Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. Erlendir fréttaritarar Bonnstjórnin sundruð vegna kjamorkuvera Gizur Helgason, DV, Reeisnæs: Helmut Kohl hefur nú kallaö Klaus Töpfer umhverfismálaráöherra heim úr sumarleyfi. Töpfer hafði í bréfi, er hann sendi samráðherra sínum, þróunarmálaráðherranum, kvanað j'fir því að v-þýski kjarn- orkuiðnaðurinn væri ekki nægjan- lega samvinnuþýður með tilliti til þess að útbúa nýjar öryggisreglur í sambandi við dýrasta og umdeildasta kjarnorkuverkefni V-Þjóðverja en það er umbreytishverfillinn í Kalkar. Þróunarmálaráðherrann og hans menn lögðu þann skilning í bréf umhverfismálaráðherrans að hann væri með því að stinga rýthigi í áætl- anir stjórnarinnar. Ríkisstjórn Helmuts Kohl hafði einmitt nú ný- veriö hótað stjórninni í fylkinu West- falen málssókn fyrir hæstarétti vegna þess að fylkiö, sem stjórnað er af sósíaldemókrötum, hefur seink- að öllum framkvæmdum við kjarn- orkuverið vegna aukinna krafna um öryggisráðstafanir. Á öndverðum meiði Þetta kalda stríð á milli Bonn og fylkisstjómarinnar í Dusseldorf er dæmigert fyrir þær deilur sem eiga sér stað um kjarnorkuna í heild. Borgaralegu flokkarnir óska eftir áframhaldandi uppbyggingu kjam- orkuvera en sósíaldemókratar vilja láta loka þeim öllum. Dæmigert er ástandið í Schleswig- Holstein. Strax og sósíaldemókratar náðu þar völdum í kosningunum í vor báðu þeir um nákvæmar lýsing- ar á þeim öryggisráöstöfunum sem gerðar hafa verið í tengslum við þrjú kjarnorkuver í fylkinu. Á stefnuskrá þeirra er lokun allra kjarnorkuvera innan fárra ára. Lokaákvörðun þar að lútandi verður tekin af stjórn Björns Engholm í Kiel árið 1990. Sannkölluð molbúasaga Forsætisráðherra Bæjaralands, Franz Josef Strauss, vígði kjarn- orkuverið Isar II síðastliðinn mið- vikudag en það kjarnorkuver hefur 1.370 megavatta framleiðslugetu og kostaði fimm milljarða þýskra marka. Þar með sjá kjamorkuver í Bæjaralandi um 70 prósent 'af allri rafmagnsframleiðslunni. Viö það tækifæri sagði Strauss að það væri sannkölluð molbúasaga aö vilja leggja niöur öll kjarnorkuver. Þaö væri glæpur við mannkynið að byrja aftur á að nota gömlu orkugjafana, kol, olíu og gas. Við notkun shkra efna skapaðist gífurleg mengun auk hættu á loftslagsbreytingum vegna gróðurhússloftslagsins sem mengun- in skapar. Enginn gerði sérstakt veð- ur út af hundruðum manna sem far- ast á olíuborpöllum og við námu- sprengingar. Það er eins og mann- eskjan hafi vanist slíkum ógnvekj- andi atburðum. Aftur á móti snerist öh gagnrýnin að kjarnorkunni enda þótt ekki einn einasti maður hefði látist af hennar völdum í V-Þýska- landi. Umdeildustu kjarnorkuverin Strauss mælti einnig meö kjarn- orkuúrvinnslustöðinni sem nú er enn í byggingu í Wackersdorf í Bæj- aralandi. Þar verður unnið úr kjarn- orkuúrgangsefnum er koma frá kjarnorkuverum í V-Þýskalandi í afar háþróuðum brennslueiningum en einnig verður ónothæfum úr- gangsefnum komið þar fyrir á mörg hundruð metra dýpi. Kjarnorkuúrvinnslustöðin í Wackersdorf í Bæjaralandi er eitt umdeildasta kjarnorkumannvirkið í V-Þýskaiandi. Simamynd Reuter í V-Þýskalandi koma 38 prósentaf öllu rafmagni frá kjarnorkuverum. Alls eru 23 kjarnorkuver í landinu og V- Þýskaland er sennilega það land í heiminum sem hvað mest byggir ýms- ar framtíðaráætlanir á kjarnorkuverum. Orkumálin hafa að undanförnu verið mjög ísviðsljósinu í V-Þýskalandi og kjarnorkuverin legið undir harðri gagnrýni, sér í lagi eftirTsjernobylslys- ið. Nú hafa umræðurnar um kjarnork- unaorsakaðsundrung innan Bonn- stjórnarinnar. Wackersdorfstöðin og kjarnorku- fljót, eru um þessar mundir umdeild- verið við Kalkar, enþaðerviðRínar- ustu kjarnorkumannvirkin í V- Þýskalandi. Átta hundruð og áttatíu þúsund V-Þjóðveijar hafa undirritað mótmælaskjal þar sem úrvinnslu- stöðinni í Wackersdorf er mótmælt og eins og áður er sagt þá hefur kjarnorkuverið í Kalkar rekið fleyg í ríkisstjórnina í Bonn. Umbreytinga- hverfillinn í Kalkar hefur verið í smíðum í 15 ár og hefur fram að þessu kostað 7 milljarða þýskra marka eða sem svarar 200 milljörð- um íslenskra króna. Enn er ekki út- séð um það hvort hann verður nokk- urn tíma starfhæfur. Ég hef valið að kalla hann umbreytingahverfil því um leið og kjarnaklofnunin fer fram þá hefst einnig framleiðsla á plútón- íum 239 sem gefur mun meiri orku en ofninn sjálfur notar. Eilífðarvél Þegar hann var hannaður á sjö- unda áratugnum var talið að hér væri komin lausnin á öllum orku- vandamálum, eins konar eihfðarvél. Aftur á móti hefur það sýnt sig að orkunotkunin hefur ekki stigið eins mikið og menn höfðu áætlað og að miklu meira úraníum var til í heim- inum en áöur var haldið. Auknar öryggisráðstafanir hafa orðið til þess að öllu kerfinu varð að umbreyta og því miður urðu afleiðingarnar þær að áhrif umbreytingaferilsins í plú- tóníum 239 eru komin á núllpunkt- inn. Bretar eru nú nýbúnir aö gefast upp á smíði kjarnorkustöðvar sem þjóna átti sama tilgangi í Skotlandi eftir að smáóhapp átti sér stað síðast- höinn febrúarmánuö. Fylkisstjórnin í Dusseldorf krefst þess áður en um- breytingahverfihinn verður settur í gagnið að tillit verði tekið til þeirra slysa sem átt hafa sér stað í kjarn- orkuverum víðsvegar í heiminum, ekki hvað síst Tsjernobyl. Umbreytingahverfillinn títtnefndi notar fljótandi natríum sem kæling- arefni. í augnablikinu er rafmagns- kostnaðurinn við að halda natríum- efninu fljótandi um 800 þúsundir þýskra marka á mánuði. Talið er að öll seinkun á opnun kjamorkuvers- ins kosti 10 milljónir þýskra marka á mánuði. Svo enginn skyldi furða sig á því að reikningurinn skuli vera kominn upp í 7 milljarða þýskra marka. Það er alveg á hreinu að hverfilhnn fer ekki í gang á næst- unni og hreinlega óvíst hvort hann fer nokkurn tíma í gang. Dæmdar í fjársektir vegna fóstureyðinga Gizur Helgason, DV, Reersnæs: í v-þýska bænum Memmingen, sem er í Bæjaralandi, er nú allt komið í háaloft vegna málaferla út af fóstureyöingum. Fjöldi kvenna er á færibandi dæmdur í háar fjár- sektir mörg ár aftur í tímann fyrir að hafa látið framkvæma fóstur- eyöingu. Dómarnir, sem upp eru kveðnir, eru svo til eins og nú hefur flokkur græningja fylkt liði ásamt konum úr röðum sósíaldemókrata og segja meðal annars aö dómamir séu alhr fyrirfram ákveðnir. Þetta mál byijaöi fyrst að rúlla þegar kvensjúkdómalæknirinn Horst Theissen var ákærður í nafn- lausu bréfi sem sent var yfirvöld- um borgarinnar. Ákæran hljóðaði upp á brot á v-þýsku fóstureyðing- arlöggjöfinni. Lögreglan gerði skyndiárás á læknastofu hans og lagði hald á sjúkraskrána. Síðan var lögð fram ákæra, ekki aðeins á lækninn held- ur einnig á þrjú hundruð fimmtíu og fimm konpr sem læknirinn hafði haft til meðferöar. Læknirinn gengur nú laus gegn tíu mhljóna króna tryggingu en þegar hefur verið dæmt í máli tvö hundruð kvenna. í málaferlunum er það ávallt sami dómarinn sem kveöur upp dómana og hljóða þeir yfirleitt upp á þijátíu þúsund th hundrað þús- und króna sekt sem í mörgum til- fehum hefur gert konumar gjald- þrota. Auk þess hefur dómarinn í fjölmörg skipti ásakaö konumar fyrir bamsmorö. Félagslegar ástæður Samkvæmt v-þýskum lögum er hægt að ijúfa meðgöngu af fjórum ástæðum. í fyrsta lagi af hinni læknisfræðilegu þar sem ljfi og hehsu móðurinnar er ógnað. í öðm lagi af erföafræðilegum ástæðum þar sem meðal annars er hætta á alvarlegum erföáfræðilegum sjúk- dómum. í þriðja lagi af hinni sið- fræðhegu, til dæmis í sambandi við blóðskömm eða nauðgun, og í fjóröa lagi af hinni félagslegu. í öllum þijú hundmö fimmtíu og fimm tilfellunum í Memmingen- málinu hafði læknirinn fylgt fé- lagslegu hliðinni. Nákvæm rannsókn Áður en fóstureyöing getur átt sér stað í V-Þýskalandi er konan skylduð th aö gangast undir ná- kvæma rannsókn og ráðgjöf sem í sumum tilfellum þýðir sjúkrahús- vist í þrjá th fjóra daga. í Bæjara- landi má fóstureyöing aöeins fara fram á sjúkrahúsi. í Memmingen getur verið ákaf- lega erfitt fyrir konu, sem er félags- lega illa á vegi stödd, að uppfyha þessi skilyrði. í Memmingen er aðeins um einn stað að ræða þar sem hægt er að fá ráðgjöf í þessum málum og þar eru það kaþólikkar er ráða ferðinni. í bænum er einn ríkisrekinn spítali og þar eru engar fóstureyðingar framkvæmdar. Eini möguleikinn er sá að fara til Munchen en slík ferð er ófram- kvæmanleg hjá til að mynda ein- stæðum konum með börn á fram- færi. Theissen læknir segir að hann hafi ætíð-, áöur en til mála hafi komið að framkvæma fóstureyð- ingu, átt langar viðræður við kon- urnar og í mörgum tilfellum hafi honum tekist að fá konuna til að fæða bamiö - „og ég var hamingju- samur í hvert sinn“. Krefst lagabreytinga Talið er að gerðar séu um áttatíu þúsund fóstureyðingar á ári hverju í V-Þýskalandi. Það er aðeins í syöstu fylkjunum, Bæjaralandi og Baden-Wurttemberg, aö lögregla og dómstólar fylgja út í ystu æsar lög- gjöfinni um fóstureyðingar. í öðr- um fylkjum heyrir það th algjörra undantekninga að konur séu dregnar fyrir lög og dóm vegna fóstureyðinga. Málaferlin í Memmingen hafa leitt til þess að varaformaður þing- flokks sósíaldemókrata á þinginu í Bonn, Renate Schmidt, hefur kraf- ist lagabreytinga um fóstureyðing- ar og samtimis hefur hún nú hafið söfnun fjár th stuönings konunum. Rúmlega eitt hundrað frammá- menn innan Sósíaldemókrata- flokksins hafa tilkynnt Theissen lækni að þeir styðji hann siöferöi- lega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.