Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. 3 Áburðarverk- smiðjan tapaði 68 milljónum -tapið 107 milljónir frá áramótum „Jú, það er rétt að við töpuðum á gengisfellingunni núna í maí. Áætlað tap vegna rekstrarlána er um 38 milljónir en 30 milljónir vegna íjár- festingalána, en þessi lán eru í er- lendri mynt. Ef við tökum einnig gengisfellinguna í febrúar inn í myndina, þá er tapið komið upp í 107 milljónir,“ sagði Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi. Hákon sagði að ástæða þessa taps væri sú að áburðarverð væri ákveðið að vetri eftir tillögu stjórnar Áburö- arverksmiðjunnar sem landbúnað- arráðherra staðfesti. Út frá þessu verði væri síðan samið um sölu á áburði en yfirleitt væru greiöslukjör- in þau að menn borguðu ekki nema hluta við afhendingu, 10-25%, en af- ganginn á 4 til 6 mánuðum. „Tapið verður vegna þess að við fjármögnum birgðahald okkar með erlendum lántökum en sölusamning- ar okkar, sem búið var aö gera í maí, þeir eru allir í íslenskum krón- um. Tapið vegna íjárfestingalánanna er ekki jafnalvarlegt og vegna rekstr- arlánanna, því á móti þeim skuldum standa eignir," sagði Hákon. Hákon Björnsson sagði að besta leiðin til aö koma í veg fyrir þetta væri ef fyrirtækiö hefði tök á því að fjármagna birgöahald sitt í íslensk- um krónum eða skapa nægjanlegt eigiö fé til að hægt væri aö draga úr lántökunum. „Okkur hefur gengið vel að draga úr þessum erlendu lán- tökum á undanförnum árum og höf- um haft rekstrarafgang til að greiða niður skuldir." JFJ Áhrif gengisfellingarínnar Alþjóðleg siglinga- keppni til íslands? Fréttir Stefnt er að því að halda alþjóölega siglingakeppni á næsta ári þar sem siglt verður frá Frakklandi til ís- lands. Gert er ráð fyrir að yfir 40 seglskip taki þátt í keppninni. Islensk kona, Lilja Skaftadóttir, vinnur að undirbúningi keppninnar og í sam- tali við DV sagðist hún bjartsýn á að keppnin yrði haldin í júní eða júli á næsta ári. LOja er búsett í Frakk- landi en er hér heima að leita stuðn- ings við fyrirhugaða siglingakeppni. Það hefur gengið vel að fá aðila í Frakklandi til að styðja framtakið og til dæmis er víðlesið franskt viku- blað, VSD, tilbúið að leggja peninga í keppnina. En það er mikilvægt að fá stuðning og velvild íslenskra fyrir- tækja og stofnana og þess vegna er ég á íslandi þessa dagana, sagði Lilja. Áætlað er að fyrirhuguð keppni hefjist í smábænum Gravlin i Norð- ur-Frakkiandi en þaðan reru fransk- ir sjómenn á íslandsmið fyrir mörg- um áratugum eins og meðal annars götunöfn bæjarins bera vitni um. Frá Gravlin yröi siglt með austurströnd Bretlands, vestur fyrir Færeyjar og þá norður fyrir Grímsey. Þaðan yrði stefnan tekin til Reykjavíkur. Lilja sagði það ráðast á næstu vik- um hvort af siglingakeppninni yrði. -JFJ már mar o: Fjölskyldutilboð til Mallorka 12.06. - ALM.VERÐ: 1. fjölsk. meðlimur. 100% . . 54.871.- 2. fjölsk. meðlimur.. 80% ..43.897.- 3. fjölsk. meðlimur.. 60% . . 32.922.- - 3 vikur VERÐ M/ STAÐGR.AFSL. 52.200 41.800.- 31.300. Akureyri: Fiskmarkaðn- um lokað Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: 4. fjölsk. meðlimur......... 40% . . 21.948.- Sama Yerð á öllum gististöðum. Einnig hafa í huga að vlð ákveðum gistinguna. 20.900.- A framhaldsaðalfundi Fiskmark- aðar Norðurlands, sem haldinn var á föstudag, var ákveðið að loka markaönum um óákveðinn tíma. Þessi lokun þarf ekki að koma á óvart. Mjög lítill fiskur hefur borist til markaöarins allt frá því hann tók til starfa í haust og þykir sýnt að grundvöllur sé ekki fyrir áfram- haldandi starfsemi við óbreyttar að- stæður, en athugað verður um áframhaldandi rekstur ef skilyrði breytast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.