Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Qupperneq 36
-36 FIMMTUDAGUR 28. JÚLl 1988. Lífsstm Unglingar á útíhátíðum: Ekkert töff að vera kaldur, Drykkjarvörur Á öllum mótsstöðum eru seldar allar algengustu drykkjarvörur. 'Hins vegar má gera ráö fyrir að ódýrara sé að kaupa drykkina áður en lagt er af staö. Ef þið drekkið te takiö þá nokkra tepoka með. Alls konar drykkjarvörur, mjólk og ávaxtasafi, fást í geymsluþolnum umbúðum. matarlaus og peningalaus Betra er að koma helm meö afgang af matnum en standa uppl matar- laus og peningalaus. máltíðir sem lítil fyrirhöfn er að elda. Franskar kartöflur í dós eru líka auðveldari í meðförum heldur en kartöflur í pokum sem verða auðveldlega fyrir hnjaski. Pakkasúpur eru léttavara og því er engin fyrirhöfn að hafa með sér nokkra pakka. Ef leiðindaveður verður (sem alltaf má búast við) er gott að geta hitaö sér einn súpu- bolla þegar maður kemur kaldur og blautur upp í tjald. Brauð og álegg eru nauðsynlegir ferðafélagar. Ef lítill tími er til und- Útihátíðimar um verslunar- mannahelgina er það sem heillar unglingana mest. Á þessum stöð- um er yfirleitt seldur einhver mat- ur, aðallega samlokur og pylsur. Unglingum flnnst það hentugt því þeir nenna yfirleitt ekki að standa í stússi við matargerð. En sá hæng- ur er á að þetta fæði er yfirleitt mjög dýrt. Krakkarnir eiga í flest- um tilfellum nóg með að borga ferðirnar til og frá samkomustaðn- um svo og aðgangseyrinn. Nesti þarf því að vera tilbúið, eða svo gott sem, og auðvelt að nálgast það. Þar sem ekki er hægt að ætlast til þess að einhver fullorðinn sé til staðar við undirbúning eru þessi atriði sett á blað til að unglingamir geti sjálfir útbúið sig á skynsamleg-' an hátt. Það er ekkert töff við það að standa uppi peningalaus, kaldur og matarlaus á sunnudegi. Kalt kjöt er hentugt sem ferða- nesti. Steikið kjúkling, einn eða fleiri, og látið hann kólna. Einnig er hægt að kaupa grillaðan kjúkl- ing í stórmörkuðum. Hlutið kjúkl- inginn sundur til helminga eða í fernt og pakkið hveijum hluta fyrir sig þétt inn í álpappír. Kótilettur steiktar á „gamla mát- aim“ í raspi em hentugar til geymslu. Steikið kótilettumar í feiti á pönnu og látið þær kólna vel. Pakkið hverri fyrir sig í ál- pappír og raðið í box. Köld svið em líka ágæt. Kaupið hreinsuð svið og sjóðið í 1-121 klst í söltu vatni. Látið sviðin kólna og pakkið þeim vel inn í álpappír. Pylsupakka er gott að hafa með sér. Víða á þessum samkomustöð- um em kynt upp grill fyrir fjöld- ann. Þá er gott að eiga nokkrar pylsur tíl að steikja sér. Einnig er fljótlegt að sjóða pylsur í potti. Kaupið litla pakka því pylsuraar geymast lengur ferskar í lokuðum umbúðum. Dósamatur er ágætur í svona ferðir ef ekki þarf að bera farangur- inn langar leiðir. Dós með bökuð- um baunum, spaghetti eða hrís- gijónarétti er gott að hafa með sér. Dósamat má hita í umbúðunum svo maður sleppur við allt sem heitir of mikið uppvask. í dósum em líka til alls konar kjöt- eða fisk- Tjaldlfflð verður mlklu þœgllegra og skemmtilegra ef maður fer vel út- búinn af stað. Umbúðir og innpökkun Reynið að ganga vel frá öllum mat. Pakkið inn í álpappír eða nest- isplastpoka matnum. Hafið eining- amar smáar svo maturinn verði aðgengilegri. Það tekur kannski aðeins lengri tíma að ganga vel frá matnum. Hins vegar sparast tími þegar á mótsstaöinn er komið ef þið vitið hvar hver hlutur er. Þegar smurðu brauði er pakkað inn hald- ið aðskildum ólíkum tegundum af áleggi, svo bragð smitist ekki á milli. Ef þið getið, pakkið þá matn- um, sérstaklega brauði, í bitabox. Það kemur í veg fyrir að nestið klessist saman. Eitt sniðugt ráð: Hafið með ykkur litla hhðartösku. í hana getið þið sett nesti þegar þið farið á böllin, því enginn nennir að fara upp í tjald þegar hann verður svangur. Með því getið þið sparað ykkur innkaup á staðnum. Hlutir eins og harðfiskur, súkkulaði og hnetur er auðvelt að grípa í. Heilræði Eldið aldrei inni í tjaldinu. Stór- hættulegt getur verið að hafa gas- tæki og grill meö sér inn í tjaldið til að hita upp. Gangið vel frá öllum umbúðum af matnum og skiljið ekki eftir rusl í kringum ykkur. -JJ Lif og fjör fylgir sfórum útihátiðum. irbúnings er þó skárra að taka með sér ósmurt brauð og álegg heldur en ekkert. Samt er mun þægilegra að smyija sér nesti áður en lagt er af stað. Reynið að hafa úrvalið sæmilega fjölbreytt svo komist verði hjá leiða á smurða brauöinu. Hægt er aö telja upp margar útgáf- ur af smurðu brauði. Flatbrauð með hangikjöti, franskbrauð með skinku og osti, heilhveitibrauð með lifrarkæfu, gróft brauð með tómöt- um og eggjum eða tómötum og ag- úrku. Ef þið hafið ekki trygga kæliað- stöðu varist þá salöt unnin úr maj- onesi, það getur verið stórvarasamt að borða skemmt salat. Ef þið farið með kælibox ættu salöt að geymast aðeins lengur. Ávexti er gott að narta í. Kaupið þá ávexti sem ykkur finnast bestir. Athugið bara að ganga vel frá mjúkum ávöxtum. Bananar, vín- ber og kMi em dæmi um ávexti sem illa þola hnjask. Að finna kramda banana innan um fótin í töskunni er meiri háttar ógeðslegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.