Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Page 35
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. 35 Lífsstm „Reyttur er hann bestur" Ómar Gaxöarsson, DV, Vestmannaeyjum Margir Vestmannaeyingar segja að reyttur sé lundinn bestur og víst er að hamflettur lundi er í raun ekki sambærilegur við reyttan lunda. Hamurinn gerir þaö að verkum aö reyttur lundi er bragðsterkari. Á þetta ekki síst við ef hann er sviðinn líka en þaö gera sumir. Svala Johnsen í Suöurgaröi, gömlu óðali rétt sunnan við kaupstaðinn, hefur frá barnsaldri reytt lunda og gerir enn þótt hún standi á sjötugu. Svala viðurkennir reyndar aö afköst- in hafi minnkað en hér áður fyrr þótti gott aö reyta 20 fugla á klukku- tíma. Er Svala ein mjög fárra sem enn leggja það á sig aö reyta lund- ann. Þaö tekur vel í enda ekki um önnur verkfæri að ræða en hendum- ar. Svala svíður ekki lundann, segir það ekki hafa tíðkast á sinu heimili. Þegar hún hefur reytt fuglinn heggur hún hausinn og vængina af. Síðan hreinsar hún hann með klút eða eld- húsrúllu en notar ekki vatn. Liturinn minnir á safaríkt nautakjöt, rautt og fallegt. Svala lét okkur eftirfarandi upp- skrift í té og segir hana vera úr for- eldrahúsum og eins hefði verið farið að á heimili ömmu hennar og afa. Reyttur lundi að hætti Svölu Hún byrjar á því að útbúa eftirfar- andi kryddblöndu fyrir 10 fugla. 3 msk. sykur 3 sléttfullar bamaskeiðar salt /i tsk. pipar Kryddinu er blandað saman og u.þ.b. ein barnaskeið sett inn í hvem fugl. Hún steikir' síöan lundann í Reytti lundinn er sannarlega girnilegur. smjörhki og brúnar vel. Hann er soð- inn í um þaö bil 1 klst. og sósulitur settur í vatnið. Svala lætur fuglinn hggja í soðinu í 2 klst. og hitar síðan upp aftur. Hún stráir hveiti út í soðið og útbýr þannig sósuna. Með þessu ber hún fram rauðrófur, rauðkál, sultu og brúnaðar kartöflur. „Og þá er þetta sannkallaöur sparimatur," sagði Svala. inu. Sósan er bökuð upp, bætt í hana soðinu og rjómi settur saman viö. Kryddaö ef með þarf. Með þessu ber hún fram brúnaðar kartöflur, hrásalat og súran pikles. „Þá er þetta orðið eins og besta steik,“ sagði Þura Stína. Frá lífsbjörg til veisluborðs Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum Lundinn sem áður var, ásamt öðmm bjargfugh, helsta lífsbjörg Vestmannaeyinga er í dag með- höndlaður sem veislumatur. Hann er léttsteiktur, snöggsteiktur eða jafnvel borinn fram hrár. Mat- reiöslumenn á veitingahúsum í Vestmannayjum hafa tekið þessu innlenda hráefni fegins hendi og lagt sig fram við aö matreiða hann á hinn hstilegasta máta. Við fengum þá Benóný Torfason og Hörð Adólfsson, kokka á veit- ingastaðnum Skútanum, til hðs við okkur og létu þeir okkur í té eftir- farandi uppskriftir. Þeir hafa lagt metnað í að brydda upp á nýjungum og hrár, reyktur lundi er meðal þeirra. Báðir em þessir réttir fljótlagaöir og því upp- lagt að bjóða þá gestum ef tími er naumur. Ef uppskriftunum er fylgt út í æsar verður árangurinn góður. Léttsteiktar lundabringur í rjómasósu FYrir einn 2 hamflettir lundar og kjöt skoriö af beini 1 msk. hvítlauksoha 1 tsk. picanta 2 msk. hindbeijasulta /a 1 rjómi sósulitur Pannan er hituð og hvítlauksol- ían sett út á. Lundinn er brúnaður og picanta stráð yfir. Rjóma og sultu bætt saman við. Látið sjóða í 5 mínútur og sósan -lituð aðeins með sósuht. Borið fram með fersku salati og soðnum kartöflum. Með þessu er gott drekka ískalt vatn eða hvítvín, t.d. Hocheimer. Léttreyktur lundi meö cumb- erlandsósu Þetta er hstilega góður forréttur sem er vinsæll á Skútanum. Lundabringurnar eru sneiddar niður og settar yfir cumberlandsós- una. Sósan er búin til úr kampa- víni, hinberjasultu og rifnum app- elsínuberki. Öllu þessu er hrært saman og þá er sósan tilbúin. Borið fram með grænmeti og ristuöu brauði. að borða reyktan lunda með cumberlandsósu. Uppskriftin hefur gengið í ættir Þura Stína Kristleifsdóttir vill sjá um sinn fugl sjáif og notar uppskrift frá móður sinni en hún fékk hana hjá ömmu Þuru. Þaö var auðsótt mál að fá uppskriftina léða og fylgir hún hér á eftir. Þura Stína reytir lundann sjálf og svíður. Síöan er lundinn þrifinn vel. Þá er hann fylltur með þurrkuöum ávöxtum, eplum, sveskjum og apri- kósum. Bundið er fyrir fughnn og hann steiktur í smjörlíki. Hún segist aðeins nota salt og pipar sem hún stráir yfir um leið og hún steikir. Lundinn er soðinn í 2' - tíma og síðan látinn liggja í soðinu í 10 tíma. Þegar komið er að því að bera lund- ann fram er hann hitaður upp í soð- Þura Stina tilheyrir því unga fólki sem enn viðheidur gömlum venjum í matreiðslu lundans. Svala Johnsen með reytta lundann tilbúinn. Svala notar enn gömlu Solo olíueldavélina sina þó að hún eigi rafmagnseldavél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.