Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
29
Lífsstfll
Æft af
mikilli elju
- fynr ólympíuleika fatlaðra í Seoul
Sundkrakkarnir Olafur og Lilja María létu sig ekki muna um að vippa
sér upp á bakkann.
Um helgina komu ólympíufarar
íþróttasambands fatlaöra sam-
an í æfingabúðum í annaö sinn
í sumar. „Það er ákaflega mikil-
vægur þáttur í undirbúningn-
um fyrir leikana aö koma svona
saman og æfa. Með þessu er
stuðlað að því aö sem bestur
árangur náist og eiris er þetta
til þess að þjappa hópnum sam-
an og efla andann,“ sagði Mark-
ús Einarsson, starfsmaður
íþróttasambands fatlaöra, í
samtab við DV sem heimsótti
búðirnar um helgina.
Æfingabúðir mikilvægar
í undirbúningi
Ólympíuleikar fatlaðra verða
haldnir í Seoul í Suður-Kóreu
dagana 15.-24. október náest-
komandi. Notaðir verða sömu
vellir og hótel og á ólympíuleik-
um ófatlaðra.
Æfingabúðir ólympíufaranna
voru að þessu sinni í Reykjavík,
nánar tiltekið í Laugardalnum
að mestum hluta. Fyrr í sumar
hittust keppendumir í 5 daga í
æfingabúðum í Hrafnagili í
Eyjafirði.
DV hitti að máli nokkra
ólympíufara þar sem þeir voru
að æfa af mikilli elju. Annars
vegar voru það frjálsíþrótta-
mennirnir er æfðu á Valbjarn-
arvelli og hins vegar sundfólkið
sem synti af kappi í Laugardals-
lauginni.
Á þegar heimsmet
Reynir Kristófersson er elsti
keppandinn í hópnum. Hann
mun keppa í kastgreinum. Er
þetta í annað sinn sem hann
tekur þátt í ólympíuleikunum.
„Þetta er náttúrlega hely... púl,
en maður lætur sig hafa það.
Ekki þýðir annað,“ sagði Reyn-
ir um leið og hann reyrði stól-
inn sinn fastan við jörðina. Síð-
an tók hann kúluna og kastaði
henni með glæsilegri sveiflu.
Á hlaupabrautinni hljóp
Haukur Gunnarsson hverja
ferðina á fætur annarri með
háum hnélyftum. Hann hefur
nú æft í sex ár og á þegar heims-
met í 100 og 4Ö0 metra hlaupum.
Einnig á hann stútt eftir í
heimsmetiö í 200 metra hlaupi
í sínum flokki. Það var létt
hljóðið Hauki og hann virtist
bjartsýnn á góðan árangurSeo-
ulíoktóber.
Arnar Klemensson frá Seyð-
isíirði, sem keppa mun í hjóla-
stólaakstri á leikunum, þaut
hring eftir hring á vellinum og
sló ekki af þótt ljósmyndari
væri að flækjast fyrir honum.
Greinilegt var að hann ætlaði
ekki að láta sitt eftir hggj a.
Taka skólabækurnar með
í Laugardaislauginni var
sundfólkið að synda síðasta
sprettinn í þolsundi þegar DV
baraðgarði.
Tvö ungmenni, Lilja María
Snorradóttir frá Sauðárkróki
og Ólafur Eiríksson úr Kópa-
vogi, eru nú aö fara í fyrsta sinn
á ólympíuleikana. Þau kváðust
hlakkamikiötil.
Þau eru bæði að fara í níunda
bekk og sögðust ekki hafa mikl-
ar áhyggjur af því að þetta hefði
áhrif á námið. „Það veröa líka
kennarar með í ferðinni sem
reka á eftir þeim með harðri
hendi,“ skaut Markús inn í í
gamansömum tón. Krakkarnir
tóku því létt, og létu sig ekki
muna um að vippa sér upp á
bakkann fyrir myndatöku.
Giæsilegur árangur
á fyrri leikum
Að þessu sinni tekur ísland
. - _ Reynir Kristófersson kastaði kúlunni fimlega.
sýnn til Seoul, Haukur Gunnarsson hlaupari. DV-myndir KAE
þátt í ólympíuleikum fatlaðra í
þriðja sinn. Alls munu 14 ís-
lenskir íþróttamenn fara. Eru
þetta 10 sundmenn, 3 frjáls-
íþróttamenn og 1 borðtennis-
leikari. Með þessum fóngulega
hópi fára 9 þjálfarar, fararstjór-
ar og aðstoðarmenn. Keppend-
ur eru frá sex stöðum á landinu,
Selfossi, Seyðisfirði, Akureyri,
Sauðárkróki, Njarðvík og
Reykjavík. Aðalfararstjóri í
hópnum verður Sveinn Áki
Lúðvíksson.
Árið 1980 fóru leikarnir fram
í Hollandi og unnu íslensku
keppendurnir þá til tvennra
verðlauna. Fengu þeir 1 gull og
1 brons. Árangur íslensku
keppendanna var enn glæsi-
legri íjórum árum síðar er leik-
arnir fóru fram í Bandaríkjun-
um og Englandi. Þá unnu þeir
alls til 11 verðlauna, fengu 2 silf-
urog9brons.
Enn vantar fjármagn
Að sögn Markúsar Einarsson-
ar hggur geysimikill undirbún-
ingur að baki slíkri ferö. Fram
aö leikunum munu keppendur
æfa 6 daga í viku í að minnsta
kosti2tímaádag.
Áætlaður kostnaður vegna
þátttöku er um 3,5 miljónir
króna. Ennþá vantar töluvert
upp á að endar nái saman en
Markús kvaðst vona að á næstu
vikum tækist að klára aö safna
Tíðarandi
fyrir kostnaöinum. „Það er
markmið okkar að keppend-
urnir þurfi ekki að bera fjár-
hagslegan bagga vegna leik-
anna. Okkur flnnst að þeir leggi
nógu mikið á sig og fórni öðru
eins með öllum þeim tíma sem
þeir verja í æfingar og annað i
kringum þetta," sagði Markús
aðlokum.
-gh