Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 34
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. m Lifestm E>v Leiðbeiningastöð húsmæðra: „Kattarhlandslykt hrjáir Reykví kinga" - segir Steinunn Ingimundardóttir Leiðbeiningabæklingar, gefnir út af Leiðbeiningastöð húsmæðra. „Þaö sem hijáir Reykvíkinga hvað mest er kattarhlandslyktin,“ segir Steinunn Ingimundardóttir, fyrrverandi skólastjóri, og hlær viö, en hún er starfsmaður Leið- beiningastöðvar húsmæðra. „Kett- ir helga sér staði og ég veit ekkert einhhtt ráð til að ná burt lyktinni." Kvenfélagasamband íslands rek- ur Leiðbeiningastöðina. Þangað getur fólk hringt og fengiö ráðgjöf og leiðbeiningar um nánast hvað sem er, án endurgjalds. Leiðbeiningastöðin var sett á stofn 1963 og hefur verið starfrækt óslitið síðan. Auk símaráðgjafar hefur hún staðið fyrir útgáfu upp- lýsingabæklinga um þau efni sem mest er spurt um hverju sinni. Nú í vetur hefur hún einnig haft fimm mínútur á viku hverri í Dægurmá- laútvarpi Rásar 2. Þar hafa ýmsar konur flutt leiðbeiningar um ýmis málefni. Steinunn Ingimundardóttir er eini starfsmaður stöðvarinnar. DV spjallaði við hana um starfsemi stöðvarinnar. „Fólk hringir mest út af alls kyns heimilistækjum. Ástæðan er sú að tæki þessi eru það dýr að fólk hugs- ar sig vel um áður en það kaupir þau. Mér berast fyrirspurnir um þvottavélar, þurrkara, blásturs- ofna, sjónvörp og tölvur.“ Ráðleggingar Hvernig er ráðgjöf háttað við kaup á heimihstækjum? „Við kaupum neytendablöð og niöurstöður frá ýmsum opinberum rannsóknastofnunum. I þessum blöðum eru markaðskannanir og prófanir. Ég spyr fólk hvað það hafi í huga og reyni svo að gefa því upplýsingar úr þessum gögnum." Steinunn kváðst ráðleggja fólki eindregið að vanda val á heimilis- tækjum. Mikilvægt væri að skoða vel áður en keypt væri. Þá er nauð- synlegt að grennslast fyrir um varahluta- og viðgerðarþjónustu. „Það er einnig mikilvægt að fólk sé ekki að kaupa of stórt og of dýrt fyrir lítil heimili. Það er til dæmis óþarfi að kaupa þvottavél með þurrkara ef fyrir hendi er aðstaða til að hengja upp þvott.“ Leiðarvísar með heimilistækjum í máli Steinunnar kom fram að mikiö væri um að fólk kynni ekki alveg að fara með heimilistæki. Vegna þessa yrði þaö oft fyrir tjóni sem ekki fengist bætt. „Ég ráðlegg fólki að lesa vel þær leiðbeiningar sem tækjunum fylgja. Það er hins vegar stór galli að ekki eru alltaf til leiðarvísar á íslensku. Það er kominn tími til að umboðsaðilar sjái til þess að leiðar- vísar verði þýddir." Sem betur fer fer þeim aðilum íjölgandi sem láta leiðarvísi á ís- lensku fylgja tækjum. Steinunn Neytendur sýndi DV bækling sem var til fyrir- myndar hvað þetta snertir. Mikið hringt Meðan DV var í heimsókn var mikið hringt. Fólk var greinilega í vorhreingerningum því alls kyns spumingar um blettahreinsun voru áberandi. Steinunn leysti greiðlega úr öllum spurningum. „Við fáum 15-20 fyrirspurnir á dag að jafnaði. Og spumingarnar eru af öllu tagi. Mikið er spurt um uppskriftir, geymslu á mat, hvort óhætt sé að borða þetta og hitt. Við höfum einnig fengið fyrirspurnir um bíldekk, tölvur og þjóðbún- inga.“ Það Uggur í augum uppi að ein manneskja getur ekki leyst úr svo marvíslegum spurningum. Stein- unn sagðist oft benda fólki á aðra aðila. Trésmiðir gefa ráðleggingar um parket og húsgögn, og spum- ingum um klæði vísar Steinunn gjaman til Iðntæknistofnunar. Vantar hússtjórnarnám Steinunn taldi bagalegt hvað hússtjórnamámi væri htið sinnt í skólakerfinu. „Það er áberandi að margar húsmæður hafa ekkert lært til húsverka og heimilishalds. Búið er að leggja niður flesta hús- stjómarskóla landsins.” í lögum um gmnnskóla eru ákvæði um kennslu í heimilis- fræðum. Þeirri kennslu er að mörgu leyti áfátt, að mati Stein- unnar. „Þetta er í lagi í grunnskólum á þéttbýhsstöðum. Hins vegar vantar aha aðstöðu víða um land. Kennslan hggur því niðri á þessum stöðum." Heimhisfræði er valgrein í Kennaraháskóla íslands. Það nám veitir réttindi th kennslu í grunnskólum. Fyrir þá sem vilja meira nám er engin námsbraut hér á landi. Þetta gerir það að verkum að spurningum um matargerð fer fjölgandi. Þær em árstíðabundn- ar, fermingar á vorin, sláturtíð á haustin og fínni matargerð á jól- um. „Ungar konur, sem eru að láta ferma í fyrsta skipti, hringja gjarnan til að fá ráðleggingar um veisluna. Þaö er virkilega gaman að vita til þess að þær skuli vilja spreyta sig á því að gera þetta sjálfar." Tölvubanki Stefarúa M. Pétursdóttir, form- aður Kvenfélagasambands ís- lands, tjáði DV að í bígerð væri að tölvuvæöa Leiðbeiningastöð- ina. „Við emm að skoða þann möguleika að koma upp upplýs- ingabanka í tölvu. Við höfum hingað til haft fagmanneskjur í upplýsingagjöf. Þær hafa aflað þeirra upplýsinga sem þörf hefur verið.á hverju sinni. Við sjáum hins vegar fram á Stefanía M. Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambands islands. þaö að fá ekki fólk í þetta í fram- tíðinni án þess að tölvusetja." Ástæðan fyrir áhyggjum Ste- faníu er að sjálfsögðu sú að hús- stjómarskólar em ekki starfræktir lengur og hússtjómarkennarar á framhaldsskólastigi ekki lengmr menntaðir hér á landi. -PLP Steinunn Ingimundardóttir, fyrrum skólastjóri, gefur ráðleggingar. DV-myndir BG BÍLA MARKADUR ...á fullri ferd Á bflamarkaði DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval blla af öllum gerðum og I öllum verðflokkum. ÉIMl AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar í bílakálf þurfa aö berast I síðasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar f helgar- blað þurfa að berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Slminn er 27022 BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.