Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Side 33
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988. 49 r>v Síðasta freisting Krists Guðlast eða meistaraverk? Svidsljós Ólyginn sagði ... Þann 12. ágúst sl. var tekin til sýn- ingar í Bandaríkjunum myndin „The Last Temptation of Christ”. Það væri vægt til orða tekið að segja að mynd- in hafi fengið umtal, svo miklu íjaðrafoki hefur hún valdið. Hvar sem hún hefur verið sýnd hafa kristnir menn og konur fjölmennt fyrir utan þau kvikmyndahús sem sýna hana, mótmælt sýningu hennar og gert hróp að bíógestum. Síðasta freisting Krists verður sýnd í Bretlandi í næsta mánuði og af því tilefni sá útsendari breska blaðsins The News of the World, rokkarinn Alvin Stardust, myndina í New York. Fylgir hér á eftir dómur hans. „Það er ekki erfitt að skilja hvers vegna kristnir menn hrópa „guð- last“. Meðal annars er Kristur sýnd- ur sem mikill kvennamaður sem feðrar hvert barnið á fætur öðru og neitar því að Guð sé faðir hans. Heggur að undirstöðum kristinnar trúar En í hreinskilni sagt þá varð ég mjög leiður og rniður mín eftir að hafa séð myndina. Leiður vegna þess að fólk sem hefði átt að vita betur, eins og leikstjórinn Martin Scorsese, skuli hafa lagst svona lágt. Og miður mín yfir því að svona slæm mynd, sem heggur að undirstöðum trúar okkar, skuli hafa verið gerð. Framleiðendur myndarinnar vita að þeim er ekki sjálfum ögrað þó að þeim takist að hneyksla alla aðra. ímyndið ykkur bara lætin sem yrðu ef þeir gerðu svipaöa mynd um spá- manninn Múhammeð. Múhammeðs- trúarmenn myndu líklega brenna til grunna öll kvikmyndahúsin. En kristnir eru vamarlausir, sérstak- lega gagnvart kvikmyndargerðar- mönnum. Því meiri læti sem verða yfir mynd- inni, því breiðara verður brosað framan í bankastjórann. Það er.leitt að þurfa að segja þetta, en það er bara sannleikurinn. Hver einasti trú- arhópur í Bandaríkjunum virtist vera þarna til að reyna að varna því að fólk kæmist inn, en röðin fyrir utan bíóhúsið náði nokkur hundruð metra. Þetta líktist mest kapphlaupi um bestu sætin wið réttarhöld, með vopnuðum lögreglumönnum, starfs- fólki sjónvarpsstöðva og hundruðum mótmælenda, syngjandi og veifandi kröfuspjöldum. í raun var þetta miklu skemmtilegri sjón heldur en myndin sjálf. Meydómur Maríu goðsögn Einn prestur grísku rétttrúnaðar- kirkjunnar hélt langa og þrumandi ræðu í viðtali við sjónvarpsstöð, en hann hafði þó ekki roð við kaþólsk- um presti sem náði að koma sér í þrjú viðtöl á sama tíma; En þarna voru líka mótmælendur til að móf mæla mótmælunum og hvetja bíó- gesti. Einn maður veifaði spjaldi er á stóð: „Jesús var mannlegur. Honum féll vel að láta vel að konum. Móðir hans var kynvera. Meydómur henn- ar var goðsögn." Margir af þeim valdamestu í Holly- wood standa meö Scorsese og segja að ef myndin yrði bönnuð þá yrði það árás á málfrelsið. Leikarinn Warren Beatty lofaði Scorsese og Universal Picture fyrir að hafa gert myndina og hvatti til framhalds á slíku. En ég stend fast við þá skoðun mína að myndin hefði aldrei átt að vera Fólk fjölmennti til að mótmæla sýningu myndarinnar, The Last Temptation of Christ. Á bol eins bíógestsins má lesa: „Slappið af, þetta er aðeins bíó- mynd.“ Bannað að koma til Bandaríkjanna Ekki getur neitt orðiö úr þvi að Boy George fdri í hljómleikaferð til Bandaríkjanna. Útlendingaeftirlitið sér til þess. George. var bannað að koma til landsins fyrir tveimur árum þegar hann varð uppvís að notkun heróíns. Var þá vegabréfsáritunin tekin af honum og hana getur George ekki fengið aftur nema hann geti sannað að hann sé ekki lengur háður efninu. Hinum kynhverfa söngvara verður einnig meinuð innganga í Bandarík- in ef hann reynist vera meö hættu- legan sjúkdóm. Talsmaður George sagði að söngvarinn heföi gengist undir eyðnipróf og reynst neikvæð- ur. Hann hefði einnig látið af notkun ííkniefna og því væri nú engin ástæða fyrir því að hann fengi ekki vegabréfsáritun. Utlendingaeftirlitið skrifaði lög- fræðingi George í síðasta mánuði og bað um skjöl yfir heilsu hans en á eftir að fá svar. Ekkert verður gert í málinu fyrr en skjölin hafa verið skoðuð. Boy George. George er nýbúinn að syngja inn á plötu. Honum hefur gengiö fremur illa í Bretlandi að undanförnu og vill því reyna í Bandaríkjunum. En jafn- vel þótt ekkert sé að honum geta Bandaríkin samt enn litið á hann sem „óæskilegan útlending". William Dafoe i hlutverki Jesú Krists í myndinni Siðasta freisting Krists. gerð. í mínum huga á hún skilið titil- inn: Versta mynd sem nokkurn tíma hefur verið gerð.“ Eins og áöur segir þykir myndin vera guðlast og eru það sérstaklega nokkur atriði í henni sem fara fyrir brjóstið á mönnum. Hefur mök við Magdalenu Jesús er sýndur á gægjum við að horfa á nakta og tattóveraða Maríu Magdalénu í ástarleikjum viö menn í hóruhúsi. Kristur hefur mök við Magdalenu eftir að útsendarar djöf- ulsins höfðu komið á' hjónabandi hans. Eftir að Magdalena deyr, verð- ur hann hórkarl. Hann kvænist Mar- íu, annarri systurinni sem tók lík- ama hans af krossinum, en samrekk- ir svo systur hennar, Mörtu. Hann feðrar fjölda barna og afneit- • ar svo Guði sem föður sínum. Hinn ungi Jesús býr til krossa fyrir Róm- vérja til að nota við aftökur gyðinga. Hann hjálpar til við aftökurnar og aðrir gyðingar skyrpa á hann. Hann Atriði úr myndinni, en hún hefur valdió miklum deilum og komið af stað kröftugum mótmælum. hrópar: „Ég er lygari, ég er hræsn- ari. Ég er hræddur við allt ... Djöfull- inn er í mér.“ Júdas er gerður að hugrakkasta lærisveininum og Jesús skipar hon- um að svíkja sig. Páll postuli er glæpamaður. Jesús segir að hann hafi ekki dáið og risið upp að nýju en Páll biður hann um að láta þá staðreynd ekki hafa áhrif á góða sögu. Jesús segir við lærisveina sína: „Ég er giftur, ég á börn, ég vinn. í raun hef ég aldrei skemmt mér eins vel.“ Vilja banna Scorsese Leiðtogar kaþólsku kirKjunnar í Feneyjum hvöttu skipuleggjendur hinnar árlegu kvikmyndahátíðar borgarinnar til að hætta við þá áætlun sína að sýna hina umdeildu mynd „The Last Temptation of Christ“. Skrifstofa kardinálans í Feneyj- um sagði aö sú mynd sem dregin væri upp af Kristi i kvikmyndinni væri móðgandi og afbökuð. Hið kaþólska samfélag Feneyja bæði um virðingu. Síðasta freisting Krists hefur kynt undir miklum mótmælum ineðal kristinna hópa í Bandaríkj- unum, en myndin var frumsýnd þar fyrir stuttu. í myndinni, sem er bandarísk og var leikstýrt af Martin Scorsese, er draumatriði þar sem Jesús samrekkir Maríu Magdalenu. Framkvæmdastjóri kvikmynda- hátíðarinnar i Feneyjum, Gugli- elmo Biraghi, sagði fréttamönnum að hann virti viðhorf kirkjunnar í borginni og væri ánægöur með á hversu öfgalausan hátt hún heföi látið þau í ljós. „Ef kirkjunnar menn liefðu beðið og raunverulega séð myndina í stað þess að treysta á viðbrögð handan Atlantshafsins, þá hefði ef til vill tilkynning skrifstofu kardinálans verið enn öfgalausari,“ sagði hann. Díana prinsessa lætur ekkert hafa eftir sér, en sú saga gengur nú aö þegar þau Karl áttu sjö ára brúðkaupsaf- mæli. hafi hún gefið honum myndband með sjálfri sér. Á myndbandinu mun hún hafa sungið lagið „All 1 Ask of You”, sem er ástaróður úr söngleiknum Phantom of the Opera. Mun myndbandið hafa verið tekið upp í hinu konunglega leikhúsi. Þetta átti að vera mikið leyndarmál en Buckinhgham Palace hefur samt sem áður staðfest að til sé upp- taka með Díönu sem tekin var upp í þessu sama leikhúsi. Bette Midler leikur nú í enn einni myndinni. Um þessar mundir vinnur hún að gerð myndarinnar „Beaches" fyrir Disneyfyrirtækiö. í mynd- inni leikur hún söngkonu sem á sínum fátæktarárum hittir til- vonandi eiginmann sinn þegar hún er send til að syngja fyrir hann, íklædd kanínubúningi. Eft- ir því sem Bette segir sjálf þá er myndin ekki gamanmynd heldur háalvarleg. Jerry Hall - sem er þessa stundina sögð hafa sagt skilið við Mick Jagger - reynir nú fyrir sér á sviði í New Jersey. Hún mun víst leika sama hlutverk og Marilyn Monroe lék hér um áriö í myndinni „Bus Stop“. Jerry segist ekki vera kvíðin því hún kunni hlutverkiö sitt og viti upp á hár hvað hún eigi að segja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.