Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 31
.8861 TÖÚöÁ .6 ÆLIOAQflAÖUAJ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 43 Asgeir Gunnarsson — Fjölskylda hans hefur selt íslendingum Volvo í 59 ár. DV-mynd JAK Mörgum finnst þaö furðulegt að forstjóri skuli vera að fást yið yrking- ar en mér finnst það ekki. Ég lít kveð- skapinn svipuöum augum og skák. Þetta eru mjög skyld viðfangsefni og tónlistin og málaralistin líka. Kannski krefst það einnig sömu hæfileika að umgangast fólk og stjóma fyrirtæki? Ég geri mjög lítið að því að yrkja óbyndin ljóð en hef gaman af að lesa góð óbundin ljóð og heyra þau vel lesin. Ég hef gaman af að tala við fólk um lífið og tilveruna og spinna úr lífsins reynslu. Uppáhaldsljóð- skáldið mitt er Tómas Guðmundsson en Steinn Steinarr hefur sótt meira á hin síðari ár.“ Ráðamaður í eldhúsinu Ásgeir lætur ekki við það sitja að yrkja ljóð í tómstundum. Hann segist líka hafa mikla skemmtum af mat- seld. „Ég elda oft þegar ég kem heim úr vinnunni og rek þá konuna úr eldhúsinu, ekki vegna þess að hún sé ekki listakokkur, heldur vegna þess að mér finnst bara svo gaman að elda,“ segir Ásgeir. „Hún fær aftur á móti að hugsa meira um útiverkin í garðinum og þess háttar." Kona Ásgeirs er Guðlaug Konráðs- dóttir, meinatæknir, sem hvarf frá því starfi eftir 20 ár og hóf nám í ís- lensku við Háskólann. Hún lýkur BA- prófi um næstu áramót. „Það var mikil vitamísprauta fyrir mig þegar hún fór í íslenskuna," segir Ásgeir. „Ég hef mjög gaman af að fást við íslenskt mál. Ég kynntist því líka þegar erfiðleik- arnir stóðu yfir hjá Velti að ég er vel kvæntur. Ég vissi það reyndar áður en ekki að ég væri svo vel kvænhir. Hún studdi mig vel.“ Dóttir þeirra hjóna er Guðrún Val- gerður og er „algert íþróttafrík og á við 10 krakka" að því er faðir hennar segir. Hún er 16 ára landsliðsmann- eskja í fótbolta og var með í sigurför liös síns til Færeyja á dögunum. „Við foreldrarnir reynum ekki á nokkurn hátt að draga úr íþróttaá- huganunum hjá henni. Staðreyndin er sú að boltamenn eru betri starfs- kraftar en aðrir,“ segir Ásgeir. „Þeir verða að taka'ákvarðanir á auga- bragði og taka afleiðingunum. Ég hef tekið eftir þessu með þá boltamenn sem ég hef haft í vinnu. Þeir eru frí- skari en aörir. Unglingar í iþróttum hafa líka allt- af nóg að gera og þá glepur annað síður. Ég hef svo sem ekkert á móti því að lagðar séu 300 milljónir í íþróttahöll þótt þetta geti ekki talist heppilegir tímar til fjárfestinga." Fjölskyldan býr í Garðabænum og Ásgeir kannast ekki við aö vera á flæðiskeri staddur þrátt fyrir at- vinnuleysið. „Ég þarf ekkert að ör- vænta og sé marga möguleika hér. Ég trúi bara á framtíðina og lífið. Ef tímarnir eru erfiðir núna þá hlýtur að vera bjart framundan. Hið góða hefur alltaf undirtökin og hið illa tapar alltaf. Það gerist alltaf,“ sagöi Ásgeir Gunnarsson. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.