Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Síða 16
16 Spumingin FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. Spumingin Hvað ætlarðu að gera um verslunarmannahelgina? Marteinn Tryggvason: Ég ætla aö vinna. Þorbjörg Sigurjónsdóttir: Ég hugsa aö ég fari upp í sumarbústað með mömmu og pabba. , x-, - w í .'í '%s& > Óskar E. Karlsson: Fara á milb staða, Vestmannaeyja ef til vill. Fjörið verð- ur í Eyjum. Stefnir Þórsson: Ætb maður bregði ekki undir sig betri fætinum og fari í Þórsmörk. Guðjón Guðmundsson: Bara vinna á Hótel Sögu. Lesendur Vaxtastefnan í ólagi 7 milljonir urðu að 50 Bréfritari segir dæmi af manni sem lagði 7 milljónir inn á fjármögnunar- fyrirtæki sem urðu að 50 milljónum á fáeinum árum. Konráð Friðfinnsson skrifar: Fyrir ekki ýkja löngu geystust fram á ritvölbnn geysilega skæðir pennar er vildu endúega sannfæra mig, þig og aUa hina um ágæti vaxtafrelsis. Með því að innleiða fijálsa vexti í bankakerfi lands- manna myndu vextir að sjálfsögöu lækka, samkeppni aukast og allt yrði voða faUegt og fínt, og þar fram eftir götunum. Síðan gerist það að vextirnir eru gefnir lafandi lausir, með þeim afleiðingum sem þjóðin er nú að súpa seyðið af. Sem sagt, alUr undirstöðuatvinnuvegir þjóð- arbúsins eru á heljarþröminni vegna vaxtaokursins fyrst og fremst. Ég er þeirrar skoðunar að sá svarti sjálfur í iðrum jarðar hafi læst klónum í nefnda menn en seinna sleppt taki sínu. AUavega hefur lítið heyrst frá hinum öflugu riturum upp á síðkastið og undrar engan. Ég tel einnig aö vaxtastefn- an, eins og hún er rekin í dag, sé gersamlega hrunin til grunna, þó ung teljist vera. Því fyrr sem stýrimenn skútunn- ar opna augu sín, vaxtaokurs vand- anum lútandi, því fyrr verður unnt að rétta stefnuna. Ekki er heil brú í að lántakendur greiði 16-20% vexti, eða guð má vita hvað, um- fram verðbólgu. LeyfUegir vextir á verðtryggð lán ættu aldrei að vera hærri en 2%. Hins vegar er aUt tal um brottvís- un verðtryggingar staðlausir stafir að mínu viti. Auðvitað verður fólk að sætta sig við þann sjálfsagða hlut að greiða tU baka sama verð- gUdi og það hlaut, frá lánastofnun- um, annað er ósanngjamt og spor niður á við. En lífsnauðsynlegt er að lækka vextina ekki seinna en strax. Mig langar að endingu að segja litla sögu er féll mér í hendur fyrir skömmu, en hún hentar prýðUega ofanrituöu efni. Maður einn seldi bújörð sína. Fyrir slotið fengust 7 mUljónir króna. Maðurinn ákveð- ur eftir umhugsun að leggja pen- ingana í fjármögnunarfyrirtæki í bænum til ávöxtunar. Og viti menn, að 5 eða 7 árum liðnum (ég man því miður ekki hvort heldur var) eru mUljónimar 7 orðnar að 50 milljónum. Ef sagan er sönn (sögumaður fullyrðir raunar að svo sé) hlýtur að vakna sú spurning hve lengi sUk hringavitleysa fái staðist. Altént tel ég hana verða skammlífa. Annarrar spumingar mætti líka spyija sig. Hver borgar að endingu brúsann í slíkum tilfeU- um? Svari hver fyrir sig. Stöðumælasektir Nýtt vandamál? Anna hríngdi: Vegna þess að nú em nýjar reglur í gfldi varðandi stöðumælasektir langar mig að koma með fyrirspum. Nú eru þetta ekki lengur sektir, held- ur gjöld sem menn borga fyrir ólög- legar stöður, og auk þess er sektar- miðinn öðruvísi. Hann var bundinn utan um rúðuþurrkuna áður, en er nú settur í plast og tyUt á rúðuna. Ég hef orðið vitni að þvi oftar en einu sinni að krakkar gera sér það að leik að ganga á röð þifreiða með svona sektarmiða, og hirða þá undan þurrkublöðunum. Ég hef heyrt að það eigi að ganga harðar fram í að innheimta sektir nú með nýju breyt- ingunni. Þegar svona lagað kemur upp á, þá er greinilega komið vandamál. Hvað gera þeir sem innheimta sekt- irnar, þegar viðkomandi heldur því fram að hann hafi aldrei séð sektar- miðann? Auk þess getur vel komið fyrir í miklu roki að sektarmiðinn fjúki af. Sá ökumaöur hefur ekki heldur séð sektarmiðann. Að sjálf- sögðu er ekki hægt að sekta viðkom- andi ökumenn, eða hvað? Krakkar gera sér það oft aó leik að hirða nýju sektarmiðana undan rúðuþurrkunum, eða þá að þeir fjuka undan. Anna skrífar: Ég ætlaði varla að trua því sera ég las í Morgunblaðinu þann 20. júU aö borgarráð hefði samþykkt tílboð í hvolfþak yfir væntanlegt veitingahús í öskjuhlíðinni fyrir 143 milljónir. Þá er aöeins verið að tala um þakið. Hvemig stendur á þvi að menn í borgarstjóm geta leyft sér aö samþykkja annað eins þegar ástandið í landinu er eins og þaö er og hver veitingastaðurinn og fyrirtækið á fætur öðra er ýmist til sölu eöa rambar á barmi gjald- þrots? Það er kominn tími til að þeir sem ætla sér shka hluti eins og þessa komi sér hiö snarasta niður úr þeim skýjaborgum sem þeir virðast búa í, og geri sér grein fyrir þvi að við erum á íslandi þar sem búa aðeins um þaö bil 250 þúsund manns, en ekki margmiHjóna þjóð. Fær engar bætur Ingvar Brynjólfsson hringdi: Eg keypti mér glænýja bifreið, ’89 árgerö af Mazda 323, um daginn og er að sjálfsögðu með hann kaskó- tryggðan. Ég á heima á Laugavegi 160 og legg bílnum mínum á bílaplan við Laugaveg 162. Mér brá illilega er ég vaknaði upp á sunnudagsmorgun þann 24 júh, því búiö var að keyra aftan á bíhnn og skemma hann tölu- vert. Sjálfsábyrgðin á bílnum er um 43 þúsund krónur svo tjónið er til- finnanlegt fyrir mig, því ég fæ engar bætur á meðan sá brotlegi gefur sig ekki fram. Ég var að vonast til að einhver hefði orðið vitni að þessari ákeyrslu. Bíllinn minn er silfurlitaður og ber númerið R-6659. Einungis háhur mánuður er liðinn síðan ég fékk hann upp í hendumar. Það er alveg makalaust hvað fólk getur verið sneýtt ábyrgðartilfinningu að keyra burt eftir að hafa stórskemmt nýja bifreið. Fekk ekki réjtt sæti Bréfritari fékk ekki rétt sæti á Saga Cla'ss eins og miði hans sagði til um. K.E. skrifar: Flugleiðir auglýsa mikiö Saga Class um þessar mundir. Þess vegna langar mig að benda þeim á að gera öllum farþegum Saga Class jafnhátt undir höfði en láta ekki erlenda far- þega taka sjálfsagðan rétt af landan- um. Þannig var að ég fór til Banda- ríkjanna í október sl. en ekkert at- hugavert var við þá ferð nema leið- indaveður. Þjónustan um borð var fyrsta flokks. Þaö er heimferðin sem situr enn í mér en hún var farin sunnudaginn 6. desember síðastlið- inn frá Baltimore. Ég kom inn á Saga Class og haföi númerað sæti sem ég gekk að en þar sátu þá tveir menn sem vora búnir að koma sér vel fyrir. Þeir vora með farangur í stól á milli sín og einnig á gólfi. Ég beiö eftir því að þeir stæðu upp svo að ég gæti sest í sæti mitt. Annar spurði hvort ég ætti sæfi þama og ég játaði því. Þá ræddu þeir saman á þýsku góða stund, síðan spurði annar hvort ég reykti og aftur tóku þeir tal saman og virtust hafa gleymt því að farþegi beið eftir að fá sætið sitt. Ég reiddist yfir því aö veröa fyrir svona ónæði og ókurteisi á farrými sem átti að vera fyrsta flokks enda hafði ég aldrei orðið fyrir svona ónæði í flugvél áður. Ég sá að eitt- hvað varð að gera því fólki var fyrir- skipað að spenna sætisólarnar, svo þetta hafði tekið góða stund, og ég varö að standa þarna og hlusta á þrasið í þessum mönnum. Ég gaf því flugþjóni merki um að koma sem hann gerði. Hann ræddi við mennina og spurði mig síðan hvort mér væri sama þótt ég færði mig framar. Til að ekki þyrfti nú aö tefja flugvéhna sagðist ég verða að gera það en ég hafði samt haft sérstakan augastað á þessu sæti, sem var aftast í salnum, því ég hafði setið þar áður. Þar sem ég hef hugsað mér að fara þessa leið aftur með haustinu á Saga Class ætla ég að vona að ég verði ekki fyrir svona leiðindum aftur en þau sitja enn í mér og enga afsökun- arbeiðni hef ég fengið vegna þessa atviks. Þetta er ekki skrifað til að hafa áhrif á fólk í þá átt að ferðast ekki á Saga Class því ég get að sjáh- sögðu borið um þaö að þjónusta þar er eins og best verður á kosið. En að sjálfsögðu verður aö sjá til þess að farþegar fái sætiö sem borgað er fyr- ir en verði ekki að láta öðram það eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.