Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 25
LAUGAKDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 25 Breiðsíðan DV-myndbrot vikiinnar ' Jú, jú, þetta er fótboltastjarna - og reyndar í miðjum fót- boltaleik. Þótt hátt grasið nái honum næstum upp í mitti er spennan samt í hámarki. En í hita leiksins getur margt gerst sem ekki var gert ráð fyrir og oft þarf að bregða út af því hefðbundna. Þessi er nú bara að redda sínum mönnum og boltanum til að leikur geti haldið áfram - og þurfti víst að sýiia talsverð til- þrif til að ná knettinum sem hafði verið sparkað svo ræki- lega út af annars snöggslegn- um fótboltavellinum. Augna- blik og Árvakur slógust um að skora mörkin í þessum leik. -RóG./DV-mynd EJ Nýkomin úr „syngjandi" heimsreisu „Þetta var mikil upplifun, allt svo ólíkt því sem maður á að venjast hérna heima,“ sagði Bára Þorgeirs- dóttir, 16 ára gamall heimshorna- flakkari, í spjalli við DV. Bára er í Öldutúnsskólakórnum og var að koma úr heljarmikilli reisu með hon- um. Kórinn fór alla leið til Hong Kong, Thailands og Ástralíu til að taka þátt í kóramótum. Það er ekki á hverjum degi sem unglingum gefst færi á að skoða sig um á stöðum sem þessum enda sagði Bára að ferðin hefði alveg veriö Bóra Þorgeirsdóttir, nýkomin úr heimsreisu meó öldutúnsskólakórnum. Meðal viðkomustaða var Hong Kong þar sem hún varð sér úti um ekta kínverskan hatt og blævæng. DV-mynd JAK „meiri háttar". Tuttugu ungar stúlk- ur úr Hafnarfirði fóru í ferðina í fylgd kórstjórans, Egiis Friðleifssonar. „Ég fékk mest út úr því að koma til Hong Kong. Fólksfjöldinn er ótrú- lega mikill, götumar eru alveg troðn- ar af fólki og allt er svo ólíkt því sem maður hefur séð. Þaö er skrýtiö að sjá húsakynni fólks. Öðrum megin götunnar eru kannski glæsileg, stór hús sem fólk býr í en hinum megin er búið í hreysum. En maturinn fannst mér vondur, hrísgrjón og aft- ur hrísgTjón. Okkur stelpunum lík- aði ekki kínamaturinn en Agh þótti hann góður,“ sagði Bára. Það tók langan tíma að komast til fyrsta viðkomustaðarins, Hong Kong. Frá Keflavík var flogið til Lon- don og þaðan í 18 tíma til Hong Kong. Svipaðan tíma tók ferðin þaðan tii Ástralíu og sagði Bára að flugið hefði verið mjög þreytandi. „Fyrir utan Færeyjaferð, sem ég fór meö kórnum í fyrra, þá hafði ég aldrei fariö til útlanda, þannig að viöbrigðin voru mikil. En í augna- blikinu hef ég fengið mig fullsadda af flugvélum. Ferðin heim tók 36 tima. Þá flugurn við frá Thailandi til Amsterdam, biðum þar í nokkra tíma á flugvellinum og tókum vél til London. Á Heathrow þurftum við svo að bíða í 6 klukkutíma." Bára segir að kórnum hafi verið vel tekiö á þeim stöðum þar sem hann söng. Þeim hafi verið sýndir margir skemmtilegir staðir og hefði tíminn verið notaður óspart til að skoða athyglisveröa hluti og staði. Veðrið.var mjög gott. í Kína og Thailandi var steikjandi hiti en í Ástralíu er vetur um þetta leyti. Þýð- ir það að hitinn var svipaður og hér á landi nú, eða svona 10-15 gráður. En eftir ævintýralega ferð á fram- andi slóðir tekur hversdagleikinn við og hefur Bára hafið störf á nýjan leik í frystihúsinu Hvaleyri í Hafnarfirði, þar sem hún vinnur í sumar. Hún kláraði níunda bekk síðastliðið vor og hyggst fara í iðnskólann í haust og nema hárgreiðslu - með góðar minningar eftir óvenjulegt sumar. -RóG. Margir söknuðu Ólínu þegar hún hvarf af skjánum i nokkurra mánaða fri um siðustu áramót. En nú er hún komin aftur og segist alsæl með að vera komin aftur á gamla vinnustaöinn. DV-mynd GVA Ólína Þorvaröardóttir, fréttamaður Sjónvarpsins „Ég varekki í fæðingarorlofi" „Það er afskaplega gott að vera komin aftur á minn gamla vinnu- stað,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir, fréttamaður Sjónvarpsins, í samtali viðDV. Eins og þjóðinni er kunnugt hvarf Ólína af skjánum fyrir nokkrum mánuðum en hefur nú birst okkur á nýjan leik, hressileg að vanda. „Ég var orðin dálítið þreytt á að vera alltaf frammi fyrir alþjóð og mig langaði til að breyta aðeins til. Því fékk ég nokkurra mánaða frí frá störfum. Frænka mín, hún Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri Heimsmynd- ar, var um þettá leyti að fara að eiga barn og vantaði manneskju til að rit- stýra blaðinu með sér. Og úr varð að ég tók þátt í því í nokkra mánuði." „Ég hef nú unnið á blaði áður en tímaritavinnan var mjög skapandi og skemmtileg. En eins og ég segi þá er ég alsæl að vera komin aftur á Sjónvarpið. Andrúmsloftið er orðið gott aftur eftir dálítið erfiða tíma og er mikill áhugi í mönnum. Mér finnst ákveðinn ferskur blær setja svip sinn á fréttstofuna núna. Enda fylgja nýir straumar nýjum mönnum." Ólína á fjögur böm og aðspurð seg- ir hún því vissulega fylgja ákveðná togstreitu að vinna langan vinnudag vitandi af öllum börnunum heima. „Þetta gengur ágætlega enda tekur maðurinn minn fullan þátt í bama- uppeldinu. Svo er þetta líka spurning um skipulagningu og vilja. En hér með vísa ég á bug sögum um að ég hafi verið í fæðingarorlofi og eignast tvibura" segir Ólína. -RóG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.