Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. Fréttir Skoðanakönnun DV um forsetakosningamar: Yfirburðasigur Vig dísar Finnbogadóttur Fylgi frambjóðenda i forsetakosning- unum samkvæmt skoðanakönnun DV: Sigrún Þorsteinsdóttir -1,7% Vigdís Finnbogadóttir - 98,3% Vigdís Finnbogadóttir forseti vinn- ur mikinn yfirburöasigur í forseta- kosningunum, samkvæmt skoðana- könnun sem DV geröi um síðustu helgi. Af þeim sem tóku afstööu í skoðanakönnuninni fékk Vigdís Finnbogadóttir 98,3 prósent fylgis en Sigrún Þorsteinsdóttir 1,7 prósent. I könnununni var spurt: Hvem ætlar þú aö kjósa í forsetakosningun- um? Úrtakiö í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Reykjavíkursvæöisins og landsbyggðarinnar. Af heildinni í könnuninni sögöust 88,7 prósent styöja Vigdísi Finn- bogadóttur. 1,5 prósent sögöust styöja Sigrúnu Þorsteinsdóttur. 2 prósent vildu ekki svara, og 7,8 pró- sent voru óákveðin. -HH Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands. Sigrún Þorsteinsdóttir forsetafram- bjóðandi. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Af úrtaki Af þeim sem tóku afstöðu Vigdís Finnbogadóttir 88,7% 98,3% Sigrún Þorsteinsdóttir 1,5% 1,7% Svara ekki 2,0% Óákveðnir 7,8% Ummæli fólks í könnuninni Karl á Reykjavíkursvæðinu kvaöst kjósa Vigdísi, ef hann rölti á kjör- staö. Annar sagðist vilja hlusta betur á Sigrúnu áöur en hann ákvæöi sig. Karl á Reykjavíkursvæðinu sagöi aö Vigdís skilaði verki sínu afbragðsvel. Kona kvaðst vilja krossa tvisvar við Vigdísi, ef hún gæti. Önnur sagðist hafa kosið Vigdísi og myndi gera það aftur. Karl á Norðurlandi kvaðst ör- ugglega kjósa Vigdísi aftur. Karl úti á landi sagði að synd væri að fara út í þessar kosningar þegar þjóðin væri á kúpunni. -HH Flugleiðir og flugmenn: Kjarasamningar framundan „Það hefur gengið illa að halda áætlun í innanlandsflugi um helgina en það hafa ekki orðiö neinár stór- vægilegar seinkanir. Ég veit ekki til þess að seinkanirnar séu vegna að- gerða flugmanna, að minnsta kosti hefur félagið ekki boðað slíkt, og því er það ekki á þess vegum. Hins vegar hafa verið lausir kjarasamningar frá áramótum og í dag var haldinn fund- ur þar sem flugmenn kynntu stjóm Flugleiða viðhorf sitt í kjaramálun- um,“ sagöi Einar Sigurðsson, nýráð- inn blaðafulltrúi Flugleiða. Flugleiðir telja sig bundna af bráðabirgðalögum ríkisstjómarinn- ar er fastbinda launahækkanir og því geti flugfélagið ekki í ljósi laganna samiö við flugmenn á öðrum nótum, að sögn Einars. Eftir að flugmenn höfðu kynnt sín sjónarmið var fundi frestað og ekki ákveðið hvenær nýr fundur skyldi boðaður. „Mér er ekki kunnugt um að okkar menn hafi sinnt neinu öðru en því sem eðlilegt er og kannast því ekki við neina seinkun af okkar völdum,“ sagði Björn Guðmundsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Björn sagði að á fundinum hefðu menn talað saman og síðan heföi honum verið frestað, án þess að nýr væri boðaður. „Við álítum að nú sé boltinn hjá Flugleið- um og þangað til nýr fundur verður, eru okkar sjónarmið ekki fól fjöl- miðlurn," sagði Björn. - Emð þið að reyna að fá fram meiri launahækkanir en kveðið er á um í bráðahirgðalögum ríkisstjómarinn- ar? „Um það vil ég ekki svara einu eða neinu,“ sagði Bjöm Guðmundsson. JFJ „TUgahgurinn með þessum framkvæmdum er fyrst og fremst hreinlætisatriði. Viö erum að gera átak til að þrlfa aðkomuna að flugstoðinni og eitt af því sem þarf aö gera er að taka gamlar trönur,“ sagði Pétur Guðmunds- son, flugvallarstjóri á Kefldvíkur- flugvelli. Undanfarið hefur verktakafyr- irtækið Rekan í Keflavík verið að íjarlæga fiskhjalla sem standa við veginn að flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Aö sögn Péturs er trönun- um ýtt saman og síðan verður kveikt í þeim viö fyrsta tækifæri þegar vindátt er hagstæð. „Þegar þessar marmvirkjaleifar hafa verið Qarlægðar verður svæðið sléttað og síðan sáð gras- fræi en þetta er nokkuð stórt svæöi. í vor var sáð úr land- græðsluflugvélimú meðfi-am veg- inum að flugstöðinni og vonumst við eftir aö aðkoman verði skemmtilegri þegar búið er að fjarlægja þessa sjónmengun,“ sagðiPéturGuömundsson. -JFJ Vegna greinar Kára Arnórsson- ar í DV miðvjkudaginn 1. þ.m. vill Kennaraháskólinn leiðrétta misskilning sem þar gætir varð- andi nám fyrir bóknámskennara á gagnfræðastigi er fram fór við Kennaraháskólann að beiðni menntamálaráðuneytisins á ár- unum 1973 og 1974. Námið var ætlað starfandi kennurum sem ekki höfðu rétt til skipunar í stöðu. Um var að ræða fullt árs- nám, 30 námsciningar, sem skipt- ust á kennslugrein, 18 einingar, og uppeldisgreinar, 12 einingar. Var ýmistað mennþurftuað taka allt námiö, kennslugrein ein- göngu eða uppeldisgreinar ein- göngu, og fór það eftir fyrra námi viðkomandi kennara. Þetta nám veitti kennsiuréttindi við skóla ítigsins. mám var þá metið til 15 launastiga samkvæmt kiara- samningi. í ofangreindum skrif- um DV er launastig tekiö sem Jónas Pálsson, rektor Kemiaraliáskóla íslands Móti stjóm - með flokkum Það kom berlega í ljós í skoðana- könnun DV að enn sem fyrr er meirihluta kjósenda andvígur rík- isstjóminni. En það fékkst hka staðfest að á sama tíma er meiri- hluti kjósenda með flokkunum þremur sem mynda ríkisstjómina. Þetta kann að sýnast mótsagna- kennt í fljótu bragði en skýringin liggur í augum uppi. Sumir eru á móti ríkisstjóm Þorsteins Pálsson- ar en finnst aftur á móti allt í lagi að styðja flokkinn og Þorstein sem formann hans; sijórnin sé að vísu ómöguleg en það hafi ekkert með Þorstein að gera heldur séu söku- dólgamir Jón Baldvin og Stein- grímur sem aldrei geti verið til friðs og geri alls konar gloríur. Á sama hátt bætir Framsókn frekar við sig miðað viö fyrri kannanir vegna þess að þótt ríkisstjómin sé bölvuð þá komi það Framsókn ekk- ert við; Jón Baldvin og Þorsteinn eigi sök á óvinsældum ríkisstjórn- arinnar þar sem þeir ráði öllu og vilji ekki fara eftir skynsamlegum tillögum Framsóknar í neinu máh. Niður með sfjómina en upp með Framsókn og Steingrím. Enn aðrir em svo þeir sem sjá rautt ef minnst er á sljómina og óska henni norður og niður; hins vegar breyti það í engu stuðningi viðkomandi við Al- þýðuflokkinn því ekki eigi hann sök á því hvernig komið er heldur þeir Steingrímur og Þorsteinn sem alltaf em upp á kant og þora helst ekki að taka ákvörðun í nokkru máli. Jón Baldvin berjist með oddi og egg við að stjórna landinu og koma lagi á efnahagsmáhn sem öh hafi verið komin í kalda kol. Þaö er því hersýnilega mjög auðvelt að samræma það að vera á móti ríkis- stjórninni en styðja samt sem áður stjórnarflokkana. Borgaraflokkur- inn kemur iha út úr þessari könn- un og er að þurrkast út. Varaform- aður flokksins segir hins vegar að verið sé að efla flokkinn í kyrrþey og er það eflaust í samræmi við þá stefnu flokksins að standa í kyrr- þey í ræðustól Alþingis. Eitthvað virðist þó þessi þegjandaháttur flokksins hafa misskihst í röðum kjósenda hans og þeir flestir hrein- lega búnir að gleyma því að Borg- araflokkurinn sé til. Það fást víst ekki mörg atkvæði út á þagnimar einar nú til dags. Engu að síður virðist Kvennahstinn dafna vel á því að segja sem minnst. Kvenna- listakonur hafa hins vegar náð að velqa mun meiri athygh erlendis en Borgaraflokkurinn og auðvitað hefur það sitt að segja. Þar fyrir utan eru margir karlmenn þannig hugsandi að þeir kunna vel við konur sem tala htið og eru ekki mjög herskáar þá sjaldan þær ljúka upp munni. En sumir em þeirrar skoðunar að skoðanakannanafylgi Kvennahstans sé fyrst og fremst tilkomið vegna þess að fólk sé orðið yfir sig leitt á flokkum sem eru að skipta sér af póhtík og vilji því frek- ar styðja hreyfmgar sem ekki vas- ast í stjórnmálum. Kratamir eru heldur á niðurleið enda hefur Al- þýöuflokkúrinn ahtaf verið þeirrar skoðunar að fast fylgi sé af hinu iha og því flokkurinn jafnan rokk- að upp og niður eins og hvert ann- að jó jó. Skeleggar kafflhúsaræður Jón Baldvins hrifa suma en aðrir skelfast og eru sannfærðir um að hans æðsti draumur sé að verða einræðisherra landsins. Nú, Al- þýðubandalagið er frekar á uppleið og kann ástæðan að vera sú að lítið hefur sést og heyrst til nýkjörins formanns á síðustu vikum. Hvað varðar Framsókn og Sjálfstæðið þá hafa engar marktækar breytingar orðið frá fyrri könnunum. Þegar upp er staðið er hins vegar greini- legt að stór hluti þeirra sem vom hringdir upp í skoðanakönnuninni em komnir í póhtískt sumarfrí og hafa enga skoðun á vinsældum eða óvinsældum ríkissljómarinnar, hvað þá þeir hafi skoðun á hvaða flokki þeir fylgja að málum. En hvað æth komi út úr könnun á vin- sældum einstakra stjórnmála- manna? Æth niðurstaðan verði ekki sú að vinsælustu mennimir séu þeir sem leiða ríkisstjómina óvinsælu? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.