Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. Fréttir íkveikjan í Torfufellinu: Lögregla hafði afskipti af manninum fyrr um nóttina - þorðum ekki að stöðva manninn - segir íbúi í húsinu Lögregla kom í íbúðina, sem skemmdist af eldi um helgina, nokkru áður en kveikt var í ibúð- inni. Brennuvargm-inn fuUvissaði lögreglu um aö hann myndi ekki aðhæfast neitt frekar en orðið var. Eins sagði hann lögreglunni að hann byggi í íbúðinni. Það var um klukkan þrjú um nóttina að brennuvargurinn hringdi á öllum dyrasímum blokk- arinnar. Þar sem íbúar blokkarinn- ar þekktu til mannsins var honum ekki hleypt inn. Hann braust inn á stigaganginn og síðan inn í íbúðina. íbúar á stigaganginum kölluð á lög- reglu. „Við þekktum manninn og þorðum því ekki að reyna að stöðva hann,“ sagði íbúi að Torfufelli 31. Þegar lögregla kom á vettvang, lof- aöi maðurinn að hann myndi ekki gera meiri usla. Lögregla trúði manninum og yfirgaf hann í íbúð- inni. íbúi hússins, sem DV ræddi við, sagði að oftsinnis hefði þurft að kalla til lögreglu þegar maðurinn bjó í íbúðinni. Hann sagðist undr- andi á að lögreglan hefði ekki fjar- lægt manninn þegar hún kom í íbúðina fyTr um nóttina. Greinilegt hefði verið að maðurinn hafði brot- ist inn. Sami íbúi segir að þegar lögregla kom að brunanum síöar um nóttina hafi verið viðurkennd þau mistök að fjarlægja ekki mann- inn. Fyrrverandi eiginkona brennu- vargsins hafði yfirgefið heimili sitt um miðnætti vegna hótana frá hon- um. Einn íbúi í stigaganginum, ungl- ingsdrengur, var vakandi þegar reykur barst um allan stigagang- inn. „Ég tel að verr hefði farið, hefði drengurinn ekki verið vak- andi. Reykurinn hefði komist inn í íbúðirnar og þá hefðum við öll ver- ið í stórhættu," sagði einn íbúanna. -sme Hinn aldni jassfiðluleikari, Stéphane Grappelli, lék fyrir fullu húsi í Háskólabíói í gærkvöldi. Hér sést hann viö æfingar síðdegis i gær. DV-mynd Brynjar Gauti Alttaf jafngaman að leika á fiðluna - sagði Grappelli. sem lék fyrir aðdáendur sína í gærkvöldi „Ég hef alltaf jafn gaman af því aö leika á fiðluna mína,“ sagði Stéphane Grappelli, djassfiðluleikarinn snjalli, í samtali við fréttamenn í gær, en hann hefur leikið á fiölu í 65 ár og veriö einn helsti djassfiðluleikari heims í rösklega hálfa öld. Þessi aldni snillingur hélt tónleika fyrir troðfullu húsi í Háskólabíói í gærkvöldi og var auðheyrt aö gestir kunnu vel að meta það sem fram fór. Vanalega er erfitt fyrir blaðamenn að ná tali af kappanum en hann boð- aði þó til blaöamannafundar í gær- dag, þar sem hann var hinn hress- asti og sló á létta strengi. „Ég er alæta á tónlist svo lengi sem hún er vel leikin," sagöi Grappelli, en nefndi þó að í sérstöku uppáhaldi væru verk Beethovens og Bachs. Grappelli ferðast geysimikið árlega og heldur tónleika á hinum ýmsu stöðum. En hafði hann heyrt eitthvaö um listahátíðina í Reykjavík? „Nei, að visu ekki, en mér skilst að hún pjóti mikillar virðingar og hafi skipað sér fastan sess sem mik- fil menningarviöburður" svaraði Grappelli, „og varö ég strax stór- hrifinn þegar mér var boðið að koma til íslands." - Hafðir þú heyrt eitthvað um ísland? „Það var nú takmarkað, en ég las mér til um landiö áður en ég kom hingað. Mér hefur þótt indælt að vera héma. Fólkiö er alveg sérlega elskulegt og veðrið á ágætlega við mig. En mig langar mikið til að sjá einhvern þessara goshvera áður en ég kveð,“ sagði þessi ljúfi og myndar- legi gamli maður, sem lætur engan bilbug á sér finna þótt áttræður sé. -RóG. Hnfunesmállð: Kærnr ganga á báða bóga Ríkissaksóknari hefur nú vísað arinn væri þaö langt leiddur af þessa.Þarjátuöuþeiraöhafaþessa frá kæru bróður og frænda Áma heilarýrnun að hann hefði ekki hluti undir höndum. Þórarins Jónssonar, vistmanns á getaö gert það, vitandi vits um af- Árni Þórarinn hefur nú verið dvalarheímili aldraðra á Kirkju- leiöingar þess. Ríkissaksóknari sá sviptur fjárreeöi. Engum þeirra, bæjarklaustri, á hendur fimm ekki ástæöu til aðgerða. sem staðiö hafa í deilunum vegna sveitungum Araa Þórarins vegna Nu hafa þeir Þórarinn og Sigurö- umboðsins, var veitt umboð til að umboös til þess að fara meö allar ur kært þá Garðar Bergendahl og fara með eignir Áma Þórarins. eigur gamla mannsins, sem hann KjartanJónsson,semkærðuífyrra Kjartan Jónsson sækist nú eftir handsalaöi til Þórarins Siguijóns- sinniö, fyrir að hafa fjariægt jeppa, ábúendarétti á jöröinni allri en sonar, fyrrverandi alþingtsmanns, bókhaldsgögn og fleira lauslegt af hann mun hafa búiö á hluta jaröar- og Siguröar Ævars Harðarsonar, jörö Áma Þórarins, Hrífunesi. Þeir innar sem var eign hans. Úrskurð- frésmiös í Vík. Kærendur töldu GaröarogKjartanvoruhandteknir ur í því raáli er ekki korainn. umboöiö falsaö þar sem Árni Þór- og fluttir til yfirheyrslu vegna -gse Trylltur flótti - endaði á 170 kílómetra hraða í sandbing Flótti vistmanns frá meðferöar- stofnun SÁÁ að Staðarfelli í Dölum endaði í stolnum Benz í sandbing við brúarsporðinn á nýju brúnni við Ölvusárósa. Hann hafði þá verið elt- ur af lögreglu frá Hveragerði. BO- þjóftmnn ók greitt og um tíma mæld- ist hann á yfir 170 kílómetra hraða. Ef hann hefði ekki lent í sandbingn- um hefði getað farið illa því að enn hefur ekki allt brúargólfið verið steypt upp. Ferð vistmannsins hófst aðfaranótt mánudagsins. Þá stal hann Subaru- bifreið forstöðumannsins á Staðar- felli. Hann stefndi í bæinn en varð bensínlaus í Búðardal. Þar braust hann inn á rafmagnsverkstæði og reyndi að sjúga upp bensín úr tanki á FíatbO. Það gekk ekki og stal hann því Benz-leigubifreið sem var meö nóg af bensíni og hélt ferð sinni áfram í bæinn. Þar eyddi hann gær- deginum. Um kvöldmatarleytið í gær lét maöur lögregluna á Selfossi vita er stolni Benzinn ók fram úr honum á miklum hraða á Hellisheiöi á leið austur fyrir fjall. Þá hófst eltingar- leikurinn. Flóttamaðurinn frá Staðarfelli er aö sögn lögreglu þegar orðinn al- ræmdur bOaþjófur þó hann sé ekki nema rétt um tvítugt. -gse Sjómenn draga fulltrúa sinn úr Verðlagsráði Frarakvæmdastjóm Sjómanna- oddamanns gegn atkvæðum selj- sambands íslands ákvaö á fundi í enda. Sjómenn telja fiskverðs- gæraödragafulltrúasinnúrVerð- ákvörðunina brot á bráðabirgöa- lagsráði sjávarútvegsins. „Þaö var lögunum og lögfræöingur Sjó- samþykkt að faka ekki þátt i störf- mannasambandsins hefur nú til um Verölagsráðs fram aö þingi Sjó- athugunar meö hvaða hætti hægt mannasambandsins se_m haldið sé að vísa þessari ákvörðun til verður í haust,“ sagöi Óskar Vig- gerðardóms. fússon, formaður Sjómannasam- „Það kemur fram í bráöabirgða- bands íslands, i samtali við DV í lögunum að laun, þ.m.t. kjara- morgun. Þingiö mun taka ákvörö- tengdir liöir, megi ekki hækka um un um áframhaldandi setu fulltrúa meira en 10%. Viö teljum aö fisk- sjómanna í lok september. verð falli innan þessa ramma og Fiskverð hækkaði sem kunnugt vlljum sjá í eitt skipti fyrir öU á er um tæplega 5% að meðaltali síð- hvaöa bekk sjómannastéttin er,“ astliðinn fóstudag. Verðið var sam- sagði Óskar Vigfússon. þykkt með atkvæðum kaupenda og -StB HP kemur að öllum líkindum ekki út: Starfsmenn íhuga að stofna nýtt blað - skuldir taldar 10 til 25 milljónir AUt útlit er fyrir að Helgarpóstur- inn komi ekki út þessa viku og reyndar er framtíð blaðsins í ftUl- kominni óvissu. í gær sUtnaði upp úr samningaviðræðum starfsmanna og útgefenda eftír að útgefendur neit- uðu að staöfesta samningstilboð sitt skriflega. í gær buðu útgefendur að greiða helming launa strax og afganginn á fostudag. En óvissa var með ýmsar launagreiðslur sem starfsmenn áttu inni og þá fékkst samningurinn ekki skriflegur og því gengu starfsmenn ekki að tilboðinu. Liggur vinna nú niðri en starfsmenn hafa gefiö útgef- endum frest til kl. 15 í dag. Ef ekkert hefur heyrst frá útgefendum á þeim tíma telja starfsmenn að um einhliða uppsögn sé að ræða. Þá hefur komið í Ijós að skuldir HP eru mun meiri en talið var í upp- hafi og hafa verið nefndar tölur á bilinu 10 til 25 miUjónir kr. Það gæti því vel fariö svo aö blaðið yrði tekiö tU gjaldþrotaskipta og samkvæmt heimildum DV hafa starfsmenn rætt sín á milh um stofnun nýs blaðs. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.