Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 10
» LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Sérfræðingar um eyðni tala um eyðnibeltið í Afríku rétt eins og landfræðingar tala um veðurbelti og gróðurbelti. Eyðnibeltið í Afríku nær yfir miðhluta álfunnar og er talið að hvergi í heiminum hafi þessi ógnvænlegi sjukdómur náð viðlíka útbreiðslu. Þar á ofari bend- ir allt tii að þetta svæði fari stækk- andi. Þessi heimshluti átti við næg vandamál að stríða áður þannig að allir tilburðir til að hefta útbreiðslu veikinnar verða kraftminni en í beturmegandi löndum. Vesturlandabúar hafa fylgst með framvindu mála á eyðnibeltinu úr fjarlægð. Nú er mönrium að verða ljósara en áður að eyöniplágan í löndum Mið-Afríku kann að vera hhðstæða þess sem hin þróaðri lönd eiga eftir að búa við þrátt fyr- ir alla heilsugæsluna. Ein þeirra þjóða sem engin tök hefur á eyðniplágunni er Uganda- menn. Land þeirra hefur árum saman verið þjakað af ógnarstjórn og borgarastyijöldum en ein plága virðist taka við af annarri. Eyðnin fer að vísu ekki með sömu látum um landið og sveinar Idi Amins en hún tekur sinn toll engu að síður. Vagga eyðninnar? í landinu suðvestanverðu, á vesturbakka Viktoríuvatnsins, er þorpið Kasensero. Plássið nýtur þess vafasama heiðurs að hafa fóstrað fyrstu eyðnisjúklingana í heiminum. Það mál er þó ekki full- sannað en engu að síður voru þar haustið 1982 sautján sjúklingar sem reyndust vera með áður óþekktan sjúkdóm. Þetta var eyðni. Sautjánmenningamir áttu það sameiginlegt að hafa lifibrauð sitt af smygh milli Tansaníu og Ug- anda. Heilbrigðisyfirvöld í Uganda segja að þeir hafi einnig borið með sér eyðni frá nágrannaríkinu. Heimamenn á þessum slóðum htu á sjúkdóminn sem guðlega refsingu sem fallið hefði á þessa menn vegna ólöglegrar atvinnu. Sú skýring komst einnig á kreik að mennirnir heíðu orðið fyrir göldrum manna sem þeir höfðu svikið í viðskiptum. í fyrstu var því sjúkdómurinn kall- aður „þjófaveikin“. Þar kom að eiginkonur þeirra sjúku tóku veikina lika og þá breyttist nafnið í „visnu“ vegna þess að sjúkhngamir héldu ekki holdum. Veikin tók líka þegar aö breiðast í norður frá þorpinu. Talið er að svæðið þar sem sjúkdómsins gætti hafi færst út um 70 kílómetra á ári. Árið 1985 haíði sjúkdómurinn náð til höfuðborgarinnar Kampala. Nei, ekki hér Ugandamönnum er mjög annt um að sanna að eyðnin eigi ekki uppruna í landi þeirra og raunar erú engar öruggar sannanir fyrir að sjúkdómsins hafi fyrst orðið vart þar. Sögur em á kreiki um eyðni í norðurhluta landsins frá árinu 1972 og ekki er heldur tahö útílokað að sjúkdómurinn hafi greinst í Bandaríkjunum árið 1974. Sannanir fyrir þessu eru þó veikar. Vel má líka vera að þegar á annaö borð er byrjað að rekja sjúkdóminn til eins tiltekins staðar þá sé erfitt að kveða þá sögu niður. Hvað sem öhum sögusögnum líð- ur þá er htið svo á meðal sérfræð- inga um eyðni að uppruna sjúk- dómsins megi rekja th svæðisins umhverfis Viktoríuvatnið. Það er einnig eina dreifbýhssvæðið í Afr- íku þar sem eyðni hefur náð út- breiðslu. Að öðru leyti er eyðni sjúkdómur sem leggst á borgar- böm Afríku líkt og í öðrum álfum. Á þessu svæði við Viuktoríuvatn- ið er eyðnin alvarleg plága og dauði af völdum hennar daglegur við- burður. í einu 1800 manna þorpi við Viktoríuvatnið er sagt að sex látist að jafnaði á dag úr eyðni. Því er almennt trúaö á þessu svæði að eyðni smitist við kynmök en galdr- ar eru heldur ekki útilokaðir og er sagt að okrarar verði einkum fyrir smiti með því móti. Ólík einkenni í Uganda er sjúkdómurinn ekki bundinn við homma og eiturlyfja- sjúklinga eins og yfirleitt er í borg- um Vesturlanda. Sú staðreynd, ásamt því að sjúkdómurinn á sér lengri sögu þar, hefur vakið upp þá spurningu hvort þróunin verði ekki sú sama á Vesturlöndum og allur almenningur verði í hættu áður en langt um líöur. Víða í Afríkuríkjum er því haldið fram að eyðnin hafi borist þangað frá Vesturlöndum en ekki öfugt. í Zaire er það haft fyrir satt að eyðni hafi borist þangað með Bandaríkja- mönnum sem komu til að fylgjast meö hnefaleikakeppni Muhameðs Ah og Formans í Kinshasa áriö 1974. Aðrir segja að sjúkdómurinn hafi borist með mat frá hjálpar- stofnunum. Þá eru einnig th kenningar um að eyöniveiran hafi orðið til fyrir slysni í rannsóknarstofu í Banda- ríkjunum. Þá tóku margir Afríku- menn undir þá kenningu Sovét- manna að Bandaríkjamenn hafi búið eyðniveiruna th og ætlaö að nota hana í efnahernaði. Þessi skoðun er nú mjög á undanhaldi. í Kenya eru sögur um að eyðnin hafi borist þangað með bandarísk- um sjóhðum sem fengu landgöngu- leyfi í Mombasa. Þessar sögur þykja mjög áþekkar þeim sem gengu á 15. og 16. öld um hvaða þjóð ætti sök á að hafa dreift sára- sótt um heiminn. Tvö afbrigði Það veldur vandræðum við að rekja eyðnina til upphafsins að hún er talin stafa af tveim veirum og auðkenndar eru HIV-1 og HIV-2. Önnur veiran, HIV-2, er mjög áþekk þeirri sem finnst í thtekinni tegund apa í Afríku. Mögulegt er að sú veira hafi borist frá öpum th maima. Líklegur forveri HIV-1 veirunnar hefur hins vegar ekki fundist. Mögulegt er að önnur eyðniveir- an hafi lengi þrifist á einöngruðum svæðum í Afríku, t.d. við Viktoríu- vatnið, og ekki náð að breiðast út fyrr en í umróti áttunda áratugar- ins þar. Borgarmyndun hefur veriö ör í Afríku síðustu einn th tvo ára- tugina en hehsugæsla öll í molum. Margir vísindamenn halda því fram aö HTV-1 veiran eigi hka upp- runa sinn í Afríku enda er hún útbreidd þar. í hitabeltinu er al- gengt að nýjar veirur skjóti upp kollinum. Á síðustu 30 árum er tal- iö að ekki færri en sex banvænar veirur hafi orðið til þar. Sam- kvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið í smáríkinu Guinena- Bissau, er mögulegt aö HIV-2 veira hafi þrifist þar í mönnum lengi án þess að valda alvarlegri farsótt. Útbreiðslan óþekkt Enginn veit hversu útbreidd eyðni er í Afríku. Engin skipuleg könnun hefur verið gerð og niður- stöður þeirra kannana sem gerðar hafa verið þykja oft vafasamar. Aðstæður til- eyðniprófana eru slæmar. Þá er algengt að fólk hafi mikið af mótefnum gegn ýmsum veirusýkingum í blóðinu og þaö rugíar prófið. Dæmi eru um veru- legar skekkjur við prófanir. Þó ber öllum saman um að eyðni hafi hvergi náð meiri útbreiðslu en í Afríku. Af öllum stöðum þar í landi er ástandið taliö verst í Kinshasa, höfuðborg Zaire. Þrátt fyrir að eyðnifaraldurinn sé rakinn til ársins 1982 þá benda Ég þoli eyðniyeiruna - segir virtur veirufræðingur í Bandaríkjunum Efasemdamaðurinn Peter Dues- berg. Hann óttast ekki veiruna sem talin er valda eyðni. Robert Gallo, einn virtasti eyðnisér- fræðingurinn i heiminum, telur Du- esberg hættulegan. Harry Rubin vill skoða hugmyndir Duesberg betur. Undanfarin ár hafa eyðnifræð- ingar veriö sammála um að svoköh- uð HTV-veira valdi eyðni. í þeirra hópi er þó einn vandræöamaður sem trúir ekki á þessa skýringu. Hann heitir Peter Duesberg, lífefnfræðing- ur á sextugsaldri. Hann vinnur við háskólann í Berkeley í Kalifomiu og nýtur virðingar sem slíkur. Á vegg í skrifstofu hans hangir plagg frá ár- inu 1971 þar sem hann er útnefndur vísindamaður ársins í Bandaríkjun- um fyrir uppgötvun á genum í veir- um sem geta valdið krabbameini. Margir virtir eyönifræðingar hafa opinberlega kahað hann ruglaðan vandræðamann og jafnvel enn verri nöfnum í eigin hópi. Það sem veldur er tuttugu og einnar síðu grein um eyðni sem birtist í tímariti um' krabbameinsmál á síðasta ári. í greininni heldur Duesberg því fram að engar sannanir séu fyrir að HIV- veiran, sem á að lama ónæmiskerfi mannslíkamans, valdi eyðni. Þar með hefur Duesberg dregið í efa grundvaharatriðið í öhum eyðni- fræðum. Og Duesberg lætur ekki þar við sitja. Hann heldur því líka fram að próf, sem notuð eru th að leita að mótefnum við HTV-veirunni, séu gagnslaus. Hann segir að þegar mót- efni finnast bendi það helst th að lík- aminn hafi varist smiti. „Ég hefði ekki minnstu áhyggjur þótt einhver segði mér að niðurstöð- ur mótefnamælinga hjá mér hefðu reynst jákvæðar," er haft eftir Dues- berg. „Ég mundi láta það vera að skrifa eríðaskrána mína því niður- staðan benti th að ónæmiskerfið í lík- ama mínum væri í lagi. Gott, ég hef mótefni gegn veiru. Th hamingju, Peter.“ Það eru yfirlýsingar af þessu tagi sem hafa vakið athygli á skoðunum Peters Duesberg, ekki síst vegna þess að hann er maðurinn sem fyrstur fann erfðaefrii veira af sama flokki og eyðniveiran svokallaða thheyrir. Duesberg hefur raunar bætt um bet- ur og lýst því yfir að hann hefði ekk- ert á móti því aö láta sprauta sig með HlV-veirunni th að sanna sitt mál. Félagar Duesberg í fræðunum hafa brugðist ókvæöa við yfirlýsingum hans og telja skoðanir hans ekki svaraverðar. Robert Gaho, veiru- fræðingur sem á sínum tíma átti þátt í að einangra fyrstu HTV-veirumar, segir að Duesberg hafi ekki aðeins á röngu að standa heldur sé hann bein- línis hættulegur. Kenningar hans verði aðeins th að drepa rannsókn- um á eyðni á dreif. Því hefur verið haldið fram að Duesberg sé aöeins að reyna að ná athygli fjölmiðla og að hann sé bitur vegna þess að aðrir vísindamenn taki honum fram í þekkingu á eyðni. Duesberg svarar þessu einfaldlega á þann veg að hann kæri sig ekkert um að vera talinn ruglaður vegna þess að hann trúi ekki að eyðni verði rakin th skaðlausrar smáveiru. Flestir trúa því þó að þessi veira hafi dregið tugi og jafnvel hundruð þúsunda manna th dauöa. Duesberg hefur heldur ekki komið með aðra skýringu á orsökum eyðninnar. Hann úthokar aðeins að HlV-veiran geti verið orsökin meö einfaldri skýr- ingu á hvernig ónæmiskerfi líkam- ans vinnur. í aðalatriöum gerist það á þann veg að viö smit taka svokah- aðar T-frumur th við að einangra hina óboðnu veiru og eftir það taka mótefni að myndast. Ef vinna á skaða á ónæmiskerfinu verður það best gert með því aö losna við T-fmmurnar. Komið hefur í ljós að HIV-veiran bindur sig við T- frumumar og drepur þær. Duesberg dregur þetta ekki í efa heldur hvern- ig þessi ferih leiðir th eyðni. And- mæli hans era þríþætt. í fyrsta lagi verður veiran að geta fjölgað sér í líkamanum en það er ekki tilfeUið um HlV-veimna nema viö mjög af- brigðhegar aðstæður. Slíkrar fjölg- unar verður ekki vart, jafnvel í sjúkl- ingum sem komnir eru að dauða vegna eyðni. „Þaö er mjög undarlegt ef óvirk veira dregur fólk til dauða,“ segir Duesberg. Þá segir Duesberg að veiran vérði helst aö sýkja fleiri framur en líkam- inn getur endurnýjað ef sjúkdómur- inn á að vera banvænn. HlV-veiran nær hins yegar aðeins að sýkja eina af hveijum 10 þúsund .T-frumum. Þetta er svo lítið smit að mjög vanda- samt er að finna veiruna, hvað þá að hún valdi alvarlegri sýkingu. í þriðja lagi heldur Duesberg því fram að ef veiran býr í líkamanum lengi áður en einkenni koma fram þá ætti mótefni ekki aö myndast á sama tíma. Komi mótefnið hins veg- ar fram bendir það th að líkaminn sé þegar ónæmur fyrir veimnni. Af öllum þessu ástæðum þá ályktar Duesberg sem svo að hver sem orsök eyðninnar sé þá geti hún ekki verið HlV-veiran. Hann gengur líka lengra og segir að lyfið, sem læknar gera sér nú helst vonir um aö ráði niðurlögum eyðniveimnnar, sé ekki mjög líklegt aö til að gera það. Þetta lyf er þekkt undir skamm- stöfuninni AZT. Það á að hafa áhrif á erföaefni veirunnar en Duesberg segir að tilraunir með það séu fálm eitt því enginn viti hverig þetta erfða- efni sé samansett. Þá eru aukaverk- anir af þessu lyfi slíkar að það er lík- legra th að stytta líf eyðnisjúkhnga fremur en lengja. Þeir sérfræöingar um eyðni, sem hafa orðiö th að svara Duesberg, segja að þótt ekki sé vitaö í smáatrið- um hvemig HlV-veifan veldur eyöni þá séu hkurnar á aö hún geri þaö yfirgnæfandi. Þeir segja líka að Du- esberg hafi ekki fengist við rann- sóknir á eyðni sérstaklega, heldur á veirusýkingum yfirleitt. Því þurfi engum að koma á óvart þótt gáleysis- legar fullyrðingar hans stangist á við bróðurpartinn af því sem nú er vitað um sjúkdóminn. Hann er einfaldlega ekki sérfræðingur í þessari grein veimsjúkdóma. Enn er ekki vitaö um eitt einasta dæmi um eyðni í manni sem ekki hefur áður gengið með HlV-veimna í líkamanum. Þá benda þeir á að til að sanna hugmyndir Duesberg þurfi að sprauta mann með eyðniveirunni og bíða síðan í nokkur ár og sjá hvort eyðnin kemur fram. Tilraun af þessu tagi verði hins vegar aldrei gerð. Duesberg lætur sér fátt um finnast um þessar athugasemdir. Hann segir að kapphlaup vísindamanna um að ráða niðurlögum eyðninnar valdi því að þeir verði að sannfæra yfirvöld um að þeir séu á réttri leið th að fá fjármagn th áframhaldandi rann- sókna. Þeir hafi þegar sphað út öllum trómpunum og eigi aðeins eitt sph eftir á hendi. Ef thgátan um að HIV- veiran valdi eyðni reynist röng þá standa menn í sömu spomm og þegar sjúkdómsins varð fyrst vart. Aðeins einn virtúr vísindamaður hefur fengist til að taka undir sjónar- mið Duesberg. Það er Harry Rubin, lífefnafræðingur við háskólann í Berkeley. Hann telur rangt að hafna skoðunum Duesberg án þess að kanna þær nákvæmlega. „Mér finnast efasemdir Duesberg þaö vel rökstuddar að ekki sé hægt að ganga framhjá þeim,“ segir Rubin. Þá ér talið líklegt að Duesberg ber- ist óvæntur liösauki bráðlega þegar niðurstöður nýrrar ransóknar á áhrifum HlV-veirunnar á manns- líkamann verða birtar. Sagt er að þar séu efasemdir Duesberg, um hvemig HIV-veiran brýtur niður ónæmis- kerfi líkamans, staðfestar. Hins veg- ar eiga þarna að koma fram enn sterkari líkur en áður fyrir því að HlV-veiran valdi eyðni. Orsakasam- hengið er bara annað en hingað th hefur verið talið. Þýtt/-GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.