Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. 15 Þegar hláturinn einn er efftir - Síðari grein - Þegnar sameignarríkjanna geta sem kunnugt er ekki deilt á valds- menn, stofnað óháð félög um áhugamál sín eða skotiö ágrein- ingsefnum til óvilhallra dómstóla. Þeir hafa hins vegar eitt ráð, sem yfirvöldin geta ekki tekið af þeim, á meðan þeir eru enn lifandi, hugs- andi einstaklingar - og það er að segja gamansögur, beita hinni nöpru hæðni, sem kemur upp um tvískinnunginn í orðum og gerðum valdhafanna. Þegar veröldin er vond, geta menn hörfað inn í hlátraheim, og það auðveldar þeim að lifa af og halda stillingu sinni. Hláturinn felur auðvitað í sér vissa uppgjöf, en það er uppgjöf, sem varðveitir þrátt fyrir allt mannlega reisn. Þú heldur broti af sjálfum þér, ef þú getur hlegið að Stóra bróður, en elskar hann ekki skil- yrðislaust eins og söguhetjan í bók Orwells. Og í grein, sem ég birti hér í blað- inu fyrir viku, sagði ég lítillega frá tilraun hinna kúguðu samborgara okkar í austri til að halda sjálfs- virðingu sinni með aðstoð skop- skynsins. Hér ætla ég að halda því áfram. Skortur á neysluvörum Margir brandarar frá austan- tjaidslöndunum skírskota til hins mikla skorts á neysluvörum, sem KjaHarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmáiafræðingur einkennir þau. Samkvæmt einum gengur Rússi inn í kjötbúð og spyr: „Eigið þiö til nautakjöt?" Svarið er neitandi. Þá spyr hann: „En svína- kjöt? Er það til?“ Hann fær sams konar svar. „Seljið þið lambakjöt?" Afgreiðslumaðurinn svarar, að það sé ekki til. „Jæja, þá ætla ég að fá nokkrar pylsur,“ segir maðurinn. „Því miöur eru þær uppseldar," er svarið. Þá fer maðurinn. En af- greiðslumaðurinn snýr sér að öðr- um viðskiptavini, yppir öxlum og segir: „Þessi var nú greinilega heldur einfaldur, en það má hann eiga, að hann hefur stálminni." Rússar henda gjarnan gaman að því, að Adam og Eva hljóti að hafa verið samlandar þeirra. Hvers vegna? Vegna þess að þau áttu eng- in fót, þau höfðu ekkert annað að borða en epli og bjuggu samt í Para- dís! Síðan er fræg saga af því, þegar Gorbatsjof fór til Parísar, heimsótti næturklúbb, sá fáklæddar, ungar þokkadísir stíga dans og hreifst af. Þegar hann var kominn aftur til Moskvu, sagði hann mönnum sín- um, að stofna þyrfti slíkan nætur- klúbb þar. Þetta er gert, en aðsókn- in reynist dræm. Gorbatsjof kallar framkvæmdastjóra næturklúbbs- ins fyrir sig og spyr, hvað sé að. Framkvæmdastjórinn hristir höf- uðiö raunamæddur og segist ekki vita það. „Eru ekki innréttingarnar samkvæmt nýjustu tísku?“ spyr Gorbatsjof. Framkvæmdastjórinn fullvissar hann um það. „Er húsið ekki á góðum stað í miðborginni?" Framkvæmdastjórinn svarar ját- andi. „En eitthvað hlýtur þá að vera að dansmeyjunum," segir Gorbatsjof. „Nei, nei, félagi Gor- batsjof," svarar framkvæmdastjór- inn. „Þær hafa allar veriö flokks- bundnar í fjörutíu ár að minnsta kosti.“ Hvers vegna er enginn fiskur fá- anlegur í búðum í Rússlandi? Vegna þess að draga verður athygl- ina frá kjötskortinum. „Hvað er skinka?“ spyr kommúnistinn Kommúnistar segja sem kunnugt er, að sósíahsminn sé breytingar- tíminn frá kapítalisma til komm- únisma. í því sambandi má ekki gleyma framtíðarsögunni af því, er holdtekjur sósíalismans, kapítalis- mans og kommúnismans sömdu um að hittast á kaflihúsi í Moskvu í maímánuði á því herrans ári tvö þúsund og tíu. Kapítalistinn og kommúnistinn mæta á umsömdum tíma, en bíða lengi eftir sósíalistan- um, sem kemur loks móður og másandi. Hann afsakar sig með mörgum orðum og segir, að hann hafi þurft að bíða í biðröð í marga klukkutíma til þess að ná sér í skinku. „Hvað er biðröð?" spyr kapítalistinn. „Hvað er skinka?" spyr kommúnistinn. Tveir rithöfundar hittast í Moskvu og taka tal saman. „Ég er að byrja að semja bók,“ segir ann- ar. „Og hvað fjallar hún um?“ spyr hinn. „Ungur maður hittir unga stúlku, og þau laðast hvort að öðru,“ er svarið. „Nú, nú, þetta er þá ástarsaga," segir hinn. „Þau ganga í hjónaband og komast yfir íbúð,“ heldur fyrri maðurinn áfram. Og þá segir hinn: „Nú, þetta er ævintýri!" Rússi nokkur kemur að eigin- konu sinni í bóhnu með öðrum manni. „Þetta er nú of langt geng- ið,“ hrópar hann upp yfir sig. „Hér liggið þið og njótiö lífsins, þegar ávextir voru að koma í búðina á horninu!" Stysti og hnitmiðaðasti brandar- inn um skortinn í sameignarríkj- unum felst þó líklega í spurning- unni, hvers vegna Trabant 101 heiti því nafni. Svariö er, að 100 sóttu um hann og 1 fékk hann! Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Þegar veröldin er vond, geta menn hörfað inn 1 hlátraheim, og það auð- veldar þeim að lifa af og halda stillingu sinni.“ Um hlutverk fbrseta íslands Framboð Sigrúnar Þorsteinsdóttur th forseta Islands vekur áleitnar spumingar varðandi forsetaemb- ættið og framkvæmdina á forseta- hlutverkinu. Undirritaður er einn af fjölmörg- um sem hafa verið ánægðir með forsetann okkar. Hefur honum þótt hann kynna vel landið okkar og útflutningsvörur, fyrir utan það að sóma sér vel við að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum. Það rann hins vegar ljós upp fyr- ir honum þegar hann, eftir aö hafa heyrt um framboðið og um tilgang- inn með því, las í stjórnarskránni lýsingu á hlutverki forseta. Þetta var nefnilega eins og að sjá góð til- þrif í hlutverki Skugga-Sveins en uppgötva svo að leikritið er ís- landsklukkan. Verklýsing forseta í verklýsingunni á hlutverki for- seta í sfjómarskránni er hvergi minnst á að forseti eigi að halda veislur, kynna íslenskan útflutning eða kynna landið. Hins vegar er þar heillöng upptalning á öðrum skyld- um og réttindum. Hér eru nokkur dæmi: 15. gr. Forseti skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveöur tölu þeirra og skiptir störfum meö þeim. 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgiö afsal eða kvaöir á landi eða landhelgi eöa ef þeir horfa til breytinga á stjómarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. 25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi KjáUarinn Kjartan Jónsson verslunarmaður og félagi i Samtökum græningja fmmvörp til laga og ann- arra samþykkta. 26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Ný synjar forseti lagafrum- varpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður laga- gildi, en leggja skal það þá svo fljótt eins og kostur er undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu til samþykktar eða synjun- ar með leynilegri atkvæða- greiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synj- að, en ella halda þau gildi sínu. 28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráöabirgðalög milli þinga. Ekki mega þau þó ríða í bág „Fæstir Islendingar þekkja stjórnar- skrána og eru því hugmyndir flestra um forsetaembættið mótaðar út frá því hvernig það hefur verið 1 framkvæmd hingað tíl.“ Forseti Islands móttekur viðurkenningu frá samtökum ferðaskrifstofa vestanhafs. vi stjómarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. Nú samþykkir Alþingi ekki bráðabirgðalög og falla þau þá úr gildi. Bráöabirgðalög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt íjárlög fyrir fjár- hagstímabilið. öðruvísi hlutverk Þetta er lýsing á talsvert öðruvísi hlutverki en við höfum átt að venj- ast hingað til. Samkvæmt stjórnar- skránni hefur forseti mikla mögu- leika til þess að hafa jákvæö áhrif á gang mála hérlendis. Sérstaklega er 26. gr. athyglisverð, því sam- kvæmt henni er forseti í aðstöðu til þess að leggja máhn fyrir þjóðina ef honum sýnist svo. Þannig getur hann gefið fólki kost á því að losna undan því alræðisvaldi sem al- þingismenn hafa á milli kosninga og að ákveða örlög sín sjálft. Enn ein kreddan Enn ein kreddan varðandi for- setaembættiö er að það eigi að vera ópólitískt og hlutlaust. Ef forseti hefði enga möguleika til þess að hafa áhrif þá væri það þannig, en forseti getur haft áhrif og því er embættið póhtískt. Með því að skrifa undir lög er forseti að taka afstöðu með Alþingi og/eða ríkis- stjórn og er því ekki hlutlaus. Embættið er póhtískt, hvort sem okkur hkar betur eöa verr. Vahð sem starfandi forseti hefur hins vegar er um hvort sú póhtík er rekin með hagsmuni ríkisstjómar og Alþingis fyrir bijósti eða al- mennings eöa sérstaklega þeirra verst settu, og þessir hagsmunir fara, því miður, ekki aht of oft sam- an. Áfram Sigrún Ég veit af eigin reynslu að margir eiga eftir að verða hissa í sumar. Fæstir íslendingar þekkja stjórnar- skrána og eru því hugmyndir flestra um forsetaembættið mótað- ar út frá því hvemig það hefur ver- iö í framkvæmd hingað til. Fram- boðið sjálft hefur þegar brotiö eina hefð sem á sér enga stoð í lögum, þ.e. aö ekki skuh boðið fram á móti starfandi forseta og mun von- andi verða til þess að fleiri verði brotnar. Því segi ég: „Áfram Sigr- ún.“ Kjartan Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.