Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Blaðsíða 3
3 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. Viðtalið áferðum i og veiðum Nafn: Bjami Grímsson Aldur: 33 ár Staða: Bæjarstjóri á Ólafsfirði Þann 1. ágúst tekur Bjami Grímsson við starfi bæjarstjóra á Ólafsfirði en Valtýr Sigurbjöms- son lætur af störfúm. Bjami er fæddur Ólafsfirðingur og segist ánægöur með aö komast á æsku- slóðirnar. Eför landspróf fór Bjami til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá MA 1975. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og með nýfætt bam og konu upp á arrainn innritaðist Bjami í læknadeild Háskóla ís- lands. Ekki var hann ánægöur með vistina þar og eftir eitt miss- eri og próf i anatómíu í lækna- deild þakkaði Bjami fýrir sig. í viðskiptafræði Bjami réðst til Fiskveiðasjóðs veturinn 1976 og um haustið tók hann öl á ný við nám í Háskól- anum. Viðskiptafræöin varö fyrir valinu og jafnhliða störfúm í Fiskveiöasjóði lauk hann prófum í greininni árið 1981. Norðurland togaöi í Bjama og hann gat ekki stillt sig um að taka um hálfs árs skeið við fram- kvæmdastjórastöðu Fiskiðju Sauðárkróks þegar hún bauöst honum 1980. Kaupfélagsstjóri Árið 1982 kvaddi Bjami Fisk- veiöasjóö og Reykjavlk og hélt til Þingeyrar þar sem hann starfaði sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfiröinga allt til þess að honum bauðst staða bæjarstjóra á Ólafs- firðL - Og skyldi eltthvað vera skylt með rekstri bæjarfélags og kaup- félags? „Að sumu leyti er um áþekkan rekstar að ræða. Bæöi störfin krefjast afskipta af félagsmálum og era fjölbreytt. Ég á þó ekki von á að bæjarstjórastarfinu fylgi eins mikil streita og fylgdi kaup- félagsstjórastöðunni. Kaupfélag- iö var með fiskvinnslu og geröi út togara og oft voru þaö margar ákvarðanir sem varð að taka i einu. Ég býst við að rekstur bæj- arfélags krefjist jafnari vinnu þar sem sæmilegt ráðrúm gefst áður en einstakar ákvarðanir era teknar.“ Feróalög og veiðar Tómstundir Bjama voru fáar á meðan hann var á Þingeyri. Hann vonast til að þeim fjölgi eitthvaö þegar hann verður búinn að kom- ast inn í málin á Ólafsfirði. Bjarni segist reyna að komast í feröalag með konu sinni, Brynju Eggerts- dóttur, og þrem sonum aö minnsta kosti einu sinni á ári. Þá reynir Bjarni að komast í veiði þegar timi gefst og segir ekki úölokaö að hann renni fyrir fisk áður en ám og vötnum verö- ur lokaö i haust -pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.