Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. Bafldarikjamaöurinn David Horning sem héit upp á fertugsafmælió með þvi að synda sex og hálfan kílómefra í Moskvufljóti. Simamynd Reuter Þó svo að allt sé fertugum fært er ekki víst að þeir treysti sér allir til að halda upp á afmælisdaginn eins og Bandaríkjamaöurinn David Hom- ing frá Kalifomíu í Bandaríkjunura. Hann byrjaöi afmælisdaginn, sem var í gær, með því aö synda sex og hálfan kílómetra i Moskvufljóti. Síöan var fórinni heitiö til New York þar sem hann ætlaði að synda undir Brook- lyn-brúna. Þessar sundferöir virtust ekki nægja afmælisbaminu því þar á eftir ætlaöi David aö synda yfir San Francisco-flóa. la Prensa stödvað aftur? Stjómin í Nicaragua sagði í gær aö farið gæti svo að útgáfa blaðs stjómarandstöðunnar, La Prensa, yröi stöðvuö aftur ef það minnkaði ekki árásir sínar á yflrvöld. Yfirvöld aðvömðu einnig tvo ka- þólska presta sem gagnrýnt hafa stjómina úr predikunarstólnum. La Prensa, sem er eina blað stjómarandstöðunnar í Nicaragua, átti að koma út í gær eftir tveggja vikna stöðvun af hálfú yfirvalda. í gær var biaðið sakað um að efha til uppreisnar en það er talið styðja kontraskæruliöa í baráttunni gegn stjóm sandinista. Frá júní 1986 var útgáfa blaðsins araguaþjóðlpni, i augum Luries. bönnuð í fimmtán mánuöi. Tilbúnir fil viðræðna Yfirvöld í Suður-Kóreu em reiðubúin aö ræða viö Norður-Kóreumenn um möguleikana á þátttöku noröanmanna f óiympíuieikunum sem hefj- ast í Seoul í september. Helstu leiðtogar stjómarflokksins og stjórnarandstöðunnar urðu í gær sammála um aö gera Norður-Kóreumönnum formlegt tilboð á mánudag- inn um vtöræðumar, Yfirvöld f Norður-Kóreu höfðu áður hafnað tilboði um þátttöku í leikun- um nema þau fengju einnig að sjá um skipulagningu þeirra. Nýlega svör- uðu norðanmenn beiðni Suður-Kóreumanna 'um þátttöku þelrra fyrir norðan og kváðust reiðubúnir að taka þátt í viöræðum þingmanna um málið. Reuter Útlönd Wómer hjá Thatcher Manfred Wömer, hinn nýi fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, er nú á ferðalagi um banda- lagslöndin í kynningarskyni. í gær kom hann í kurteisisheimsókn til London þar sem hann ræddi viö Margaret Thatcher forsætisráö- herra. Talsmaður forsætisráðherrans kvað þau hafa rætt um aukna sam- vinnu í varnarmálum Evrópuríkja, horfur á nýjum viðræöum við Sov- étríkin um hefðbundin vopn og endumýjun á kjamorkuvopnum Atlantshafsbandalagsrikjanna. Flokksforingi mótmælir Foringi kommúnistaflokksins í Slóveníu í Júgóslavíu, Miian Kuc- an, hefur lýst þvf yfir aö herréttar- höldin yfir þremur blaðamönnum og einura hermanni séu brot á stjórnarskránni þar sem þau hafi ekki farið fram á máli sakborninga heldur serbo-króatísku. Fjórmenningamir vora í gær. dæmdir í allt að fjögurra ára fang- elsi fyrir að hafa höndlaö raeð hernaöarleyndarmál. Sagði Kucan að sú ákvörðun að láta tala serbo-króatísku viö réttar- höldin, sem fóru frara fyrir luktum Mótmælendur fyrir utan réttinn í dyrum, eigi efflr aö hafa viðtækar Ljublajana í Slóveniu í Júgóslaviu. polfflskar aileiðingar. Simamynd Reuter Ferðalag fertugs Manfred Wömer, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, og Margaret Thatcher, forsætisráö- herra Bretiands, i gær. Simamynd Reuter Samþykkti að steypa Noriega Manuel Antonio Noriega, hershöfðingi og hæstráðandi í Panama, hefur reynst Bandaríkjamönnum erfiður. Nú virðast vera áætlanir uppi í Banda- ríkjunum um að steypa Noriega af stóli. Simamynd Reuter Embættismaöur innan bandarísku ríkisstjórnarinnar hefur staöfest frétt í dagblaðinu Washington Post um að Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti hafi samþykkt leynilega áætlun um að steypa Manuel Antonio Nori- ega, hershöfðingja og hæstráðanda Panama, af stóli. Engar nákvæmar útfærslur á áætluninni var að finna í fréttinni að öðru leyti en því að í henni er ekki gert ráð fyrir að banda- ríski herinn komi við sögu. Banda- ríski embættismaðurinn neitaði að segja í hvetju áætlunin fælist. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sagöi aö leyniþjónustunni, CIA, hefði verið veitt leyfi til aö styðja viö bar- áttu stjórnarandstæðinga í Panama. Reagan forseti hefur ekki tjáð sig um málið. Noriega var fundinn sekur um eit- urlyfiasölu í bandarískum réttarsal í febrúar sl. og hafa samskipti þjóð- anna kólnað mjög í kjölfarið. í Pan- ama vara yfirvöld og fiölmiðlar, sem reknir eru af stjórnvöldum, viö því að til innrásar Bandaríkjamanna geti komiö á hverri stundu. Yfirvöld í Panama brugöust skjótt viö frétónni um áætlunina og í yfir- lýsingu frá upplýsingaráði ríkis- stjómarinnar sagði að áætlun þessi sýndi að Reaganstjóminni hefði mis- tekist ætlunarverk sitt í Miö-Amer- íku. Um tólf þúsund bandarískir her- menn eru í Panama samkvæmt samningi ríkjanna frá árinu 1977 um eftirlit með Panamaskurði. Samn- ingurinn rennur út árið 2000 þegar Panama fær full yfirráð með skurð- inum. Efnahagur Panama hefur verið slæmur síðan Bandaríkjamenn hófu að styðja aðgerðir gegn Noriega og drógu til baka efnahagslega aðstoð og hættu vopnastuðningi. Öll mót- mæli gegn ríkjandi stjómarháttum em bönnuð í Panama og hafa margir leiðtogar stjórnarandstöðunnar yfir- gefið landið. Fjölmiölar, sem eru andsnúnir Noriega hershöfðingja og stjórninni, hafa verið lokaðir. Reuter Skæruliðar gripu Sovétmenn Afganskir skæruliðar segjast hafa gripið þrjá sovéska liösfor- ingja og drepiö einn þegar þeir voru á sundi í á í Shindand í vesturhluta Afganistan við landamæri írans. Þar eru Sovétmenn meö stóra flug- stöð. Skæruliðar greina einnig frá því að tólf menn hafi veriö drepnir þegar fiölmargir sovéskir og afg- anskir hermenn hafi komið í þorp- iö Zirkor til aö afla sér upplýsinga. Miðum var dreift úr sovéskum flugvélum yfir bækistöðvar skæru- liða og var þeim heitið miklu fé ef þeir létu fangana lausa. Um hundrað manns eru sagðir hafa fallið í bardögum milli her- manna og skæruliöa síðustu tvo daga, að því er heimildarmenn skæruliða greina frá. Fjörutíu og fimm hinna föllnu eru sagðir hafa verið skæruliðar. Skæruliðar eru nú í annað sinn að reyna aö ná yfirráðum í Kanda- har héraöinu nálægt landamærum Pakistans effir að Sovétmenn hófu brottflutning herafla sína frá Afg- anistan um miðjan maí. Reuter Heimsókn Grosz lokið Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði á fundi með blaðamönnum aö opinber heimsókn Karoly Grosz, for- sætisráðherra Ungverjalands, til Bandaríkjanna myndi skráö á spjöld sögunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem leiötogi vestantjaldsríkis heimsækir Bandaríkin í átta ár eöa síðan forseti Rúmaniu, Nicolai Ceausescu, kom í opinbera heimsókn áriö 1978. Reagan og Grozs ræddu um um- bætur þær sem forsætisráðherrann stendur fyrir í Ungverjalandi en Grozs er mikUl stuöningsmaöur um- bótastefnu MikhaUs Gorbatsjovs Sovétleiötoga. Grozs hefur lagt áherslu á bættari samskipti þjóðanna í viðræðum sín- um viö ráðamenn í Bandaríkjunum. Á fundum sínum með bandarískum embættismönnum hefur hann fengið stuöning viö póhtískar og efnahags- legar umbætur sínar og vUyrði fyrir bættari viöskiptasamskiptum. Einn- ig vonast Grozs til aö bandarísk fyr- irtæki fiárfesti í Ungveijalandi. Grozs sagöi á fundi með frétta- mönnum við lok heimsóknar sinnar aö leiötogar Ungveijalands heföu ekki fariö þess á leit viö Sovétríkin aö þau drægju herlið sitt til baka. Sovétríkin hafa haft herhö í Ung- veijalandi síðan í uppreisninni 1956. Rætt var um brottUutning sovéska herUðsins á fundi Varsjárbandalags- ins í Póllandi um miðjan mánuöinn og stóöu vonir manna til aö sovéskt herUð yrði á brott frá Ungveijalandi. Bæði Reagan og Grozs lögðu að forseta Rúmaniu, Ceausescu, að end- urskoða áætlanir sínar um aö jafna um átta þúsund þorp við jörðu sem lið í jarðræktaráætlun sinni. Grozs fer frá Bandaríkjunum í dag eftir tíu daga opinbera heimsókn og heldur tU Kanada. Reuter Karoly Grozs, forsætisráðherra Ungverjalands, lýkur opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna i dag. Hann hélt fund með blaðamönnum að loknum viðræðum hans og Ronalds Reagans forseta. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.