Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 19 meðal annars gerikomplex, fríska- mín og C-vítamín. Hún sagði að sér veitti ekki af þessu enda væri þetta mjög gott fyrir heilsuna. Böm náttúrunnar Jón Daníelsson úr Hafnarfirði settist að á Hesteyri fyrir morgum árum eftir að hafa dreymt að álfkona hefði hjálp- að móður Önnu úr brennandi húsi. „Kríurnar rífast stundum örlítið og skita svo á mann af hræðslu," sagði Anna og hélt inn í mitt fuglafarganið. í raun var þaö ótrúlegt upplifelsi að heilsa upp á þau Önnu og Jón. Þau eru meöal fárra núlifandi íslend- inga sem má meö sanni kalla börn náttúrunnar og lifa svo til sam- kvæmt því, þótt inni á milli megi sjá hluti sem nútímafólk, sem ann lífs- gæðum, hefur tileinkað sér. Þau hins vegar misnota sér ekki nútímann heldur nýta sér hann til góös. Og áður en blaðamaður og ljós- myndari kvöddu Hesteyrarfólk bauð Anna okkur upp á C-vítamín og sagði okkur ekki veita af. Ennfremur bað hún um borgun fyrir innhtið og spjallið. En krafan var sú að við sendum henni Dagblaðið - Vísi ef eitthvað birtist um hana því hún sagðist aldrei sjá dagblöð. I gömlum sögusögnum hermir að Hesteyri hafi fengið nafn sitt er hest- ur synti yfir Mjóaíjörðinn sem er um tveggja kílómetra breiður þar sem hann er, breiðastur og talið er aö hesturinn hafi synt. Það eru greini- lega ekki bara kýr sem fá sér ærlegan sundsprett! Og ekki hefur hann getað keyrt Skódann sinn síðan hann meiddist á fætinum þannig að ég ákvað þá að taka bílpróf, komin langt á sextugs- aldurinn. Það varð einhver að hafa bílpróf á heimilinu. Það gekk nú samt heldur hægt og rólega að læra á bílinn því ég hafði áður keyrt trakt- or þar sem maður stoppar alltaf á mihi til að skipta um gír. Ég átti það lengi til að stoppa bíhnn og skipta um gír. Maður er svo vanafastur. Aðspurð hvort hún hefði keyrt bíl- inn til Reykjavíkur sagðist hún lengst fara til Reyðarijarðar. „Eg hef einu sinni þurft að sinna erindum á Egilsstöðum,“ sagði hún „en ég nota bílinn helst í stuttar ferð- ir.“ Eftir örlitla skoðunarferð um jörð- ina bauð Anna okkur inn í hús og sagði um leið afar sterka setningu sem lýsir hvað best virðingu hennar fyrir náttúrunni: „Má ekki bjóða ykkur inn fyrir en það er ekki eins fahegt inni hjá mér og úti í náttúrinni.“ Skeljar, steinar og glerbrot Heimih hennar hefur að geyma ýmsa hluti sem ekki sjást inni í stofu hjá hverjum sem er. Til að mynda var þarna gömul vél á miðju stofu- gólfinu. Og uppi um alla veggi mátti sjá hstaverk Ónnu - álíka skelja- ramma og hún hafði gefið forsetan- um á sínum tíma. „Ég nota skeljar og steina til þess að búa til rammana og glerbrot ef mér sýnist svo,“ sagði hún og benti okkur á einn sem var alsettur skelj- um'. „Eins og þú sérð verða að vera eins litaðar skeljar í römmunum og samstæðar. Það getur tekið nokkurn tíma aö finna fallegar skeljar í íjör- unni.“ Það var fleira merkilegt að sjá inni hjá Önnu. Þarna var til dæmis alls kyns vítamín að finna á borðum, Dreymdi að álfkona hefði hjálpað Einnig má geta þess að flutningur Jóns Daníelssonar, meöbúanda Önnu, kom til af því, að sögur herma, þegar gamla Hesteyrarhúsið, hús foreldra Önnu, brann. Þá hafði Önnu með undraverðum hætti tekist að bjarga móður sinni í gegnum glugga á efri hæðinni og niöur stiga sem þar var til. Sagan segir að stiginn hafi verið það fúinn að hann hafi varla getað haldið mús, hvaö þá manni. Nokkru eftir brunann hafði Jón, sem þá bjó í Hafnarfirði, samband við Önnu og sagði að hann hefði dreymt sömu nótt að álfkona hefði bjargað móður hennar. Anna og móðir hennar tóku söguna trúanlega og buðu Jóni að koma til sín. Frá þeim tíma hefur Jón haft búsetu á Hesteyri. -GKr ÍÞRÓTTAKENNARAR Grenivíkurskóla vantar íþróttakennara sem einnig getur tekið að sér kennslu í öðrum greinum. Frítt húsnæði í boði. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118. HINAR VINSÆLU VOGIR FRÁ PRO 7500 ERU KOMNAR AFTUR Fyrir ávaxtaborð, kjötborð og fyrir sjálfsafgreiðslu. LÆKKAÐ VERÐ RDKRÁS RAFEINDATÆKNIÞJÓNUSTA BlLDSHÖFDA 18 - SlMI 671020 SUMARHUS LEIÐ TIL AÐ LÁTA SUMARFRÍIÐ ENDAST ALLT ÁRIÐ! Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar hefur um árabil framleitt glæsileg sumarhús, sett saman úr einingum. Húsin eru heilsárs hús sem þýðir að mjög er vandað til einangrunar, samsetningar og alls frágangs. Sumarhúsin frá Trésmiðju Guðmundar Friðrikssonar eru á hagstæðara verði en þig grunar. Hafðu samband við okkur hjá TGF og við sendum þér bækling með nánari upplýsingum um verð og kjör. Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar, Sólvöllum 8, 350 Grundarfjörður. Sími: 93-86995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.