Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 8
8 LAUG'ARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Ítalíuæði á íslandi__________ „Ítalía er yndisleg - hún „Svo rík er Ítalíaaflistum. mann sundlar... maöur ofmettast... svimar... tærist, af þessum unaðs- fyllingum allra sansa. Einnig landið, sem heldur mér hrifnum og ham- ingjuþrungnumafsælu... yfirað vera kominn þangað, sem maðurinn hefur ekki fleiri óskir.“ Þessi voru orð Eggerts Stefánsson- ar í formála bókar hans, Bergmál Ítalíu, er kom út árið 1949. Það er ekki út af engu sem þau eru riíjuö upp hér og nú. Italía hefur lík- lega aldrei verið ofar í hugum fólks- ins sem land okkar byggir en einmitt nú. Landið sjálft, tungan, maturinn,' listin... íslendingar hafa orðið „ástfangnir" af henrn, svo hundruðum ef ekki þúsundum skiptir. Þaö væri ekki of- sögum sagt að segja að hér ríkti nán- ast Ítalíuæði. íslendingar flykkjast til landsins, fara í hópum á ítölsku- námskeið og enginn er maður með mönnum nema hann þekki muninn byrjendur og framhaldsnemendur. Um var að ræða mánaðarnámskeið og var ítalskur sendikennari fenginn til kennslu. Að sögn Maríu Jóhannsdóttur hjá heimspekideild Háskólans fór að- sóknin fram úr öllum björtustu von- um. Á einum degi fylltist í námskeið- in og tugir manna voru á biðlista. Þóttu námskeiðin heppnast feikna- vel og er í bígerð að reyna að haldá fleiri slík námskeið hjá deildinni. Kennarinn, Roberto Tartaglione, kom frá Róm þar sem hann kennir viö lítinn einkaskóla. Hann þykir beita sérstökum kennsluaðferðum og er þekktur fyrir mjög áhrifamikla kennslu. Þaö var menningarmála- stofnunin Mondo Itaiiano sem að- stoðaði við að útvega kennarann og endaði með því að hann kom hingað endurgjaldslaust. í heimspekideildinni liggur fyrir samþykkt um að taka upp ítölsku sem aukagrein. En að sögn Maríu hefur ekki fengist íjárveiting til þessa eskum kúltúr. í menntaskóla lærði ég latínu og frönsku. Svo þegar fram liöu stundir var ég alltaf að s vekkj a mig á því að hafa ekki farið út í að læra líka annaðhvort spænsku eða ítölsku,“ segir Magnús. „Síðan fór ég að ferðast til Ítalíu. Ég skoðaði mig mikið um og hrein- lega hreifst af landinu og því sem það hefur upp á að bjóða. Fólkið, matur- inn og vínið er allt svo ljúft. Ég hef talsvert verið þarna og hyggst halda áfram að heimsækja þetta yndislega land. Því dreif ég mig í það að læra ítölskuna. Þannig getur maður betur notið landsins." Magnús hefur yerið við ítölskunám í námsflokkunum í þrjú ár og segist svo hafa skellt sér á framhaldsnám- skeiðið uppi í háskóla. Segist hann vera orðinn svona kaffihúsafær á málinu og kannski meira en það. „Fer eftir málaflokkum," segir hann afhæversku. ■ „Þessi kennari var alveg frábær. Aðferðirnar, sem hann notaði við kirtlarnir setji allt í gang. „Eg reyni oft við ítalska rétti heima hjá mér og vanda mig þá sérstaklega vel. En ekta ítalskt pasta færðu hvergi nema þar. Reyndar eru nokkrir góðir ít- alskir veitingastaðir í Reykjavík sem bjóða upp á mjög góða pastarétti en einhvern veginn vantar eitthvað." Segja má að Magnúsi hafi tekist að smitaijölskyldu sína af „Ítalíuæð- inu“. Sonur hans fór eitt ár sem skiptinemi til Norður-Ítalíu og er því altalandi á ítölsku. Gamli draumur pabba varð að veruleika í gegnum soninn. ítölsk matargerðarlist feikivinsæl Og talandi um ítalska matargerð- arlist. Hún hefur ruðst inn í íslensk eldhús, jafnt í heimahúsum sem og á veitingastöðum. Pitsur og pasta- réttir njóta sífellt vaxandi vinsælda. ítalskur matur hefur aldrei verið vinsælli hér á landi. Veitingahús, sem sérhæfa sig í ítalskri matargerð, spretta upp og eru þétt setin. Hér sést ítalskur pitsugerðarmaður á veitingahúsinu Ítalíu á Laugavegi sveifla pitsudeiginu eft- ir kúnstarinnar reglum. DV-myndJAK á Lasagna og Tortellini. ítölsk hús- gagnagerö á fjölda aðdáenda og ít- alskur fatnaður þykir sá besti og fin- asti. Á síðustu árum, og ekki síst sein- asta vetur, hefur ásókn í ítölskunám- skeið tungumálaskólanna aukist mjög. Forsvarsmenn málaskólanna segja að greinijega sé mikill almenn- ur áhugi á landinu og málinu. Bæði er fólk farið að ferðast meira þangað, og vill því læra málið, og eins er fólk að læra málið þvi það hyggur síöar á ferð þangaö og jafnvel í nám. Svo virðist sem mjög breiður hópur fólks hafi áhuga á landinu og málinu, alls konar fólk og á öllum aldri. Enda taka starfsmenn ferðaskrifstofanna undir það að áhuginn hafi aukist. Síðustu ár hefur straumur íslenskra ferðalanga legið til Ítalíu. Oftar en ekki er sagt að þeir sem einu sinni komi þangað vilji komast sem fyrst aftur. Á nýliðnu vori auglýstu endur- menntunardeild Háskólans og heim- spekideildin ítölskunámskeið fyrir og segir hún líka að erfitt sé að fá sendikennara frá í talíu til að koma hingað og taka að sér heila stöðu. Hún segist þó vona aö þetta nám- skeið hafi veriö byrjunin á öðru og meira því áhuginn sé mikill á meðal fólks. Segir hún þá sem sóttu námskeiðið hafa komið víðs vegar að. Einn nem- andinn taldi ekki eftir sér aö koma alla leið frá Hellu til að læra ítölsku. Lítið var þó um háskólanema eða aðra nema enda var námskeiðiö haldið í byrjun sumars þegar flestir stúdentar eru komnir með nóg af setu á skólabekk. En áhugann meðal þess hóps segir hún vera mikinn og talsvert um að spurt sé hvort mögu- leiki sé á fastri ítölskukennslu viö skólann. ítalskanberaf öðrummálum Einn þeirra sem sóttu námskeið- in er Magnús Skúlason arkitekt. „Ég hefalltafhaftmikinnáhugaálatn- _ kennsluna, voru svo sérstakar. Kennarar, sem voru á námskeiðinu, urðu alveg yfir sig hrifnir. Nemend- umir lærðu hratt og vel Hjá honum. Hann blandaði einkar skemmtilega saman málfræði og hversdaglegu tal- máli. Mér hefur þótt sérlega gaman að læra ítölskuna. Málið ber af öðr- um tungumálum. Það er svo hljóm- fagurt oglifandi," segir Magnús. Reyndar hefur spurst út fyrir kennslustofuveggina að kennarinn hafi óspart kennt nemendum áð nota hendurnar og augun þegar þeir töl- uðu. Enda þekkja þeir, sem hitt hafa ítali, að handapat og augnaráö er stór þáttur í tjáningunni. Magnús segir Ítalíu vera óþrjótandi fjársjóö menningar og þess fagra. Hann hefur skoðað landið mikið út frá arkitektúrlegu og sögulegu sjón- armiði en segir sig hafa orðiö fyrir ýmsum öðrum áhrifum, eins og hvaö varðar matargerð. „ítalskur matur er geysilega ljúf- fengur," segir hann af þvílíkri innlif- un að ekki er laust við að matar- Magnús Skúlason arkitekt er einn fjölmargra íslendinga sem heillast hafa af Ítalíu og öllu því sem hún hefur upp á að bjóða. Hann hefur undanfarin ár verið að læra ítölsku til að geta notið Ítalíu en betur. Dy-mynd KAE Pitsustaðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur og hafa pitsugerðarmenn vart undan að sveifla pitsudeiginu í loft upp að ítölskum hætti. Nokkur veitingahús hafa sérhæft sig í ítölskum pastaréttum. Hafa að . minnsta kosti tvö þeirra náð að skipa fastan sess í borgarlífinu, ekki síst Hornið við Hafnarstræti, þar sem aUtaf er þéttsetið, en einnig Sælker- inní Austurstræti. Nýtt ítalskt veitingahús, sem gæti ekki heitið ítalskara nafni, Ítalía, hefur hlotið góðar undirtektir og er orðið mjög vinsælt. Þar er mikiö úr- val pastarétta og óteljandi pitsu- möguleikar, sem og ýmsir aðrir rétt- ir. Staðurinn er við Laugaveg 11, í litlu plássi en mjög rómantísku og ítölsku. Kertaljós, angurvær tónlist og angan af hvítlauk og pasta flytur mann til ítaliu á stundinni. Valur Magnússon er eigandi Ítalíu. Segir hann gaman að sjá hve fólk farisællaútáeftir. „ítölsk stemning er afslappandi og þægileg. Hingað kemur fólk sem hef- ur hrifist af ítalskri matargerð á ítal- íu, sem og aðrir sem eru að prófa,“ segirValur. „Þótt pastaréttirnir virki einfaldir er einmitt vandasam- ast að matreiða og útbúa einfóldu réttina. Spaghetti er ekkert bara spaghetti. Ég mun skipta um ítalska mat- reiðslumenn á fjögurra mánaða fresti til aö fá jafnan nýjar og góðar hugmyndir. íslensku matreiðslu- mennirnir hér hafa farið út á nám- skeið í ítalskri matargerð og lært heilmikið þar. En það eru gerðar miklar kröfur umað allt sé nákvæm- lega eins og það á að vera. Mér þótti gaman að því þegar ítal- ir, sem hér búa, gáfu okkur leið- beiningar í byrjun þegar viö opnuð- um staðinn. Þeir vita alveg hvernig þeir vilja hafa spaghettiið." Og starfsmenn staöarins fá tæki- færi til að fara á ítölskunámskeið í haust, allt til að ná fram sem mestum ítölskum áhrifum. Matargerðarlistin er bara brot af allri þeirri list ítala sem lofsungin er; hvar sem er og hvenær sem er. Málarar og aðrir listamenn hafa orð- ið fyrir áhrifum innan um öll verk gömlu meistaranna. Dögum og árum- hafa menningarsinnar, alls staöar að, eytt á Ítalíu og þótt gott. íslenskir listamenn minnast lands- ins í ritum og litum. Menn eins og Bragi Ásgeirsson, Gerður Helgadótt- ir og Erró hafa dáðst að Ítalíunni. Guömundur Baldvinsson söngvari eyddi stundum með þeim á henni fyrir rúmum 30 árum en auk söng- námsins flutti hann inn til Fróns ekta ítalskt kaffi - fyrsta alvörukaffið á íslandi eins og menn segja. Og eins og lesendum DV er í fersku minni á hann stærstan ef ekki allan þátt í þvi að við gerðumst heimsborgarar á kaffisviðinu. En uppruna sinn á ex- presso- og cappucinokaffið að rekja til Ítalíu þannig að landið hefur ýmis- legt „á samviskunni". Sönglistin er ekki síður í hávegum höfð en málaralistin. Gömul en þeim mun frægari óperuhús eiga ítalirnir. Líkt og margir málarar lítur íslenskt söngfólk enn á Ítalíu sem drauma- landið. Kristján Jóhannsson nær vart lengra á sínu sviði en að syngja í Scala í Mílanó, Einar Garibaldi sinnir myndlistinni í Mílanó og ung- ir upprennandi hönnuðir og list- fræöingar eru að njóta menningar- innar og verða fyrir áhrifum. Hérlendis hefur áhrifa ítalskrar hönnunar gætt talsvert í verkum ís- lenskra hönnuða. Enda hafa ítalir longum verið fremstir þar í flokki og gefið forsmekkinn. Arkitektúr, húsgagnagerð og ekki síst fatahönn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.