Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. Hinhliðin • Theodór Júlíusson leikur Tevje í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Fiölaranum á þakinu. Theodór segir að honum finnisl leiðinlegast að horfa á leiksýningu sem honum finnist léleg. „Langar mest til að hitta hana Meryl Streep ' - segir Theodór Júlíusson, leikari á Akureyri Leikfélag Akureyrar hefur verið að sýna verkið fræga, „Fiðlar- inn á þakinu“ undan- farnar vikur við frá- bærar undirtektir. Theodór Júhusson, leikari á Akureyri, fer með aðalhlutverkið og leikur Tevje af mikilli snilld. Frammistaða hans hefur verið lofuð og enn er ekki séð fyrir endann á mjög góðri aðsókn að Fiðlaranum. Theodór hóf störf hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tíu árum og var við sinn fyrsta samlest- ur á afmælisdegi sín- um. Óshtið hefur The- ódór starfað hjá LA ut- an eitt ár er hann dvaldi við nám í Lon- don. „Það er voðalega gaman þegar maður finnur að fólk skemmt- ir sér vel í leikhúsi. Undirtektir hafa verið mjög góðar og ég reikna með að við sýn- um fram yfir 17. júní,“ sagði Theodór í samtali við DV en hann sýnir lesendum á sér hina hliðina að þessu sinni. Fara svör hans hér á eftir: Fullt nafn: Theodór Júlíusson. Fæðingardagur og ár: 21. ágúst 1949. Maki: Guðrún Stefánsdóttir. Börn: Hrafnhildur, Ásta Júlia, Sara og Vigdís. Síðan er ég að passa dótt- ursoninn Theodór og er hann einn af heimilsfólkinu. Bifreið: Honda Civic, árgerð 1983, og Saab 99, árgerð 1977, sem ég held mikið upp á. Starf: Leikari. Laun: Um 60 þúsund á mánuði. Áhugamál: Fyrst og fremst starfið og íþróttir. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottói? Tvær, en ég hef lítið spilað síðan í haust. Hvað frnnst þér skemmtilegast að gera? Einna skemmtilegast finnst mér að fara í ferðalag meö fjöl- skyldunni og helst að gista í tjaldi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Aö horfa á leiksýningu sem mér finnst léleg. Hvað er það neyðarlegasta sem fyr- ir þig hefur komið? Það er líklega þegar ég hef kallað einhvern vit- lausu nafni á leiksviðinu. Uppáhaldsmatur: Sunnudags- lambahryggur eins og hann hefur verið í gegnum árin. Uppáhaldsdrykkur: Góður bjór er einn af uppáhaldsdrykkjunum. Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur fremstur í dag? Arnór Guðjohnsen og Kristján Arason. Uppáhaldstímarit: Enskt leikara- tímarit sem heitir Pleasant players. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan konuna þína: Linda Pét- ursdóttir, nýkrýnd fegurðardrottn- ing íslands. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Þessa stundina er ég andvígur henni. i hvaða sæti hafnar íslenska lands- liðið í handknattleik í Seoul? Ég er bjartsýnn og er að vona að það hafni í 2. eða 3. sæti. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Meryl Streep. Hún gæti örugglega gefið mér mörg góð ráð. Uppáhaldsleikari: Þráinn Karlsson og Sunna Borg. Uppáhaldssöngvari: Kristján Jó- hannsson. Uppáhaldsstjómmálamaöur: Þeir em nú ekki gæfulegir núna. Þessa stundina er enginn í sérstöku uppáhaldi. Hlynntur eða andvígur bjórnum: Hlynrttur honum en er svolítið kvíðinn. Þetta gæti orðið erfitt. Hlynntur eða andvígur vem varn- arliðsins hér á landi: Andvígur. Hver útvarpsstöðvanna fmnst þér best? Ríkisútvarpið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ævar Kjartansson. Hvort finnst þér betra, Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég á ekki myndlykil þannig að samanburður er ekki til staðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Leik- húsið. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ég er fæddur á Siglufirði og er því KS- ingur en eftir að ég fluttist til Akur- eyrar fyrir tíu árum þurfti ég að gera upp á milh KA og Þórs og er Þórsari. Eitthvað sérstakt sem þú stefnir að á þessu ári: Já ég ætla mér að reyna að halda út reykingabindindið, en ég hætti að reykja á reyklausa dag- inn. Hvað ætlar þú að gera í sumarleyf- inu? Fara í þrjár vikur meö fjöl- skyldunni til Kanada og heimsækja bróður minn. , -SK 29 ÚTBOÐ Efnisvinnsla í Barðastrand- arsýslu 1988 v/vm \m Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- |f greint verk. Efnismagn: Tilhögun A 18.000 m3 og verklok 20. sept. 1988. Tilhögun B 28:000 m3 og verklok 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. júní 1988. Vegamálastjóri NEW LOOK Þingholtsstræti 1, 101 Rvík sími 91-24666 Snyrtivöruverslun/heildverslun_ LITIR VERÐ NAGLALAKK 76 175,- VARALITIR 76 150,- MASKARAR 24 200,- EYELINER 12 225,- GLOSS 24 150,- AUGNBLÝANTAR 46 90,- VARABLÝANTAR 12 90,- AUGNSKUGGARx2 24 225,- AUGNSKUGGAR x3 24 250,- STEINPÚÐUR 6 250,- KINNALITIR 10 240,- MAKEUP 3 250,- BURSTASETT10 stk. 8 1200,- PARFUME10 gerðir, 100 ml 865,- HÁRLAKK/Chantal 250,- FROÐA/Chantal 150,- óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða tit sýnis þriöjudaginn 31. mai 1988, kl. 13-16, i porti bak við skrifstofu vora aö Borgartúni 7, Reykjavík og viðar. Tegundir Árg. 2 stk. Volvo 244 GL. fólksbifr. 1982-84 1 stk. Saab 99 GL fólksbifr. 1984 1 stk. Mazda 626 fólksbifr. 1983 1 stk. Mazda 323 fólksbifr. 1983 1 stk. Volkswagen Golf sendif. bifr. 1983 2stk. Subaru station 4x4 1981-82 1 stk. Lada station 1984 1 stk. Chevrolet pickup m/húsi dísil 4x4 1982 1 stk. Chevrolet Suburban bensin 4x4 1977 1 stk. Dodge Ramcharger 4x4 1979 1 stk. Toyota HiLux m/húsi bensin 4x4 1981 4 stk. Lada Sport bensín 4x4 1982-85 1 stk. Mitsubishi L-300 pickup 1981 1 stk. Ford Econoline sendif. bifr. 1979 1 stk. Volkswagen sendif.bifr. 1971 1 stk. Mercedes Benz vörubifr. 4x4 1970 1 stk. Volvo N84 fólksfl. og vörubifr. 1971 Til sýnis hjá RARIK Egilsstööum: 1 stk. Toyota Hilux pickup m/húsi 4x4 1982 Til sýnis hjá Áburöarverksmiðju rikisins Gufunesi: 1 stk. Mercedes Benz 309 fólksfl.bifr. 1980 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Grafarvogi. 1 stk. Mercedes Bens AK 2632 dráttarbifr. 6x6 1979 1 stk. Kassbohr malarfiutn. vagn 1970 1 stk. VolvoFB 88 vörubifr. 1973 Til sýnis hjá Vegagerð rikisins Borgarnesi: 1 stk. Bröyt x-2 B. (vél Perkins) 1972 1 stk. Bröyt x-2 (vél Volvo D50) 1967 1 stk. Caterpiliar F-12 veghefíll 1972 1 stk. Caterpillar F-12 1966 Til sýnis hjá Vegagerö rikisins, Reyöarfirði. 1 stk. A. Barford S-600 veghefill 1974 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til aö hafna tilboöum sem ekki teijast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.