Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. 17 Lesendur Dys Sigurðar og Steinunnar: Búbót fyrir grúskara 284 árum síðar Konráð Friðfinnsson skrifar: Dysin, sem fannst í landi Kópa- vogskaupstaðar nýveriö, er kveikj- an að pári mínu í dag. Hún er talin vera sakamannadys frá árinu 1704. Hér um ræðir jarðneskar leifar tveggja ógæfusamra persóna er felldu hugi saman en var meinað að njótast. - Maki konunnar stóö þar í veginum. Þau hittust því á laun, hermir sagan. Þeirri hindrun varð að ryðja burt til að sælan yrði fullkomin, sem var og gert. En paradísin stóð stutt. Upp komst um verknaðinn og hjónaleysin voru hneppt í varðhald og dæmd til dauðarefsingar og dómnum senni- lega fullnægt árið 1704. Mér býður í grun að dysjafólkið hafi notið lítfilar samúöar sam- ferðamanna eftir að uppskátt varð um voðaverkið. Slíkir nótar enda ekki teknir neinum vettlingatökum í þá daga, trúi ég. Þeir hafa áreiðan- lega mátt þola hið mesta harðræði af hendi svokallaðrar réttvísi sem og náungans. Frá umræddum uppgrefti i Kópa- vogi. „Umhverfiö er skafiö og hreinsaö ósköp varlega til að sem minnst misfarist." Síöan líða aldirnar. Lengi vel vissi enginn hvar margrædd dys var falin, enda sjálfsagt flestum staðið á sama um það. En tvö hundruð áttatíu og fiórum árum síðar (1988) kemur hið óheppna par hins vegar í leitimar, eins og fyrr greinir, og þykir þá afskaplega mikill og fagur fundur. Um jarð- neskar leifar þess er fariö varfæm- islegum höndum. Já, ekkert minna en silkihanskar duga núna. Um- hverfiö er skafiö og hreinsað, ósköp varlega og af miklum áhuga og ýtrastu aögætni meö örsmáum te- skeiðum, tfi þess að sem minnst misfarist. Gröfumenn tala með hálfum raddstyrk, til að spilla síður ljóm- anum, sem yfir staönum er, um drápið og sögu elskendanna. Hjónaleysin Sigurður og Steinunn fá athygli á nýjan leik, nú jákvæða. Ég er með skrifum mínum aö benda á hve örlögin haga sér oft einkennilega. Fólk, sem fyrrum var fyrirhtiö af öllum, verður 284 árum seinna hefimikfi búbót fyrir grúsk- ara að gramsa í, ef svo má að orði komast. - Ég vona að lesendur fái einhvem botn í þetta sem ég er hér að reyna að segja. Bifreið á verkstæði: Dýr viðgerð og úthaldslílil M.J. hringdi: Ég þurfti að fara með bíl í viðgerö og fékk inni fyrir hann hjá viðgeröar- verkstæðinu Þórshamri á Akureyri. Vélin var tekin upp, eins og það heit- ir á fagmáh, og tók viðgerðin nokkra daga. Fyrir þá viðgerð greiddi ég 30 þús. krónur. Er henni var lokið tók ég bílinn út af verkstæðinu og ætlaði að aka tfi Reykjavíkur. Ég komst þó aldrei lengra en í miðja brekkuna Ujá BakkaseU - þá lauk úthaldi við- gerðarinnar. Ég fór þá aftur á verkstæöi með bfiinn og að þvi loknu tfi míns heima. Að þremur dögum Uðnum bfiaði bíU- in svo aftur. Haíði ég þá saniband við verkstæöið á Akureyri og dæmdu þeir „heddið" ónýtt (gegnum síma) og sögðu að ég skyldi bara kaupa nýtt, sem ég og gerði. Síðan lét ég taka bfiinn í gegn í minni heima- byggð og kostaði sú viðgerð 45 þús- und krónur. Þá tók við nýr kafli í þessu viðgerð- arævintýri. Ég fékk rukkun frá þeim á Akureyri upp á 2.382 kr. sem, eins og sagt var, „höfðu orðið eftir“ frá þvi í „viðgerðinni“, sællrar minning- ar. Ég neitaði nú að greiða þetta en bauð þeim aö láta feUa þetta niður og koma þannig tfi möts við mig vegna þeirra óþæginda og útgjalda sem ég hafði orðið fyrir eftir á. Því neituðu þeir háu herrar og settu kröfu um þessa upphæð tfi lög- fræðings tfi innheimtu. Nú er búið að dæma mig tfi að greiða upphæðina sem orðin er að kr. 14.106! Þetta er eitt lítið dæmi úr viðgerðarsögu bif- reiða hér á okkar landi en mig grunar að of margir hafi lent í svip- aðri reynslu. Lítið dæmi úr viðgerðarsögu bifreiða. Oft eru það vélarnar sem valda hvað mestum fjárútlátum. Uppboð eftir kröfu Ragnars Aðalsteinssonar hrl., fyrir hönd Huldu Þorvaldsdóttur, verður hluti úr fasteigninni Haeðargarði 52 hér í borg, sem er í sameign Huldu Þorvaldsdóttur og Þórðar Ragnarssonar, seldur á opinberu uppboði til slita á sameign sem fram fer á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. júní nk. kl. 13.30. Uppboðshaldarinn í Reykjavík Auglýsing frá stuðningsmönnum Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands Erum að Garðastræti 17, 3. hæð. Verðum til aðstoð- ar um kjörskráratriði og aðrar upplýsingar varðandi forsetakosningarnar. Opið frá kl. 10 til 19 alla daga. Símar: 17765 - 17823 - 17985 - 18829 - 18874 - 11651 Vegna fjölda fyrirspurna frá fólki, sem leggja vill fé af mörkum til að standa straum af auglýsingakostn- aði og fleiru, höfum við opnað gíró-reikning í Búnað- arbankanum nr. 301 -26-66000. Munið að greiða atkvæði utan kjörfundar ef þið verðið að heiman á kjördag, 25. júní. nddd-pottar ÚR AKRÝL Fyrirliggjandi amerískur Hydra-Spa nuddpottar úr akrýlefni. Mjög vönduð vara - 56 þrýstiloftsop - stærð 200x200 cm. Auðveld niðursetning. Verð 118.000. Litur blár. HERKÚLES Sími 666066 kl. 10-14 alla daga Einbýlishús með 470 gluggum -þaðeru nokkuð margarrúður. i í fyrra var skipt um glugga í húsi sem stendur við Flókagötu. Svo- kallaðir franskir gluggar voru sett- ir í húsið sem tekið hefur miklum stakkaskiptum. Útkoman er glæsileg. Húsið virðist breiðara en það var fyrir breytinguna. Og innanhúss taka gluggarnir sig vægast sagt fallega út. Á heimilissíðu DV á morgun kynnum við með litmyndum húsið með frönsku glugg- unum. Eigendur munu einnig lýsa því hvernig þeirfóru að viðframkvæmdir. ÍIÍ Tómatartóku uppá þvíað hækka í verði í byrjun vikunnar. Það er þó ekki vegna þess að eftirspurn hafi aukist heldur var sett nýtt lágmarksverð. Samtímis þessu virðist sem samstaða garðyrkjubænda um að selja afurðir sín£r á markaðinn séað rofna. í Lífsstíl á morgur erenn fjallað um grænmetismarkað Sölufé- lags garðyrkjumanna og sölu á tómötum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.