Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. 11 Utlönd Flugfélögin, sem rannsökuð hafa verið undanfarnar vikur, hafa orðið fyrir óeðlilega mörgum óhöppum undanfarna mánuði. Á myndinni er verið að bera eitt af fórnarlömbum slyss sem varð í Denver á siðasta ári þegar DC-9 þota frá Continental Air- lines fórst þar. Eastern Air- lines öruggt Gagniýna V-Þjóðverja fyrir lítil fjárframlög Gizur Helgason, DV, Lubeck: Vestur-Þýskaland ætti að nota miklu meiri peninga til hermála tii þess að hjálpa Bandaríkjunum að losna við þann mikla halla sem verið hefur á viöskipta- og gjaldeyr- ismálunum, segir í tilkynningu frá bandarískri þingnefnd. Vestur-Þjóðverjar ættu einnig að veita meira fé til þróunarlandanna, segir nefndin. Tilgangurinn með þessum tillög- um er sá að ná til smáhluta af þeim svimandi upphæðum sem safnast hafa í Vestur-Þýskalandi vegna viðskiptahagnaðar V-Þjóðverja. Nefndin álítur einnig að Japan með sinn vöruskiptahagnað ætti að framkvæma eitthvað í sömu veru. Bandaríkjamenn telja að Vestur-Þjóðverjar eigi meðal annars að legggja mun meira til hermála en þeir gera. að nýju Aima Bjamason, DV, Denver: Sex vikna Iangri rannsókn á öryggismálum hjá bandaríska flugfélaginu Eastern Airlines er nú lokið og telja rannsóknar- menn úrbætur hafa fengist í nægilega mörgum atriðum til þess að öryggi farþega flugfélags- ins sé nú tryggt aö nýju. Stjórn- völd hafa haldið því fram að mikl- ar og hættulegar erjur milli stétt- arfélaga starfsmanna flugfélags- ins hafl dregið mjög úr öryggi farþega hjá Eastern um tíma, en segja að nú hafi félagiö og starfs- menn þess orðið við óskum skoð- unarmanna um úrbætur og ástand mála því viðunandi að nýju. Rannsókn þessi hefur náð til flugfélaganna Continental Air- lines og Texas Air, auk Eastern Airlines. Öll þessi flugfélög, sem eru meöal stærstu flugfélaga Bandaríkjanna, eru í eigu sama manns, Fi'ank Lorenzo, og er Texas Air móðurfyrirtæki hinna ■ tveggja. I því skyni að sætta deilur stétt- arfélaga, sem Eastern á samskipti viö, hefur bandaríska flugmála- stjórnin skipað sérstakan sátta- semjara sem mun starfa hjá fé- laginu næstu mánuði ef með þarf til aö ná sáttum. í opinberu rannsókninni voru 14 prósent af flugvélum Contin- ental flugfélagsins og 30 prósent af vélum Easterns stöðvaðar og teknar úr umferð meðan bætt var úr „minni háttar“ ágöllum. í niðurstöðum rannsóknar- skýrslunnar segir að sundrungin meðal starfsmanna Eastern „eigi sér miltlu dýpri rætur og sé alvar- legri“ en hjá nokkru öðru flugfé- lagi. Flugmálastjórnin telur nauösynlegt að þar takist sættir. Texas Air, móðurfyrirtæki hinna tveggja, er vel stætt fjárhagslega, þrátt fyrir mikið fjárliagslegt tap undanfarin tvö ár, og því fært um að ábyrgjast rekstur hinna tveggja. Flugmenn og ílugvirkjar hjá Eastem saka stjórn fyrirtækisins um að hafa neytt þá til aö fljúga óöruggum flugvélum. Þessu neit- ar stjórn félagsins og segir að samtök þessara hópa hafi komið þessum orðrómi af stað í þeim tilgangi aö láta hlutabréf í félag- inu lækka í verði en stéttarfélög þeirra hyggist síöan kaupa hluta- bréfin og ná tangarhaldi á stjóm fyrirtækisins. Hvaö sem þessu líður hefur þessi orðrómur og opinbera rannsóknin skaðað félagið og það hefur veriö að reyna að lækka laun ýmissa hópa ófaglærðra starfsmanna sinna. DAIHATSU CHARADE TAKMARKAÐ MAGN FRÁBÆRT VERÐ 3 DYRA 4 GÍRA TS KR. 429.900 j- STGR. 5 DYRA 4 GÍRA CS KR. 444.900 STGR. VERÐ MIÐAST VIÐ BÍLINN KOMINN Á GÖTUNA BRIMBORG H/F ARMÚLA 23 - SÍMAR 68S870 - 681733

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.