Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. LífsstOl Ætlaekki að verða sjómenn „Mér hefur alltaf þótt gaman aö vera út á sjó og ég hef oft farið með pabba út á bát sem hann átti einu sinni. Þetta var svona bátur sem við fórum stundum út á og veidd- um fisk í matinn," sagði Þórir Har- aldur Þórisson, nemandi á sigbnga- námskeiðinu í Nauthólsvík. „Pabbi og mamma áttu seglskútu sem ég fór stundum út á og þess vegna hefur mér alltaf fundist gam- an að vera á bát,“ sagði Ragnar Eiríksson sem einnig var á sigl- inganámskeiðinu. Vilja læra meira Báðir sögðust strákarnir hafa farið á sigbnganámskeiðið tb að læra meira en foreldramir höfðu kennt þeim og til að geta bjargað sér sjálfir. „Við kunnum núna aðeins á kanó, en erum að fara að læra á skúturnar," sögðu þeir félagar og voru báðir sammála um að þeir ætluðu að læra meira um sigbngar. Þórir sagðist vera ákveðinn í að fara á framhaldsnámskeið hjá sigl- ingaklúbbnum, bara strax og hann gæti. Ragnar var ekki viss um hvort hann ætlaði á framhalds- námskeið strax en sagðist örugg- lega ætla að læra meira. Ætla að eiga bát „Nei, ég hugsa ekki að mig langi tb að verða sjómaöur. Ég er ekki á námskeiðinu út af því. Mig langar mest tb þess að verða flugmaður," sagði Þórir Haraldur Þórisson að- spurður mn það hvort hann hyggð- ist leggja sjómennskuna fyrir sig. Ragnar Eiríksson var ekki búinn að ákveða hvað hann vbdi verða en hann hafði þó ekki hug á sjó- sókn. „Ég er ekki alveg ákveöinn, það er svo margt sem mig langar tb. Kannski tobari, ætb þaö sé ekki best, mér finnst svo gaman að gramsa,“ sagði Ragnar. Báða langaði þá þó tb þess að eiga bát og stunda siglingar í frístund- um sínum í framtíðinni. „Það er í fínu lagi að eiga svona einn bát,“ sagði Þórir og Ragnar tók undir með honum. Báðir sögöust þeir ætla aö læra meira, tb að geta stjómað bátnum sem þeir ætluðu að kaupa og með það vom þeir roknir tb að setja upp segbö á skútu í Nauthólsvík og skömmu síðar létu þeir úr höfn. JFJ „Við kunnum svolftið á kanó en ætlum að læra meira,“ sögðu þeir Ragnar Eiríksson (t.v.) og Þórir Haraldur Þórisson, nemendur á siglinga- námskeiðinu. Báðir sögðust þeir ætla að eignast bát þegar þeir yrðu stærri. DV-mynd:GVA 33 Byggdastefna sem stenst - í landsbyggðina Ráðstefna um byggðamál á Dalvík 10. - 12. júní 1988 Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um byggðamál á Dal- vík10. - 12.júnínk. Ráðstefnan hefstkl. 14.30 föstudaginn 10. júní og áætlað að henni Ijúki síðdegis sunnudaginn 12.júní. DAGSKRÁ: FöstudagurlO. júní Kl. 14.30Setning. Svanfríður Jónasdóttir Byggðastefna-fortíð-nútíð. Hjörleifur Guttormsson Sveitarstjórnirog byggðaþróun. Ragnar Oskarsson Hlutur Byggðastofnunar í byggðaþróun. Sigurður Guðmundsson Pallborðsumræður Umræðustjóri:GuðbjarturHannesson Laugardagur11. júní Kl. 09.00 Atvinnuþróun í dreifbýli. Unnur G. Kristjánsdóttir Atvinnuþátttaka kvenna. Vilborg Harðardóttir Atvinnuaðstæður og umhverfi. Jóhann Antonsson Byggðaþróun og landnýting. Jón Gunnar Ottósson Pallborð ogumræður Umræðustjóri: Þuríður Pétursdóttir Síðdegis laugardag: Menning-viðhorf. Björn Þórleifsson Stjórnkerfi - meira vald og þjónustu út á land - hvern- ig? Gunnar Rafn Sigurbjörnsson Sunnudagur12.júní: Kl. 09.00 Sundskálaferð Kl. 10.30 Unnið að stefnumótun Ráðstefnuslit áætluð um kl. 16.00 Fyrirlestrar ráðstefnunnar eru öllum opnir Ráðstefnustjórar: Svanfríður Jónasdóttirog Þóra Rósa Geirsdóttir Jón Gunnar Ragnar Vilborg Björn Guöbjartur Sigurður Jóhann GunnarRafn Þuriður Svanfriður Þóra Rósa HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR ★ Áföstudagskvöld veröur fariö til Hríseyjar. Þar njótum við leiösagnar Guðjóns Björnssonar og snæðum kvöldverð. *• Síðdegisálaugardaglítumvið nánar á Dalvík, bæði söfn og atvinnu- fyrirtæki. ★ Laugardagskvöld verðursíöan stigin svarfdælskur mars á Grund í Svarfaðardal. ★ GistverðuríheimavistDalvíkur- skóla(Sumarhótel) ★ ÞátttakatilkynnistsemfyrstSvan- fríði Jónasdóttur 96-61460 eða Þóru Rósu Geirsdóttur96-61411. Alþýöubandalagiö UmteröarregUir oKkar vegna —Vlrðum reg'ur vo eru tH öruiust s'Vs' yUMFERÐAR RAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.