Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Utlönd Herstöðvunum enn mótmælt í Manila Til nokkurra átaka kom á milli óeirðasveita lögreglunnar í Manila, höfuðborg Filippseyja, og andstæð- inga Bandaríkjamanna í gær þegar um fimm hundruð manns söfnuðust saman fyrir framan bandaríska sendiráðiö í borginni til mótmæla. Mannfjöldinn var einkum að mót- mæla bandarískum herstöðvum á eyjunum en undanfarið hefur borið í sívaxandi mæli á kröfum um að herstöðvar þessar verði lagðar niður og allt bandarískt herlið flutt á brott frá Filippseyjum. Þeir sem stóðu að mótmælunum í gær lögðust á götuna fyrir framan bandaríska sendiráðið í Manila og stöðvuðu þar alla umferö. Óeirða- sveitir lögreglunnar í borginni voru sendar á vettvang og eftir að þær höfðu reynt að fá mótmælendur til að láta af götulegu sinni með frið- samlegu móti réðust lögreglumenn- irnir á hópinn. Sjónarvottar segja að margir mótmælendanna hafi veriö barðir illilega með kylfum og auk þess skutu lögreglumenn af byssum sínum upp í loftið. Við það leystust mótmælin fljótlega upp. Mótmæli af þessu tagi hafa verið nær daglegur viðburður í Manila og viðar á Filippseyjum undanfarið. Bandaríkjamenn og filippseysk yfirvöld eiga fyrir höndum samninga um endurnýjun sáttmála sinna um dvöl bandarísks herliðs á eyjunum en bandarískum stjórnvöldum hafa þótt kröfur Filippseyinga í þeim efn- um afarkostir. Atök milli lögreglu og mótmælenda fyrir framan bandaríska sendiráðið í Manila í gær. Símamynd Reuter Unnið við undirbúning kjarn- orkutilraunarinnar. Símamynd Reuter Undirbúa kjamorku- tilraun Bandaríkjamenn vinna nú af kappi við undirbúning tilraunar með kjarnorkusprengju sem áætlað er að gerð verði þann 17. ágúst næstkomandi. Sprengjan verður sprengd á meira en tvö þúsund feta dýpi undir Pahute-sléttunni í Nevada- fylki. Þetta er sameiginleg tilraun Bandaríkjamanna og Sovét- manna. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 25-26 Sparireikningar 3iamán. uppsógn 24-28 Sp.Ab,- Sb 6mán. uppsogn 26-30 Sp.Ab,- Sb.Vb 12 mán. uppsögn 26-33 Úb.Ab 18mán. uppsógn 39 Ib Tékkareikningar, alm. 9-15 lb,S- b.Ab Sértékkareikningar 10-28 Vb.Ab Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsöqn 4 Allir Innlán með sérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7-7,25 Úb.Bb,- Ib.V- b.S- b.Ab Sterlingspund 9-9,75 Lb.Ab Vestur-þýsk mörk 3,75-4,25 Vb.Sb,- Ab.Úb Danskar krónur 7,25-8,50 Vb.Ab, ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 38,5-39 Sp Vióskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 41 Allir Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 41-42 Ib, Bb,Sp Utlán verðtryggö . Skuldabréf 9,25-9,50 Ib.Vb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 36-41 - Úb SDR 8,50-9,25 Lb.Úb,- Sp.Bb Bandarikjadalir 9,75-10,50 Úb.Sp Sterlingspund 12-12,75 Úb.Sp, Vestur-þýsk mörk 5,25-7,25 3,5 Úb Húsnæðislán Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 56,4 4,7 ó mán. MEÐALVEXTIR Óvérötr. júlí 88 38,2 Verötr.-júli 88 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala ágúst 2217 stig Byggingavísitala ágúst 396 stig Byggingavisitala ágúst 123,9 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði8%1.júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Avöxtunarbréf 1.7336 Einingabréf 1 3,184 Einingabréf 2 1,830 Einingabréf 3 2,034 Fjölþjóöabréf 1,268 Gengisbréf 1,465 Kjarabréf 3,173 Lífeyrisbréf 1.601 Markbréf 1,662 Sjóösbréf 1 1,539 Sjóösbréf 2 1,359 Tekjubréf 1,522 Rekstrarbréf 1,2568 HLUTABRÉF Söluverö aö lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.' Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 269 kr. Flugleiðir 240 kr Hampiðjan 116 kr. . Iðnaöarbankinn 168 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 120 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31%ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, 0b = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. Kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima minnst Hópur búddamunka lauk í gær eitt þúsund og þrjú hundruð kílómetra langri friðargöngu sinni frá Tokýo til Hiroshima. Gangan var farin í tilefni þess að fjörutíu og þrjú ár eru liðin frá þvi aö kjarnorkuárás var gerð á Hiroshima. Simamynd Reuter í dag er þess minnst að fjörutíu og þrjú ár eru nú liðin frá því Banda- ríkjamenn vörpuðu kjarnorku- sprengju á japönsku borgina Hiros- hima en atburður sá gerðist 6. ágúst 1945 og markaði -í raun endalok síð- ari heimsstyrjaldarinnár. Víða um heim er minnst þeirra þúsunda karla, kvenna og bama sem létu lífið af völdum sprengjunnar,’ ýmist þegar í stað eöa af völdum brunasára og geislavirkni. Þúsundir þeirra, sem staddir voru í borginni þénnan dag og hlutu ekki bana af, lifðu við örkuml það sem eftir var. Minningarathafnir verða haldnar í Hiroshimaborg sjálfri í dag sem og víða annars staðar í Japan. Atburðarins er minnst með ýmsu móti. Margir Japanir veija sumar- leyfi sínu til þess að ferðast til Hiros- hima þar sem enn getur að líta menj- ar sprengingarinnar. Japanir hafa látið rústir nokkurra bygginga, sem KENA JAPAN Japans- Hiroshima TOKYO JNaqasaki I Kyrrahaf brunnu af völdum kjarnorku- sprengjunnar, standa óhreyfðar. Búist var við að mikið yrði um ferðamenn í Hiroshima í dag. Hópur búddamunka hefur undan- farið veriö á friðargöngu frá- Tokýo og lauk göngu þeirra í Hiroshima í gær. Gengu munkarnir eitt þúsund og þrjú hundruð kílómetra vega- lengd og báru borða og spjöld með friðarslagorðum. Kjamorkuárásarinnar er einnig viða minnst annars staðar en í Jap- an. Þessi dagur hefur á síðari ámm orðið eins konar baráttudagur kjarn- orkuandstæðinga enda árásin á Hi- roshima þeim talandi tákn þess sem þeir telja óumflýjanlegt ef kjarn- orkuvopnum verður ekki útrýmt. Víðast hvar er búist við aö athafnir þessar fari friðsamlega fram. Jafnframt kjamorkusprengjunni sem varpað var á Hiroshima vörp- uðu Bandaríkjamenn annarri slíkri sprengju á japönsku borgina Nakas- agi nokkru síðar. Eftir þá kjarnorku- árás gáfust Japanir endanlega upp og lýstu sig sigraöa. Japönsk fjölskylda virðir fyrir sér leifar bygginga sem látnar eru standa til minja um kjarnorkuárásina á Hiroshima. Arásarinnar verður minnst opin- berlega i dag. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.