Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 40
52 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. LífsstfQ dv Áður en haldið er af stað Ef feröast á til útlanda er nauösyn- legt að huga aö hugsanlegri smit- hættu. Hjá læknum og á heilsu- gæslustöðvum fást upplýsingar um hvort æskilegt sé að fara í ó’-^emis- sprautur áður en haldið ul ákveð- inna landa. Á flestum heilsugæslu- stöðvum og á Heilsuverndarstöö Reykjavíkur er síðan hægt að fá þess- ar ónæmissprautur. Nauðsynlegt er að skoða þessi ntál í tíma, sérstaklega ef halda á til fjarlægra staöa. Það getur verið ástæða til að fá nokkrar sprautur áður en meðferðin er full- komin. Einnig þarf oft að byrja sprautun nokkrum vikum og upp í mánuði áður. Flestir þeir sem eru fullorðnir fengu sem börn ýmsar ónæmis- sprautur. Það getur verið að sumar virki ekki lengur og þarf að athuga það. Eru tennurnar í lagi? Ef ferðamaður er haldin ein- hverjum sjúkdómi er skynsamlegt að undirbúa sig sérstaklega fyrir ferðina. Best er að hafa samband við lækni og haga undirbúningi í sam- ráði við hann. Til dæmis getur verið nauðsynlegt aö taka með sér lyf eða kynna sér möguleika á læknaþjón- ustu á ákvörðunarstað. Margir gleyma að láta athuga tenn- urnar áður en haldið er í ferðalag. Það er ekki sérlega skemmtileg uppá- koma að fá heiftarlega tannpínu í miðju ferðalagi. Einnig getur verið mjög dýrt að leita sér tannlækninga í útlöndum. Síðast en ekki síst er rétt að minna á tryggingar. Ótrúlega margir gleyma eða ætla að spara sér að kaupa tryggingar. Það getur kostað háar upphæðir að fá læknisþjónustu í útlöndum. Verð á tryggingum er ekki svo hátt að auðvelt sé að rétt- læta sparnað á því sviðinu. -EG Aðgát í ferðalaginu Á meðan á ferð stendur er hægt að haga sér þannig að hættan á veik- indum minnki. * Gott er að hafa með sér ýmsa smá- hluti sem geta komiö að góðum not- um. Plástur og smárúlla af sárabindi tekur ekki mikið plá§g en getur kom- iö í góðar þarftr. Flugnafælur og smyrsh til aö halda frá flugum eru fáanleg. Sé farið til landa, þar sem vatn er óhreint. er þjóðráð að kaupa töflur sem sótthreinsa vatnið. ★ Athugiö hvort vatnið á staðnum sé hreint. Ef þið eruð í einhverjum vafa notið þá vatn úr flöskum til að bursta tennurnar og skola munninn. Ef ekki er mögulegt að nálgast Vatn á flöskum er hægt að sjóða krana- vatn eða nota sótthreinsunartöflur til að hreinsa það. Ef mjólk er ekki gerilsneydd og í lokuðum pakkning- um er vissara að sjóða hana fyrir neyslu * Farið varlega í vali á matvælum. Á sumum stöðum er mikil hætta á sýkingu og er nauðsynlegt að gæta fyllstu varúðar. Eftirfarandi matvæli geta verið varasöm: hrátt grænmeti, salat og óafhýddir ávextir, hrár skel- fiskur, rjómi, ís og ísmolar úr krana- vatni, ásamt illa soðnu eða steiktu kjöti og fiski. Illa soðinn, kaldur eða upphitaður matur getur verið hættu- legur. Nýlega matreiddur matur er öruggastur. ★ Hreinlæti er alltaf besta leiðin til að verjast bakteríum. Að sjálfsögðu á alltaf að þvo sér vel um hendur áður en matur er meðhöndlaður eða borðaður. ★ Margir fara flatt á sólböðunum. Það borgar sig aö fara varlega í sól- inni fyrstu daganna. Nú á dögum eru til krem sem koma í veg fyrir sól- bruna. Hentugt er aö nota slík krem fyrstu dagana. í hita tapar líkaminn miklum vökva og salti. Einkennin eru ógleöi, svimi og höfuðverkur. Til að koma í veg fyrir þetta er best að auka neyslu á salti og vökva. Þægileg og svöl föt (t.d. úr baðmull) eru best í miklum hita. * Kynsjúkdómar eru orðnir algengir í heiminum. Sumir þeirra eru ban- vænir. Aðgát í kynlífi á ekki síður við á ferðalagi en utan. Ef ferðamað- ur heldur að hann hafi smitast af kynsjúkdómi ætti hann að leita til læknis strax. Jafnframt ætti það að vera hans fyrsta verk þegar heim er komið. -EG Þegar ferðast er til útlanda komast íslendingar stundum i snertingu viö sjúkdóma sem ekki þekkjast hér á landi. íslensk heilbrigðisyfirvöld bjóða upp á ónæmissprautur við mörgum þessara sjúkdóma en almenn varkárni og skynsemi er samt besta veganestið. Halló Okkur vantar einn hressan kennara í vetur. Erum á besta stað í Eyjafirði, stutt á alla staði í nágrenninu, nýtt skólahúsnæði. Hvernig væri að athuga málið? Upplýsingar á kvöldin í símum 96-61728, 96-61737 og 96-61753. Kennarar Vegna forfalla vantar kennara við Grunnskóla Blönduóss næsta skólaár. Meðal kennslugreina er kennsla yngri barna. Fríðindi í boði. Nánari upplýs- ingar veita skólastjóri í síma 95-4114 og yfirkennari í síma 95-4310 Skólanefnd Sjúkdómur Áhættusvæöi Smitleiðir Bólusetning Bólusetningar- skirteinis krafist Aðrar varúðar- ráðstafanir Aids Sjúkdómurinn þekkist um viða veröld en aðal áhættusvæðin eru Mið-Afríka, Evrópa og Amerikurnar. Samfarir við sýktar manneskjur Einnig með blóði úrsýktu fólkiog notkun á nálum sem hafa komist í snertingu við vírusinn. Engin. Nei. Sjá annars staðar á siðunni. Kólera Afrika, Asia, Mið-Austurlönd. Sérstaklega i löndum þarsem hreinlæti er lélegt. Smitmengaður maturog vatn. Venjulega tvær sprautur. Vottorð gildir i sex mánuði. Hjá sumum þjóðum er farið fram á vottorð um bólusetningu. Bólusetning tryggir ekki fullkomið öryggi. Gætið að í matog drykk. Smitandi lifrar- bólga. Á flestum stöðum jarðar þarsem hrein- læti eraf skornum skammti. Smitmenguð matvæli og vatn. Umgangurvið smitaðfólk. Fáið ráðleggingar hjá lækni. Nei. Gætið fyllsta öryggisimatog drykk og hreinlæti erfrumnauðsyn. Malaría Afríka, Asia, Mið- og Suður Amerika. Berst með biti úrsýktum Moskitóflugum. Engin, en rnalariuvarnar- töflur eru til. Nei. Sjá annars staðará siðunni. Mænu- veiki. Alls staðar nema i Ástralíu, Nýja Sjálandi, Evrópu og Norður-Ameriku. Með umgengni við smitað fólk. Berst sjaldan með matog drykk. Nauðsynlegt eraðfara nokkrum sinnum í mænuveikis- sprautur og það þarfað endurnýja á tíuára fresti. Nei. Aðgát i matogdrykk. Hunda- æði. Viða um heim. Biteða klór frá dýrum. Leitið upplýs- inga hjá lækni. Nei. Sjá annars staðar á siðunni. Stíf- krampi. Á stöðum þarsem langt er i aðstöðu til lækninqa. Smitberst í opin sár. Leitið upplýs- inga hjá lækni. Nei. Þvoiðöll sárvel. Berklar Asía, Afrika, Mið- og Suður-Amerika. Berst i lofti frá sýktu fólki. Mótstöðuprófun og sprautun þrem mánuðum fyrir brottför. Nei. Leitið læknisvið brjóstverkjum og þrá- látum hósta. Tauga- veiki. Ástöðum utan Evrópu Norður-Ameriku, Ástraliu og Nýja Sjálands þarsem hreinlæti er af skornum skammti. Smitmenguð matvæli, vatn og mjólk. Tvær sprautur með4til6 vikna milli- bili. Mótstaða er endurnýjuð með einni sprautu vanalega eftir þrjúár. Nei. Aðgát i matog drykk. Gula Afrika, Suður-Amerika. Bitfrá sýktum moskitóflugum. Eina sprautu gegnguluþarf að fáminnst tiu dögum fyrir brottför. Sprautuvottorðið gildiritiu ár. Já i mörgum löndum er krafist vottorðs. Forðist bit frá moskító- flugunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.