Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. ,.Ég er stoltur maöur. Auövitaö heföi ég helst kosiö aö mál þróuöust á annan veg en ég veit ekki hvort ég á að kalla söluna a Velti persónulegt áfall." segir Ásgeir Gunnarsson sem þar til fyrir fáum dögun var forstjóri Veltis og seldi Volvo-bíla. Nú er hann atvinnulaus og fyrirtaekiö. sem menn flokkuðu meö þeim traustustu hér á landi. komið úr eigu fjölskyldu hans. Sala þótti æskilegri kostur en aö lýsa fyrirtækið gjaldþrota þótt ekki væri svo komið. ..Þetta er þó sambærilegt viö aö missa góðan ástvin," segir Ásgeir. ; Nærri 60 ára saga Á næsta ári veröa liðin 60 ár frá því fjölskylda Ásgeirs tók aö sér aö selja framleiðslu Volvo hér á landi og varö fyrsti sjálfstæði söluaðilinn fyrir nýstofnaöa bílaverksmiðju Svía. Þaö var ömmubróðir Ásgeirs, Halldór Eiríksson, sem fyrstur hafði umboöiö og síðan tók Gunnar Ás- geirsson viö og af honum Ásgeir fyr* ir um 20 árum. Skrifstofa fyrrum forstjóra Veltis er tómleg því hann hefur skilaö af sér til nýrra eigenda. Húsnæöiö ber þó enn þess merki aö þar hefur veriö höndlaö meö Volvo. Á göngum eru hyndir af Volvo af ýmsum árgerðum og í ýmsu ástandi. Gegnt stiganum upp á skrifstofuna er mynd af Gunn- ari Ásgeirssyni akandi á vörubíls- grind áriö 1934. „Ég neita því ekki aö það er eftir- sjón aö fyrirtækinu," segir Ásgeir. „Þaö eru fyrst og fremst utanaökom- andi aðstæður sem valda því hvernig komið er. Þar veldur mestu að Volvo í Svíþjóö haföi þrýst mjög á okkur aö reisa vörubílaverkstæöi. Eftir ftmm ára þóf ákvaö ég að láta undan. Við þurftum aö ftnna þessari starf- semi nýtt húsnæöi því allt var þegar ásett á Suðurlandsbrautinni. Það var ákveöiö að byggja nýtt fyr- ir rúmum tveimur árum. Þá voru menn bjartsýnni en nú er. Allt var á fleygiferö og viö fylgdum straumn- um. Byggingin átti aö fjármagnast meö erlendu íjármagni sem ég haföi fengiö vilyrði um. Volvo útvegaöi einnig fjármagn í Bandaríkjunum á mjög lágum vöxtum. Meö þetta aö bakhjarli var ákveðið aö kaupa og til þess tekin skammtímalán hér innan- lands. Þau átti síöan aö greiöa með erlendu lánunum. Lánin brugðust Þaö geröist næst aö ný ríkisstjórn tók viö völdum og okkur var synjað um erlendu lánin. Við sátum því uppi meö gífurlega mikinn fjár- magnskostnaö, á sama tíma og möguleikar á sölu atvinnuhúsnæðis minnkuöu mikið og sömuleiöis sala á dýrum bílum. Það reyndist því dýrt að halda þessu húsi. Sjálfur rekstur fyrirtækisins gekk mjög vel en íjár- magnskostnaðurinn var of þungur baggi. Vaxtaþróunin og ávöxtunarkrafan á lánunum réð úrslitum um aö svona fór. Fyrirtæki verða nú að eiga nán- Salanvar míkíð tilfinningamál - segir Ásgeir Gunnarsson, fyrrum forstjóri Veltis ast fyrir því sem þau ætla aö gera til aö standast íjármagnskostnaöinn. Þetta á eftir aö hefta • framþróún í landinu. Menn eru núna að átta sig á því að fyrirtæki verða aö eiga veru- legt eigiö fé til aö standast. Staðreyndin var einnig sú aö viö vorum að flárfesta utan um þann þátt fyrirtækisins sem ekkert gefur í aðra hönd sem er verkstæðisþjón- usta. Keppinautarnir íjárfestu hins vegar í söluhúsnæði sem við þegar vorunt búnir aö gera. Viö feyndum aö leysá vandann en það tókst ekki og húsiö seldist ekki. Málin fóru þó ekki verr en svo aö annar aðili tók viö. Eigendur Veltis fara í sjálfu sér ekki illa út úr dæm- inu því nýju eigendurnir tóku við öllum skuldunum en greiddu ekkert í peningum. ' Volvo í Svíþjóð vildi að fyrirtækiö yrði gert upp en ég taldi það ekki góðan kost því þaö gæti skaðað þaö álit sem Volvo hefur. Ég bauðst því til að ftnna kaupendur aö fyrirtæk- inu og þaö tókst. í Svíþjóö er beðið um gjaldþrotaskipti löngu áöur en hér er gert. Samkvæmt sænskum staðli ættu nánast öll fyrirtæki á ís- ’ landi að vera gjaldþrota." Nýja kynslóðin Ásgeir brosir þegar hann er spuröur um þá kenningu aö erftngj- arnir ráöi ekki viö aö halda því áfram sem forfeöurnir byggöu upp. „Ég var búinn aö snúast í þessum rekstri í um 20 ár og það jafngildir einni kyn- slóö,“ segir Ásgeir. „Faöir minn stýröi fyrirtækinu einnig í rúm tutt- ugu ár. Hins vegar eru mörg dæmi þess aö önnur eöa þriðja kynslóð missi það niður sem fyrsta kynslóðin kom í verk. Yfirleitt gerist þetta þannig aö fyrirtækin sofna, stjórn- endurnir hætta aö hafast að. Veltir var í miklum blóma og gekk vel ef frá er talin þessi fjárfesting sem reyndist svo erfiö. Erfiöleikar af þessu tagi vekja líka alltaf meiri athygli þegar fyrirtæki, sem selja þekkta og mikiö auglýsta vöru, eiga í hlut. Sala á fyrirtækjum í öðrum rekstri vekur ekki eins mikla athygh þótt umsetningin sé ef til vill jafnmikil. Einn af þeim möguleikum, sem komu til greina til aö styrkja stööu Veltis, var aö taka umboð fyrir fleiri bílategundir. „Nú eru bílaumboö ekki á lausu en ég hafði alla tíö þá skoðun að fyrst ættum viö að skila því vel sem við höföum áöur en farið væri aö glíma viö fleiri verkefni. Volvo er að vísu bíll sem kostar marga peninga þótt ekki sé hann dýr. Volvoinn er þó í þriðja sæti hvaö varöar fjölda í bílaflota lands- manna,“ segir Ásgeir í þeim tón sem alltaf má heyra hjá aðdáendum Volvo. Veldið stendur Þótt Veltir hafi veriö seldur þá eru eignir fjölskyldunnar ekki upp- urnar. Gunnar Ásgeirsson h/f staifar áfram og hefur keypt hluta af eignum Veltis. Asgeir segir aö þetta fyrirtæki standi vel og að erfiðleikar Veltis hafi ekki komiö niður á því. „Það kom þó til tals aö fyrirtækin yrðu sameinuð en þaö varð aldrei úr og fjármagn var aldrei flutt milli þeirra," segir Ásgeir. „Hjá Gunnari Ásgeirssyni veröur áfram verslað meö sömur vörumerkin og áður.“ Gunnar Ásgeirsson hefur lengi verslað meö sænskar vörur seni Ás- geir skýrir meö því aö eftir aö sala á Volvo hófst hafi íleira af sænskri framleiðslu fylgt smátt og smátt í kjölfarið og seinast bættust aðventu- ljósin margfrægu viö.. En Volvo var alltaf stærsti bitinn. Tilfinningamál „Ákvöröunin um söluna á Velti var aö sjálfsögðu rædd mjög í fjöl- skyldunni,“ segir Ásgeir. „Þaö var algert samkomulag um aö fara svona aö þótt þetta hafi veriö mikið tilfinn- ingamál. Ég skal þó fúslega viöur- kenna aö ég var orðinn nokkuð þreyttur á rekstrinum. Ekki vegna þess að hann hafi krafist’ of mikillar orku heldur var það stundum svolít- iö hversdagslegt aö koma til vinnu á morgnana þegar. reksturinn gekk nánast af sjálfu sér. Ég ræddi þetta einu sinni við Ingi- mund Sigfússon í Heklu sem veriö hefur í bílainnflutningi í hátt í tutt- ugu ár. Hann sagðist vera farinn aö fást viö útílutning til þess aö rétta sig af því vinnan væri orðin svo hversdagsleg. Ég reyndi eitthvaö svipað. Ingimundur haföi samband viö mig strax og það mál kom upp að við yrðúm aö selja Velti til aö hjálpa mér móralskt. Viö snæddum saman og ræddum um lífið og tilveruna. Þetta var skörulega gert hjá honum því hann var nú einn af keppinautunum. Þeir eru fáir sem þora aö brjóta ísinn þegar svona stendur á. Ég upplifði töluverða tómleikakennd meöan á þessu stóö og jafnvel góöir vinir mín- ir veigruðu sér viö aö ræöa málin aö fyrra bragöi. Slík breyting er erflö í litlu þjóöfélagi. Þó þykir mér sárast að sjá á bak góöu starfsfólki og sumu þeirra atvinnulausu og einnig aö sjá á bak áratugakynnum góðs viö- skiptavinar. ísland h/f Ásgeir Gunnarsson hefur á und- anförnum árum oft reifað hugmynd- ir um efnahagsmál sem mörgum hafa þótt allreyfarakenndar. „Það er ekkert varið í skoðanir ef ekki er hægt aö rífast um þær,“ segir Ásgeir hlæjandi um andmælin. „Ég lít svo á að við íslendingar höfum ákveðið að veiða ekki meira en kvótinn í fisk- veiðunum segir til um. Þar verður því ekki vöxtur á næstu árum. Við þetta bætist iðnaðarútflutningur sem kann að aukast eitthvað. í aðalatrið- um erum við þó búnir að afmarka hvað tekjurnar verða miklar. Á móti kemur innflutningurinn. Markaðurinn fyrir innflutningsvör- ur er nú mettaður. Bílamarkaðurinn er mettaöur og sömuleiðis markaður fyrir sjónvörp, myndbönd og þar, fram eftir götunum. Ef menn ætla að ráðast í verulegar fjárfestingar er það ekki hægt nema með því aö hafa markað af einhverjum öðrum. Það er í stórum dráttum afmarkað hvað ísland h/f, sem ég kalla svo, má eyða. Því má segja að bygging stórs verk- stæðis, eins og hjá Velti, sé í of mikið ráöist. Hugmyndir mínar um efnahags- málin eru lærdómur sem ég dreg af rekstrinum á Velti og einnig það sem ég hef lært af fyrirlestrahaldi, bæði fyrir ráöamenn þjóðarinnar, starfs- menn mína og erlenda gesti. Ég tel að hugmyndir mínar séu að sannast núna. Þaö geta ekki orðið fleiri versl- anir til á íslandi nema forsendur breytist verulega. Þær éta upp hver aðra eða fara á hausinn. Og þetta er bara byrjunin. Ég sé ekki að ríkisvaldið sé að grípa í taum- ana með einhverju offorsi..Það heföi mátt gera eitthvað fyrr. Það sem Guðmundur Magnússon prófessor sagði í DV nú í vikunni er hárrétt. Við getum valið á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Hvor leiöin veröur far- in ræðst mikið af því hvernig ASÍ bregst viö. Ég reikna ekki meö aö atvinnuleysi verði leyft þótt þaö sé nú þegar til dulbúiö. Atvinnuleysi skárri kostur Ég tel að atvinnuleysi sé æski- legri leið þótt það sé hart að segja það. Veröbólgu vill enginn. Við kynntumst atvinnuleysi árið 1968 og aftur 1974. Þá flúðu menn land en komu flestir aftur. Ég tel óhjákvæmi- legt að það verði landflótti núna á næstu misserum. Ég heyri það á fólki í kringum mig. Fólk er næmara núna fýrir því sem er að gerast en það var árið 1968. Talandi um aö missa vinnu viö breytingu sem þessa. Segja má að samruni fyrirtækja auki atvinnu- leysi sökum hagræðingar í kjölfar samruna." Árin 1967 og 1968 var gengiö fellt verulega og velfelst fyrirtæki í landinu áttu í miklum erfiöleikum. Þaö var þá sem Veltir var stofnaður vegna erfiðleika hjá Gunnari Ás- geirssyni. Árið í ár er aö sumu leyti hliöstætt nema nú er ekki sama svigrúm til vaxtar. Þá var möguleiki á að auka veiðar úr öðrum fiskstofn- um eftir að síldin hvarf en það er ekki hægt núna. Viö höfum náð há- markinu í aflamagni. Eini möguleik- inn á aukningu er með nýju álveri. Ef ríkisstjórnin heldur sömu stefnu áfram er ekki vafi á að hún drepur niður atvinnureksturinn í landinu. Ég er ekki í vafa um það. Núna eru peningar helsta söluvaran hér og bíl- ar á niðursettu verði. Fólk er núna að hætta að þora að taka lán og þar kemur aö bankarnir losna ekki við peningana sína. Það er verið aö ræða mjög grannt núna í ríkistjórninni og ráðuneytun- um hvernig eigi að bregðast við og það verður aö treysta grundvöll fyr- irtækjanna ef ekki á að fara illa.“ Ekki erfðaprins Ásgeir Gunnarsson er sjálfsagt einn af þeim mönnum sem kallaöir eru „erföaprinsar" í atvinnulífinu - menn sem fæðast til að taka við fyrir- tæki. „Nei, það var ekki gert ráð fyr- ir því þegar ég var ungur maður aö ég ætti aö taka við fyrirtækinu," seg- ir Ásgeir. „Ég ætlaði að verða flug- maður eins og eldri bróðir minn. Við ólumst upp á Ægisíðunni, við endann á flugbrautinni og höfðum flugvélar fyrir augunum alla daga. Að loknu námi í Verslunarskólanum fór ég þó til Svíþjóðar að læra tæknifræði og var í Gautaborg í návígi við Volvo. Ég lærði þar véltæknifræði með hitalagnir í hús sem sérfag og geröi ráð fyrir að þaö yrði atvinna mín þegar ég kæmi heim. Faðir minn hafði ekki ætlað mér neinn þátt í fyrirtækinu en Siguröur Gunnars- son, fulltrúi hans, varð til þess að ég kom til starfa hjá fyrirtækinu sem verslunarstjóri varahlutadeildar. Ég maldaði ldngi í móinn en honum tókst á endanum aö telja mig á að koma til starfa. Faðir minn spáði ekkert í þetta. Nótt til umhugsunar Þegar fyrirtækiö lenti í vanda árið 1968 taldi faðir minn að bílaþátt- ur fyrirtækis hans væri of erflður og hann vildi selja Volvoumboðið. Volvo í Svíþjóð vildi að hann héldi áfram og þá var Veltir stofnaöur og Volvo lagði 10% í fyrirtækiö. Bróöur mínum var boöin forstjórastaðan en hann vildi hana ekki. Þá fékk ég eina nótt til að hugsa mig um og hef verið forstjóri þangað til núna. Ég hef mína menntun í tæknifræðinni en hef ekki unnið við hana. Það er alveg óráðið hvað’ ég fer að gera núna. Þessa stundina er ég í Ihlaupavinnu hjá Gunnari Ásgeirssyni h/f. Ég er á mjög einkennilegum tíma- punkti núna. Ég hef losað mig við allar skuldbindingar fyrir Velti en þær voru að jafnaöi um 300 milljónir því það er krafa bankanna að stjórn- endur fyrirtækja gangi persónulega í ábyrgö fyrir fyritækin. Þetta er í raun út í hött. Ég-wJáus við aö stýra starfsfólki sem var um 80 manns og ég er laus við kvabbið í kúnnunum. Þetta er einkennileg tilfmning því ég skulda hvergi krónu sem er vissulega léttir en eftirsjá samt. Ég reikna ekki með að vinna í framtíðinni hjá Gunnari Ásgeirssyni h/f og veit ekkert hvað ég tek mér fyrir hendur. Kveðskapur og lagasmíð Ég læt mér nægja að sinna áhuga- málunum. Einu sinni sótti ég mjög í laxveiöi en hef minnkað það mjög. Núna nota ég tímann til aö vera með íjölskyldunni og yrki og sem lög. í kveðskapnum held ég mig við hefð- bundna íslenska bragfræði. Lögin sem ég í svipuðum stíl. Ég hef lítið birt opinberlega en aö vísu var leikið eftir mig lag í Dómkirkjunni um dag- inn, samið viö ljóðið Sorgina eftir Tómas Guðmundsson. Annars geri ég þetta fyrir mig og mína. Ég er bara svona gutlari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.