Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. Merming Hamlet handan efans Marmari eftir Guðmund Kamban á Listahátíð í tilefnl af Listahátíð verða tvœr forsýn- ingar í Þjóðleikhúsinu á leikriti Guð- mundar Kambans, Marmara, í leikgerð og undir leikstjórn Helgu Bachmann. Verkið er á efnisskrá Þjóðleikhússins nœsta vetur. Uppfærslan á Marmara er í tilefni af aldarafmæli Guðmundar Kamb- ans sem fæddist 1888 á Litlabæ á Álftanesi. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1910 en lagði síðan stund á heimspeki, bókmenntir og fagurfræði við Hafnarháskóla. A þeim árum skrifaði hann sín fyrstu verk, meöal annars leikritið Höddu Pöddu sem sýnt var í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn við miklar vinsældir og síðar kvik- myndað undir stjóm höfundarins. Þrjú ár í Bandaríkjunum Arið 1915 hélt Kamban til Banda- ríkjanna og hugðist vinna sér nafn þar sem rithöfundur. Það reyndist örðugt og eftir þrjú ár sneri hann aftur til Danmerkur. Dvölin vestra haíði engu að síður mikil áhrif á stíl og feril Guðmundar sem sést meðal annars á því að Bandaríkin eru sögusvið fjögurra verka hans. Þeirra á meðal eru leikritin Vér morðingjar og Marmari. Guðmundur Kamban. Á þriðja og fjórða áratugnum sendi Kamban frá sér íjölda skáld- verka. Frægast er skáldsagan Skál- holt sem út kom í fjórum bindum hér á landi á árunum 1930-1935. Hún gerist á 17. öld og segir frá lífi og örlögum Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur biskups. Skálholt hefur ver- ið þýtt á fjölda tungumála. Myrtur í Kaupmannahöfn A fjórða áratugnum dvaldi Kamban um tíma í Englandi og síð- ar nokkur ár í Þýskalandi, þar sem skáldsögur hans nutu mikiila vin- sælda. Árið 1938 fluttist hann aftur til Kaupmannahafnar og bjó þar til dauðadags. 5. maí 1945 var Guðmundur Kamban skotinn til bana á veit- ingastað í Kaupmannahöfn. Verkið frömdu danskir andspyrnumenn sem sökuðu hann um að vera land- ráðamann. Eftir opinbera rann- sókn dönsku stjómarinnar var Guðmundur hins vegar sýknaður af öllum ákærum og morð hans harmað. Frumsýntárið 1933 Kamban hóf að skrifa Marmara meðan hann dvaldi í Bandaríkjun- um en lauk við hann í Kaup- mannahöfn 1918. Leikritið var gefið út sama ár en ekki frumsýnt fyrr en 1933 í Mainz í Þýskalandi. Það hefur einu sinni áður verið sett á svið hér á landi, árið 1950 hjá Leik- félagi Reykjavíkur undir stjórn Gunnars Hansen. Þá var síðasta þætti verksins reyndar sleppt. Marmari er í fjórum þáttum ásamt eftirleik. í fyrirmælum Kambans áttu þættirnir að gerast á þeim tímum sem leikritið er skrif- að en eftirleikurinn árið 1970. í leik- gerð Helgu Bachmann hefur sögu- tímanum verið seinkað þannig að verkið gerist á þriðja áratugnum Listahátíð Jón Karl Helgason og í nútímanum. Það hefur verið stytt til muna en þó er öllum þátt- unum haldið. Þjóðfélagsádeila Aðalpersóna Marmara er Róbert Belford, sakadómari í New York. Hann segir upp starfi sínu til að snúa sér að baráttu fyrir þjóðfé- lagsumbótum. Ein grundvallar- skoðun hans er að refsilöggjöfin sé ómannúðleg og samviskulaus og aðeins til þess fallin að ýta undir glæpi. Þessi sama löggjöf láti hins vegar óátalin brot á grundvallar- mannréttindum. Leikritið lýsir örlögum manns sem neitar að hvika frá sannfær- ingu sinni þó að hún kunni að kosta hann lífið. í Róbert Belford má sjá einhvers konar sambland af Sókr- atesi, Kristi og Hamlet, sem vel að merkja er hættur að efast; í uppr- unalegu útgáfu verksins segir Ró- bert að hann hafi aldrei getað fyrir- gefið Shakespeare að hafa látiö Hamlet gera sér upp geðveiki: „Ef Hamlet hefði aðeins látið í ljós alla sína andagift mundi hirðin hafa álitið hann brjálaðan." Þessi orð vísa ljóslega í örlög Belfords sjálfs. Erindi við nútimann Þó að leikritið sé komið til ára sinna hefur það elst vel og vísar ekki síður til okkar veruleika en þess samfélags sem Kamban fjall- aði um. Verkið er skrifað af leiftr- andi mælsku og minnir að því leyti á stíl enskumælandi höfunda á borð við Wilde og Shaw. Uppfærsla Þjóðleikhússins tekur um tvo og hálfan klukkutíma í sýn- ingu. Leikmynd og búningar eru hönnuð af Karh Aspelund, tónlist er eftir Hjálmar H. Ragnars og lýs- ing er í höndum Sveins Benedikts- sonar. Leikarar eru rúmlega 20 auk aukaleikara. Forsýningamar í til- efni af Listahátíð verða tvær, 8. og 10. júní. JKH Bskar lífið en storkar örlögunum Um Róbert Belford sem Róbert Belford. DV-mynd Brynjar Gauti „Róbert er maður sem elskar lífið en hann hikar ekki við að storka örlögum sínum þegar hann er sannfærður í sinni trú. Þetta gerir hann, þó aö öll praktísk skynsemi mæh á móti honum,“ sagði Helgi Skúlason sem fer með aðalhlut- verkið í Marmara, hlutverk Ró- berts Belford. „Enn þann dag í dag er shkum mönnum varpað í fang- elsi eða dæmdir geðveikir. Þetta er auðvitað gríðarleg ádeila á vestrænt lýðræði," sagði Helgi enn fremur. „Á einum stað gerir Róbert samanburð á einræði og lýðræði og segir aö einræði sé harð- stjóm eins yfir mörgum, sem sé iht, en lýðræði sé harðstjóm margra yfir einum, sem sé verra. Hann segir að eina frelsið, sem skipti máh, sé frelsi einstakhngsins og bætir við að það sé hvergi af skom- ara skammti en í Bandaríkjunum. Örlög Róberts verða kaldhæðin sönnun þess að hann hefur rétt fyrir sér.“ En hvað finnst þér um Róbert sem manneskju? Er hann ekki galla- laus? „Megineinkenni Róberts Belford er að hann neitar að taka nokkurri málamiðlun. Þetta er galli á ein- staklingi frá sjónarhóli samfélags- ins. Leikritið segir okkur ekki mik- ið um daglegt líf hans. Það snýst fyrst og fremst um undirstöður samfélagsins og þar með tilveru okkar ahra. Það er spurt spurninga eins og hvaö réttarkerfi sé og til hvers það leiði. Þarna er meðal annars deht á spilhngu bak við hjálparstarf þar sem 80% af veltu fer í skrifstofukostnað en smámun- ir til þeirra sem eru þurfandi. Þeg- ar höfundi er svona mikiö niðri fyrir gefst enginn tími th að lýsa einkalífi persónanna, það verður út undan. Róbert getur þess vegna haft fjölda hversdagslegra galla sem okkur er ókunnugt um.“ JKH Vinnst svo lítið með því að fara hálfa leið - segir Helga Bachmann leikstjóri Helga Bachmann leikstjóri. DV-mynd Brynjar Gauti „Mér hefur lengi fundist stefna þeirra sem bera ábyrgð á bók- menntaumfjöllun hér á landi að halda Kamban leyndum," sagði Helga Bachmann leikstjóri, „og ég held að við þurfum ekki að grufla lengi th að komast að orsökinni.“ - Hver er hún, að þínu mati? „Um það leyti sem Kamban var að vinna sér nafn erlendis kemur upp ákveðin stefna hér heima þar sem skáldverk eru metin út frá af- mörkuðu póhtísku sjónarhomi. Kristinn E. Andrésson er helsti talsmaður þessa viðhorfs og Kamb- an fær það orð á sig að hann sé borgaralegur höfundur." Mannúðarstefna og kvenfrelsi „Eftir seinni heimsstyrjöldina eru síðan margir sem vita ekkert um Kamban nema það að hann hafi verið sakaður um að vera nas- isti og helst aö hann hafi verið það. Auöveldasta leiðin th að komast að því hvem mann Kamban hafði að geyma er hins vegar að lesa verkin hans. í þeim kemur fyrst og fremst fram ákveðin mannúðarstefna. í öðm lagi er Kamban að beijast fyr- ir ré'tti einstakhngsins. í Marmara er Róbert Belford fulltrúi þessara hugsjóna en í öðmm verkum hans em konur oft í því hlutverki. Nær- tækasta dæmið er Ragnheiður Brynjólfsdóttir í skáldsögunni Skálholti. Þar og víðar er Kamban að skora á konur aö krefjast réttar síns.“ - Hvernig skýrir þú tengsl Kambans við Þjóðverja? „Sé einhver sem hefur skhning á því hvað er aö vera fátækur ís- lenskur rithöfundur þá hlýtur sá hinn sami að geta sett sig í spor íslendings sem á ekki salt í graut- inn og Þjóöverjar sækjast eftir verkum hans. Kamban var aldrei efnaður maður, hæfheikar hans beinast í aðra átt.“ Ekki tekið mark á sýknunni „Þegar hann var myrtur úti í Kaupmannahöfn er eins og menn héma heima hafi dæmt hann í eitt skipti fyrir öh. Það virðist ekki skipta neinu máh að eftir rannsókn var hann sýknaður og morðið á honum fordæmt. Ég man eftir því sem hth stelpa 1945 að ég kom heim og heyrði að faðir minn var að tala í síma. Röddin í honum var svo alvarleg að ég þoröi ekki að koma inn í herbergið. Þá var hann að tala við ritstjóra Þjóðvhjans en þann dag hafði baksíðufrétt blaðs- ins haft fyrirsögnina: Guðmundur Kamban nasisti. Ég man að faðir minn sagði: „Þið höfðuð ekki einu sinni fyrir því að setja spumingar- merki fyrir aftan.“ Éftir þetta sím- tal kom Þjóðviljinn aldrei aftur inn á okkar heimili. Ég vona innilega að áhorfendur geti horft á þetta verk fordóma- laust. Það skal tekið fram að það var bannað í Þýskalandi þegar nas- istar komust til valda.“ - Hvað finnst þér um Kamban sem leikskáld? „Ég skynja hjá honum sterka dramatíska taug. Ég held að hans hreinasta dramatíska verk í upp- byggingu sé Vér morðingjar en margar áhrifaríkustu senur sem hann skrifar em í Marmara. Margt í þessu verki minnir mig reyndar á forn-grísku leikskáldin." Klassísk barátta „Ekki svo að skhja að uppfærslan byggist á þeirri túlkun, ég held að það sé engin spuming hvaða leið við eram að fara. Þessi klassíska barátta ósveigjanlegs einstaklings, sem storkar forlögunum, hefur bara slegið mig persónulega. Þeim mun stoltari sem einstaklingurinn er því stærra verður fall hans. Þetta virðist vera óumflýjanlegt, eða eins og Róbert Bellford segir í verkinu: „Enginn af heimsins þungu sorgarferlum hættir á miðri leið, það verða efndir á þeim öllum. Við áttum alhr kost á að bjarga hf- inu með því að þoka eitt fet frá sannfæringu okkar en við gerðum það ekki. Við vissum að það sem tapaðist var aflíjöðrin í starfi okk- ar, var ljóminn á lífi okkar.“ - Sérðu ef th vill samsvörun með örlögum þeirra Róberts Bellford og Guðmundar Kamban? „Ég ætla ekki að ræna áhorfend- ur ánægjunni af að velta þeim möguleika fyrir sér.“ „Sá skyd“ „Það er hins vegar ljóst að sagan af dauða Kambans segir okkur mikið um persónuleika hans. And- spyrnumennirnir, sem komu að honum þar sem hann snæddi morgunverð með dóttur sinni, mið- uðu á hann byssu og báðu hann að koma með sér. Hann neitaði hins vegar að koma nema þeir segðu sér hvert þeir ætluðu með hann; þeir höfðu enga handtökuskipun og ekkert umboð. Þeir hótuðu þá að skjóta, Kamban stóð upp, kross- lagði handleggina á bijóstinu og sagöi: „Sá skyd.“ Þetta er hreint, afdráttarlaust. Hann hefði getað sagt: „Allt í lagi, ég kem meö.“ - Svo að við víkjum aftur að Ró- bert Bellford, ertu sammála hon- um? „Ég stend með þessum einstakl- ingi 1 afdráttarleysi hans. Þaö vinnst svo lítið með því að fara hálfa leið.“ JKH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.