Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Qupperneq 20
20
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988.
Erlend myndsjá
Frambjóðendur
Þar sem nú hefur veriö gengiö formlega frá útnefningu George Bush, vara-
forseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni repúblikanaflokksins í kosningunum
í nóvember næstkomandi, er ekki úr vegi aö birta myndir af forsetaefninu
og varaforsetaefni hans. Bush tók við útnefningu sinni fyrir helgina (mynd
aö neðan). Hann hafði áöur útnefnt öldungadeildarmanninn Dan Quayle frá
Indiana sem varaforsetaefni sitt (mynd til hægri).
í lok-ráöstefnu repúblikananna-þótti svo auðvitaö tilhlýðilegt aö frambjóð-
endurnir veifuðu til ráöstefnugesta, ásamt eiginkonum sínum.
Lurie þykir hjal Jacksons um aö frelsa bandaríska gísla i Mið-Austurlönd-
um heldur fáfengilegt, meöan Jackson sjálfur heldur demókrataflokknum
í gíslingu.
LURIE og baráttan
Skopmyndateiknarinn LURIE
hefur sitt til kosningabaráttunnar
í Bandaríkjunum að leggja, líkt og
annarra dægurmála. Yfirleitt virð-
ist honum fremur uppsigað við
stjórnmálamenn, því þeir fá mun
óvægari meðferði höndum hans
en flestir aðrir. Virðingarleysi hans
kemur enda vel fram í þeim mynd-
um sem hér birtast, en þær tengj-
ast allar frambjóðendum flokk-
anna sem koma til með að bítast
um forsetaembætti Bandaríkjanna
í nóvember næstkomandi.
Ekki hefur enn borist frá teiknar-
anum útgáfa hans af varaforseta-
efni repúblikana, en væntanlega
verður þess ekki langt að bíða.
Jim Baker, kosningastjóri Bush.
Lloyd Bentsen, varaforsetaefni
demókrata.
George Bush á atkvæðaveiöum. Sameinaður demókrataflokkur, þar sem Jesse Jackson hefur flokks-
bræður sí'na að ösnum.