Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Blessaó álið Reykjavík 1. ágúst. Kæri vin Þá er verslunarmannahelgin að enda og gestir útihátíða að láta renna af sér í eigin kojum eftir átök helgarinnar. Forseti íslands var settur inn í embætti á nýjan leik í dag við hátíðlega athöfn. Viðstadd- ir skörtuðu sínu fínasta ..ussi með undantekningum þó. Samkvæmt frásögn Stjörnunnar skáru við- staddir blaða- og fréttamenn sig mjög úr hvað klæðaburð snerti og var ekki annaö að skilja á Stjörn- unni en fjölmiölafólk hafi nánast veriö tötrum klætt þarna í Aiþing- ishúsinu. Það er þá ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðlafólk mætir í fjó- sagallanum við opinberar athafnir, hvaða tilgangi sem þaö á nú að þjóna. En sem betur fer eru ekki allir úr stéttinni undir sömu sök seldir hvað þetta varðar. Eins og ég sagði þér í síðasta bréfi ákvaö Ebba frænka að skella sér til Osló- ar á kvennafundinn mikla. Hún flaug utan á fostudagsmorgun og hringdi svo tii min í gær. Bað mig að fara heim til sín og athuga hvort hún hefði nokkuð skilið efir opna glugga. Ég notaði tækifærið og spurði hvernig gengi en hún sagði að það væri ekkert að marka enn- þá. Gat þess samt að hún hefði ekki enn komist í búðir og svo fussaði hún eitthvað yfir því að konumar frá íslandi hefðu keypt bjór í kassa- vís í fríhöfninni á Keflavíkurvelli og haft með sér út. Sjálf heföi hún nú bara keypt sér eina sérríflösku, enda væri bjór ekki drykkur fyrir dannaðar konur, eins og hún komst að orði. Þá var hún eitthvað að kvarta yfir því aö stjómmálaflokk- amir væm þama með kynningar- bása og spgðist ekki skilja í konum að nenna að standa i pólitísku trú- boði á svona samkomu þar sem allar konur ættu að standa saman. Þaö væri svo kallalegt að vera að þrefa um stjómmál. Ég sagðist ekki trúa því að margar nenntu að sperra sig í pólitík þessa Oslóar- daga enda hefði mér skilist aö póli- tík og kvennapólitík ættu ekkert sameiginlegt. Ebba var á sama máli og eftir aö hafa kvartað nokkra stund yfir því áð hafa gleymt rauða hárburstanum sínum heima kvaddi hún með þeim orðum að þetta hangs dygði ekki lengur því nú ætluðu grænlenskar konur að sýna atriði úr ballettinum Rost- ungstönninni. Já, það gengur á ýmsu þama úti í Osló þessa dag- ana. Nú, sitthvað er að ske hér heima líka. Til dæmis hefur verið fluttur inn sirkus frá Spáni til að skemmta börnum. Þaö er ekki nema sjálfsagt að blessuð bömin fái smjörþef af sirkuslífi áður en þau komast á legg og fara að taka þátt í sirkuslífi þjóðfélagsins á Sæmundur Guðvinsson fiUlu. Raunar gef ég lítið fyrir svona farandsirkusa eftir að hafa séð alvörusirkusa í útlöndum þótt enginn þeirra hafi slegið íslenska þjóðarsirkusinn út. Á sama tíma og við grenjum okkur hás út af drápsklyfjum hávaxta og matar- skatta kaupum við áfengi fyrir hundrað milljónir fyrir verslunar- mannahelgina og borgum aörar hundrað milljónir í aðgangseyri að svokölluðum útihátíðum þá sömu helgi. Við keyrum nokkurra ára gamla böa á öskuhaugana og skilj- um þá þar eftir til að rýma fyrir nýja bílnum á hlaðinu. Búist er við að hundraö og fimmtíu þúsund manns bregði sér í skemmtiferð til útlanda í ár og við kaupum skrap- miða fyrir tugi milljóna á mánuði í þeirri von að vinna eina gosfl- ösku. Okkur kemur það ekki við hvort frystihúsin eru á hausnum eða ekki, enda sóðavinna að atast í fiski alla daga og því sjálfsagt að ráða útlendinga í svoleiðis skít- verk. Og ef eitthvað harðnar á dalnum þá sláum við bara meiri lán í útlöndum og höldum dansinum áfram. svona tökum við nú lífinu létt hér á Fróni, skal ég segja þér, þótt landlæknir haldi því raunar fram að undir niðri séum við öll að drepast úr stressi. En maðurinn verður þó að skilja þaö að ham- ingjuleitin getur verið stressandi á köflum. Það kostar klof að ríða röft- um eins og þar stendur. Þess vegna er nú ráð að halla sér enn frekar að álinu sem bjargvætti þjóðarinn- ar ef fiskurinn skyldi bregðast einn góðan veðurdag. Þegar álveriö í Straumsvík var byggt á sínum tíma var mikið rætt um hvílík lyftistöng álið yrði fyrir innlendan iðnaö. Sérstaklega smáiðnað af ýmsu tagi. Manni skildist að annar hver mað- ur færi að búa til koppa og kimur úr álinu góða frá Straumsvík og pródúktið átti svo að selja dýrum dómum út um veröld alla. Af ein- hverjum ástæðum hefur orðið óskiljanlegur dráttur á aö þessi heimilisiðnaður kæmist á laggim- ar þótt þetta liti svo vel út á papp- ímum. En nú er rætt um að drita niður nokkrum álvemm til við- bótar og því mjög haldið á lofti að þama gefist einstakt tækifæri fyrir hagleiksmenn að hefja framleiðslu á litlum, faUegum álgripum úr nýju fabrikkunum. Ég er alvarlega að hugsa um að láta gera mót af dokt- or Norðdal í smækkaðri mynd og hefja svo stórframleiðslu á litlum álstyttum af ftianninum þegar álið byrjar að renna úr nýju verksmiðj- unum. Ekki er vafi á að þetta renn- ur út jafnt innanlands sem utan. Vélsmiðjur gætu svo féngið leyfi hjá mér, gegn nokkm gjaldi, að steypa Norðdal í stærri einingum og mætti koma þeim styttum fyrir við helstu ár og fallvötn landsins með áletruninni: Þetta er maður- inn sem gaf okkur álið. Kannski að það verði þá aftur farið að búa til álkrónur, þú manst þessar sem flutu á vatni. En það var af skiljan- legum ástæðum hætt að nota þess- ar flotkrónur þegar ákveðið var að hætta að láta gengi fljóta og það sett fast í staðinn, milli þess sem það er fellt. Annars skilst mér að fræðingar íhugi nú hvort við eigum ekki að binda gjaldmiðil okkar við eitthvað sem kallast Evrópugjald- miðill. Sumir telja að þama sé komin lausn á öllum okkar efna- hagsvanda fyrr og síðar og auðvit- að trúi ég þessu eins og nýju neti sem alltaf fyrr þegar komiö er með patentlausnir á þessum margróm- aða efnahagsvanda. En nú ertu eflaust búinn að fá nóg af svona vangaveltum og ég biö þig vel að lifa í bili. Sæmundur ERÞAÐ 1EÐAXEÐA2 14 Skáldsagan Vögguvísa kom út áriö 1950 ógfjallaði um lífið A í Reykjayík á þeim tíma. Höfundurinn heitir: 1: JónÓskar X: ElíasMar 2: Kristmann Guðmundsson B Fyrsta íslenska talmyndin hét milli Fjalls og fjöru. Sá sem tók myndina og skrifaði handritið heitir: 1: Loftur Guðmundsson X: Ósvald Knudsen 2: ÓskarGíslason Þetta merki ætti mörgum að vera kunnugt enda tengist það: F 1: Bátavélum X: Handverkfærum 2: Dráttarvélum Árið 1948 vann Baldur Möller það ágæta afrek að verða Norðurlandameistari í: 1: Tennis X: Skák 2: Maraþonhlaupi Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír mögu- leikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurn- ingu. Skráið niður réttar lausn- ir og sendið okkur þær á svar- seðlinum. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá Póstversluninni Primu í Hafnarfirði. Þau eru: 1. Töskusett, kr. 6.250,- 2. Vasadiskó og reiknitölva, kr. 2.100,- 3. Skærasett, kr. 1.560,- c Þetta fínlega merki gæti tengst postulíni eða einhveiju þess háttar, en er reyndar merki: 1: HótelEsju X: HótelBorgar 2: HótelArkar D Hann heitir Alan Garcia og er forseti í einu ríkja S- Ameríku, nánar tiltekið: 1: Perú X: Chile 2: Argentínu H Fyrsta millilandaflugvél okkar, fjögurra hreyfla Skymast- er,hlautnafnið: 1: Saga X: Hekla 2: Gullfaxi Sendandi P Hann heitir Ásgeir Elíasson, kunnur íþróttamaður og þjálf- ari. Hann þjálfar nú 1. deildar hð í knattspyrnu, nánar til- tekið: 1: Val X: ÍA 2: Fram Heimili Rétt svar: A 1 1 B □ C □ D □ E □ F □ G □ H □ í Öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýjar spumingar koma í næsta helgarblaði. Merkiö umslagið: 1 eða x eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Vinningshafar fyrir 1 eða X eða 2 í tólftu getraun reyndust vera: Regína Vigfúsdóttir, Skálagerði 6,600 Akureyri (töskusett); Brynhildur Skeggjadóttir, Safa- mýri 48,108 Reykjavík (vasa- diskó og reiknitölva); Hinrik Ingi Árnason, Njörvasundi 9,104 Reykjavík (skærasett). Vinningarnir verða sendir heim. Rétt lasusn var: X-X-l-2-X-l- 2-X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.