Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Norræna kvennaráðstefnan í Osló: í slenskar konur áberandi Því eru nær engin takmörk sett hvaö hægt er aö sjá og heyra á nor- rænu kvennaráðstefnunni. Á annað þúsund fyrirlestrar og mörg hundr- uö atriði á menningar- og skemmti- dagskrá er meira en nokkur kona getur meðtekið á einni viku, jafnvel þótt konur séu vanar að sinna mörg- um störfum í einu. Auðvitað er ætl- ast til að konurnar velji og hafni en áhuginn fyrir mörgum fundunum og fyrirlestrunum er svo mikill að færri komast að en vilja. DV spurði nokkrar konur og reyndar einn karlmann hka hvað þau hefðu að segja um ráðstefnuna. „Mér finnst eftirtektarvert hvað það ber mikið á íslensku konunum. ís- lenskan heyrist alls staöar og kon- umar frá hinum þjóðunum eru langtum minna áberandi. Heima var áhuginn svo mikill en héma virðast margar konur ekki hafa heyrt um ráðstefnuna," segir Birna Stefáns- dóttir úr Kópavogi. Og Helga Jóna Þorkelsdóttir frá Egilsstöðum getur staöfest þetta því norskar vinkonur hennar vissu ekki aö ráðstefnan væri fyrr en þær fréttu það frá íslandi. „Þetta hlýtur að hafa verið eitthvað illa auglýst hérna því áhuginn er mikill þegar konurnar fá aö vita hvaö um er að vera,“ segja Helga Jóna og Birna. „En það virðist hafa vantað þessa vakningu í stærri löndunum sem átti sér stað heima. Miðað við höfðatölu eru færeysku konurnar flestar en ísland er í öðm sæti.“ „Ráðstefnan hefur verið mjög áhugaverð og ég hef komist á færri fyrirlestra en ég hefði viljað. Einn helsti galhnn er að margir sahrnir eru alltof htlir. Maður verður aö tryggja sér sæti snemma og oft er orðið svo troðið að fólk kemst ekki inn,“ segir Birna. Meðal áhuga- verðra fyrirlestra á ráöstefnunni nefna Helga Jóna og Birna dagskrá frá hagstofu Norðurlanda þar sem borinn er saman hagur kvenna á ýmsum sviðum. „Mest sláandi var að sjá hvernig jaðarþjóðirnar, sérstaklega Færeyjar og Grænland hafa orðið útundan. Þaðan vantaði oftast allan saman- burð vegna þess að rannsóknir höfðu aldrei verið gerðar. En það var gam- an að sjá hve handavinnan frá þess- um þjóðum var falleg og vakti mikla athygli,“ segja Helga Jóna og Birna. / •Sf k*M 1' ^ J , f ; fw ■ rt Leikhópurinn Perlan er skipaður hressu fólki frá Bjarkarási. Þau sýndu tvö leikrit á ráóstefnunni í Osló við góðar undirtektir. Og þau eru sjálf yfir sig hrifin af Oslóborg. Ekki bara einkamál kvenna sem eru rædd á ráðstefnunni Norska fjölskyldan, Halldis Va- lestran, Bard Jörgensen og sonur þeirra Anders, kom frá Tromsö í Norður-Noregi. Bard hefur sótt ýmsa fyrirlestra þegar hann hefur ekki verið að passa Anders og honum finnst að fleiri karlar hefðu mátt láta sjá sig á ráðstefnunni. „Hér er svo margt sem karlmenn gætu lært af. Málefnin á ráðstefn- unni eru ekki einkamál kvenna. Sem dæmi má nefna uppeldismái, friðar- mál og umhverfisvernd. Konurnar eru að reyna að flnna nýjar lausnir á gömlum vandamálum, því verða karlmennirnir að sýna meiri áhuga og skilning," segir Borg Jörgensen. „í Tromsö hefur undirbúnings- nefnd fyrir ráðstefnuna unnið í marga mánuði en ég held að.almenn- ingur í Tromsö hafi ekkert vitað hvað stóð til,“ segir Halldis. Og svo þarf líka að njóta góða veð- ursins þegar það er og kannski nota tækifærið og skoða sig aðeins um í nýju landi og skoða lífið utan ráð- stefnunnar. íslensku konurnar hafa fariö í ein- hver ferðalög, gjarnan rútuferðir út úr bænum eða litið á götulífið á Karl Johan í Osló. Um þessar mundir er líka jasshátíð í Osló. „Það er alveg 'yndislegt að vera hérna. Ferðafélagarnir eru góðir og hótelið er líka gott. í gær fórum við í ferðalag til Fridriksstad sem er fall- egur bær og minnti mig á æskustööv- ar mínar,“ segir Hulda Stefánsdóttir sem ættuð er frá Seyðisfirði en býr í Reykjavík. Það var troðfullt hús og mikil stemmning þegar leikhópurinn Perl- an lék leikritin Síöasta blómið eftir James Phurber og Sóhna og vindinn sem er frumsamið, en hópurinn lék fyrir troðfullu húsi á kvennaráð- stefnunni Perlan er leikhópur þroskaheftra barna frá Bjarkarási og það var Sig- ríður Eyþórsdóttir sem stjómaði leiknum. Leikgleðin skein af börnun- um og hreif með sér áhorfendur. Hildur Óskarsdóttir, sem lék sóhna í frumsamda leikritinu, var mjög ánægð með móttökurnar og fannst mjög gaman aö vera í Osló með öllum krökkunum. En við fengum varla tíma til að talast viö því það komu svo margar útlendar konur og vildu þakka Hildi fyrir skemmtunina. En hún náði samt aö biðja fyrir kveðju til allra heima. Pétur Johnsen er blaðafulltrúi Perlunnar og segir að blöðin megi hringja í sig í sambýlið að Auðar- stræti 15 þegar hann er kominn aftur heim til Reykjavíkur og þá geti hann sagt þeim alla söguna. Líflegar uppákomur hjá konunum Eins og sjá má á þessum myndum nota konurnar 7000, sem sækja nor- rænu kvennaráðstefnuna í Osló, hin- ar ýmsu og ólíklegustu aðferðir við að vekja athygli á sér og sínum mál- stað. Og enginn þarf að verða svang- ur. Konurnar sjá auðvitað líka fyrir því eins og þeirra er gjarnan háttur. Sumum virðist hafa tekist erfiðlega að rífa sig úr'eldhúsverkunum og hafa tekið til við eldamennskuna þótt á kvennaráðstefnu séu komnar. Grilluðu pylsurnar gerðu líka þessa ljómandi lukku. -RóG./DV-myndir Herbert Szoschke /NOIVC4P 120 lítra kælir með frystihólfi. Hæð 85, breidd 47, dýpt 60. Verð 15.591,- stgr. Skipholti 7, sími 26800. IffiUR Legur í miklu úrvali. Einnig ryöfríar legur. Góö þjónusta. BÍLLINN Skeifunni 5 S 688510 /NOIVC4P - 280 lítra kælir frystihólfi. Hæð 143, breidd 57, dýpt 60. Verð 23.468,- stgr. Skipholti 7, sími 26800. fiDjRT Boddívarahlutir Driföxlar - Drifliðir Vatnskassar-Bílrúöur BÍLLINN Skeifunni 5 “S* 688510
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.