Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 40
52 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. LífsstfQ dv Áður en haldið er af stað Ef feröast á til útlanda er nauösyn- legt að huga aö hugsanlegri smit- hættu. Hjá læknum og á heilsu- gæslustöðvum fást upplýsingar um hvort æskilegt sé að fara í ó’-^emis- sprautur áður en haldið ul ákveð- inna landa. Á flestum heilsugæslu- stöðvum og á Heilsuverndarstöö Reykjavíkur er síðan hægt að fá þess- ar ónæmissprautur. Nauðsynlegt er að skoða þessi ntál í tíma, sérstaklega ef halda á til fjarlægra staöa. Það getur verið ástæða til að fá nokkrar sprautur áður en meðferðin er full- komin. Einnig þarf oft að byrja sprautun nokkrum vikum og upp í mánuði áður. Flestir þeir sem eru fullorðnir fengu sem börn ýmsar ónæmis- sprautur. Það getur verið að sumar virki ekki lengur og þarf að athuga það. Eru tennurnar í lagi? Ef ferðamaður er haldin ein- hverjum sjúkdómi er skynsamlegt að undirbúa sig sérstaklega fyrir ferðina. Best er að hafa samband við lækni og haga undirbúningi í sam- ráði við hann. Til dæmis getur verið nauðsynlegt aö taka með sér lyf eða kynna sér möguleika á læknaþjón- ustu á ákvörðunarstað. Margir gleyma að láta athuga tenn- urnar áður en haldið er í ferðalag. Það er ekki sérlega skemmtileg uppá- koma að fá heiftarlega tannpínu í miðju ferðalagi. Einnig getur verið mjög dýrt að leita sér tannlækninga í útlöndum. Síðast en ekki síst er rétt að minna á tryggingar. Ótrúlega margir gleyma eða ætla að spara sér að kaupa tryggingar. Það getur kostað háar upphæðir að fá læknisþjónustu í útlöndum. Verð á tryggingum er ekki svo hátt að auðvelt sé að rétt- læta sparnað á því sviðinu. -EG Aðgát í ferðalaginu Á meðan á ferð stendur er hægt að haga sér þannig að hættan á veik- indum minnki. * Gott er að hafa með sér ýmsa smá- hluti sem geta komiö að góðum not- um. Plástur og smárúlla af sárabindi tekur ekki mikið plá§g en getur kom- iö í góðar þarftr. Flugnafælur og smyrsh til aö halda frá flugum eru fáanleg. Sé farið til landa, þar sem vatn er óhreint. er þjóðráð að kaupa töflur sem sótthreinsa vatnið. ★ Athugiö hvort vatnið á staðnum sé hreint. Ef þið eruð í einhverjum vafa notið þá vatn úr flöskum til að bursta tennurnar og skola munninn. Ef ekki er mögulegt að nálgast Vatn á flöskum er hægt að sjóða krana- vatn eða nota sótthreinsunartöflur til að hreinsa það. Ef mjólk er ekki gerilsneydd og í lokuðum pakkning- um er vissara að sjóða hana fyrir neyslu * Farið varlega í vali á matvælum. Á sumum stöðum er mikil hætta á sýkingu og er nauðsynlegt að gæta fyllstu varúðar. Eftirfarandi matvæli geta verið varasöm: hrátt grænmeti, salat og óafhýddir ávextir, hrár skel- fiskur, rjómi, ís og ísmolar úr krana- vatni, ásamt illa soðnu eða steiktu kjöti og fiski. Illa soðinn, kaldur eða upphitaður matur getur verið hættu- legur. Nýlega matreiddur matur er öruggastur. ★ Hreinlæti er alltaf besta leiðin til að verjast bakteríum. Að sjálfsögðu á alltaf að þvo sér vel um hendur áður en matur er meðhöndlaður eða borðaður. ★ Margir fara flatt á sólböðunum. Það borgar sig aö fara varlega í sól- inni fyrstu daganna. Nú á dögum eru til krem sem koma í veg fyrir sól- bruna. Hentugt er aö nota slík krem fyrstu dagana. í hita tapar líkaminn miklum vökva og salti. Einkennin eru ógleöi, svimi og höfuðverkur. Til að koma í veg fyrir þetta er best að auka neyslu á salti og vökva. Þægileg og svöl föt (t.d. úr baðmull) eru best í miklum hita. * Kynsjúkdómar eru orðnir algengir í heiminum. Sumir þeirra eru ban- vænir. Aðgát í kynlífi á ekki síður við á ferðalagi en utan. Ef ferðamað- ur heldur að hann hafi smitast af kynsjúkdómi ætti hann að leita til læknis strax. Jafnframt ætti það að vera hans fyrsta verk þegar heim er komið. -EG Þegar ferðast er til útlanda komast íslendingar stundum i snertingu viö sjúkdóma sem ekki þekkjast hér á landi. íslensk heilbrigðisyfirvöld bjóða upp á ónæmissprautur við mörgum þessara sjúkdóma en almenn varkárni og skynsemi er samt besta veganestið. Halló Okkur vantar einn hressan kennara í vetur. Erum á besta stað í Eyjafirði, stutt á alla staði í nágrenninu, nýtt skólahúsnæði. Hvernig væri að athuga málið? Upplýsingar á kvöldin í símum 96-61728, 96-61737 og 96-61753. Kennarar Vegna forfalla vantar kennara við Grunnskóla Blönduóss næsta skólaár. Meðal kennslugreina er kennsla yngri barna. Fríðindi í boði. Nánari upplýs- ingar veita skólastjóri í síma 95-4114 og yfirkennari í síma 95-4310 Skólanefnd Sjúkdómur Áhættusvæöi Smitleiðir Bólusetning Bólusetningar- skirteinis krafist Aðrar varúðar- ráðstafanir Aids Sjúkdómurinn þekkist um viða veröld en aðal áhættusvæðin eru Mið-Afríka, Evrópa og Amerikurnar. Samfarir við sýktar manneskjur Einnig með blóði úrsýktu fólkiog notkun á nálum sem hafa komist í snertingu við vírusinn. Engin. Nei. Sjá annars staðar á siðunni. Kólera Afrika, Asia, Mið-Austurlönd. Sérstaklega i löndum þarsem hreinlæti er lélegt. Smitmengaður maturog vatn. Venjulega tvær sprautur. Vottorð gildir i sex mánuði. Hjá sumum þjóðum er farið fram á vottorð um bólusetningu. Bólusetning tryggir ekki fullkomið öryggi. Gætið að í matog drykk. Smitandi lifrar- bólga. Á flestum stöðum jarðar þarsem hrein- læti eraf skornum skammti. Smitmenguð matvæli og vatn. Umgangurvið smitaðfólk. Fáið ráðleggingar hjá lækni. Nei. Gætið fyllsta öryggisimatog drykk og hreinlæti erfrumnauðsyn. Malaría Afríka, Asia, Mið- og Suður Amerika. Berst með biti úrsýktum Moskitóflugum. Engin, en rnalariuvarnar- töflur eru til. Nei. Sjá annars staðará siðunni. Mænu- veiki. Alls staðar nema i Ástralíu, Nýja Sjálandi, Evrópu og Norður-Ameriku. Með umgengni við smitað fólk. Berst sjaldan með matog drykk. Nauðsynlegt eraðfara nokkrum sinnum í mænuveikis- sprautur og það þarfað endurnýja á tíuára fresti. Nei. Aðgát i matogdrykk. Hunda- æði. Viða um heim. Biteða klór frá dýrum. Leitið upplýs- inga hjá lækni. Nei. Sjá annars staðar á siðunni. Stíf- krampi. Á stöðum þarsem langt er i aðstöðu til lækninqa. Smitberst í opin sár. Leitið upplýs- inga hjá lækni. Nei. Þvoiðöll sárvel. Berklar Asía, Afrika, Mið- og Suður-Amerika. Berst i lofti frá sýktu fólki. Mótstöðuprófun og sprautun þrem mánuðum fyrir brottför. Nei. Leitið læknisvið brjóstverkjum og þrá- látum hósta. Tauga- veiki. Ástöðum utan Evrópu Norður-Ameriku, Ástraliu og Nýja Sjálands þarsem hreinlæti er af skornum skammti. Smitmenguð matvæli, vatn og mjólk. Tvær sprautur með4til6 vikna milli- bili. Mótstaða er endurnýjuð með einni sprautu vanalega eftir þrjúár. Nei. Aðgát i matog drykk. Gula Afrika, Suður-Amerika. Bitfrá sýktum moskitóflugum. Eina sprautu gegnguluþarf að fáminnst tiu dögum fyrir brottför. Sprautuvottorðið gildiritiu ár. Já i mörgum löndum er krafist vottorðs. Forðist bit frá moskító- flugunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.