Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Side 44
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988.
Það var að mörgu að hyggja áður
en komið var fram. Undirleikararnir,
Sigríður og María, stilla saman
strengi sina fyrir tónleikana.
Á öðrum tónleikum kóranna komu
þeir fram í þjóðbúningum landanna.
Hér eru islensku stúlkurnar Laufey,
Bára og Kristbjörg.
Bill Cosby semur nú enn eina bók-
ina.
Ný bók frá
fyrirmyndarföður
Bill Cosby situr nú sveittur við að
skrifa enn eina bókina. Útgefandi
fyrri bóka hans var alveg í skýjunum
yfir viðtökunum og sérstaklega yfir
metsölubókinni, Time flies, og nauð-
aði þvi og suðaði í Bill að setjast aft-
ur niður við skriftir. Þegar hann
hafði fengið dálaglega íjárhæð fyrir-
fram féllst hann á að rita bók um
ástina og hjónabandið.
Michael
Caine
leikur nú, ásamt Saliy Field og
Steve Guttenberg, í gamaldags
gamanmynd eins og Cary Grant
> og Claudette Colbert léku í á
árum áður. Er myndin um hina
órannsakanlegu vegi ástarinnar,
aðskilnað og misskilning. Sally
Field leikur unga listakonu sem
á ekki aura en dreymir um lysti-
semdir lífsins. Hún slær sér því
upp með lögfræðingi (Steve Gutt-
enberg) sem ætti aö geta séð fyrir
henni. En svo hittir hún rithöf-
und (Michael Caine) og þá fara
hlutimir að gerast.
n
. a Wam
Anna
prinsessa
brast í grát á dögunum þegar
uppáhaldshesturinn hennar datt
niður dauður sisona. Klárinn
mun hafa leyft sér að fá hjartaá-
fall án þess að spyija neinn leyfis
fyrst. Rétt áður en svona illa fór
hafði hesturinn náð þriðja sætinu
í keppni og var Anna knapinn.
Góðar móttökur í Hong Kong
Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði
tók nýlega þátt í alþjóðlegu kóramóti
í Hong Kong. Um 13 kórar sungu á
mótinu og komu þeir víða að úr
heiminum, m.a. frá Bandaríkjunum,
Japan, Kína, Bretlandi og Hong
Kong. Voru þaö alls um 700 börn og
unglingar sem þöndu raddböndin til
hins ýtrasta.
Ekki er að spyrja að því en Hafn-
firðingamir fengu mjög góða dóma
og var gerður góður rómur að söng
þeirra. Naut kórinn mikilla vinsælda
og þótti mönnum mikið til hans
koma.
Hélt kórinn frá Hong Kong til lands
andfætlinga, Ástrahu, til að taka þátt
í mótí ISME, alþjóðasambands tón-
hstarkennara.
Það rigndi svo um munaði í Hong Kong, en stúlkurnar voru við öllu búnar og höfðu þær keypt regnslár heima
í Vinnufatabúðinni.
Kínversku krakkarnir úr einum kóra
Hong Kong tóku vel við sér þegar
kór Öldutúnsskóla fór með lagið
Aglepta. Raunar vekur flutningur
þessa lags ætíð hrifningu tónleika-
gesta.
Nýtt
tímarit
George
Hamilton
er hvað frægastur fyrir kvenna-
mál sín og nú síðast fyrir leik í
Dynastyþáttunum. Hann fékk
draumastarfið sitt nú ekki ahs
fyrir löngu þegar hann var beð-
inn um að ferðast til um 30 landa
og velja ungar stúlkur á aldrinum
14 til 17 ára. Stúlkurnar munu
- koma fram í japönskum sjón-
varpsþætti í september og mun
sigurvegarinn fá fyrirsætusamn-
ing til fimm ára, auk loforðs um
frægð og háar fjárhæðir.
Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra litur hér í tímaritið ásamt ábyrgð-
armanni þess og ritstjóra, Þórunni Gestsdóttur. Ekki er annað en sjá en
þeim lítist vel á.
Út er komið nýtt tímarit um ferða-
mál fyrir ferða- og fróöleiksfúsa, sem
og aha þá er þyrstír í þekkingu um
framandi staöi. Ber tímaritið nafnið
Farvís og er það nýtt útgáfufyrir-
tæki, Farvegur hf., sem gefur blaðið
út en stefnt er að því að það komi
fyrir sjónir almennings ársfjórð-
ungslega.
Markmiðið með útgáfunni er aö
stuðla að umfjöllun um feröamál í
vönduöu tímariti og fræða og upp-
lýsa um ferðir og ferðalög, staði, siði,
lönd og leiðir. Sem sagt að vísa fólki
til vegar.í hiinum stóra heimi.
í fyrsta tölublaðinu má finna grein-
ar um þijú lönd í Asíu, Suður-Kóreu,
Indland og Thailand. Einnig er þar
að finna ferðagetraun, greinar um
ferðamál, mataruppskriftir frá fram-
andi löndum, sem og greinar um
Norður-Ítalíu, Osló og Flatey á
Skjálfanda.