Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Fréttir Heimsókn DV í Jgúklmgabú: Er að mótmæla Hollustuvemd segir bjóðandinn, Gunnar Bjamason „Neytendur hugsa yfirleitt mn framleiöslu alifugla og svína og tengja þaö við skít og óþverra. Það er heldur engin furöa eins og Holl- ustuvemd hefur látiö á undanfórn- um tveimur árum. Ég vil mótmæla Hollustuvemd og aöfórinni að fuglabúum enda er ég fyrrverandi ráðunautur í þessari atvinnugrein. Þegar háyfirlögfræöingur heil- hrigðisráöuneytisins kallar mig oröhák og kjaftask þá finnst mér ekki orðprúðar greinar duga og býö þess vegna DV aö skóöa kjúkl- ingabú í nágrenni Reykjavíkur sem er tæknivætt og skynvætt og upp- fyllir allar kröfur sem gerðar em til slíkra búa erlendis. Sjón er sögu ríkari,“ sagöi Gunnar Bjarnason, fyrrverandi ráðunautur í kjúkl- ingarækt. Gunnar bauð blaðamanni DV og ljósmyndara aö skoöa með sér kjúklingabúið að Reykjum í Mos- fellssveit og fékk til þess leyfi bón- dans, Bjama Ásgeirs Jónssonar. Hvergi var skít eöa drullu aö sjá og búið var hið hreinlegasta. Bjami sagði að húsið væri almennt mjög tæknivætt, hitakerfi og loftræsting spiluðu saman og fóðurkerfið væri sjálfvirkt. Á ákveðnum tímum fá kjúklingamir meira fóður í skálar sínar. Húsið er tengt við aðvörun- arkerfi hjá Vara hf. og lætur það vita ef eitthvað fer úrskeiðis, ef rafmagn fer af, fóðurkerfi stöðvast, leki kemst að húsinu, loftræstikerfi mum í]~il ',v, f | ; ; f Æl - ■ 'í-tSí Fóðurgeymarnir eru við hvern sal fyrir utan kjúklingabúið. Frá þeim liggur slanga inn í húsið og sjálf- virk fóðurkerfi sér um að gefa á ákveðnum tímum. bilar, þjófar brjótast inn og þannig mætti áfram telja. Kjúklingamir em í húsi í sjö vik- ur uns þeim er slátrað en alls geta um 7000 kjúkhngar verið í einum sal. Þegar þeir hafa náð 1400-1500 gramma þyngd er þeim slátrað en þeir em vigtaðir daglega á sjálf- virkan hátt með vigt sem stendur á gólfinu. „Þegar kjúkhngamir eru farnir er salurinn sótthreinsaður og farið með háþrýstidælur á veggi, gólf og annað, síðan er sápuþvegið á eftir. Húsið er síðan hvílt í 2-4 vikur á eftir,“ sagði Bjarni. Framleiða á við 24 bændur Gunnar Bjarnason sagði að í þessu búi væm framleidd um 168 tonn af kjöti á hverju ári en þaö jafnaðist á við framleiðslu 24 bú- marksbænda, en þrátt fyrir það Gunnar Bjarnason, fyrrum ráðu- nautur um alifuglarækt, bauð DV i heimsókn i kjúklingabúið. Hann segir tilgang ferðarinnar hafa ver- ið að mótmæla Hollustuvernd og sýna neytendum að umhverfi kjúklingaframleiðslu sé hreinlegt. DV-myndir S væri vart eins manns verk að hta eftir húsunum. „Neytendur verða að sjá hvað framleiðslan á kjúkl- ingakjöti er fullkomin og hugleiða um leið að þeir borga sveitaró- mantíkina með sérstökum skatti á hvern munnbita fjallalambsins. Ríkið á kindakjötið og leggur því tolla og söluskatt á aðföng alifugla- og svínaframleiðslu til að Jón Helgason geti selt kindakjötið sem þó er niöurgreitt," sagði Gunnar Bjarnason. JFJ A gólfinu í kjúklingabúinu er vigt sem segir daglega til um meðalþyngd Kjúklingarnir skoðaðir að Reykjum. Umhverfi þeirra var hið hreinlegasta og tæknivæddasta. kjúklinganna. Hér er mælirinn sem meölþyngdin er lesin af og talan er 116 grömm. Konur fynr og nú Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: „Og það var samþykkt meö eins atkvæðis mun að konur hefðu hka sál. Sjálfar höfðu þær ekki atkvæðis- rétt, því hvernig áttu þær að vita hvort þær hefðu heila eða sál.“ - Þetta var ein af íjölmörgum tilvitn- unum úr mannkynssögunni sem Konur úr Bandalagi kvenna og sungu lokasönginn. Reykjavík, sem stóðu að baki sýningarinnar, komu upp á sviðið að henni lokinni DV-myndir Herbert Czoschke Ásdís Skúladóttir hafði safnað sam- an sem umgjörð um leikrænt yfirlit yfir sögu íslensku konunnar. Leikar- ar eru Sigurður Karlsson og Hanna María Karlsdóttir, höfundur og sögu- maður Ásdis Skúladóttir. Leikin voru atriði úr ýmsum þekktum ís- lenskum leikritum og Guðrún Ósvíf- ursdóttir, persónur úr Saumastof- unni og Jóa og fleiri voru látnar sýna misréttið milli karla og kvenna á öll- um tímum. Það var Bandalag kvenna í Reykjavík sem stóð að baki leikrit- inu og í lok sýningarinnar komu konurnar allar upp á sviðið og sungu lokasönginn. Fleyg orð karlmanna mannkynssögunnar um konur voru mörg og ótrúleg. Ef einhver karlmað- ur hefur leynst í þeim stóra hópi kvenna, sem sótti leiksýninguna, hlýtur hann að hafa roðnað upp í hársrætur af skömm fyrir hönd kyn- bræðra sinna. Dæmin um misrétti voru mörg og kannski verst úr fortíð- inni. En engu að síðúr varpaði Ásdís Skúladóttir fram spurningu um stöðu kvenna í dag: „Erum við ennþá að dragnast með kvíguna sem land- námskonurnar þurftu að teyma frá sólarupprás til sólarlags þegar þær voru aö nema land og geta karlmenn- irnir enn sem fyrr henst á milli Hanna María Karlsdóttir og Sigurðui Karlsson leikari fluttu leikrænt yfirli um sögu islensku konunnar. Höf undur og sögumaður var Ásdií Skúladóttir. fjallstinda og kveikt bál með aðsto áhafnar sinnar þegar þeir nem land?“ - En hvort íslenskir karlmem fá nokkru sinni að sjá leikþættina e enn óljóst. Hugmyndir hafa veri uppi um að reyna að fá þá sýnda sjónvarpinu. „Ég ætla ekki að segj þér hvað ég notaði mikinn tíma ti að vinna þetta en þaö væri gamai ef hægt væri að sýna þetta heima, sagði Ásdís Skúladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.