Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Síða 35
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNl 1988. S5 Fólk í fréttum Magnús Friðgeirsson Magnús Friðgeirsson var nýlega ráðinn forstjóri Iceland Sefood Corporation. Magnús Gunnlaugur fæddist 20. ágúst 1950 í Rvík og lauk Samvinnuskólaprófi 1971. Hann var skrifstofustjóri hjá Rafiðjunni hf. í Rvík 1971-1972 og í viðskipta- námi i The London School of For- eign Trade 1972-1973. Magnús var fulltrúi í Sjávarafurðadeild SÍS 1973-1983 og formaður Starfs- mannafélags Sambandsins 1975- 1978. Hann var fulltrúi starfs- , manna í stjórn SÍS 1980-1982 og framkvæmdastjóri Búvörudeildar SÍS 1983-1988. Magnús var skipað- ur forstjóri Iceland Seafood 16. maí sl. Magnús kvæntist 26. nóvember 1977 Sigrúnu Daviðsdóttur, f. 9. júlí 1950, skuröhjúkrunarkonu. For- eldrar hennar eru Davíð Hálf- dánarson þingvöröur og Arndís Eyjólfsdóttir hárgreiðslukona. Böm Magnúsar og Sigrúnar eru Aldís, f. 23. maí 1977, Davíð Fann- ar, f. 27. maí 1980, og Maríanna, f. 23. maí 1985. Systkini Magnúsar era Jóhanna, f. 17. október 1944, skrifstofumaður hjá Pósti og síma, gift Gunnari Þórólfssyni, deildar- sfjóra hjá Pósti og síma, Hrefna, f. 28. september 1946, skrifstofumað- ur í Samvinnutryggingum, gift Kjartani Hálfdánarsyni húsa- smíðameistara, og Brynhildur Salóme, f. 17. október 1948, gift Sveini Geir Sigurjónssyni, þau starfa við eigið fyrirtæki, Eldverk hf. í Rvík. Systir Magnúsar sam- mæöra er Sigurveig Sigurðardóttir, f. 18. júní 1959, hjúkrunarfræðing- ur í Rvík, gift Karli Guðmunds- syni, skrifstofumanni hjá Flugleið- um. Foreldrar Magnúsar eru Friðgeir Sveinsson, kennari í Rvík, sem Jést 22. maí 1952, og kona hans, Sigríöur Magnúsdóttir. Stjúpfaðir Magnús- ar er Sigurður Sveinsson frá Þykkvabæjarklaustri, rafvirkja- meistari í Rvík. Föðurbróðir Magn- úsar er Gestur, faðir Svavars al- þingismanns. Friðgeir er sonur Sveins, b. í Dagverðamesseli í Klofningshreppi í Dalasýslu, Hall- grímssonar, b. í Svínaskógi á Fells- strönd, Jónssonar. Móðir Sveins var Haraldína Haraldsdóttir, b. á Hellnafelli í Eyrarsveit,- bróður Pálínu, ömmu Soffaníasar Cecils- sonar, útgerðarmanns í Grundar- firði. Haraldína var dóttir Páls Breckmanns, sjósóknara á Suður- búð í Eyrarsveit, Einarssonar, og konu hans, Guðfmnu Sigurðardótt- ur, b. á Hörðubóli, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar var Guðfinna Þórð- ardóttir, systir Páls Melsteðs amt- manns, langafa Torfhildar, langömmu Davíðs Oddssonar. Móðir Friðgeirs var Salóme, syst- ir Þórðar, afa Þórðar Friðjónsson- ar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Salóme var dóttir Kristjáns, b. á Breiðabólsstað á Fellsströnd, Þórð- arsonar, b. á Breiðabólsstað, Jóns- sonar, bróður Katrínar, langömmu Jóhannesar Gunnarssonar, for- manns Neytendasamtakanna. Önnur systir Þórðar var Steinunn, langamma Auðar Eydal, forstööu- manns kvikmyndaeftirhtsins. Sigríður er dóttir Magnúsar, b. í Bæ í Króksfirði, bróður Ólafar, móður Sigríðar Ólafsdóttur, konu Vals Arnþórssonar. Magnús var sonur Ingimundar b. í Bæ, bróður Steinunnar, ömmu Steinunnar Finnbogadóttur ljósmóður. Ingi- mundur var sonur Magnúsar, b. á Hrófbergi, Magnússonar og konu hans, Guðrúnar Guömundsdóttur, b. á Þiðriksvöllum, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Ingibjörg Sig- urðardóttir, systir Sigurðar, afa Stefáns frá Hvítadal og langafa Jakobs Thorarensen skálds. Bróðir Ingibjargar var Magnús, langafi Karls, fööur Guðlaugs Tryggva hagfræðings. Móðir Magnúsar í Bæ var Sigríð- ur Einarsdóttir, b. í Snartartungu Þórðarsonar. Móðir Einars var Guðrún, systir Halldórs, afa Höllu skáldkonu á Laugarbóli. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Fremri- Brekku, Þorleifssonar og konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur, b. á Fremri-Brekku, Sturlaugssonar, bróður Sveins, langafa Elísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta. Móðir Sigríðar var Jóhanna Há- konardóttir, b. á Reykhólum, Magnússonar og konu hans, Arnd- ísar, hálfsystur samfeöra Ragn- heiðar, móður Jóns Leifs. Annar hálfbróðir Amdísar var Böðvar, afi Ragnars Bjarnasonar söngvara. Þriðji hálfbróðir Arndísar var Þórður, langafi Jóns Sigurðarson- ar, forstjóra Álafoss. Hálfsystir Arndísar var Þórey, amma Eyjólfs K. Sigurjónssonar endurskoðanda. Arndís var dóttir Bjarna, b. á Reyk- hólum, Þórðarsonar, bróður Gísla, langafa Klemenzar Jónssonar leik- ara. Afmæli Sigríður Thoroddsen Sigríöur Thoroddsen húsmóðir, til heimilis að Tómasarhaga 32, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Sigríður fæddist í Reykjavík og hefur alið þar allan sinn aldur. Eft- ir bamaskólanám og nokkur ár í MR fór hún til framhaldsnáms í ensku og hraðritún í Kaupmanna- höfn og London, en heimkomin vann hún við skrifstofustörf, m.a. í Stjómarráði íslands. Sigríður giftist í janúar 1929 Tóm- asi heitnum Jónssyni borgarritara, f. í Reykjavík 9.7.1900, en hann var sonur Jóns, b. í Reykjavík, Tómas- sonar, b. á Eyvindarstöðum, Gísla- sonar, og konu hans, Kristínar Magnúsdóttur, b. á Kiðafelli í Kjós, Guðmundssonar. Sigriður og Tómas eignuðust fimm böm sem öll eru á lífi. Þau eru María Kristín bankastarfsmað- ur; Jón Gunnar borgarritari; Sig- urður, löggiltur endurskoðandi; Kristín iðjuþjálfi og Herdís textíl- hönnuður. Sigríður er elst sex systkina. Bræður hennar þrír eru látnir, en systur hennar lifa. Bræöur hennar voru Valgarð Thoroddsen rafveitu- stjóri, Jónas Þ. Thoroddsen borgar- fógeti og Gunnar Thoroddsen, for- sætisráðherra og borgarstjóri. Systur Sigríðar era Kristín Anna Kress matreiöslukennari og Margrét Thoroddsen viðskipta- fræðingur. Eftir lát manns síns, árið 1964, hefur Sigríður gefið sig allmikið að félagsmálum, aðaUega verið virk í starfi Oddfellowreglunnar og kvennadeild Rauða kross Reykja- víkur. Foreldrar Sigríðar voru Sigurður Thoroddsen, landsverkfræðingur og yfirkennari við MR, f. 16.7.1863, d. 29.9. 1955, og kona hans, María Kristín Claessen Thoroddsen, f. 25.4. 1880, d. 24.6. 1964. Bræður Sigurðar vora doktor Þorvaldur Thoroddsen náttúru- fræðingur, kvæntur Þóru Péturs- dóttur, biskups Péturssonar; Þórð- ur Thoroddsen, læknir og alþingis- maöur í Keflavík, kvæntur Önnu Lovísu, dóttur Péturs organleikara Guðjónssonar og Guðrúnar Laur- itzdóttur Knudsen, og Skúli Thor- oddsen, ritstjóri og alþingismaður, kvæntur Theodóra skáldkonu, dóttur Guðmundar Einarssonar, prófasts á Breiðabólstað. Meðal bama Þórðar má nefna Emil tónskáld; Þorvald, forstjóra í Reykjavík, og Kristínu Katrínu, móður Þorvaldar Steingrímssonar fiðluleikara, föður Sigríðar leik- konu, en Kristín Katrín var einnig móðir Önnu, móður Kristjáns Árnasonar bókmenntafræðings. Skúli Thoroddsen var faðir Unn- ar, móður Skúla Halldórssonar tónskálds, föður Magnúsar arki- tekts og Unnar fiskifræðings. Skúli Thoroddsen var einnig faðir Guð- mundar Thoroddsen, prófessors í læknisfræði við HÍ, föður Dóru, móður Birgis Bragasonar teiknara og Ragnhildar sem hefur verið yfir- bókasafnsfræðingur hjá Menning- arstofnun Bandaríkjanna, en Guð- mundur var einnig faðir Skúla Thoroddsen augnlæknis og Þránd- ar Thoroddsen kvikmyndagerðar- manns. Þá var Skúli faðir Skúla Thoroddsen, lögfræðings og al- þingismanns, Kristínar Óhnu Thoroddsen, yfirhjúkranarkonu Landspítalans, Katrínar Thorodds- en, yfirlæknis og alþingismanns, Jóns Thoroddsen, lögfræðings og skálds, Ragnhildar Thoroddsen, konu Pálma Hannessonar, rektors MR og alþingismanns, Bolla Thor- oddsen borgarverkfræðings, Sig- urðar Thoroddsen, verkfræðings og alþingismanns, föður Dags skálds, Sverris Thoroddsen, deild- arstjóra í Útvegsbankanum, og Maríu Kristínar Thoroddsen, móð- ur Jóns Thórs Haraldssonar sagn- fræðings. Föðurforeldrar Sigríðar voru Jón Thoroddsen, skáld og sýslumaður að Leirá í Borgarfirði, og kona hans, Kristín Óhna Þorvaldsdóttir umboösmanns Sívertssen í Hrappsey. Foreldrar Jóns voru Þórður, beykir á Reykhólum, Þór- oddsson, ættfaðir Thoroddsenætt- arinnar, og kona hans, Þórey Gunnlaugsdóttir, prests á Haf- steinsstöðum, Magnússonar. Móðir Sigríðar, María Kristín, var systir Önnu, ömmu Ólafs Egils- sonar sendiherra. Hálfbróðir Mar- íu Kristínar var Arent, stórkaup- maður í Reykjavík, faðir Sigríðar Þórdísar, móður Þórðar Þ. Þor- bjamarsonar borgarverkfræðings og faðir Hauks, varaflugmála- stjóra, föður Gunnlaugs Claessen ríkislögmanns. Móðurforeldrar Sigríðar voru Valgarð Claessen landsféhirðir og fyrri kona hans, Kristín Briem, systir Ólafs Briem, alþingismanns Sigríóur Thoroddsen. og fyrsta formanns Framsóknar- flokksins, Páls Briem amtmanns, Halldórs bókavarðar og Sigurðar póstmálastjóra. Kristín var dóttir Eggerts Briem sýslumanns og konu hans, Ingibjargar Eiríksdótt- ur, sýslumanns í Kollabæ, Sverris- sonar. Eggert var sonur Gunnlaugs Briem sýslumanns og konu hans, Valgerðar Árnadóttur, prests í Holti undir Eyjafjöllum, Sigurðs- sonar. Sigríður tekur á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti milli klukkan 5-7 í dag. Til hami ingju með daginn Ólöf Brynjúlfsdóttir, Haukatungu, Stykkishólmi. Tryggvi Höskuldsson, Mýri, Bárð- 95 ára 80 ára Sigríður Jakobsdóttir, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Jónína Guðvarðardóttir, Dvalar- heimihnu Höföa, Ákranesi. dælahreppi. Gerða H. Pétursdóttir, Ástúni, Mýrahreppi. 70 ára Erna Magnúsdóttir, Miðtúni 21, ísafirði. Jón Höskuldsson, Kvistagerði 1, Akureyri. Olav öyahals, Skeggjagötu 12, Reykjavík. Þórarinn Þorkell Jónsson, Stekkj- arflöt 25, Garðabæ. Ingibjörg Theódórsdóttir, Þórufelli 16, Reykjavík. Sigurrós Kristjánsdóttir, Suður- götu 19, Hafnaríirði. Hún verður ekki heima á afmæhsdaginn. 90 ára Marie W.E. Knoap, Túngötu 22, Keflavík. 60 ára Hilmar Ágústsson, Hólavegi 19, Siglufirði. Björgvin Sigmundsson, Lönguhlíð 85 ára 40 ára Brynjólfur Einarsson, Hraunbúð- um, Vestmannaeyjum. Lilja Jónsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Malen Guttormsdóttir, Lagarási 21, Egilsstööum. Þórdís Gísladóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. ÍÁ, Akureyri. Dóra Magnúsdóttir, Skagfiröinga- braut 11, Sauðárkróki. Sigfríður Óskarsdóttir, Heinabergi 11, Þorlákshöfn. Ingvi Ágústsson, Stangarholti 28, Reykjavík. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sauða- nesi, Torfalækjarhreppi. Guðfmnur Guðmannsson, Öldu- gerði 12, Hvolhreppi. 50 ára Georg Ragnarsson, Miðvangi 153, Hafnarfirði. Málfríður María Jósepsdóttir Málfríður María Jósepsdóttir, til heimilis að Gnoðarvogi 68, Reykja- vík, er áttræð í dag. Málfríður fæddist að Vörðufelh á Skógarströnd, dóttir hjónanna Ásu Jónsdóttur og Jóseps Eggertsson- ar. Hún giftist Guðmundi Sigurðs-. syni og hófu þau búskap 1929 aö Breiðabólstað á Skógarströnd en árið 1932 fluttu þau að Höföa í Eyja- hreppi og bjuggu þar í tæp fjörutíu og tvö ár. Málfríöi og Guðmundi varð sjö barna auðið sem öll eru á lífi. Haustið 1973 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur. Guðmundur lést árið 1983 en Málfríður býr ásamt Rós- inkar syni sínum að Gnoðarvogi 68. Hún tekur á móti gestum í dag, þriðjudaginn 7.6., milli klukkan 16 Málfriður Maria Jósepsdóttir. og 18 í Vetrarbrautinni í Þórskaffi, þriðju hæð, að Brautarholti 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.