Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg w Tímapantanir 13010 VERSLUNIN IÐUFELL Opið frá 9-20 mánudaga til föstudaga, 10-19 laugardaga. Eitt ódýrasta kjötborð landsins VERSLUNIN IÐUFELL Iðufelli 14 bívK boH ULTRA GLOSS endist langt umfram hefðbundnar bóntegundir. HVERSVEGNA? Ultra Gloss er „paint sealant" meó glergrunni og gufar því ekki upp I sumarsólinni og eyðist, eins og vaxbón gera. Ultra Gloss ver lakkið upplitun af völdum sólarljóss. Ultra Gloss styrkir lakk bílsins gegn steinkasti. Utsölustaðir: ESSO stöðvarnar HLEÐSLURNAR fyrir sumarbústaðinn eru komnar. Utlönd Sihanouk prins féll fra þeirri krofu sinni að alþjóðlegar eftirlitssveitir yrðu sendar til Kampútseu þegar vopnahlé gengur í gildi. Símamynd Reuter Engin samstaða Rauöu kmeramir, stærsti skæru- liðahópurinn í skæruliöahreyfing- unni í Kampútseu, sögðu í yfirlýs- ingu í morgun aö Víetnamar heföu notað friðarviðræöur deiluaðila í styijöldinni í Kampútseu til að koma sjónarmiðum sínum á fraihfæri. Hun Sen, forsætisráðherra leppstjórnar Víetnama í Kampútseu, sagði að rauðu kmeramir hefðu skemmt fyrir tilraunum til friðarviðræðna. Engin samstaða náðist á fundinum. Engin sameiginleg yfirlýsing var gefin út í morgun þar sem Rauöu kmerarnir vildu ekki samþykkja neina slíka. Deiluaöilar samþykktu þó að setja á stofn nefnd sem skyldi kanna möguleika á friði eftir tíu ára styijöld í landinu. Fulltrúar allra aðila eiga sæti í nefndinni, auk full- trúa ASEAN, ríkja Suðaustur-Asíu. Nefndin mun koma saman eins fljótt og hægt er. Deiluaðilar í borgarstyij- öld Kampútseu, skæruliöahreyfing- in, sem í eru þrír hópar skæruliða, og yfirvöld leppstjórnar Víetnama, sem nú situr við völd í landinu, hafa setið á fundum síöan á mánudag en þetta er í fyrsta sinn sem alhr deilu- aðilar ræðast við. Á miðvikudag hljóp snurða á þráöinn í viðræðum aðila. Ekki komu allir sér saman um hvemig ætti aö hindra Rauðu kmer- ana í að komast til valda í Kamp- útseu á nýjan leik, en talið er að þeir hafi valdið dauða milljón íbúa lands- ins á valdatíma sínum á seinni hluta síðasta áratugar. Sihanouk prins, sem sagði af sér leiðtogaembætti skæruliðahreyfingarinnar fyrr í mánuðinum, lagði fram tillögu á fundinum í gær þar sem gert er ráð fyrir stjórn allra aðila. Hann féll einnig frá þeirri kröfu sinni að al- þjóðlegar eftirlitssveitir fylgist með framkvæmd hugsanlegs friðar í landinu. Þetta er tahn nokkuð mikil eftirgjöf til handa Rauöu kmerunum, Reuter Fulltrúar hinna stríðandi aðila í Kampútseu komu sér ekki saman um sam- eiginlega yfirlýsingu á síðasta degi friðarviðræðnanna sem haldnar eru í Indónesíu. Simamynd Reuter Pantanir óskast sóttar. PÓIARHF. Cinholfi 6 Sími: 18401 Mótmæli í Burma A.m.k. einn maður lét lífið í mót- mælaaðgerðum sem brutust út í Burma í kjölfar útnefningar Sein Lwin th formanns sósíalistaílokks landsins og forseta. Fimm manns særðust í róstunum en lögregla skaut úr byssum upp í loftið til að dreifa manníjöldanum. Ríkisrekið dagblað í Burma sagði að mörg hundruð mótmælendur heföu safnast saman í Myade hér- aði, um 320 kílómetra norðaustur af höfuðborginni, Rangoon. Dag- blaðið sagði að mótmælendur hefðu kastað gijóti aö lögreglu og mannfiöldinn hefði lagt verslanir og hús í rúst. Alls voru sex manns hahdteknir. Lögreglu tókst að dreifa mann- íjöldanum í dögun í morgun. Út- göngubann var sett á og er fólki einnig bannað að safnast saman á götum borga og bæja. Mótmælin hóust eftir að Ne Win, sem gegnt hefur formannsembætti sósíalista- flokksins í 26 ár, sagði af sér og Sein Lwin tók við. í gær tók Sein Lwin einnig við embætti forseta. Reuter Krefjast lengra fris Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Norömenn eiga frí fjórar vikur á ári. Nú krefst norska alþýðusam- bandið, LO, einnar viku í viöbót. Th- lögunni hefur nú þegar verið mót- mælt harðlega af talsmönnum hægri flokksins og flokki vinstri sósíahsta. Búist er við að ríkisstjórnin snúist einnig öndverð gegn því aö fjölga frí- dögunum. Fjárráð Norðmanna eru erfiðari en oft áður og ríkisstjómin reynir aö spara á öhum sviöum. Krafa Verka- mannaflokksins kemur því á versta tíma og henni verður trúlega ekki sinnt. Aftur á rrióti virðist vera áhugi í flestum stjómmálaflokkum fyrir því að lengja fæðingarorlof kvenna og karla. Frá fyrsta júh í ár er norskt fæðingarorlof tuttugu og fjórar vik- ur. En samkvæmt nýjustu thlögum gæti komið th greina að lengja það verulega. Annað stærsta launþegasamband Noregs, YS, mun berjast fyrir því að launað fæðingarorlof verði allt aö fimmtíu og tvær vikur. YS telur að þetta sé mun mikilvægara en fimmta sumarleyfisvikan. Bann við launahækkunum er ein af aðgerðum ríkissfjórnarinnar gegn kreppunni í norsku efnahagslífi og þegar ekki er ráðrúm th launahækk- ana er heldur ekki mögulegt að lengja frí, stytta vinnudaginn eða lækka aldur ehilífeyrisþega segir fjármálaráðherrann, Gunnar Berge.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.