Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. Fréttir Islendingur sem ætlar að flytja heim frá Grænlandi: Meinað að hafa hundinn með - neyðist hann til að setjast að í Danmöiku? „Það virðast ekki allir vera jafnir þegar innflutningur á hundum er annars vegar. Sendiráðin eru mörg með innflutta hunda og virðast ekki þurfa að uppfylia nein sérstök skil- vrði til að koma með þá inn í landið. Ég hef sótt stíft eftir að fá skilyrði fyrir undanþágu á banni við inn- flutningi hunda á hreint og þá boðist til að uppfylla þau skilyrði með hjálp dýralæknis og fleiri aðila en aflt kem- ur fyrir ekki. Ef ég fæ ekki að taka hundinn til íslands neyðist ég til að setjast að í Danmörku," sagði Bjarni Ó. Pálsson í samtali við DV. Bjarni er pípulagningamaður og hefur verið búsettur í Julianeháb á Grænlandi síðastliðin ár. Hann fékk sér hreinræktaöan Labrador Retrie- ver hund fyrir tæpum tveimur árum. Nú hefur Bjami ákveðið að flytja heim og setjast að austur á Héraði. Vill hann fyrir alla muni hafa hund- inn sinn með. Segist hann geta smyglað hundinum inn í landiö og þekkir til þess margar leiðir en vill það ekki. Heilbrigðisvottorð \ frá Grænlandi Bjarna hefur veriö meinað að hafa með sér hundinn af hálfu landbúnað- arráðuneytisins þrátt'fyrir tvö heil- brigðisvottorð frá dýralækni Suður- Bjarni Ó. Pálsson vill flytja hundinn sinn með sér frá Grænlandi en yfir- völd hafa synjað þeirri beiðni. DV-mynd S Grænlands í Julianeháb. Þar kemur meðal annars fram að hundurinn sé í alla staði heilbrigður og bólusettur gegn hundaæði. Hafi hvorki orðið vart við hundaveiki eða hundaæði í Julianeháb síðustu 20 árin. „Sagði Páll A. Pálsson yfirdýra- læknir að ekkert væri að marka bréf dýralæknisins á Grænlandi. Ég hafði líka samband við Jón Helgason land- búnaðarráðherra en hann tekur að- eins ákvarðanir á grundvelli um- sagna yfirdýralæknis. Ég var því litlu bættari þar.“ Bjami óskaði þá eftir þvi að setja sjáífur upp sóttkví austur á Héraði þar sem hundurinn yrði í umsjá dýralæknis. Fór sú ósk til land- búnaðarráðherra. Ráðfæröi hann sig við yfirdýralækni sem sagði slíkt ógerlegt. Geðþóttaákvarðanir „Páll A. Pálsson sagði að ekki væri hægt að treysta á eftirht úti á landi. Hann sagði einxng að hund frá Grænlandi mætti ekki flytja hingað þar sem hundaæði næði yfir allt Grænland. Þar með hefur yfirdýra- læknirinn flutt nyrstu byggðir á Grænlandi, eins og Upemavikk, um 1500 mílur til Suður-Grænlands. Það er ekki nokkur einasta leið fyrir hunda að fara þar á milli upp á eigin spýtur en yfirdýralæknir virðist vera á annarri skoðun sem er ótrúleg.“ Segir Bjami að í þessu máh virðist geðþóttaákvarðanir og tvískinnung- ur ráða ferðinni. Þegar hann hefði boðist til að uppfyha hvaða skilyrði sem væri fyrir innflutningi hundsins hefði honum verið svarað eins og óvita. „Þegar ég spuröi Pál um skhyrði fyrir hundahaldi sendiráða sagði hann að þau skrifuðu undir yfirlýs- ingu þess efnis að dýrin hefðu ekki samband við önnur dýr. Það er aht og sumt. Ég vh ekki hlíta þessu mis- rétti þar sem mun viðameiri skhyrði em fyrir innflutningi hunda ein- staklinga en aðha eins og sendiráöa." -hlh Foreldrafélagiö, sem gekkst fyrir mótmælaaðgeröum og fundum í sum- ar, hyggur ekki á frekari aðgeröir. Sjöfn mætlr til starfa eftir helgi „Það hefur alltaf verið sterkt for- eldrafélag í Ölduselsskóla enda óskaði fyrrverandi skólastjóri eftir miklu samstarfi við það. Það fer alveg eftir nýja skólastjóranum hvemig máhn æxlast. Hún hefur ekkert látið í sér heyra og það verð- ur þvi að koma í ljós. Við munum bíða eftir því að hún hafi frum- kvæði að samskiptum við okkur,“ sagði Sigrún Helgadóttir, stjómar- maður í foreldrafélagi Öldusels- skóla. Um mánaðamótin mun Sjöfn Sig- urbjömsdóttir taka við sem skóla- stjóri við Ölduselsskóla en miklar dehur stóðu um skipun hennar. Mótmæltu bæöi kennarar og for- eldrafélagið sem vhdu að Reynir Daníel Gunnarsson yfirkennari yrði ráðinn. En hver verða við- brögð kennara og foreldra nú þegar Sjöfn kemur th starfa? Sigrún Helgadóttir sagði að for- eldrar hefðu haldið fund og ákveðið að skipta sér ekki meira af þessu máh. Þeir væm ekki ánægðir með niðurstöðu málsins en ekkert frek- ar væri hægt aö gera, valdið væri ráðherrans. „Við erum ekkert á móti Sjöfn persónulega en vhdum einungis að annar maður yrði ráð- inn,“ sagði Sigrún. Kennarar hafa ekki haldið fund síðan í byijun júh. En í lok júní var þungt hljóð í Sigmari Hjartarsyni, talsmanni þeirra. Þá sagði hann í DV að það væri blekking að halda að skólastarfið yrði eins og ekkert hefði ískorist. Sagði Sigmar að um helmingur kennara hefði þá þegar lýst yfir vfija sínum th að fara út í fjöldauppsagnir. „Við höfum ekk- ert hist til að ræða þessi mál frekar og því hefur ekkert verið ákveðið hvemig tekið verður á móti Sjöfn,“ sagði Margrét Erlendsdóttir, kenn- ari við Ölduselsskóla. -JFJ Treysta því að sendiráðin haldi skilyrðin „Innflutningur allra lifandi dýra er bannaöur, en veita má undanþágu í sérstökum tilfehum. Hvert thfelli er sent th umsagnar yfirdýralæknis og ef hann mælir ekíd með því að dýrið sé flutt inn, hefur ákvörðun í raun veriö tekin,“ sagöi Ragnheiöur Ámadóttir dehdastjóri í landbúnað- arráðuneytinu við DV. Aðspurð um dýr sendiráðsstarfs- manna sagði hún aö þeir hefðu ekki vahð að koma hingað og væru sérs- takir samningar ríkja í milh 1 því sambandi. „Þessir aðhar geta gert einang- runarstöðvar. Annars ghda um þá sömu skhyrði og aðra. Dýrið verður að vera í einangrun í ákveðinn tíma. Þetta em fá thfelli og verður að treysta því að menn haldi skhyrðin.“ Sagði Ragnheiður að engar undan- þágur ættu að vera á innflutningi lif- andi dýra meðan ekki væri th opin- ber einangrunarstöð. „Þaö em ekki th peningar th að setja upp einangrunarstöðvar th að vakta húsdýr og gæludýr. Fólk með hunda virðist ekki skhja að meðan svo er em ekki veittarundanþágur og hættunni boðið heim. Það er langt í frá að ég skhji ekki tilfinningar fólks, en einangrunaraðstaða er ekki fyrir hendi." Sagði Ragnheiður loks að að sá er flytur inn húsdýr í dag væri ábyrgur fyrir uppsetningu sóttkvíar' undir efhrhti yfirdýralæknis, en hann gæti ekki sinnt ótakmörkuðum fjölda stöðva. - Þaö era líka dýralæknar úti á landi. „Þeir ættu að geta séð um eftirht líka, en hingað th hefur þetta verið bundið við Reykjavík. En það er ekki hægt að treysta öhum einstaklingum th að halda sett skhyrði." -hlh í dag mælir Dagfari Stöðuverðir gegn ríkisstjórninni Hinir nýju stöðuverðir borgar- innar hafa reynst afburðaduglegir og samviskusamir í starfi. Hefur framganga þeirra vakið verðskuld- aða athygli og nokkurt umtal. Sum- ir bíleigendur hafa bmgðist reiðir við athafnasemi stöðuvarðanna og sakna sárt forvera þeirra sem nefndust stöðumælaverðir og fóm sér hægt við störf. Þá var það líka htið mál að fá grænan miða því að flestir hentu honum samstundis og létu sér ekki th hugar koma að greiða sektina enda htt eftir því gengið af hálfu yfirvalda. Nú er öldin önnur. Gömlu stöðumæla- verðimir fengu reisupassann og stöðuvarðasveit skipuð harðsnúnu ungu fólki geystist út á strætin vopnuð gíróseðlum. Þetta fólk hef- ur auga á hveijum fingri Og lætur engan komast upp með moðreyk. Mega bhstjórar þakka fyrir ef þeir sleppa við að verða skrifaðir upp rétt á meðan þeir em að hafa sig út úr bílnum og finna fimmtíukall- inn þá þeir hafa lagt upp að stöðu- mæh. Þá ber svo við að stöðuverð- imir viröast ekki fara í manngrein- aráht og khna gíróseðlum á bfla þingmanna og ráðherra jafnt sem verkamanna og forstjóra. Hefur þetta vakið nokkra gremju meðal ráðherra sem vom vanir að leggja hvar sem var og hvenær sem var án þess aö viö þeim væri stuggað. Þannig segist Hahdór Ásgrímsson ahtaf hafa getað lagt fyrir utan Al- þingishúsið án þess að hafa hlotið sekt þar th nú. Segist ráðherra hafa nóg annað með tímann að gera en standa í stappi út af bílastæðum og ríkisstjómin verði aö geta starf- að með eðhlegum hætti. Þetta er laukrétt bjá Hahdóri. Enginn getur ætlast th þess að ríkisstjóm starfi eðhlega ef ráðherrar þurfa að ganga lengra en tvö þijú skref frá bfl að dyrum þinghússins. Kann þama að vera komin skýringin á því að sljómin hefur starfað með óeðhlegum hætti að undanfómu. Umræður um bhastæði og ósvífni stöðuvarðanna hafa vitaskuld setið í fyrirrúmi þegar ráðherrar hittast og smærri mál, svo sem verðbólga og lánskjaravísitala, orðið að víkja á meðan. En yfirstöðuvörður borg- arinnar lætur dólgslega í fjölmiðl- um og segist hreint ekki kannast við að það megi leggja bflum fyrir framan þinghúsið enda sé þar uppi skhti sem segi skýrt og greinhega að þama megi ekki leggja. Virðist maðurinn láta sér það í léttu rúmi hggja hvort ríkisstjómin geti starf- að með eðhlegum hætti eða ekki og er hér um fáheyrt ábyrgðarleysi að ræða hjá opinberum embættis- manni. En það er þó bót í máh fyr- ir Hahdór og aðra göngulata ráð- herra að ríkið sér um að borga gíró- seðla stöðuvarðanna og því engin hætta á að farkostir þeirra verði boðnir upp svo lengi sem einhverja aura er að finna í ríkiskassanum. Hitt er svo annað mál að það er einkennhegt að ráða mállaust fólk í starf stöðuv'arða. Kona skrifar les- endabréf'í DV og segir farir sínar ekki sléttar. Henni varð það á að leggja bh sínum í Tryggvagötu án þess að. hafa fimmtíukah th reiðu og.hijóp því í næstu sjoppu th að fá skipt. Kom að vörmu spori th baka en þar var þá stöðuvörður fyrir sem var aö skrifa gíróseðh á bh konunnar. Hún reyndi að út- skýra máhð fyrir verðinum en seg- ist alveg eins hafa getað reynt að tala við stöðumælinn sjálfan því ekki dróst orð upp úr verðinum sem virtist hvorki sjá né heyra. Kannski vörðurinn hafi bæði heyrn og mál en hafi bara ekki vhj- að eyða tíma í viðræður við bless- aða konuna því að næsti mælir hafi verið alveg að því kominn að faha á tíma. Það er með öhu ástæðulaust að fetta fingur út í at- orku stöðuvarðanna heldur væri nær aö aðrir borgarstarfsmenn færu að dæmi þeirra og væm vak- andi við sín störf. Hins vegar verð- ur að leysa þetta mál með ráð- herrabílana hið allra fyrsta því aö eins og staðan er í dag er það alvar- legt mál ef stöðuverðimir hafa orð- iö þess valdandi að ríkisstjórnin starfar óeðlhega. Það má benda Hahdóri og öömm ráðherrum á að á Austurvelh er ekkert skhti uppi sem bannar bhastöður á grasflöt- unum þar. Væri kannski ráð að þeir legðu bflunum þar þangað th tekist hefur að koma vitinu fyrir yfirstöðuvörðinn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.