Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Side 44
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988.
Akureyri:
Ók á hross
Ökumaður ók á hross við golfvöll-
•■fcn Jaðar á Akureyri í gærkvöld.
Hrossiö sakaði ekki og ekki urðu slys
á fólki. Bifreiðin skemmdist töluvert
\ið höggiö.
Töluvert er af hesthúsum í ná-
grenni golfvallarins.
-sme
Þrjú þúsund og tvö hundruð manns á öllum aldri tóku þátt í hjólreiðadeginum í blíðskaparveðri í
Reykjavík í gær þar sem hjólað var í þágu fatlaðra. Hjólað var frá sjö stöðum í Reykjavík og einum
í Kópavogi að Kringlunni. Verslanirnar í Kringlunni hétu sjötíu og sex krónum á hvern þátttakanda
til eflingar íþróttastarfsemi fatlaðra og styrktar sundlaugarbyggingu í Reykjadal í Mosfellssveit, þar
sem áttatíu til níutíu fötluð börn dveljast á sumrin. -SÞ/DV-mynd KAE
Uppgjör konu:
Ekki búin að
finna útgef-
ánda ennþá
- segir Halla Linker
„Nei, ég hef ekki fengið neinn út-
gefanda að bók minni ennþá. Ég er
nú heldur ekki farin að leita mér að
útgefanda enda ekki búin að þýða
bókina, á eftir um 70 blaðsíður,"
sagði Halla Linker en hún er nú að
ljúka þýðingu bókar sinnar, Uppgjör
konu, sem var sem kunnugt er met-
sölubókin hér á íslandi um síðustu
jól.
Halla sagði að það væri alveg óvíst
hvort hún fengi útgefanda að bókinni
1. i Bandaríkjunum því þó hún væri
'^iekkt á íslandi þá gegndi öðru máli
í Bandaríkjunum.
„Heima á íslandi þurfti ég ekki að
leita að útgefanda heldur leituðu þeir
að mér. Hér í Bandaríkjunum er
þetta öðruvísi og ég er hrædd um að
það hafi lítið að segja þó bókin hafi
selst vei heima." Halla sagðist þó
ætla að fara af stað með handrit bók-
arinnar þegar þýðingu hennar væri
lokið. Hún sagðist ekki vita hvenær
það yrði enda þyrfti hún ekkert að
flýta sér. Að sögn Höllu þá breytir
?»tún bókinni ákaflega lítið í þýðing-
unni nema á einstöku stað þar sem
ættir eru raktar er breytt enda skilja
Bandaríkjamenn lítið í því. En er
önnur bók á leiðinni?
„Það er engin bók á leiðinni fyrr
en ég skrifa skáldsögu. Ég þekki svo
margt fólk sem hefur lifað ævintýra-
legu lífi og það væri gaman að skrifa
skáldsögu byggða á því,“ sagði Halla.
-SMJ
Islenskur náms-
maður týndur
i BanaariKiunum
- ekkert til hans spurst síðan 14. mars
Ekkert hefur spurst til íslensks
námsmanns í Bandaríkjunum í tvo
og hálfan mánuð og hefhr lögreglan
verið beðin aö svipast um eftir hon-
um. Þetta er 25 ára gamal piltur
sem hefúr verið við nám í North
Texas University í Texas en hafði
brugðið sér í frí til Kalifomíu.
Eftir að pilturinn hafði verið
nokkum tíma í Kaliforníu hringdi
hann til fslensks skólafélaga síns
og bað um að senda sér peninga
fyrir fiugfarseðli svo aö hann gæti
flogið til baka til Texas en þá haföi
bíl hans verið stolið. Höfðu öll skil-
ríki hans horfið meö. Kunningi
piltsins simsendi peningana en
þegar hann birtist ekki í Texas fóru
menn að hafa áhyggjur af honum.
Þetta var 14. mars en síðan hefur
ekkert til piltsins spurst.
Að sögn Höllu Linker, ræðis-
manns íslands í Kaliforníu, hefur
lögreglan þar svipast um eftir hon-
um í rúma tvo mánuði. Halla sagði
að þa_ð væri hins vegar oft erfitt
fyrir íslendinga að gera sér grein
fyrir þvi hve vandasarat getur ver-
ið að hafa upp á týndu fólki i
Bandaríkjunum. Lögreglan væri
þó bjartsýn á að ekkert alvarlegt
hefði komið fyrir piltinn.
Bíllinn, sem pilturinn var á,
fannst í smábæ þijá kilómetra frá
landamæram Mexíkó og taldi lög-
reglan í San Diego að hann hefði
jafnvel farið til Mexikó. Hefur upp-
lýsingum um piltinn verið dreift
um öll Bandaríkin og Kanada.
-SMJ
LOKI
Það er hart í norð-
lensku gæðingunum.
Veðrið á morgun:
Bjartveður
sunnan-
lands
Á morgun verður austlæg átt
en dálítil rigning nyrst á landinu
og þokuloft austanlands en bjart
veður að mestu suðvestanlands,
þó ef til vill síödegisskúrir. Hiti
3-7 stig viö noröur- og austur-
ströndina en allt að 15 stiga hiti
suðvestanlands.
Metafli hjá Gylli, Flateyri:
175 tonn
afgrálúðaá
33 tímum
Reynir Traustason, DV, Flateyri:
Togarinn Gyllir frá Flateyri setti
heldur betur í hann fyrir helgir a
þegar hann fékk 175 tonn af grálúða
á 33 tímum. Aflinn fékkst á hefð-
bundnum grálúðumiöum, 70 til 8o
sjómílur vestur af Bjargtöngum.
Þetta er mesti afli sem Gyllir hefur
fengið á svo skömmum tíma. Togar-
inn er búinn að landa um 900 tonnum
af grálúðu á einum og hálfum mán-
uði. Úthaldsdagar á tímabilinu eru
aðeins 26. Hina dagana hefur hann
legið bundinn í svokölluðu ráðherra-
stoppi en skipið er á sóknarkvóta og
verður þar af leiðandi aö liggja 110
daga á ári. Skipstjóri á Gylli er Grét-
ar Kristjánsson. Túrinn tók þijá sól-
arhringa höfn í höfn.
Útbúnaði
til köfunar
stolið
Innbrot var framið í fyrirtækið
Prófun við Fiskislóð í Reylcjavík og
stolið þaðan ýmsum útbúnaði til köf-
unar. Prófun er þjónustufyrirtæki
og sér um viðgerðir og stillingu á
köfunarútbúnaði.
Það var á laugardagsmorgun að
starfsmenn fyrirtækisins urðu inn-
brotsins varir. Rannsóknarlögreglan
vinnur að rannsókn málsins. -sme
Bókabúð Breiðholts:
IVö innbrot
með fárra
daga millibili
Tvö innbrot hafa verið framin í
Bókabúð Breiðholts við Arnarbakka,
með fárra daga millibili. í nótt hand-
samaöi lögregla þrjá tjórtán ára
gamla drengi við bókabúðina. Þeir
voru með talsvert þýfl er þeir voru
handteknir.
Fyrra innbrotið var framið aðfara-
nótt fóstudags. Þá var stolið skipti-
mynt, vasareiknum og myndavélum.
Rannsóknarlögregla vinnur að rann-
sókn innbrotanna og kannar hvort
sömu þjófar eigi sök á báðum inn-
brotunum. -sme
Umferðin:
Hraðinn er
mjög mikill
Lögreglan í Reykjavík kærði á
fóstudag og laugardag um 60 öku-
menn fyrir of hraðan akstur. Þar af
voru fjórir sviptir ökuleyfi.
Á fóstudag voru þrír sviptir öku-
leyfi, einn fyrir að aka á Kringlumýr-
arbraut á' 133 kílómetra hraða og
tveir fyrir að aka á 112 kílómetra
hraða, annar í Ártúnsbrekku og hinn
á Hringbraut við Bjarkargötu.
Á laugardag var einn sviptur öku-
leyfi vegna hraðaksturs. Sá var tek-
inn fyrir að aka Hringbraut á 103
kílómetra hraða. -sme