Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Side 32
,32 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. Lífsstfll A kanó um Suðurland Siglingaklúbburinn býður þó upp á fleira í sumar. Farið verður í kanó- ferðir um vatnasvæði á Suðurlandi nokkrar helgar í sumar og vonast menn til aö þetta verði hinar skemmtilegustu ævintýraferðir en íjöldi ferða fer eftir áhuga. Lág- marksaldur til að komast í slíka ferð er 12 ár en að því uppfylltu taldi Guðmundur að flestir ættu aö geta farið með. Fariö var í eina slíka ferð í fyrra og var þá siglt niður Hvítá og endað í Þrastaskógi. Það voru krakk- amir í unghðaklúbbi Sigluness auk leiðbeinanda þaðan sem fóru í ferð- ina eina helgi í fyrra og þótti hún takast vel. Unghðaklúbbur sighngaklúbbsins starfar aha virka daga og í honum eru unghngar sem farið hafa á tvö framhaldsnámskeið. „Þetta eru krakkar sem eru orðin vön. Þeim gefst á þennan hátt tækifæri til að stunda áfram siglingamar eftir að námskeiðunum lýkur og bæta við þekkinguna ef áhuginn er fyrir hendi. Oft er byrjunin á svona nám- skeiðum og svo Uggur leiðin í klúbb- inn,“ sagði Guðmundur P. Guð- mundsson. Opið starf I sumar verður einnig boðið upp á opið starf fyrir aUa fjölskylduna mánudaga tíl fimmtudaga auk laug- ardaga. Þar verða leigðir út stærri seglbátar og bátar með utanborösvél gegn vægu gjaldi. Vonast sigUnga- klúbbsmenn eftir því að þetta geti orðið vinsælt tómstundagaman hjá fjölskyldufólki og foreldrar geti þannig tekið þátt í áhugamálum bamanna og rifjað upp fyrri kynni af Ægi. -JFJ Ef slglt er of grunnt vill báturinn festast og þá er bara að gerast feneyskur og stjaka sér áfram. Hins vegar verður að gæta þess að skvetta ekki á félagana. Sumarstarf - siglinganamskeið Ásókn í Ægisvals ***■ mííMt&imwmm Nauthólsvíkin iðaði af lifi og fjöri og sjá mátti hinar ýmsu tegundir báta. Handtök nemendanna voru líka orðin nokkuð góð eftir 3ja daga kennslu. DV-myndir GVA „Svona námskeið hafa verið í fiölda ára, aUt frá því að ég var á þessum aldri en það var einmitt á einu slíku sem áhugiim kviknaði og síðan hefur maður verið með annan fótinn héma,“ sagði Guðmundur P. Guðmundsson, leiðbeinandi á sigl- inganámskeiði í Nauthólsvík. Siglingaklúbburinn Siglunes í Nauthólsvík hefur undanfarin sum- ur staðið fyrir siglinganámskeiði fyr- ir reykvísk böm á aldrinum 9-12 ára og þann 30. maí hófst fyrsta nám- skeið sumarsins. Hámarksfjöldi á byijendanámskeiði er 40 nemendur og var hvert sæti skipað. Líf og flör var í Nauthólsvíkinni þar sem kennslan var í fuUum gangi auk þess sem bömin æfðu sig sjálf. Áhuginn var mikfll og allir vfldu komast sem fyrst út í bát og reyna sig. „Það er ekkert sérstaklega erfitt að sigla á kanó en hitt er örugglega erfiðara," sögðu hressir strákar sem vom að fara að læra að hnýta hnúta. Tvenns konar námskeið Námskeiðin standa í tvær vikur, aUa virka daga, og verða aUs sex í sumar. Bæði er boðið upp á byijendanám- skeið og framhaldsnámskeið sem taka mið af þekkingu og hæfni þátt- takenda. Á byijendanámskeiði er kennt að róa og sigla, nauðsynleg aðgát við siglingar og viðbrögð við óhöppum á sjó og umhirða búnaðar. „Þetta em svona undirstöðuatriðin sem krakkamir læra á byijenda- námskeiðinu þannig að þau geti svona bjargað sér,“ sagði Guðmund- ur. Á framhaldsnámskeiði er kennt auk sigUnga undirstöðuatriði sigl- ingafræði, notkun áttavita og sjó- korts, ýmsar sigUngareglur, meðferð og viðhald utanborðsvéla, hjálp í við- lögum og fleira sem að gagni getur komið í gUmunni við Ægi. Tfl að geta farið á framhaldsnámskeið verða þátttakendur að hafa náð valdi á undirstöðuatriöunum en framhalds- námskeiðin verða einungis þijú í sumar og komast færri þar að en á byijendanámskeiði, hámarksfjöldi er 15 nemendur. „Á framhaldsnámskeiðinu er meiri kennsla og krakkamir fá að reyna meira, sumir fara jafnvel á fleiri en eitt,“ sagði Guðmundur leiðbeinandi. Nauðsynleg þekking fyrir eyveiia „Ég held að krakkamir hafl mikiö gagn af því aö ganga í gegnum svona námskeið og það sé ekki minni þátt- ur en gamanið. Þau læra héma ýmis byrjunaratriði varðandi sigl- ingar og ég held að slíkt sé gott fyr- ir aUa eyveija, eiguflega alveg nauð- synleg þekldng,“ sagði Guðmundur P. Guömundsson, leiðbemandi á siglinganámskeiöinu sem nú stend- ur yfir í Nauthólsvík. Guömundur sagðist ekki efast um það að í hópnum væm framtíð- arfyrirviimur þjóðarbúsins, sjó- menn. „KrakkæTÚr era gífurlega áhugasöm og fljót að læra. Á þessu fyrsta námskeiði er alveg fullt og yfirleitt er mikil ásókn í þetta. Veðriö skiptir máli „Veðrið skiptir auðvitað máh við kennsluna. Þegar vont er veður geta krakkamir ekki verið ein úti á báti og æft sig. Þau myndu ekki ráða við það,“ sagði Guðmundur. Dægradvöl Hann bætti því við að í leiðinlegu veðri færa leiðbeinendumir með krakkana út á stórum báti og reyndu að sýna þehn tökin. „Ef það er hins vegar alveg ósjófært þá fór- um við í fótbolta eða einhverja leiki innanhúss," sagði Guðmundur. Bakterían vili kvikna Guðmundur sagði að svona nám- skeið væri tilvaUð til að vekja áhuga krakkanna og áhuga á sigl- ingaíþróttinni, hér vildi siglinga- bakterían kvikna h)á mörgum. „Sjálfur byijaði ég í sigUngum á svona námskeiöi og hef verið í þessu síðan. Ég hef verið leiðbein- andi um nokkurt skeið og það er mjög lifandi og skemmtilegt að kenna krökkunum,“ sagði Guð- mundur. JFJ Guðmundur P. Guömundsson sýnlr áhugasömum nemendum hvernig menn skuli hnýta áður en seglið er sett upp. DV-mynd:GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.