Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. 9 Utiönd Mesta verkfall í sögu S-Afríku Þeldökkir verkamenn í Suöur- Afríku hafa nú efnt til mesta verk- falls í sögu landsins, þrátt fyrir bann stjómvalda við verkfollum af stjóm- málaástæðum. Verkfallið hófst í gær, mánudag, en til þess er efnt í mótmælaskyni við takmarkanir á athafnafrelsi and- stæðinga kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjómvalda og fyrirhugaðra nýrra verkalýðsmálalaga. Verkfallið lam- aði þegar stóran hluta iðnaðar í suð- ur-Afríku, enda tóku liðlega tvær milljónir verkamanna þátt í því, að sögn heimilda sem taldar eru hlut- lausar. Einu viðbrögð stjórnvalda í landinu við verkfalhnu í gær var yfirlýsing frá ráðherra verkalýðs- mála, Pietie du Plessis, sem varaði verkalýðsfélög við þvi að verkfallið væri ólöglegt. Verkfallsmönnum hafa borist stuðningsyfirlýsingar frá samtökum þeldökkra atvinnuveitenda, sem venjulega em fremur íhaldssöm og mótfallin róttækum aðgerðum, sem og frá meirihluta þeirra trúarleið- toga landsins sem andsnúnir eru kynþáttaaðskilnaði en þeir vom á fundi í Jóhannesarhorg í síðustu viku. Þá mættu stúdentar ekki til skóla í gær til að sýna samstöðu með verk- fallsmönnum. Að sögn talsmanna öryggisgæslu- sveita, sem sendar vom til bæja þel- dökkra í S-Afríku í gær til að koma í veg fyrir að verkamenn væru þvingaðir til þátttöku í verkfallinu, kom ekki til alvarlegra átaka neins staðar. Að sögn fulltrúa verkamanna tóku heilu bæjarfélögin þátt í verkfallinu. Segja fulltrúar verkamanna að þátttakan í verkfallinu sé skilaboð til ríkisstjórnar og atvinnuveitenda þess efnis að verkamenn séu mót- fallnir fyrirhuguðum breytingum á verkalýðsmálalöggjöf landsins og þeim takmörkunum sem lagðar hafa verið á starfsemi verkalýðsfélaga. Verkfallið í gær náði þó ekki til gull- og platínunáma landsins sem em meginstoð efnahagslífs þar. Tals- menn námafyrirtækja sögðu í gær að verkamenn í námunum hefðu flestir kosið að hundsa verkfallið þó nokkuð hafi verið um að menn mættu ekki til vinnu í demanta- og kolanámum. Verkfallið er ekki fyrstu aðgerðir þeldökkra i trássi við lög sem banna verk- föll af stjórnmálaástæðum i S-Afriku. Simamynd Reuter George Shultz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við Hafez Al-Assad, forseta Sýrlands, í Damaskus í gær. Símamynd Reuter Snorri Valæati, DV, Víœ Undanfarin tvö ár hafa farið fram heitar umræöur hér I Austur- riki um kaup austurríska flug- hersins á sænsku Draken-orrustu- flugvélunum og staösetningu þeirra innan Austurrfkis. Fyrir nokkm var svo ákveðið að vélara- ar 24 yrðu allar staðsettar í sýsl- unni Steiermark í suöurhluta landsins þrátt fyrir áköf mótmæli almennings og yfirvalda þar vegna hávaðamengunar sem frá flugvél- unum yrði. Eftir að nokkrar breytingar vora gerðar á æfingaáætlun og klifur- hraða vélanna í flugtaki meö tilliti til hávaðamengunar í manna- byggðum var fyrri áætlun staðfest nú fyrir skömmu. í gær lentu síðan fyrstu 7 vélam- ar á austurrískri gmnd, nánar til- tekiö i Graz. Lögregla og her vom með miklar varrúðarráðstafanir vegna hugsanlegra mótmæla en þau fóm öll friðsamlega fram og mótmælendur voru fremur fáir. Hins vegar má búast við frekari aögerðum á næstu dögum, ef að lík- um lætur. Mið-Austurianda- ferðin gagnslaus George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur viðurkennt aö ferð hans til Mið-Austurlanda und- anfarna daga hafi í raun verið nær algerlega gagnslaus. Ráðherrann hefur undanfarna daga átt viðræður við ráðamenn í ísrael og nú í gær við forseta Sýrlands, en hefur ekki tekist að þoka málum neitt í átt til friðar í Mið-Austurlöndum. í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í Washington í gær segir að Banda- ríkjamenn muni ekki gefast upp við tilraunir sínar til að koma á friði í Mið-Austurlöndum þótt Shultz hafi ekki tekist að þoka málum áleiðis. Hins vegar er viöurkennt í yfirlýs- ingunni að friðarhorfur séu þar nú engu betri en þær hafi verið undan- farin tvö þúsund ár. Shultz sagði í viðtali við fréttarit- ara í gær aö hann myndi reiðubúinn til nýrrar ferðar til Mið-Austurlanda um leið og sér virtist eitthvað hægt að gera þar til viðbótar. Shultz segir að hatur og fordómar meðal bæði ísraela og Araba standi í vegi fyrir því að raunhæfar friðar- viðræður hefjist. Á HAGSTÆÐU VERÐI Kr. 1.295.000.- GÓÐ GREIÐSLUKJÖR. ATHUGIÐ FORD BRONCE ER BYGGÐUR Á STERKRI SJÁLFSTÆÐRI GRIND. TIL AFGREIÐSLU STRAX. Vél 2, 9L V-6 m/tölvustýrðri innspýtingu og kveikju. Aflhemlar, diskar að framan, skálar aö aftan m/ABS læsivörn. 5 hraða skipting m/yfirgír. Vökvastýri. Krómaðir stuðarar. Toppgrind. Hjólbarðar P205/75R x 15 Varahjólsfesting ásamt læsingu og hlíf. Felgu krómhringir. Skrautrönd á hlið. Stórir útispeglar. Vönduð innrétting m/tauáklæði á sætum, teppi á gólfi. Spegill í hægra sólskyggni. Framdrifslokur. Útvarp AM/FM stereo m/kassettuspilara, 4 hátölurum og sjálfleitun. Skyggðar rúður. Öryggisbelti í fram og aftursætum. Ford í Framtíð við Skeifuna Skipt aftursætisbak. Sími 685100 Þurrka, sprauta og afþíðing f. afturrúðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.