Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. Utlönd Michael Dukakis, fylkisstjóri Massachusetts, er talinn næsta öruggur um að tryggja sér útnefningu sem forsetaefni demókrata í dag. Símamynd Reuter Jesse Jackson reynir nú að tryggja sér tilnefningu sem varaforsetaefni demókrata í haust. Símamynd Reuter Lokaspretturinn í för- kosningunum í dag Lokasprettur forkosninga flokka demókrata og repúblikana í Banda- ríkjunum vegna forsetakosning- anna, sem fram fara í nóvembermán- uöi næstkomandi, stendur í dag. Gengið verður til forkosninga í íjór- um fylkjum Bandaríkjanna, þ.e. Kaliforníu, New Jersey, Montana og New Mexico. Forkosningar repúblikana skipta fremur litlu máli þar sem Geeorge Bush, núverandi varaforseti, hefur þegar fyrir löngu tryggt sér útnefn- ingu sem forsetaefni repúblikana- flokksins í haust. Hann notar því kosningabaráttuna í þessum fylkjum fyrst og fremst til að skýra stöðu sína og reyna að sýna fram á sjálfstæði sitt sem forsetaframbjóðandi. Eink- um reynir Bush að sýna bandarísk- um kjósendum fram á að hann verði ekki einfaldlega merkisberi Ronalds Reagans, núverandi forseta, komist hann til valda í haust. Bush hefur þegar lýst sig ósam- mála nokkrum af stefnumiöum nú- verandi forseta. Hann neitar að gagnrýna Reagan alvarlega á opin- berum vettvangi, en segir að þegar hann verði formlega orðinn fram- bjóðandi flokksins, eftir flokksþingiö í sumar, muni hann leggja fram sína eigin steínu. Forkosningar demókrata í fylkjun- um íjórum í dag geta haft mun meiri þýðingu. Fastlega er búist við að Michael Dukakis, fylkisstjóri Massachusetts, tryggi sér útnefningu sem forsetaefni demókrataflokksins í þessum fylkjum í dag. Hann hefur þegar tryggt sér fylgi Uðlega átján hundruð af þeim nær tvö þúsund og eitt hundrað kjörmönnum sem þarf til að hljóta útnefningu. Fari svo sem búist er við, að hann vinni sigur á Jesse Jackson, blökkumannaleið- toganum sem einn keppir enn við Dukakis um útnefningu,. í öllum fylkjunum fjórum verður útnefning hans tryggö. Skoðanakannanir benda til þess að Dukakis hafi meira en þrjátíu pró- senta forskot á Jackson í Kalifomíu. Skoðanakannanir benda einnig eindregið til þess að Dukakis muni vinna sigur á Bush varaforseta í for- setakosningunum í haust. Jackson hefur enn ekki svarað hvatningum Dukakis þess efnis að hann láti af baráttu sinni innan demókrataflokksins og einbeiti sér þess í stað aö baráttunni sem þeir verði að heyja sameiginlega við re- públikana í haust. Jackson hélt í gær síðasta opinbera kosningafund sinn fyrir forkosning- arnar í dag og þar réðst hann enn á Dukakis fyrir afstöðu sína, eða öllu heldur ai'stöðuleysi gagnvart málefn- um Suður-Afríku. Jackson segist ákveðinn í að gera Suöur-Afríku að kosningamáli í haust. Jackson hefur undanfarið verið gagnrýndur nokkuð fyrir tilhneig- ingu sína til að vera seinn alls staðar og alltaf. í gær þótti hann hins vegar ganga fulllangt í seinaganginum, þegar hann var sextán mínútum of seinn í sinn eigin sjónvarpsþátt. Jackson hafði greitt um hundrað og fimmtíu þúsund dollara, eða hðlega sex miljónir króna, fyrir sjónvarps- tíma en mætti svo ekki fyrr en seint og um síðir, þannig að starfsfólk sjónvarpsstöðvarinnar varð að fylla tímann með gömlum myndum af Jackson og afsökunarbeiðnum. Þessi tilhneiging Jacksons til þess að vera of seinn hefur meðal annars orðið til þess að fréttamenn, sem fylgja honum eftir, segja að hann lifi á sínum eigin tíma, óháö tíma ann- arra. George Bush varaforseti hefur þegar tryggt sér tilnefningu sem forsetaefni repúblikana. Unnió aó viðgeróarstörfum um boró f olíuflutningaskipi á Persaflóa eftir árás íransks byssubáts í síðustu viku. Simamynd Reuter Tillaga um að hætta flotavemd á flóanum felld Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi í gær tillögu um að bundinn yrði endi á flotavemd Bandaríkj- anna á Persaflóa eftir 18. septemb- er. Undanfarið hafa verið miklar umræður um hlutverk Baridaríkj- anna á flóanum en á síðasta ári nutu ellefu olíuflutningaskip frá Kuwait vemdar bandarískra her- skipa gegn árásum írana. Það var leiðtogi demókrata í öld- ungadeildinni, Robert Byrd, sem bað öldungadeildina um að fella tillöguna þar sem hún væri byggð á formgalla. Þó svo að hann væri mótfallinn stefnu Bandaríkjanna varðandi Persaflóa kvað hann ekki réttan tíma til þess að taka ákvarð- anir núna. í forsetatíð Nixons saniþykkti Bandaríkjaþing lög þar sem því var heimilað að fyrirskipa að hermenn væm kallaðir heim ef um hættu- ástand væri að ræða og ef ekki hefði verið lýst yfir stríði af hálfu þingsins. Hingað til hefur sérhver stjóm haldiö því fram að þessi lög séu skerðing á valdi forsetans og þau hafa aldrei verið látin koma til framkvæmda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.