Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. Sandkom Eitursnjoll hugmynd! Forráðamonn Hafnariirepps hafanúheldur beturfundið uppáundra- meðalltilaö losnaviðalda- garnaltvanda- mál.hús- næðisskortinn. Áratugum saman hafa yfirvöldverið aðvandræöast með húsnæðislaust fólk og skiptir þá ekkl máli h var i hciminum þau yfir- völd eru. Húsnæðisskortur hefur jafnveloröið orsök byltinga ogóeirða úti í hinum stóra heimi. En nú hefúr Hafiiarhreppur dottið niður á lausn- ina, uppfinningu sem að öllum lík- indum veröur ekki aðeins notuð á íslandi heldur í öllum heiminum. Víkurfréttir skýra frá opinberun- inni miklu, sem Haftiarbúar gerðu á dögunum, í stórri fyrirsögn á forsíöu blaðsins. Þar stendur: „Mæta hús- næðisskorti meö nýjum íbúðum!" Þaö er með þessa lausn, eins og svo margar aðrar snjallar uppfinningar, aö hún er einföld. Núer bara að vona að önnur sveitarfélög fari aö dæmi Hafharhrepps. Götumálningin ótraustvekjandi Þaðgerðistí síöustuvikuaö nokkrirstarfs- mennfráVega- gerðinni voru aðmala strikog annaðþaðsem kallastgötu- málningáveg- arspottaí Noröurárdalí Borgarfirði sem bundinn er varanlegu slitlagi. Starfsmennimir voru í óða önn að mála þegar að bar bíl með blikkandi ljósum og var hann á mikilii ferð, enda erindið brýnt Starfsmennimir rey ndu að vara ökumanninn við að blaut raálning væri á veginum en bílstjórinn mátti ekki vera að því að hægja á sér. Vegagerðarmennimir urðu því að forða sér í flýti undan bílnum. Ekki vildi betur til en svo aö dekk bilsins lentu ofán í polli af máln- ingu ogá löngum kafla í Norðurárdal er því afar ómarkviss götumálning sem vegfarendur gerðu skynsamleg- ast í að taka ekki allt of hátíðlega ef þeir vilja halda sig á veginum. Harðar brauð Hörðurbakari ermeömeiri athafnamönn- umaÁkranesi. Nýlegafékk hannkunnan teiknara til að hannafyrirsig umhúðirutan um afurðir bakarísins. Fyrstkomu pokamir utan um brauðin. „Harðar brauð“. Þetta þótti takast vel og salan á brauðunum jókst frekar en hitt. Þá vildi Hörður haJda áfram og teiknar- fim hannaði umbúðir utan um kök- urnar ogkleinumarsem alltaf haföi verið vinsæl söluvara hjá Heröi. En nú tókst ekki betur til en svo að salan hriðféU. Hörður bakari skildi hvorkí upp né niður i þessu. Kökumar vom jaftigóðar og áöur, sömuleiðis klein- untarog umbúöimar vom svipaöar þeim sem höföu aukið söluna á brauöunum. Á umbúðunum stóð nefhilega: „Harðar kökur“ og „Harð- arkleinur“! Til þess eru þeir! ViðskuJum sleppaöUum nöfnum en ný- lega geröLst þettaídómsalí Reykjavíkþeg- ardómarivar aöbrýnasann- sögiifyrir mannisemsak- aöurvarura allalvarlegt brot: „Mundu að þú átt að scgja sann- leikann, allan sannleikann ogekkert neraa sannieikann. Svo mun vetjandi þinn sjá um þaö sem eftir er!" Ums|ón: Axel Ammendrup Fréttir Verslunin færist stöðugt á hendur fæiri aðila: - segir Magnús Finnsson, formaður Kaupmannasamtakanna Verslun í Reykjavík færist stöðugt á hendur færri aðila sem um leið verða stærri. Er nú svo komið aö margir hafa af þessu áhyggjur og telja að það þurfi að taka á þessu máh með löggjöf. „Það er spuming hvort þessi þróun er góð fyrir íslenska verslun og ég tel að það sé engin vanþörf á því að koma upp auðhringalöggjöf hér á landi til aö forða verslun frá því að hafna í höndum nokkurra stórra aðila,“ sagði Magnús Finnsson, formaður Kaupmannasamtak- anna. Magnús sagði að á síðustu árum hefðu þeir stóru orðið stærri í versl- unarrekstrinum og nefndi hann sem dæmi að Hagkaup væri líklega komið með 15 til 17% af markaðnum. Sagð- ist Magnús hafa miklar efasemdir um að þetta kæmi markaðnum til góða en nú væri svo komið að sjö til níu aðilar færu með næstum alla veltu í verslun í Reykjavík. Þá sagði Magnús að mikið framboð væri nú á verslunarhúsnæði en þar eð eftirspurn væri einnig mikil þá héldist verð nokkuð hátt. Sagðist Magnús reyndar ekki sjá mikla þörf fyrir byggingu verslunarhúsnæðis í framtíðinni og því væri aðeins tíma- spursmál hvenær verð dytti niður. -SMJ Laugavegurinn stenst ekki samanburð við Kringluna - Kringlan í sókn en Irtid bætist við í miðbænum Það er samdóma áht þeirra kaup- manna, sem versla bæði við Lauga- veginn og í Kringunni, að það sé tölu- verður munur á því að versla á þess- um stöðum, Kringlunni í hag. „Kringlan er alltaf með meiri sölu en þegar best lætur áLaugaveginum, þá rétt slagar hann upp í söluna í Kringlunni,“ sagði Bolh Kristjáns- son, eigandi verslunarinnar Sautján. Bolli sagði að það yrði engin bót á ástandinu í gamla miðbænum fyrr en einhver uppbygging ætti sér stað þar. Bolli sagði að í Kvosinni hefði varla verið byggt hús í 20 ár og því væri ekki nema von að stöðnun ríkti þar. „Þetta ástand sem þarna ríkir hlýt- ur að vera mönnum áhyggjuefni þvi um leið og kaupmenn hverfa úr miö- bænum, deyr hann. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hefði gjarnan viljað vera niðri í Austurstræti með versl- un, en það er nánast ógerlegt að fá pláss á þeim stað.“ Bolli sagðist ekki sjá betur en að Kringlan ætti eftir aö bæta mikið við sig því í raun væri svæðið enn á byggingarstigi og alls ekki fulifrágengið. 10-15% minni velta í miðbænum Aö sögn Erlu Vilhjálmsdóttur, eig- anda Tékk- Kristals sem rekur versl- anir á Laugavegi og í Kringlunni, þá er veltan í Kringlunni 10 til 15% meiri en við Laugaveginn. Erla var hins vegar ekki á því aö Laugavegur- inn væri á imdanhaldi. „Laugaveg- urinn verður alltaf til staðar sem verslunargata." Erla sagði að það þyrfti að hressa upp á ímynd gamla miðbæjarins og þá þyrfti ekki að ótt- ast að hann hyríi. Sævar Karl Ólason verslunarmað- ur sagði að það væri hæpið að bera saman Laugaveginn og Kringluna, nú þegar Kringlan væri ekki orðin ársgömul. Það þyrfti allavega að líða eitt ár áður en hægt verður að bera þessa staði saman. Sævar Kari sagð- ist reyndar vera bjartsýnn á verslun við Laugaveginn, svo framarlega sem verslunareigendur máluðu hús- in sín og lagfæringar yrðu gerðar á götum og gangstígum. -SMJ Við afhjúpun bautasteinanna. DV-myndir Ómar Sjómannadagurinn í Eyjum: Bautasteinar afhjúpaðir Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum: Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum af miklum myndarskap að vanda, en sú hefð hefur verið í mörg ár að há- tíðahöldin hafa staðið yfir bæði laug- ardag og sunnudag. Þetta byrjaði á laugardegi með sprangi Eyjapeyja, síðan voru sjóskíði, tunnuhiaup, kappróður, þar sem bæði karla-, kvenna- og unglingasveitir kepptu, stakkasund, koddaslagur og verð- launaafhending. Veður var alveg dásamlegt - ekki hægt að hugsa sér það betra. Um kvöldið var slegið upp balli í fjorum húsum. Á sunnudag var leiðindaveður, rigning og þoka. Þá var sjómanna- messa í Landakirkju þar sem séra Jóhann Hlíðar messaði og eftir messu voru afhjúpaðir bautasteinar um hrapaða og drukknaða og þá sem farist hafa í flugslysum frá Vest- mannaeyjum síöan árið 1950. Að því loknu var dagskráin, sem átti að vera úti, færð inn í samkomuhús. Þar voru aflakóngar og aldraðir sjómenn heiðraðir. Einnig voru veittar viður- kenningar fyrir björgunarafrek. Há- tíðahöldunum lauk með dansleikjum um kvöldið. Sjómannadagurinn á Stokkseyri: Forsetinn afhjúpaði minnisvarða Ingi Ingason, DV, Stokkseyri Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Stokkseyri, eins og raunar víðar um land. Að þessu sinni hófst þó dagskráin fyrr en venjulega, þ.e. strax á laugardeginum, meö knattspymukappleik milli stjörnu- liðs landkrabba og úrvalsliðs sjó- manna og fóru leikar svo að hinir síðamefndu sigruöu með einu marki gegn engu. Eftir kappleikinn færöust hátíöar- höldin niður á bryggju og var að vanda keppt í koddaslag, tunnu- hlaupi og sitthvað annað gert til skemmtunar. Hátíðarhöldin náðu hámarki með hátíðarguðsþjónustu á sjálfan sjó- mannadaginn og messaði sóknar- presturinn, séra Úlfar Guðmunds- son, en kirkjukórar Gaulverjabæj- arkirkju og Stokkseyrarkirkju sungu við undirleik Pálmars Þ. Eyj- ólfssonar, organista. Meðal sálma, sem sungnir vom, var sjómanna- sálmur eftir Steingrím Thorsteins- son, Þú sem fósturfoldu vefur, við nýtt lag eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson og var þetta frumflutningur lagsins. Guðsþjónustunni lauk með því að forsetinn, frú Vigdís Finnbogadóttir, aíhjúpaði minnisvarða um drukkn- aða sjómenn og lagði blómsveig aö honum. Höfundur minnisvarðans er Elfar Guðni Þórðarson, myndhstar- maöur á Stokkseyri. Eftir athöfnina var boöið upp á kaffidrykkju í húsi Gmnnskólans á Stokkseyri og er talið aö um 400 manns hafi þegiö þar góðgerðir. Meö- al þeirra var frú Vigdís og var henni við það tækifæri afhent Stokks- eyringasaga í samantekt dr. Guðna Jónssonar, sem þakklætisvottur íbúa sveitarfélagsins fyrir komuna. Að lokinni kaffidrykkju fór frú Vig- dis á málverkasýningu, sem stóð yfir í Gimli, samkomuhúsi Stokks- eyringa. Þar var Elfar Guðni með sína 16. málverkásýningu. Notaði forsetinn tækifærið til að óska lista- manninum til hamingju með minnis- varöann og skoða málverk hans, sem aö þessu sinni vom öll unnin í olíulit- um. Að lokum má geta þess að þótt mestan part sjómannadagsins hafi ríkt landsynningsveður, hélst hann þurr meðan aíhjúpun minnisvarð- ans fór fram og er það m.a. þakkað sóknarprestinum, sem mun hafa komið að máli viö þann sem ræður veöri og vindum. Minnisvaröi drukknaðra sjómanna afhjúpaður af Vigdísi Finnbogadóttur. DV-mynd Guðmundur P. Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.