Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Side 36
52 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988. Andlát Sr. Helgi Tryggvason yfirkennari, ést aðfaranótt föstudagsins 19. ágúst á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Xópavogi. :lildegard Guðleifsson, Lyngheiði 15, lelfossi, andaðist að kvöldi 18. ágúst I gjörgæsludeild Landspítalans. Jarðarfarir Guðrún Þorsteinsdóttir kennari verður jarðsungin frá Selfosskirkju miðvikudaginn 24. ágúst kl. 15. Þórarinn Kristjánsson, fyrrverandi símritari, Kambsvegi 4, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 23. ágúst kl. 15. ~'Guðmundur Thorsteinsson bifreiða- stjóri, Dvergabakka 34, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 23. ágúst kl. 13.30. Guðmundur Kr. Símonarson lést 14. ágúst sl. Hann fæddist að Götu í Holtahreppi 22. ágúst 1897. Hann fluttist til Reykjavíkur liðlega tvítug- ur, nam sútaraiðn og lauk prófi í þeirri starfsgrein. Fljótlega sneri hann sér að verslunarstörfum sem urðu hans ævistarf. Hann giftist Magneu Gísladóttur en hún lést árið 1974. Þau hjónin eignuðust þrjú böm. Útför Guömundar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. ÓDjRT Boddívarahlutir Driföxlar - Drifliðir Vatnskassar-Bílrúður BÍLLINN Skeifunni 5 «5? 688510 Tilkyimingar Landssýning sænskra frímerkjasafnara Dagana 11.-14. ágúst var haldin frí- merkjasýningin „Scarex 88“ í bænum Skara í Svíðþjóð. Sýning þessi var lands- sýning sænskra frímerkjasafnara 1988, í tengslum við 1000 ára afmæli bæjarins. í sýningunni tóku þátt af íslands hálfu þeir Hjalti Jóhannesson úr Reykjavík og Óli Kristinsson frá Húsavík. Hlutu þeir báðir stórt silfur fyrir íslandssöfn sín. Aðstoðamaður féiagsmálaráðherra ráðinn Rannveig Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðar- maður félagsmálaráðherra. Rannveig er fædd á ísafirði 15. september 1940. Hún var kjörin í bæjarstjóm Kópavogs 1978 og hefur átt þar sæti síðan. Á vegum Kópavogskaupstaðar hefur Rannveig gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. verið formaður félagsmálaráðs, i stjórn launanefndar sveitarfélaga, í stjóm Sparisjóðs Kópavogs, forseti bæjarstjóm- ar Kópavogs og formaður bæjarráðs. Rannveig hefur verið formaður stjómar Húsnæðisstofnunar ríkisins frá því i des- ember 1987. Hún er gift Sverri Jónssyni tæknifræðingi og eiga þau þrjú börn. Varautanríkisráðherra Kína kemurtil landsins Varautanríkisráðherra Kina Hr. Zhou Nan, ásamt fylgdarliði, dvelur á íslandi 25. til 29. ágúst nk. í boði Steingríms Her- mannssonar utanríkisráðherra. Auk við- ræðna við utanríkisráðherra mun vara- utanríkisráðherrann m.a. hitta að máli forsætisráðherra og samgönguráðherra. Jafnframt mun varautanríkisráðherr- ann heimsækja Alþingi í boði forseta Sameinaðs þings. Varautanríkisráðherr- ann mun einnig skoða söfn í Reykjavík og heimsækja Vestmannaeyjar og Þing- velli. Handknattleiksskóli Stjörnunnar í Garðabæ verður starfræktur frá 22. ágúst til 2. sept. fyrir stúlkur og drengi á aldrinum 6-13 ára. Þátttakendum er skipt i flokka eftir aldri og kunnáttu. Farið verður í undirstöðuatriöi handknatt- leiks, sérstök áhersla lögð á tækni, leik- skilning og reglur. Landsliðsmenn koma í heimsókn, veittar verða viðurkenningar fyrir framfarir og árangur. Kennslustað- ur er íþróttahúsið Ásgarður. Skólinn er starfræktur frá kl. 9-10.30, böm fædd ’78 og yngri, og kl. 11-12.30, börn fædd ’77 og eldri. Innritun og upplýsingar í síma 53066 í dag og í íþróttahúsinu Ásgaröi. Þjónusta á sviði umbúðamála Upplýsingaþjónusta á sviði umbúðamála hefur verið tekin upp hjá Iðntasknistofn- un íslands í þvi skyni að efla þekkingu á umbúðum og flutningum og byggja upp gagnabanka sem nýst getur íslenskum fyrirtækjum. Rekstrartæknideild Iðn- tæknistofnunar sér um umbúðaþjón- ustuna. Efnt hefur verið til samstarfs við Umbúða- og flutningastofnunina i Dan- mörku til að íslensk fyrirtæki eigi þar greiðari aðgang að tækjakostnaði til próf- unar á umbúöum sínum. Jafnframt hefur löntæknistofmm gerst aðih að SES, sam- tökum umbúðastofnana á Norðurlönd- um. Ætlunin er að gefa út fréttabréf með völdum greinum úr því mikla magni sem stofnuninni berst reglulega um umbúða- mál auk þess sem fyrirtæki eiga kost á upplýsingum um ákveðin efni úr gagna- bankanum. Þá mun stofnunin skipu- leggja hópferð umbúðaframleiðenda og umbúðanotenda á sýninguna Scanpack 88 í Gautaborg í október. Hrekkjusvínið, ný verslun Opnuð hefur verið að Laugavegi 8, Reykjavik, ný verslun sem heitir til sölu, 3ja dyra, 5 gíra, ekinn 26.000 km. Vetrardekk fylgja, Sérlega vel með farinn. Einn eigandi. Upplýsingar í símum 42461 eða 685445 eftir kl. 17. F0RD ESC0RT 1300 CL ’87 sparieintak Hrekkjusvínið. Um það er ekkert meira að segja, nema aö þar fást alls konar skemmtilegar og andstyggilegar hrekkja- vörur. Ef þú þorir aö skoða búðina, fellur þú áreiöanlega í viðeigandi stafi fyrir rit- vélina þína, eða þá tölvuútstöðina, eftir þvi hvar þú vinnur - ef þú kallar þetta þá vinnu. „Myndir fyrir nornir og böðla“ Bókafélagið Tunghð hefur sent frá sér sína þriðju bók. Hún nefnist Myndir fyr- ir nomir og böðla, eftir Sveinbjöm Gröndal og Jón Egil Bergþórsson en myndirnar teiknaði Helga Oskarsdóttir. Absúrd leikrit, segja sumir, ljúfsár ástar- saga, segja aðrir. En efni verksins er í anda þjóðfélagslegs raunsæis með róm- antískum blæ og súrrealískri undiröldu. Klassíska heiðrikju má víða fmna en þó má segja að hún sé oft undir dadaískum áhrifum í bland með síðfútúrisma, ný- rómantik og tilvistarstefnu. Námskeið Námskeið í skyndihjálp Reykjavikurdeild Rauða kross íslands heldur námskeið í skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 24. ágúst og stendur í 5 kvöld sem dreifast á 10 daga. Námskeiðið verður haldið að Öldugötu 4. Öllum 14 ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir sem hafa áhuga á að komast á námskeiðið geta skráð sig í síma 28222. Fjöldi þátttak- enda er takmarkaður við 15. Notað verð- ur nýtt námsefni sem RKÍ tók nýlega í notkun og hefur gefið góða raim. Nokkuð er um nýjungar. Lögö verður áhersla á fyrirbyggjandi leiðbeiningar og ráð tU almennings við slys og önnur óhöpp. Á námskeiðinu verður kennt hjartahnoð, fyrsta hjálp við bruna, kah og eitrunum. Einnig verður kennd meðferð helstu beinbrota og stöðvun blæðinga. Enn- fremur verður fjallað um ýmsar ráðstaf- anir til varnar slysum í heimahúsum og margt fleira. Sýndar verða myndir um helstu slys. Talið er æskilegt að taka námskeiðið allt á 2 ára fresti og rifja upp einu sinni á ári. Námskeiðinu lýkur með prófl sem hægt er að fá metið í flestmn framhaldsskólum. Tónleikar Orgeltónleikar Mánudaginn 22. ágúst heldur Árni Arin- bjamarson orgeltónleika í kirkju Fíla- delflusafnaöarins að Hátúni 2, Reykjavík. Á efnisskrá eru verk eftir Buxtehude, Bach, César Frank og Max Reger. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Tombóla Nýlega héldu þessir krakkar tombólu til styrktar Eþíópíusöfnun Rauða krossins og söfnuðu 1600 krónum. Krakkarnir heita: Gyða Björk Jóhannsdóttir, Linda Dögg Jóhannsdóttir, Jón Finnbogason, Anna Freyja Finnbogadóttir og Elínborg Erla Knútsdóttir. Reiðhjól tapaðist Svart kvenhjól hvarf í miðbænum að- faranótt sl. laugardags. Stýri og bjalla hjólsins eru svartmáluð, auk þess sem klikkhljóð heyrist þegar það er á ferð. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hjólið vinsamlegast hringi í síma 611610 eða 611447. Fundarlaun. Angóraköttur týndur úr vesturbæ Þórður Aðalsteinn, steingrár angórakött- ur, tapaðist frá Hringbraut 71. Hann er merktur í eyra númeri og gæti verið meiddur. Fólk í vesturbænum er vinsam- legast beðið um að kíkja í garðana sína. Upplýsingar í síma 10880 og 16558. Góð fundarlaun. Tapað-fundið Þórður Aðalsteinn er týndur Hann er steingrár angóraköttur og tapað- ist frá Hringbraut 71. Hann er merktur í eyra með númeri og gæti verið meiddur. Fólk í vesturbænum er vinsamlegast beð- ið að kíkja í garða sína. Upplýsingar í símum 16558 og 10880. Kettlingur fannst í Garðabæ Hvítur högni, tæplega sex mánaða, fannst við Holtsbúð í Garðabæ 16. ágúst sl. Hann er mjög gæfur. Upplýsingar í síma 43350 eða á Dýraspítalanum. Kvikmyndir DV Hljómsveitin að leik. Bíóhöllin: í fullu fjóri Leikstjóri: Joan Freeman. Aóalhlutverk: Justine Bateman, Liam Neeson, Trini Alvarado, Scott Coffey, Britta Phillips, og Julia Roberts. Kvikmyndin í fullu fjöri, sem sýnd er um þessar mundir í Bíó- höllinni, fjallar um rokkhljómsveit úr fátækrahverfi sem ræður sig í vinnu á sumardvalarstað ríkra úti á strönd. Þar eyðir hljómsveitin sumri og komast meölimir hennar í kast við ýmislegt. Meiri er sögu- þráðurinn ekki og gæti ekki verið einfaldari. Þrátt fyrir stutta sögu og einfalda mistekst gjörsamlega að koma henni til skila. Vegna hörmulegs handrits drukknar þráðurinn í bulli og verður hvorki fugl né íisk- ur. En það er ekki bara lélegt hand- rit sem skemmir myndina. Það er eins og allt leggist á eitt. Hljósmveitin sjálf er ekki beint burðug. Henni var hóað saman í snatri og höfðu leikararnir vart séð áöur þau hljóðfæri sem þeir leika á. Árangurinn er slöpp hljómsveit sem spilar enn slappara rokk. Til að kóróna herlegheitin er leik- stjórn eins ómarkviss og hugsast getur. Ljósi punkturinn við myndina er leikur. Þótt hljómsveitarmeðlimir kunni ekki á hljóðfærin er leikur i lagi. En handritið skemmir fyrir og þrátt fyrir góðan vilja eiga leik- arar erfitt með að skapa trúverðug- ar persónur. Það kemur á óvart að sjá íslenska þýðingu myndarinnar. Bíóþýðing- ar hér á landi eru alræmdar fyrir hve lélegar þær eru en í þessari mynd birtast allt í einu gullmolar í textaræmunni. En ekki einu sinni textinn dugar til bjargar. Myndin missir gjörsamlega marks og er eins gott að eyða tímanum í eitt- hvað annað. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.