Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Lífsstm TÖitwÚf 'H 'Zt/, *«{ >*y 'A •■<>»«>• »\/ XC, W t. LABACÍ”’ WnJýratesknir Lsráitæknir Hundaæði er landlægur smitsjúk- dómur. Sem betur fer hefur hann ekki enn borist hingað til lands en ferðamenn eiga á hættu að komast í snertingu við hann í fjölmörgum löndum heimsins Banvænn sjúkdómur: Hundaæði Hundaæði er hættulegur sjúk- dómur sem finnst víðs vegar um heim. Hann finnst meðal annars í mörgum löndum Evrópu. Smit berst í fólk ef það er bitið, klórað eða jafn- vel sleikt af sýktum dýrum, t.d. hundum, köttum, refum o.s.frv. Það borgar sig því að hugsa sig tvisvar um áður en dýrum er klappað. Ef feröamenn eru bitnir eða klórað- ir af einhverri skepnu er vissara að bregöast rétt við. ★ Þvoið sárið sem fyrst. Notið sápu og/eða skolið með hreinu vatni. Ef það er ekki til staðar má nota alkó- hól eða aðra hreina vökva. ★ Leitið til læknis sem fyrst. Það getur verið að nauösynlegt að fá sprautu. ★ Fáið nafn, heimilisfang og síma- númer eiganda ef gæludýr hefur valdið sárinu. Fáið honum sömu upplýsingar um ykkur. Biðjið hann um að hafa samband ef í ljós kemur á næstu tveim vikum að dýrið sé veikt. Komist að því hvort skepnan hefur fengið sprautur gegn hunda- æði og fáið að sjá bólusetningarskír- teinið. Þótt dýrið hafi verið sprautað er ekki víst að maður sé hólpinn. ★ Skrifið hjá ykkur stað og stund þegar þið lentuð í þessu, hvaða teg- und skepnan var og hvort hún var villt eða ekki. ★ Hafiö samband viö lögreglu ef æst eða óróleg skepna hefur ráðist á ykk- ur. ★ Ráðfærið ykkur strax við lækni þegar heim er komið. Að vísu er hægt að fá sprautur sem auka viðnám gegn hundaæði. Slíkt er þó ekki talið nauðsynlegt hjá al- mennum ferðamönnum. Þó er athug- andi að fá þessa sprautu sé fyrir- hugað að ferðast í langan tíma eða til staða þar sem læknisþjónusta er bágborin. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að sprautað sé gegn hundaæöi eru allar varúðarráðstaf- anir nauðsynlegar. Aðalreglan er auðvitað að forðast náin samskipti við dýr. Látið til dæmis ekki bömin klappa hundum eða köttum sem þau sjá á götunni. Hundaæði getur verið banvænn sjúkdómur og allar varúðarráðstaf- anir eru því af hinu góða. -EG Þú vttt ekki míssa L^. þann stóra -/4 ekki ökuskírteinið heldur! i Hvert sumar er margt fólk í sumarleyfi tekið ölvað við stýrið. & Enn geisar aldagamall sjúkdómur: Mýrarkalda eða malaría Vissara er að hafa allan vara á ef ferðast er til landa þar sem malaría er landlæg. ★ Aflið upplýsingar hjá lækni um malaríutöflur. í sumum löndum eru sérstaklega þrálát afbrigði af malariu og þarf aö athuga hvaða lyf hentar best. ★ Takið töflumar fyrir, á meðan og eftir ferðalagið. Haldið áfram að taka þær í mánuð eftir að heim er komið. Meðgöngutími sjúkdómsins getur verið langur. Ferðalangar, sem ferðast til malaríusvæða, ættu því að hafa andvara á sér nokkurn tíma eftir að ferð lýkur. ★ Forðist moskítóbit. Hyljið hand- leggi og fætur ef farið er út úr húsi eftir sól'arlag. Sofið í herbergum eða húsum þar sem flugur komast ekki inn. Hengið moskítónet yfir rúmið ef slíkar varnir eru ekki fyrir hendi. Notið skordýrafælur eða eitur. . Þessar fyrirbyggjandi aðferðir ættu að minnka líkurnar á áö fá malaríu. -EG. A mörgum stöðum i Afríku, Asiu, Mið- og Suður-Ameríku er hætta á að fá malaríu af moskítóbiti. Dökku svæðin á kortinu eru helstu smitsvæði malaríu. Nokkrir sjúkdómar Hér verður minnst á nokkra al- genga sjúkdóma og bólusetningar gegn þeim. Gula í allmörgum löndum heims er kraf- ist vottorðs sem sýnir að viðkomandi hafi farið í ónæmissprautun viö gulu. Sprautun ætti að eiga sér staö minnst tíu dögum fyrir brottför. Sé rétt geng- ið frá vottorðinu gildir það í tíu ár. Smitandi lifrarbólga og taugaveiki Þeir ferðamenn, sem ferðast til staða þar sem hreinlæti er af skorn- um skammti, ættu að íhuga varnir gegn lifrarbólgu og taugaveiki. Stífkrampi Smitleið þessa sjúkdóms er opin sár. Sé ferðast til staða þar sem að- gangur að læknaþjónustu er ekki greiður ætti að athuga möguleikann á sprautun gegn stífkrampa. Stór hluti þjóðarinnar hefur verið spraut- aður við stífkrampa en þó er ástæða til að athuga hvort ekki sé þörf á Þöguli böðullinn: Eyðni Eyðni er trúlega sá sjúkdómur sem hefur á síðustu árum fengið mesta umfjöllun manna á meðal. Samt er ærin ástæða að minnast enn einu sinni á eyðni, ekki síst þar sem ís- lendingar virðast duglegir að sýkjast erlendis. Ekki skal hér fjölyrt um sjúk- dóminn eða þær smitleiðir sem þekktar eru. Þess í stað verður minnst á nokkra góða siði í kynferð- ismálum þegar ferðast er. ★ Eftir þvi sem þú hefur kynmök við færri aðila þvi minni hætta er á smit- un. ★ Gleðikonur eru mjög ofarlega á listanum yfir áhættuhópa. Þeir sem hafa samfarir við gleðikonur tefla lífi sínu í tvísýnu þar sem vinnings- hkur eru sorglega litlar. ★ Ef þú færð rekkjunaut, sem þú þekkir lítið, er sjálfsögð skynsemi að nota verjur. Þær draga stórlega úr hættu á smiti. Mundu að smitist þú af sjúkdómin- um eru miklar líkur á að þú smiÆ^ þinn vanalega rekkjunaut þegar heim er komið. Eins og flestir þekkja er hægt að smitast af eyðni með sýktu blóði. í sumum löndum er blóð, sem notað er til blóðgjafar, ekki rannsakað meö tilliti til hugsanlegrar eyðnisýkingar. Ef nauðsynlegt er að fá blóð á stað þar sem sjúkdómurinn er tíður reyn- ið þá að foröast óskoðað blóð úr manni frá svæðinu. Reynið eftir mætti að komast h)á því að nota ykk- ur heilsugæslu og læknisþjónustu - þar sem hún er bágborin. Reynið að komast til viðurkenndra lækna eða stofnana þar sem fullkomins hrein- lætis er gætt. -EG sprautu. Þeir sem komnir eru yfir fertugt ættu sérstaklega að athuga hvort þeir hafa verið bólusettir gegn þessum sjúkdómi. Mænusótt Síðan 1960 hefur verið bólusett gegn mænusótt. Öruggara er þó aö athuga hvort ónæmi er fyrir hendi ef ferðast er til landa þar sem mænu- sóttin er landlæg. Berklar Þeir sem fara til langdvalar til landa þar sem berklar eru algengir ættu að hafa samband við berkla- varnir heilbrigðiskerfisins. Venju- lega eru ferðamenn, sem feröast í stuttan tíma til þessara svæða, ekki bólusettir en rétt er að fara í ónæm- isprufur þegar heim er komið. Best er að hafa samband viö lækna um upplýsingar þar að lútandi. -EG SMÁAUGLÝSINGAR Mánudaga - föstudaga, 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 - 22.00 Þverholti 11 s: 27022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.