝANTAR 46 90,- VARABLÝANTAR 12 90,- AUGNSKUGGARx2 24 225,- AUGNSKUGGAR x3 24 250,- STEINPÚÐUR 6 250,- KINNALITIR 10 240,- MAKEUP 3 250,- BURSTASETT10 stk. 8 1200,- PARFUME10 gerðir, 100 ml 865,- HÁRLAKK/Chantal 250,- FROÐA/Chantal 150,- óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða tit sýnis þriöjudaginn 31. mai 1988, kl. 13-16, i porti bak við skrifstofu vora aö Borgartúni 7, Reykjavík og viðar. Tegundir Árg. 2 stk. Volvo 244 GL. fólksbifr. 1982-84 1 stk. Saab 99 GL fólksbifr. 1984 1 stk. Mazda 626 fólksbifr. 1983 1 stk. Mazda 323 fólksbifr. 1983 1 stk. Volkswagen Golf sendif. bifr. 1983 2stk. Subaru station 4x4 1981-82 1 stk. Lada station 1984 1 stk. Chevrolet pickup m/húsi dísil 4x4 1982 1 stk. Chevrolet Suburban bensin 4x4 1977 1 stk. Dodge Ramcharger 4x4 1979 1 stk. Toyota HiLux m/húsi bensin 4x4 1981 4 stk. Lada Sport bensín 4x4 1982-85 1 stk. Mitsubishi L-300 pickup 1981 1 stk. Ford Econoline sendif. bifr. 1979 1 stk. Volkswagen sendif.bifr. 1971 1 stk. Mercedes Benz vörubifr. 4x4 1970 1 stk. Volvo N84 fólksfl. og vörubifr. 1971 Til sýnis hjá RARIK Egilsstööum: 1 stk. Toyota Hilux pickup m/húsi 4x4 1982 Til sýnis hjá Áburöarverksmiðju rikisins Gufunesi: 1 stk. Mercedes Benz 309 fólksfl.bifr. 1980 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Grafarvogi. 1 stk. Mercedes Bens AK 2632 dráttarbifr. 6x6 1979 1 stk. Kassbohr malarfiutn. vagn 1970 1 stk. VolvoFB 88 vörubifr. 1973 Til sýnis hjá Vegagerð rikisins Borgarnesi: 1 stk. Bröyt x-2 B. (vél Perkins) 1972 1 stk. Bröyt x-2 (vél Volvo D50) 1967 1 stk. Caterpiliar F-12 veghefíll 1972 1 stk. Caterpillar F-12 1966 Til sýnis hjá Vegagerö rikisins, Reyöarfirði. 1 stk. A. Barford S-600 veghefill 1974 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til aö hafna tilboöum sem ekki teijast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.