Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 6
6 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Utlönd Herstöðvunum enn mótmælt í Manila Til nokkurra átaka kom á milli óeirðasveita lögreglunnar í Manila, höfuðborg Filippseyja, og andstæð- inga Bandaríkjamanna í gær þegar um fimm hundruð manns söfnuðust saman fyrir framan bandaríska sendiráðiö í borginni til mótmæla. Mannfjöldinn var einkum að mót- mæla bandarískum herstöðvum á eyjunum en undanfarið hefur borið í sívaxandi mæli á kröfum um að herstöðvar þessar verði lagðar niður og allt bandarískt herlið flutt á brott frá Filippseyjum. Þeir sem stóðu að mótmælunum í gær lögðust á götuna fyrir framan bandaríska sendiráðið í Manila og stöðvuðu þar alla umferö. Óeirða- sveitir lögreglunnar í borginni voru sendar á vettvang og eftir að þær höfðu reynt að fá mótmælendur til að láta af götulegu sinni með frið- samlegu móti réðust lögreglumenn- irnir á hópinn. Sjónarvottar segja að margir mótmælendanna hafi veriö barðir illilega með kylfum og auk þess skutu lögreglumenn af byssum sínum upp í loftið. Við það leystust mótmælin fljótlega upp. Mótmæli af þessu tagi hafa verið nær daglegur viðburður í Manila og viðar á Filippseyjum undanfarið. Bandaríkjamenn og filippseysk yfirvöld eiga fyrir höndum samninga um endurnýjun sáttmála sinna um dvöl bandarísks herliðs á eyjunum en bandarískum stjórnvöldum hafa þótt kröfur Filippseyinga í þeim efn- um afarkostir. Atök milli lögreglu og mótmælenda fyrir framan bandaríska sendiráðið í Manila í gær. Símamynd Reuter Unnið við undirbúning kjarn- orkutilraunarinnar. Símamynd Reuter Undirbúa kjamorku- tilraun Bandaríkjamenn vinna nú af kappi við undirbúning tilraunar með kjarnorkusprengju sem áætlað er að gerð verði þann 17. ágúst næstkomandi. Sprengjan verður sprengd á meira en tvö þúsund feta dýpi undir Pahute-sléttunni í Nevada- fylki. Þetta er sameiginleg tilraun Bandaríkjamanna og Sovét- manna. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 25-26 Sparireikningar 3iamán. uppsógn 24-28 Sp.Ab,- Sb 6mán. uppsogn 26-30 Sp.Ab,- Sb.Vb 12 mán. uppsögn 26-33 Úb.Ab 18mán. uppsógn 39 Ib Tékkareikningar, alm. 9-15 lb,S- b.Ab Sértékkareikningar 10-28 Vb.Ab Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsöqn 4 Allir Innlán með sérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7-7,25 Úb.Bb,- Ib.V- b.S- b.Ab Sterlingspund 9-9,75 Lb.Ab Vestur-þýsk mörk 3,75-4,25 Vb.Sb,- Ab.Úb Danskar krónur 7,25-8,50 Vb.Ab, ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 38,5-39 Sp Vióskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 41 Allir Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 41-42 Ib, Bb,Sp Utlán verðtryggö . Skuldabréf 9,25-9,50 Ib.Vb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 36-41 - Úb SDR 8,50-9,25 Lb.Úb,- Sp.Bb Bandarikjadalir 9,75-10,50 Úb.Sp Sterlingspund 12-12,75 Úb.Sp, Vestur-þýsk mörk 5,25-7,25 3,5 Úb Húsnæðislán Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 56,4 4,7 ó mán. MEÐALVEXTIR Óvérötr. júlí 88 38,2 Verötr.-júli 88 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala ágúst 2217 stig Byggingavísitala ágúst 396 stig Byggingavisitala ágúst 123,9 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði8%1.júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Avöxtunarbréf 1.7336 Einingabréf 1 3,184 Einingabréf 2 1,830 Einingabréf 3 2,034 Fjölþjóöabréf 1,268 Gengisbréf 1,465 Kjarabréf 3,173 Lífeyrisbréf 1.601 Markbréf 1,662 Sjóösbréf 1 1,539 Sjóösbréf 2 1,359 Tekjubréf 1,522 Rekstrarbréf 1,2568 HLUTABRÉF Söluverö aö lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.' Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 269 kr. Flugleiðir 240 kr Hampiðjan 116 kr. . Iðnaöarbankinn 168 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 120 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31%ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, 0b = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. Kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima minnst Hópur búddamunka lauk í gær eitt þúsund og þrjú hundruð kílómetra langri friðargöngu sinni frá Tokýo til Hiroshima. Gangan var farin í tilefni þess að fjörutíu og þrjú ár eru liðin frá þvi aö kjarnorkuárás var gerð á Hiroshima. Simamynd Reuter í dag er þess minnst að fjörutíu og þrjú ár eru nú liðin frá því Banda- ríkjamenn vörpuðu kjarnorku- sprengju á japönsku borgina Hiros- hima en atburður sá gerðist 6. ágúst 1945 og markaði -í raun endalok síð- ari heimsstyrjaldarinnár. Víða um heim er minnst þeirra þúsunda karla, kvenna og bama sem létu lífið af völdum sprengjunnar,’ ýmist þegar í stað eöa af völdum brunasára og geislavirkni. Þúsundir þeirra, sem staddir voru í borginni þénnan dag og hlutu ekki bana af, lifðu við örkuml það sem eftir var. Minningarathafnir verða haldnar í Hiroshimaborg sjálfri í dag sem og víða annars staðar í Japan. Atburðarins er minnst með ýmsu móti. Margir Japanir veija sumar- leyfi sínu til þess að ferðast til Hiros- hima þar sem enn getur að líta menj- ar sprengingarinnar. Japanir hafa látið rústir nokkurra bygginga, sem KENA JAPAN Japans- Hiroshima TOKYO JNaqasaki I Kyrrahaf brunnu af völdum kjarnorku- sprengjunnar, standa óhreyfðar. Búist var við að mikið yrði um ferðamenn í Hiroshima í dag. Hópur búddamunka hefur undan- farið veriö á friðargöngu frá- Tokýo og lauk göngu þeirra í Hiroshima í gær. Gengu munkarnir eitt þúsund og þrjú hundruð kílómetra vega- lengd og báru borða og spjöld með friðarslagorðum. Kjamorkuárásarinnar er einnig viða minnst annars staðar en í Jap- an. Þessi dagur hefur á síðari ámm orðið eins konar baráttudagur kjarn- orkuandstæðinga enda árásin á Hi- roshima þeim talandi tákn þess sem þeir telja óumflýjanlegt ef kjarn- orkuvopnum verður ekki útrýmt. Víðast hvar er búist við aö athafnir þessar fari friðsamlega fram. Jafnframt kjamorkusprengjunni sem varpað var á Hiroshima vörp- uðu Bandaríkjamenn annarri slíkri sprengju á japönsku borgina Nakas- agi nokkru síðar. Eftir þá kjarnorku- árás gáfust Japanir endanlega upp og lýstu sig sigraöa. Japönsk fjölskylda virðir fyrir sér leifar bygginga sem látnar eru standa til minja um kjarnorkuárásina á Hiroshima. Arásarinnar verður minnst opin- berlega i dag. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.